Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 Að brúka munn við valdastéttina „íslenskir hæstaréttardómar- ar haga sér eins og franska bylt- ingin hafi aldrei orðið: þeir eru aldrei refsiglaðari en þegar ein- hver hefur brúkað munn við valdastéttina." Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, í DV. Leiðinleg vinna „Að skrifa bækur er bara vinna og fyrir latan mann eins og mig er það leiðinleg vinna.“ Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur, i Alþýðublaðinu. Að syngja sitt síðasta „Ólafur hefur glæsilega rödd en svona uppbyggða efnisskrá má enginn tenór leyfa sér að setja upp, nema hann sé ákveð- inn í að syngja sitt síðasta." Ragnar Björnsson tónlistar- gagnrýnandi, í Morgunblaðinu. Ummæli Ómerkilegir loddarar „Það eru ósköp einfaldlega ómerkilegir loddarar sem halda því fram að það sé hægt að bæta kjör fólks með þeim hætti.“ Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastj. VSÍ, um kröfugerð Dagsbrúnar, í Alþýðublaðinu. Ótrúlegir dagar „Þessir dagar hafa verið ótrú- legir hjá mér því ég hef aldrei áður staðið niður þrjú mót í röð og hvað þá að vinna þau öll.“ Kristinn Björnsson skíðakappi, í Morgunblaðinu. Myndin sýnir leiöangur sem kom á noröurpólinn í apríl 1988. Hver varð fyrst- ur á norður- heimskautið? Hvorki er fullsannað að bandaríski heimskautafarinn dr. Frederick Albert Cook né banda- ríski flotaverkfræðingurinn Ro- bert Edwin Peary hafl í raun og veru komið á norðurpólinn. Leiðangur Wallys Herberts á ár- unum 1968-1969 var með full- kominn útbúnað og tæki á nú- tímamælikvarða en fór samt ekki nema 37 kílómetra á 15 klukkustundum þegar best lét og yfir greiðfæran ís var að fara. Cook kvaðst tvisvar hafa komist 42 kílómetra leiö á sama tíma en Peary fullyrti að hann hefði að meðaltali komist 61 km á dag, átta daga í röð, sem verður að telja fjarri öllum sanni. Blessuð veröldin Komu íyrstu menn flugleiðis? „Þeir sem komust fyrstir á norðurpólinn svo sannað sé (90°00’00”n.br. plús/mínus 300 metra) voru Rússarnir Geordi- yenka, Senko, Somov og Ostrek- in. 23. apríl 1948 komust þeir flugleiðis á pólinn og fóru einnig aftur flugleiðis. Sá sem fyrstur braut sér leið á ísnum svo full- sannað sé var Bandaríkjamaður- inn Ralph Plaisted og þrír félag- ar hans sem komust á pólinn kl. 15 19. apríl 1968, eftir 42 daga ferð á fjórum snjóbílum. Banda- rísk veðurathugunarstöð stað- festi staðarákvörðun þeirra 18 tímum síðar. Heimleiðis fóru þeir félagar með flugvél. Rigning suðvestanlands Suðaustur og austur af landinu er hæðarhryggur sem hreyfist suð- austur. Lægðardrag á Grænlands- hafi hreyfist austur og suður af Ný- fundnalandi er vaxandi 990 mb lægð á hreyfingu norðnorðaustur. Veðrið í dag í dag er gert ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt, hvassri norðvestan til en stinningskalda eða allhvössu víö- ast annars staðar. Það verður rign- ing um landið suðvestanlands með allhvassri eöa hvassri sunnanátt ná- lægt hádegi en síðdegis verður rign- ing eða súld um allt land. Austan- lands verður skýjað en þurrt að mestu. Hiti verður á bilinu 0-7 stig um vestan- og