Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 Fréttir Vaxandi óþreyja innan BSRB vegna samningamálanna: Viðsemjendur forðast þrætur um stóru málin - segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB „Vaxandi óþreyju er farið að gæta innan BSRB. Fólk vill fá fast land undir fætur. Mörgum spurn- ingum er ósvarað hvað snertir líf- eyrismál og breytingar á launa- kerfum sem ríki og Reykjavíkur- borg vilja koma á,“ segir Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB. Farið er að hitna í kolunum í verkalýðsmálunum og í dag verður sameiginlegur fundur stjómar og formanna aðildarfélaga BSRB þar sem ýmis mál verða rædd. Mikið greinir á milli viðsemjenda og að- ildarfélaga BSRB. „Menn em engan veginn komnir að verkföllum en grunur leikur á að okkar viðsemjendur séu að drepa málum á dreif og toga menn inn í viðræður um tæknilega hluti en forðast þrætur um stóru mál- in,“ segir Ögmundur. Að sögn hans eru aðildarfélög BSRB tilbúin að ræða breytingar á launakerfúm en þau hafa sett fram þá grundvallarkröfu að um aUar breytingar verði samið en ekki verði um einhliða valdboð að ræða. Þau vilja ekki launakerfi sem byggir á geðþóttaákvörðimum forstöðumanna eða forstjóra. „Tónn okkar viðsemjenda hefur verið í áttina að því að koma slíku á. Það er almennt sett fram sú krafa af hálfu aðildarfélaga BSRB að grunnkaup verði hækkað vem- lega og menn vilja ekki að launa- hækkanir verði látnar renna inn í einstaklingsbundna samninga af þessu tagi. Þá er ljóst að margir yrðu útundan og fengju minna í sinn hlut. Mér þykir mjög líklegt að full- trúar heildarsamtakanna verði gerðir út af örkinni til þess að ræða við okkar viðsemjendur um þessar forsendur samninganna. Þau viija að þessari óvissu verði eytt því það er farið að tefja við- ræður við félögin," segir Ögmund- ur. -em Rán upplýst- ist við rann- sókn á árás Lögregla hefur fundið verð- mætustu hlutina í tölvukerfl Metró- Normann sem stolið var úr versluninni fyrir helgi. Hluti tölvukerfisins, sem er allt að milljón króna virði, fannst við rannsókn lögreglu á árásarmáli í Breiðholti á föstu- dagskvöld. Þá réðust sex menn inn á heimili manns og veittu honum áverka með golfkylfu. Lögregla handtók árásarmenn- ina sex og vom tveir þeirra haföir í haldi. Þá var fómarlamb árásarinnar handtekið eftir að- hlynningu á slysadeild. í ljós kom að þremenningamir tengd- ust allir þjófnaðinum á tölvu- kerfinu. RLR hefur nú upplýst málið og að sögn Gísla Pálssonar hjá RLR hafa mennimir verið látnir lausir úr haldi. -RR Oddviti Kjósarhrepps ánægður með fámennan mótmælafund: Erum ennþá harð- ari í andstöðunni gegn álverinu „Okkur fannst þetta takast ágæt- lega en ég hefði viljað sjá fleira fólk á Arnarhólnum, ég hygg að kuldi og stormur hafi aftrað mörgum að koma þama upp. Ég veit um margt eldra fólk sem var í bílunum og kom ekki vegna kulda. Þetta vom fyrst og fremst Kjósverjar og Borg- firðingar samankomnir," segir Guð- brandur Hannesson, oddviti Kjósar- hrepps. Andstæðingar álvers á Grundart- anga fóra mótmælaför að iðnaðar- ráðuneytinu og afhentu Finni Ing- ólfssyni undirskriftalista gegn þvi. Að því loknu var haldinn mótmæla- fundur á Amarhóli þar sem á ann- að hundrað manns voru viðstödd. Búið er að setja á laggimar starfs- hóp stjómvalda og forsvarsmann'a sveitarfélaganna sunnan Skarðs- heiðar. Hann fær það hlutverk að fylgjast með mengunarmælingum af völdum stóriðju á svæðinu og koma upplýsingum um niðurstöður þeirra á framfæri við íbúa svæðisins. Fyrsta febrúar verður stofnfund- ur með kjörorðinu Björgum Hval- firði. Að sögn Guðbrandar munu andstæðingar álvers á Gmndar- tanga hitta umhverfisnefnd Alþing- is í vikunni til þess að setja fram sínar skoðanir. „Við höfum ýmislegt uppi í erminni sem við komum til meö að leggja fyrir umhverfisnefndina," segir Guðbrandur. Hann segist ekki hafa neinn áhuga á því að fara til Þýskalands til að skoða álver þar eins og Finn- úr Ingólfsson