Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Side 12
12 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 Spurningin Ertu hjátrúarfull/fullur? Þórhallur Emil Halldórsson nemi: Já, þegar það á við. Benedikt Sigurðsson yfirvélfræð- ingur: Það örlar á því. Hlín Kristbergsdóttir nemi: Nei, ég myndi ekki segja það. Elísabet G. Jónsdóttir nemi: Já, svolítið. Ingi Páll Sæbjörnsson mat- reiðslumaður: Já, mjög svo. Eva Arna Ragnarsdóttir snyrtifræðingur: Ég veit það ekki, kannski pinupons. Lesendur Hvers konar afrek er það að fara upp á fjöll og berjast við þriggja kílóa dýr með vopni? Aumingjalegt að skjóta varnarlaus dýr Einar Karl skrifar: Mig langar að leggja orð í belg varðandi aumingja rjúpnaskyttuna sem skrifaði í DV 12. des. sl. um þá skelfilegu lífsreynslu að verða næstum því fyrir skoti. Já, það er ekki þægileg tilfinning að finna, „allt í einu þyt við höfuðið". Allar rjúpur myndu án efa taka undir það. Oft á tíðum er það því miður þannig með okkur að við áttum okkur ekki á því hvernig öðrum líður fyrr en við stöndum í þeirra sporum. „Það er ekki hægt að bera sam- an fólk og dýr.“ Það er alveg rétt, við erum æðri öðrum lifandi ver- um. Við erum víst gáfaðari og þroskaðari og getum meira að segja hannað búnað og tæki sem geta útrýmt okkur öllum sam- stundis. Er ekki alltaf verið að skamma köttinn fyrir að leika sér að fuglunum, drepa greyin sér til skemmtunar? „Það er ekki það sama.“ Nú, eru ekki kettir æðri músum og litlum fuglum? Kettir geta nefnilega hugsað meira og eru klók..., er þetta ekki sambærilegt? Það þykir karlmannlegt að fara út að skjóta. Hvað getur verið aum- ingjalegra en að skjóta varnarlaus dýr? Jú, árásarhvötin í manninum er í eðli sínu þannig frá sálfræði- legu sjónarmiði að menn verða að fá útrás fyrir þessa hvöt, en í nú- tímasamfélagi gera menn þetta á siðsamari máta. íþróttir, eins og karate, júdó, glíma, fótbolti o.fl., eru heilbrigð- ari. Þar mæta menn andstæðingi sínum og yfirbuga hann. Væri áskorun fyrir Bjarna Friðriksson að glíma við gamla konu? Væri áskorun fyrir Jóhann Hjartarson að tefla við einstakling sem hefði aldrei sé taflborð á ævi sinni? Hvað er þá spennandi við að skjóta rjúpu eða önnur varnarlaus dýr? Jú, þið rjúpnaskyttur og veiði- menn eruð það litlir í ykkur að eðl- isfari að þið berjist við andstæðing sem á aldrei von. Ykkur er aldrei ógnað, þið getið aldrei tapað. Mín skilaboð til ykkar eru: Komið á júdóæfingu undir Laugardalslaug- inni mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 18 og svalið ykkar þörfum eins og menn. Ef þið eru limlestir eða niðurlægðir á það hrottalegan hátt að þið bíðið þess aldrei bætur skulum við koma með rjúpu á næstu æfingu svo þið getið glímt við hana og upphafið karlmennsku ykkar á ný. Með þessari grein er ekki bara átt við rjúpnaskyttur og veiðimenn heldur líka allt það fólk sem skað- ar vamarlausar verur, dýr eða menn. Mannréttindi hér á landi: Hvað er að gerast? Eva Símonardóttir skrifar: Ég var alveg staðráðin í að vera með þegar maður ársins yrði valinn á rás 2. Sophia Hansen átti að verða minn fulltrúi. En sem betur fer lagði ég við hlustir og fylgdist með útsendingum sem fylgdu þessu vali. Óþekkt nafn skaut upp kollinum - Ottó Sverrisson! Hann var tilnefnd- ur fyrir það sama og Sophia. Ég trúði varla mínum eígin eyrum. Það sem við líðum ekki í Tyrklandi líð- um við hér á landi. Á íslandi, þar sem jafnrétti er í heiðri haft og hag- ur barna hafður í fyrirrúmi, eða hvað? Hvar er þá aUt jafnréttið (eða gengur það bara í eina átt?), hvem- ig er hagur barna mældur og hver hefur valdið í sínum höndum? Eftir að hafa hlustað, spurt og hugsað ákvað ég að kjósa Ottó Sverrisson sem mann ársins. Sophia fyrirgefur mér örugglega óstöðugleika minn því hennar baráttu þekkir þjóðin vel og styður sem betur fer. En lít- um okkur nær, hvað er að gerast hér á landi? . Reynslan af járnblendinu er afar slæm og átölulaust virðist geta gengiö að sleppa eitri út í