norðanvert landið en vægt frost suðaustanlands. Sólarlag í Reykjavík: 16.37 Sólarupprás á morgun: 10.39 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.48 Árdegisflóð á morgim: 05.11 Veðriö kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri alskýjaö 2 Akurnes alskýjaó -3 Bergstaöir skafrenningur 0 Bolungarvík úrkoma í grennd 5 Egilsstaöir skýjaö -3 Keflavíkurflugv. alskýjaö 4 Kirkjubkl. skýjaö -1 Raufarhöfn skýjaö 0 Reykjavík alskýjaö 1 Stórhöföi alskýjað 4 Helsinki þokumóöa 1 Kaupmannah. þokumóóa 2 Ósló þoka á síö.klst. -2 Stokkhólmur léttskýjaö 4 Þórshöfn léttskýjað 1 Amsterdam rigning 4 Barcelona þokumóöa 12 Chicago snjókoma -18 Frankfurt rigning 1 Glasgow rigning 7 Hamborg alskýjaö 3 London þoka 6 Lúxemborg rigning og súld 3 Malaga skýjaö 16 Mallorca alskýjaö 16 Miami léttskýjaó 3 París rigning 6 Róm þokumóóa 10 New York heiöskýrt -14 Orlando heiöskírt 0 Nuuk snjóél -9 Vín frostúöi -4 Winnipeg heiöskírt -7 Karl Bjömsson, bæjarstjóri Selfoss: Góð útkoma er engum einum að þakka DV, Selfossi: í nýlegri könnun blaðsins Vís- bendingar um fjárhags- og rekstrar- stöðu sveitarfélaga kom fram að Sel- fossbær er í efsta sæti hvað varðar góðan rekstur. Selfossbær fær þar bestu einkunn og einnig fær sveitar- félagið góða útkomu þegar niður- stöður neyslu- og kjarakönnunar voru birtar nú á dögunum. Bæjarstjóri í þessu fyrirmyndar- sveitarfélagi er Karl Björnsson og honum er þökkuö að stórum hluta þessi góða útkoma bæjarfélagsins. „Það er engum einum að þakka þessi ánægjulega útkoma. Samhent vinna bæjarstarfsmanna, sem og bæjarstjórnarmanna allra, hefur leitt þessa niðurstöðu af sér. Ég er mjög ánægður með þær staðreyndir Maður dagsins sem koma fram í þessum könnunum og vona að okkur beri gæfa til að halda áfram á sömu braut.“ Karl Björnsson er viðskiptafræð- ingur að mennt. Hann vann hjá Fyr- irtækjadeild Byggðastofnunar áður en hann réðst til starfa sem bæjar- stjóri Selfoss árið 1986, þá einhleyp- ur 29 ára gamall „strákur” , aö sum- um fannst. Karl hefur verið farsæll í Karl Björnsson. starfi og leik á Selfossi sem leitt hef- ur það af sér að hann fann maka sinn þar, Katrínu Karlsdóttur, og búa þau nú í fallegu einbýlishúsi ásamt börnum sínum. „Jú, starfið er tímafrekt og geng- ur oft og tiðum fyrir öðru, en ég reyni að eyða stopulum ffístundun- um með fjölskyldunni. Ég á margt gott vina- og kunningjafólk sem ég reyni að rækta samband við eins og ég mögulega get. Besta leiðin til að slappa af er að gera eitthvað allt annað en það sem starfið krefst af mér. Ég hef áhuga á að viðhalda húsinu og garðinum og svo hef ég síöustu ár verið að byggja sumarhús í Biskupstungum með að- stoð fjölskyldumeðlima og vina. Þaö er ótrúlega gaman að fást við þessa hluti, að ég tali nú ekki um að loknu verki ef það hefur tekist vel.