iðnaðarráðherra bauð þeim. „Þetta er verra mál heldur en ég átti von á í upphafi. í starfsleyfi Málmblendiverksmiðjunnar var sett fram að rannsóknir á lífríkinu fæm fram á fimm ára fresti. Það hefur komið í ijós að engin rann- sókn hefur farið fram á þeim sextán árum sem verksmiðjan hefur starf- að. Við eigum ekki von á að nýtt fyrirtæki verði neitt betra. Þetta hefur gert okkur harðari í andstöð- unni,“ segir Guðbrandur. -em Kjósverjar óku til mótmælafundar á Arnarhólj og mótmæltu álveri á Grundartanga á laugardag. Á annað hundraö manns var vlðstatt fundinn. DV-mynd S Dagfari Þvoglumæltur lögmaður Stóra fíkniefnamálið er enn til rannsóknar hjá fikniefnalögreglu. Eftir að hollenskt par var tekið og staðið að verki með fikniefiii í sín- um fómm hefur fjöldi manna verið handtekinn og úrskuröaður í gæsluvarðhald. Ljóst er að hér er um að ræða umfangsmikið glæpa- mál, þar sem fjöldinn allur af ís- lensku og útlensku fólki tengist smygli á verulegu magni af fikni- efhum. Fíkniefnalögreglan hefur unnið þama gott og þarft verk og komið upp um smyglhring og glæpastarf- semi sem þjóðfélagið verður að taka hart á. Enda þótt smyglaramir séu harðsvírað fólk sem svífst einskis til að gerast sölumenn dauðans og fórnarlömbin séu íslensk ung- menni, þykir sýnt af málarekstri að hættan stafar samt ekki mest af hinum meintu sakbomingum, heldur lögmanni nokkrum, sem skipaður hefur verið verjandi eins hinna grunuðu. Fíkniefnalögreglan hefur haft þennan lögmann sjálfan granaðan um að hafa verið ölvaður og krafist þess að honum verði vik- ið úr starfi. Málið gegn lögmannin- um gekk jafnvel svo langt að Hæstiréttur þurfti að taka málið til meðferðar. Lögreglan heldur því fram að viðkomandi lögmaður hafi komið til viðtals fjórum dögum fyrir jól undir áhrifum áfengis. Lögreglan kom auga á fjórar bjórflöskur í tösku hans. Einnig hefúr lögreglan upplýst að lögmaðurinn hafi verið þvoglumæltur þegar hann hringdi í fangelsið til að ræða við skjól- stæðing sinn. Auk þess hafi lög- maðurinn hringt margsinnis nótt og dag og átt erfitt um mál vegna ölvunar. Þá hefur lögmaðurinn verið bor- inn þeim sökum að ræða fullur við aðra sakbominga og reynt að hafa þannig áhrif á rannsókn málsins. Allt er þetta auðvitað hið alvar- legasta mál og sýnir svart á hvítu að það em ekki endilega sakbom- ingamir og smyglaramir sem eru erfiðastir og hættulegastir viður- eignar í stónun fíkniefnamálum, heldur lögmennirnir sem taka að sér vamir fyrir þeirra hönd. Það sýnir hins vegar skilnings- leysi dómsmálayfirvalda að sjálfur Hæstiréttur tekur ekki kröfur fikniefnalögreglunnar til greina og vísar þeim frá á þeim forsendum að ekki þyki sannað að lögmenn séu fullir þegar þeir eru fullir. Dómarar Hæstaréttar taka ekki mark á fíkniefnlögeglumönnum eöa fangelsisvörðum, þegar þeir halda fram ölvun lögmanna, sem hringja utan úr bæ á hinum ýmsu tímum sólarhringsins. Auk þess hefur lögmaðurinn bent á að bann sé að öllu jöfnu frekar þvoglumælt- ur dags daglega og jafnt á degi sem nóttu og menn haldi þess vegna að hann sé fúllur, þegar hann er alls ekki fullur. Nú geta menn að sjálfsögðu ver- ið stirðmæltir og þvoglukenndir í máli sínu án þess að það beri vott um drykkjuskap og menn geta auð- vitað verið svo uppteknir af starfi sínu og hagsmunum skjólstæðinga sinna að þeir sjá ástæðu til að afla sér upplýsinga á hvaða tíma sólar- hringsins sem er. Þar af leiðandi er ekkert að marka þvoglukenndan málróm um miðja nótt og menn geta meira að segja þurft að hafa með sér bjórflöskur og teyga bjór í miðju réttarhaldi, til að ræskja sig. Það er ekki hægt að refsa mönnum fyrir þvoglumæli og fyllirí ef þeir eru því aðeins fullir að þeir þurfi aö drekka öl til að vera ekki of þvoglumæltir. Af þessu sést að stóra fikniefna- málið er vandleyst meðan Hæsti- réttur þarf að skera úr um hvenær lögmenn em fullir eða bara þvoglu- mæltir. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.