Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Page 10
10 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 mforval Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, efnir til fon/als á álklæöningu fyrir byggingar á Nesjavöllum vegna fyrirhugaörar raforkuframleiöslu. Um er að ræða trapisu- og bárulagaða álklæöningu, slétta álklæöningu til vinnslu hérlendis, ásamt fylgihlutum. Forvalsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Forvalsgögnum skal skila á sama stað fyrir kl. 16.15 föstudaginn 31. janúar 1997. INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 552 58 00 - Fax 562 26 16 (P fqrkönnun Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, efnir til forkönnunar á rennslismælum vegna væntanlegra kaupa Hitaveitunnar. Veriö er aö kanna möguleika á nýjum tegundum og er því óskaö eftir upplýsingum um verð á 100 mælum til hugsanlegrar prufukeyrslu. Þeir aðilar sem áhuga hafa geta sótt nánari lýsingu á skrifstofu vora aö Fríkirkjuvegi 3, 101 Reykjavík, á skrifstofutíma. Upplýsingum skal skila í síðasta lagi kl. 16.00 föstudaginn 14. febrúar 1997 á sama staö. Nánari upplýsingar veittar hjá Innkaupastofnun. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Áskrifendur fá 10% aukaafslátt af attt mn/i hirrti^ Smáaugiýsingar smáauglýsingunn DV ov 550 5000 FRÍSTUNDANÁM í MJÓDD TUNGUMÁL íslenska fyrir útlendinga, 1. og 2. flokkur. Enska, portúgalska, pólska, spænska, þýska. VERKLEGAR GREINAR OG FLEIRA Skrautskrift: Ýmsar leturgerðir. Kennari: Guðmundur Þórhallsson, 7 vikur, kr. 5.300. Prjónanámskeið: Byrjendanámskeið. Kennt að prjóna eftir uppskriftum. Kennari: Halla Hallgrímsdóttir, 7 vikur, kr. 5.300. Vatnslitamálun: Undirstöðuatriði í meðferð vatnslita og blöndun lita. Kennari: Hlynur Helgason, 10 vikur, kr. 7.200. Samskipti og sjálfsefli fyrir konur: Að læra að setja sín eigin mörk og virða eigin mörk annarra. Kennari: Jórunn Sörensen, 10 vikur, kr. 5.300. Leðurvinna: Grunnatriði fleðurvinnu - efnisfræði, sníðar, yfirborðsmeðferð, samsetningar o.fl. Unnið með sauðskinn og þykk nautsleður. Allt er handunnið og áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Kennari: María V. Ragnarsdóttir, 8 vikur, kr. 7.200. Heimilisbókhald: Yfirsýn yfir fjármál heimilisins. Hagnýt ráðgjöf. Kennari: Raggý Guðjónsdóttir, 2 vikur, kr. 1.600. Tarotlestur: Leiðbeint um tákn og túlkun spilanna. Veitt innsýn í uppbyggingu og innra kerfi spilanna með sérstakri áherslu á myndspilin 22. Kennsla fer fram á ensku. Kennari: Carl Marsak, 11 vikur, kr. 7.200. AÐSTOÐARKENNSLA í STÆRÐFRÆÐI Stærðfræði fyrir nemendur í 10. bekk: Upprifjun og aðstoð. Stærðfræðiaðstoð á grunn- og framhaldsskólastigi. Hentugt m.a. fyrir foreldra nemenda í 9. og 10. bekk. Kennari: Kristján Högnason, 11 vikur, kr. 5.300. Kennsla hefst 27. janúar. Innritun fer fram í Mjódd, á efri hæð skiptistöðvar SVR, 20. janúar kl. 17.00-19.00 og í síma 551 2992. Fréttir DV ísaQörður: Hættir Vélstjórafé- lagið í ASÍ og ASV? DV, ísafirði: Samþykkt var á aðalfundi Vél- stjórafélags ísafjarðar að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla um úr- sögn úr ASÍ og ASV. Að sögn Guð- mundar Þórs Kristjánssonar, for- manns félagsins, sendi hann forseta ASÍ bréf þess efnis í ágúst 1996 en ASÍ á samkvæmt lögum að tilnefna oddamann kjörstjómar vegna alls- herjaratkvæðagreiðslu um úrsögn. Forsetinn hefur ekki enn sýnt nein viðbrögð við því og á hann von á ábyrgðarbréfi frá vélstjórafélag- inu. Aðspurður um ástæður fyrir hug- myndum um úrsögn sagði Guð- mundur þær vera nokkrar. Vélstjór- ar telja sínum málum betur komið í nánu samstarfi með öðrum vél- stjórafélögum landsins. Hafa tekið upp samstarf við Vélstjórafélag ís- lands, Vélstjórafélög Vestmanna- eyja og Suðumesja með samstarfs- samningi. Ekki er hægt að neita að skipu- lagsmál hjá ASV væra vélstjórum ekki að skapi og hefði verið leitað eftir samstarfi við forystu ASV um breytingar. Þar virtist