“ Karl á sæti í ýmsum nefndum á vegum Selfossbæjar. Hann er for- maður í stjóm Brunavama Árnes- sýslu, Almannavamanefndar Selfoss og nágrennis og stjómar Sorpstöðv- ar Suðurlands. Hann á sæti í Hér- aðsnefnd og er fjárhaldsmaður nefndarinnar. Einnig hefur Karl gegnt fjölmörgum störfum fyrir Samband ísl. sveitarfélaga. Þegar unnið var aö flutningi grunnskólans frá ríki tO sveitarfélaga kom Karl verulega við sögu, hann vann þar i kostnaðamefnd. Fram kom á full- trúaráðsfundi ísl. sveitarfélaga í Borgamesi að vera hans í þeirri neöid hefði að stórum hluta orðið til þess að meira íjármagn kom tO sveitarfélaganna. „Ö0 þessi vinna krefst skipulagn- ingar á vinnutOhögun en ég verð þó aö viðurkenna að of margar vinnu- stundir fara stundum i þessi verkefni sem vinna verður á kvöldin og um helgar. Með góðum skilningi fjölskyld- unnar tekst þetta allt,“ sagði Karl Bjömsson, bæjarstjóri fyrirmyndar- bæjarfélagsins Selfoss. -K.Ein. Erfiðismunir Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Handbolti og körfu- bolti Eftir viðburðarika helgi er frekar rólegt í innlendu íþrótta- lrfi í dag. Körfuboltinn og hand- boltinn halda þó áfram að rúOa og eru fjölmargir leikir á dag- skrá i handboltanum og er keppt í 1. flokki karla og 2. flokki karla og kvenna. í körfuboltanum eru fjórir leikir á dagskrá í unglinga- flokki og fara þeir fram víðs veg- ar á Suðvesturlandi. íþróttir Vert er að benda þeim sem heima sitja á tvo þætti i sjón- varpinu, Mörk dagsins á Stöð 2, þar sem ítalska knattspyrnan er í fyrirrúmi, og Markaregn í Sjónvarpinu þar sem enska bolt- anum um helgina eru gerð skil. Notkun áttavita og landakorts Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands stendur fyrir námskeiði í notkun áttavita og landakorts fyrir al- menning í Reykjavík dagana 20. og 22. janúar. Námskeiðið verð- Námskeið ur haldið í húsnæði Björgunar- sveitarinnar Ingólfs, Gróubúð, Grandagarði. Námskeiðið sam- anstendur af grunnfræðslu í notkun áttavita og landakorts og er því tilvalið fyrir alla sem ferð- ast utan alfaraleiða að sumri og vetri til. Bridge Það getur komið sagnhafa í koll ef hann þykist hafa fundið örugga spilaáætlun og lætur það í ljós full- ur yfirlætis. Fræg er sagan um milljónamæringinn frá vesturrikj- um Bandaríkjanna sem var sagn- hafi í 4 spöðum: ♦ Á 44 104 ♦ D764 ♦ KDG1032 Vestur Norður Austur Suður 1 44 pass 2 * 4 4 Dobl p/h Vestur hefði getað hnekkt spilinu með því að spila út hjartakóng og síðan laufi. En hann spilaði strax út einspilinu og sagnhafi tók laufásinn og spilaði spaðakóng. Austur drap á ásinn og spilaði háu laufi sem sagn- hafi drap á trompdrottningu. Trompin voru nú tekin, hjarta- drottningunni spilað og vestur átti slaginn á kónginn í þessari stöðu: 4 — * G8 * 932 * 97 v A 4 D764 S * DG 4 654 44--- 4 ÁG108 4 — 4 — 4» Á9653 4 K5 4 -- 4 982 44 ÁK96532 4 K5 4 8 4 DG10 44 D 4 ÁG10 4 4 í þessari stöðu var sagnhafi svo viss í sinni sök að hann tók rándýrt úr af hendi sinni, lagði á borðið og sagði við vestur „ég veit allt um spilið og skiptinguna, ef þú getur hnekkt þessum samningi máttu eiga úrið.“ Vandamálið snerist um að tapa ekki tveimur slögum á tígul og sagnhafi þóttist hafa endaspilað vestur. En vestur átti mótleik sem sagnhafi sá ekki. Hann spilaði ein- faldlega lágu hjarta. Blindur átti slaginn en sagnhafi tapaði alltaf tveimrn- slögum á tígul. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.