Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 20. JANUAR 1997 % U ■Jj vsj 31 1 Sælgæti ein- göngu úr ávöxtum Vísindamenn í Alabama eru nú að þróa nýjar tegundir af sælgæti sem innihalda meira hlutfall ávaxta en nú þekkist. Talið er að nú sé hægt að búa til sælgætismola sem innihalda ávexti að ein- um þriðja hluta en venjulega eru ávextir fimm prósent af sælgæti. Markmiðið er að búa til sælgæti sem er algerlega búið til úr hollum og næringarrík- um ávöxtum. Plastrafhlöður í John Hopkins háskóla og rannsóknarstofum banda- ríska flughersins er veriö að þróa nýja tegund af rafhlöð- um. Þær eiga að þola 45 gráða frost, hægt er að forma þær að vild og þær innihalda engin eitruð efni eins og til dæmis kvikasilfur eða kadmíum. Hægt verður að endurhlaða þau um tíu þúsund sinnum. Vonast er til að hægt verði að búa til rafhlöður úr plast- rusli en plastrafhlöður virka á svipaðan hátt og hefðbundnar rafhlöður. í staðinn fyrir málm, sem leiðir strauminn, gegnir plastfilma því hlut- verki. Enn einn kostin- við plastrafhlöðumar: Þær munu aldrei leka. Nýr sprengjuleitar- bunaour Sameinuðu þjóðimar telja að í heiminum í dag séu yfir 100 milljón jarðsprengjur kósprungnar í 64 lönd- um. Hér er um að ræða gífurlegt [vandamál enda L limlesta og drepa l þessar sprengj- ur fjölda fólks á Atlantis og MIR samtengd: iverju ari. Erfiðast er hafa uppi á 1 þeim sprengjum sem era ekki úr ‘ málmi og til ’ þess aö bregðast við því vandamáli hafa bandarískir vísindamenn hannað radar- búnað sem gefur sprengjuleit- armönnum ábyggilegar vís- bendingar um hvar sprengj- urnar er að finna. t,. Nýtt leysivopn Um næstu aldamót ætlar bandaríski flugherinn að vera búinn Boeing 747 sem getur skotið niður langdrægar eld- flaugar með leysivopni í um 400 kílómetra fiarlægð. Talið er að ein slík flugvél geti skot- ið niður 20 eldflaugar. Fyrsta geimstefnumótið í ár :í dag aftengist Atlantis MIR- geim- stöðinni og heldur til jarðar eftir að hafa verið tengd MIR i fimm daga. Megintilgangur þessarar geimferðar var að skipta bandaríska geimfaran- um John Blaha út fyrir starfsbróður sinn, Jerry Lineger. Blaha hefúr ver- ið í MIR síðan í september í fyrra. Hann segir að veran i MIR hafi haft sérkennileg líkamleg áhrif á sig. Hár hans og neglur hafi hætt að vaxa og fætur hans hafi einnig orðið fyrir miklum breytingum. „Núna líta þeir út fyrir að vera eins og á tíu ára dreng, ekki eins og á 54 ára gömlum karlmanni," segir Blaha. Jerry Lineger verður fyrsti Banda- rikjamaðurinn til þess að fara í geim- göngu frá MIR-geimstöðinni en hún verður heunili hans næstu fióra mán- uði. Hann er menntaður læknir og er einn megintilgangur með vera hans og annarra bandarískra geimfara í rússnesku geimstöðinni sá að meta áhrif langtimavera manna i þyngdar- leysi geimsins. Litið er vitað um hvemig forðast megi aukaverkanir af slíkri dvöl en þær fela meðal annars í sér bein- og vöðvarýmun. -JHÞ Geimskutla og geimstöð aftengjast í da Bandaríska geimskutlan Atlantis aftengist í dag rússnesku geimstöðinni MIR. Tilgangur ferðarinnar var að skipta út bandariska geimfaranum John Blaha fyrir Jerry Lineger. Blaha hefur verið út í geimnum síðan 19. september í fyrra. lefur veriö á sporbaug um jörðu í áratugogerf raun samsafn nokkurra rússneskra geimfara. Tengingarbúnaður Geimskutlan AUantis Þetta er 18. leiðangur Atlantis en alls hafa geimskutlur NASA farið í 81 ferðir. Ný tegund fjöiskyldutalstöðva Mörgum þykir ákveðinn sjarmi vera yfir litlum talstöðvum og þó sumum finnist tæknin frekar fomleg þá er heilmikil framþróun í þessum málum. Vestur í Bandaríkjunum er verið að setja á markaðinn nýja tegund af talstöðvum. Þær era kallaðar fiölskyldutalstöðvar. Þær era ör- smáar með einungis um tíu sentímetra löngu loftneti en draga samt rúmlega þrjá kílómetra. Hægt er að nota þær á 14 rásum á UHF- tíðnisviði. Hægt er að stilla talstöðina á 38 „lykla“ og tekur talstöð einungis við sending- um frá þeim sem hefúr sama „lykil.“ Þetta ætti að tryggja sæmilegt öryggi þeirra sem tala, þótt aldrei sé hægt að tryggja fullkom- lega að það sem er sagt í talstöð sé fullkom- lega öruggt. Fyrirhugaðar era breytingar á útliti lítilla talstöðva. Þær munu æ meira líkjast handsímum og munu margir þeirra láta heyra i sér ef einhver er að senda á því tíðnisviði sem þeir eru tengd- ir á. Söluaðilarnir búast helst við þvi að fiölskyldur, meðlimir nágrannavakta og útivistarfólk nýti sér þessa tækni. Tvö til þijú lítil batteri duga til þess að knýja talstöðina áfram í tíu tíma samfleytt. Leiðangur Atlantis Skotið á loft 12.janúar Skotið á lofffrá: Kennedy Space Centre Tengdist MIR: lö.janúar FerfráMIR: 20.janúar Lendir: 22.janúar Geimförin mættust í 330 kílómetra hæð Þaðer ÚTSALA! Allt aö 50% Heimild: NASA Legur draga úr áhrifum af hreyfingum geimskutlunnar og geimstöövarinnar. REUTERS RAÐGREIOSLUR ITIL 36 MANAÐA I I iHNKAmnroamii LBiariiÁBrnaíiAmMJ Skipholti 19 Sími: 552 9800 Létta LÝs*n9ar hf. aðferð ■gsfLéttgS LEID LÝSINCAR HF sem Dæmi léttir einstaklmqum bílakaup boði hjá öllum bílaumboðunum Verð bíls Útborgun Láns- / leigutími 1.000.000 kr. 250.000 kr. 36 mán. FYRSTIR MEÐ NYJUNGAR SUÐURLANDSBRAlfT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI533 1500, FAX 533 1505 Hefðbundið bílalán 24.600 kr. á mán. Lokaafborgun 0 kr. Létta leiðin Lokaafborgun 10.600 kr. á mán. 550.000 kr. I báðum tilvikum er greiðslugjald, 7,8% vextir og verðtrygging inni- falið í mánaðarlegu greiðslunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.