ekki áhugi á skipulagsbreytingum. Ekki lítur út fyrir sameiningu verkalýðs- og sjó- mannafélaga í nýja sveitarfélaginu, ísafjarðarbæ. Vélstjórafélagið er að- ili að rekstri skrifstofu verkalýðsfé- laga á ísafirði. Stendur straum af kostnaði við hana sem að mati fé- lagsmanna er allt of hár miðað við tekjur. „Vélstjórar sjá lítinn ávinning af veru í ASÍ lengur. Það era breyttar aðstæður á vinnumarkaði sem kalla á stöðuga endurskipulagningu. Menn verða að athuga hvar hag þeirra er best borgið og ég er viss um að við getum varið félagsgjöld- um okkar betur en til að taka þátt í rekstri á rándýru, handónýtu batt- eríi eins og ASÍ. Vestfirskir vélstjór- ar þurfa að taka fullan þátt í sam- starfi við aðra vélstjóra á íslandi. Þar eigum við samleið t.d. varðandi endurmenntunarmál og ýmiss kon- ar faglegt samstarf," sagði Guð- mundur. -HKR Reykjanesbær: „Þýskir" strætis- vagnar reynast vel DV, Suðurnesjum: „Við höfum verið mjög heppnir með vagnana - fengum þá á góðu verði þótt þeir væru lítið keyrðir. Þeir voru keyptir af sömu bílasöl- unni í Þýskalandi og það tók okkur um 3 vikur að finna þá,“ sagði Steindór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri SBK hf., í samtali við DV. SBK hf. keypti 6 bíla í Þýska- landi og eru þeir allir komnir til landsins. Voru keyptir í gegnum stóra bílasölu í Þýskalandi og var einn bíll SBK settur upp í kaupin. Að sögn Steindórs er kostnaður við bílakaupin á milli 16-17 milljónir króna. Um er að ræða fjóra strætis- vagna. Þar af er einn liðvagn sem tekur 148 farþegg, einn 16 manna bíll og einn hópferðabíl sem tekur 54 farþega. SBK sér um almenningssam- göngur í Reykjanesbæ og voru strætisvagnarnir keyptir þess vegna. Ekki voru allir íbúar Reykjanesbæjar sáttir við kaupin á liðvagninum. Létu þeir óánægju sína í ljós við Steindór og sögðu að liðvagninn kæmist ekkert áfram í bæjarfélaginu vegna stærðarinnar. „Við vissum hins vegar hvað við vorum að gera þegar við tókum ákvörðun um að kaupa liðvagninn. Hann fer 3 ferðir á dag og er kjaft- fullur af fólki. Fólk hélt að hann kæmist ekkert áfram um bæinn. Hann er jafnvel betri en hinir bíl- amir. Þá tek ég eftir því hvað fólk er tillitssamt gagnvart liðvagnin- um i umferðinni. Það stansar og hleypir honum yfir gatnamót. Það Steindór Sigurðsson við einn vagninn. DV-mynd ÆMK er eins og þetta sé allt annað farar- bragði eftir að hafa fjárfest vel í bíl- tæki,“ sagði Steindór glaður í unum. -ÆMK Enn fækkar íbúum á Vesturlandi DV, Vesturlandi: Ef litið er í upplýsingar Hagstofu íslands um mannfjölda í byggðar- lögum á Vesturlandi kemur í ljós að íbúum á Akranesi hefur fækkað um 335 sl. tíu ár. Voru þeir 1986 samtals 5378. Frá árinu 1995 hefur íbúum fækkað úr 5105 í 5068 eða um 37 á síðasta ári. Ef þessi þróun heldur áfram verð- ur ekki langt í það að Akumesingar verði komnir undir.5000 markið. Reikna má þó með ef álver verður reist á Grundartanga, og Grundar- tangaverksmiðjan stækkuð ásamt því að Hvalfjarðagöngin komast í gagnið, verði þessari þróun snúið við. Hlutfallslega hefur íbúum á Vest- urlandi fækkað mest í Skógar- strandarhreppi síðustu tíu árin eða um 48%. Voru 75 árið 1986 en eru nú 39. íbúum í Eyrarsveit hefur fjölgaö mest á Vesturlandi. 1986 voru þeir 775 en nú eru þeir 943 og er það 22% fjölgun. Ef þessi þróun heldur áfram verða íbúar Grandar- fjarðar fljótlega komnir yfir þúsund. Þar hefur verið mikill uppgangur undanfarin ár og meira en nóg vinna fyrir alla. Athyglisverð er þróunin í litlum hreppum. í Andakílshreppi hefur íbúum fjölgað úr 267 í 283 á síðustu tíu árum. í Hvítársíðuhreppi hefur þeim fjölgað úr 74 i 77 og í Dala- byggð úr 670 í 684 en þess ber að geta að hreppar sameinuðust Dala- byggð og hefur það haft áhrif á fjölg- unina. íbúar á Vesturlandi voru 1. des- ember 1996 samtals 13.995 og hafði fækkað um 166 á milli ára og um 946 frá árinu 1986 eða um 9%. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.