andrúmsloftið. Minnisvarði iðnaðarráðherra: Vatnsból í hættu vegna mengunar Hildur skrifar: Það er ekki fógur framtíðarsýn [Ll§|i[D)^\ þjónusta allan sólarhringinn - eða hringið í síma 550 5000 nfíilli kl. 14 og 16 sem núverandi stjórnvöld hafa fyrir þetta svæði og upprennandi æsku þess sem kemur ekki til með að geta dmkkið vatnið úr krananum ef hugmynd er að byggja álver við vatnsból Akraness og nærsveita til viðbótar því sem fyrir er. Ábyrgðarleysi stjórnvalda er yfir- gengilegt, að setja vatnsbólin í aukna mengunarhættu með álveri. Þrátt fyrir kvartanir fólks er í mesta lagi beðist afsökunar á því að verið sé að eitra loftið sem fólkið andar að sér. Annars er nú yfirleitt bara bent á að það sé heimska og vanþekking að halda að þetta sé mengun sem frá þeim fer, þessar líka hreinu vatns- gufur sem stíga til lofts. Glæsilegt verður, eða hitt þó held- ur, svæði sem ber uppi sements- verksmiðju, járnblendiverksmiðju og mörg þúsund tonna álverk- smiðju, allt í einni þyrpingu. Afleið- ingar þessa framtaks iðnaðarráð- herra, ef af verður, eru menguð vatnsból, verðfelldar eignir sem fyr- ir eru og eyðilögð ímynd svæðisins. Minnisvarði, sem iðnaðarráð- herra, Finnur Ingólfsson, er stað- ráðinn í að reisa sér á viðkvæmu svæði, undir forsæti Davíðs Odds- sonar, verður lengi umtalaður og varla í sömu andrá talað um háa umhverfisgreindarvísitölu. Ég skil ekki þetta fólk Reynir G. skrifar: Oft hefur verið talað um að unga fólkið okkar vandi ekki nægilega vel til máifarsins og þar er ég sammála. Hitt þykir mér sýnu alvarlegra þegar full- orðna fólkið er alveg eins eða verra: Vandamálið er að ekki er kveðið nógu skýrt að, fólk nenn- ir ekki að klára orðin. Heima hjá mér var verið að horfa á þáttinn Ó á dögunum og ég settist niður. Þar var spjallað við ungt fólk og ég skildi ekki helminginn af því sem sagt var. Fullorðna fólkið, sem kom fram í þættinum í krafti einhvers embættis, gat ekki svaraö fyrir sig, hváði og blés og sletti síðan einhverri út- lensku sem fáir skildu. Þetta er ófært. Hver efast um mengun? Steinunn hringdi: Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi hefúr ekki verið mikið nefnd í umræðunni sem átt hef- ur sér stað í kringum byggingu álvers og fannst mér því full ástæða til þess að vekja athygli manna á þeirri mengun sem henni fylgir. Ætla menn að segja að sá mökkur sem liggur yfir borginni á kyrrum dögum sé ekki mengun? Við verðum aö passa landið okkar, loftið og okk- ur sjálf. Fleiri innilaugar Sundáhugamaður skrifar: Ég fer mikið í Sundhöll Reykjavíkur og kann því afskap- lega vel. Þegar ég er búinn að synda fer ég í pottinn og þá velti ég því stundum fyrir mér hvers vegna ekki séu byggðar fleiri innisundlaugar hér í bæ. Það hefur marga augljósa kosti. það er kalt aö synda úti, það er dýr- ara að kynda úulaugarnar, barnafólk notar innilaugarnar mun meira o.s.ffv. Og fyrst ég er á annað borð að skrifa þá langar mig að kvarta undan því hversu oft laugin er lokuð vegna keppni. Smáfuglar og kettir Guðmundur Gunnarsson hringdi: Sumir, reyndar allt of fáir, muna eftir smáfúglunum og er það vel. Mér finnst alltaf nota- legt að hafa mikið af fuglum í garðinum hjá mér og því gef ég þeim eins oft og ég get. Það erg- ir mig því afar mikið þegar kett- irnir mæta og koma sér mak- indalega fyrir í miðju fuglafóð- ursins. Að minu mati er orðið allt of mikið af köttum og ég vil gera það að tillögu minni að kattaeign verði takmörkuð við einhvem ákveðinn fjölda, ef það mætti verða til þess að fækka þeim hér í borginni. Reglur eru til um hundahald og því ekki um kattaeign. Áfram, Hjálmar! Skarphéðinn Einarsson skrifar: Ég er mjög ánægður með lýs- ingu Reykjanesbrautarinnar. Hún stuðlar að öryggi og mér er sagt að alþingismaðurinn Hjálm- ar Árnason hafi átt frumkvæði að því að verkið var unnið. Hjálmai- er skörungur á Alþingi og Suðumesjamönnum er sómi að því að eiga slíkan fulltrúa á þinginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.