Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Side 16
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 JL>V i6 qjj/enning 'k ★ Skynreynslan og raunsæið Þegar við horfum á myndir Hrings Jóhannes- sonar koma upp í hugann hugtök eins og raunsæi og natúralismi eða trúverðugleiki sjónskynsins, og merking þeirra fer umsvifalaust að vefjast fyr- ir okkur. Auður Ólafsdóttir segir í ritgerð sinni í sýningarskránni: „Hvað sem líður raunsæis- og raunveruleikahugtökum allra tíma heldur listin áfram að vera lygi. Menn geta svo rökrætt um það hvort sú lygi sé sannari raunveruleikanum. Og hvað snertir verk Hrings Jóhannessonar hlýtur að mega spyrja í hverju mynd- ræn lygi þeirra felist.“ Hér er nokkuð stór biti að kingja fyr- ir leikmann í fræðunum. Til dæmis orð- ið raunsæi. Er til einhver listamaður sem hefur það að markmiöi að vera óraunsær? Þá yrði trúlega litið mark á honum tekið. Fullyrðing Auðar að listin sé lygi byggist væntanlega á þeirri platónsku hugmynd að eilíf og óum- breytanleg eða hlutlæg saimindi rúmist ekki innan listarinnar. Það er vlst eng- inn ágreiningur um það lengur, lista- maður er þættist búa yfir slíku raunsæi væri trúlega talinn geggjaður nú á tím- um. En við tölum ekki bara um óum- breytanlegan sannleika, við tölum líka um sanna upplifun eða reynslu. Upplif- un sem nær að breyta skilningi okkar á sjálfum okkur og umhverfinu. Öll upp- lifun, hvort sem hún er af náttúrunni eða af einhverju listaverki, er jafnframt úrvinnsla, þar sem vitund okkar, hugs- unarvenjur og tungumál eru að verki. Við upplifum það sem við skynjum eða sjáum út frá skóla reynslunnar og úrvinnsla vitundarinn- ar mótar sjónskynið í gagnverkandi ferli þar sem virknin og tíminn verða hluti af því sem er. „Maðurinn lifir og hrærist í því sem hann sér, en sér aðeins það sem hann hugsar,“ sagði Paul Va- léry í ritgerð sinni um aldarafmæli ljósmyndar- innar árið 1939 og skýrði þar með betur en áður hafði veriö gert ómöguleika hins hlutlæga og al- tæka raunsæis. Samkvæmt Valéry er sjónskynið tvíþætt vits- munaleg athöfn: annars vegar breytum við því sem augað sér í merki, hins vegar röðum viö merkjunum saman í rökrétta heild sem öðlast þannig merkingu. Raimsæishugtak sem byggir á trúveröugleik við skynreynsluna hafnar í raun trúverðugleik hinnar svokölluðu hlutlægu stað- reyndar eða lítrnr hana í öðru ljósi. Frá slíkum sjónarhóli getur raunsæið í málverki Hrings jafn- vel verið umdeilanlegt. Ekki síst í samanburði við ljósmyndina. Fáar tækninýjungar hafa átt ríkari þátt í að breyta sjónskyni okkar og heims- mynd en ljósmyndin. Hún tók ekki bara frá myndlistinni og bókmenntunum það hlutverk að lýsa umhverfi okkar og yfirborði hlutanna, hún stækkaði einnig heiminn meðal annars með því að sýna okkur áður óþekktar örverur og stjömu- þokur. Valéry spurði sjálfan sig þeirrar spurning- ar þegar árið 1939, hvort ekki mætti skilgreina al- heiminn sem afurð þess tæknibúnaðar sem mað- urinn réði yfir til að gera hann skynjanlegan. Fótógrafískt raunsæismálverk var ekki óþekkt þegar Hringur hóf sínar tilraunir með það í kringum 1970. Ólíkir málarar á borð við Erró, Ja- mes Rosenquist og David Hockn- ey höfðu málað þannig undir for- merki poplistarinnar. Það sem réttlætti myndefni þeirra voru goðsagnir neyslusamfélagsins og goðsagan um sældarlif banda- rískrar millistéttar. Myndir Hrings hafa ekki þennan póli- tíska undirtón, þær leitast við að lýsa staðreyndum staðbundins yfirborðs náttúmnnar út frá sjón- arhomi sem virðist valið út frá sjónrænum forsendum frekar en pólitískum. Vandi Hrings virðist felast í því að gefa myndefni sínu merkingu rnnfram þá yfirborðs- lýsingu sem Ijósmyndin kann að miðla okkur með sannferðugust- um hætti. Á yfirlitssýningunni á Kjarvalsstöðum sjáum við leit, sem er í upphafi nokkuð fálm- kennd, en verður markvissari með árunum og nær fyrst sann- færandi krafti í allra síöustu verkum hans, sem bera af hvað varðar efnistök, sjónarhom og handverk. Nafnlausar myndir er sýna öldugang þar sem viðfangs- efhið er losað úr viðjum hinnar staðbundnu lýsingar og málverkið orðið að full- komlega sjálfbærri og sannferðugri myndlíkingu sem opnar okkur nýja sýn á málverkið og vem- leikann. Það er jafn gleðilegt að sjá þennan árang- ur og það er hörmulegt að Hring skyldi ekki end- ast aldur til að vinna úr þeim frjóu hugmyndum, sem síðustu málverk hans bera með sér. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum: Hringur Jóhannesson, yfirlitssýning til 16. febrúar. Hringur Jóhannesson: Án titils, 1996 Mestu máli skiptir hvenær smellt er af „Fiott hvernig hún rammast inn.“ Verðlaunamynd Ragnars Axelssonar sem nú hangir uppi i Gerfiarsafni. Á litlu myndinni er Ijósmyndarinn myndarlegi. - Hvað heldurðu að hafi verið við þessa mynd sem dómnefhdin féll fyrir? „Eitthvað var nefnt að þeim fyndist flott hvemig hún rammast inn. Hún er tekin út um bílglugga sem er drullu- skítugur og það er búið að pússa part af rúðunni - þeim þótti svolitið varið í það.“ - Svo er auðvitaö þetta eina auga sem horfir til himins mjög eftirmixmilegt „Hann er aö horfa á tunglið og spá í veðrið, við höfðum verið aö ræöa horf- umar. Mér finnst gaman aö mynda svona týpur í landinu, ákveðnar týpur sem em að hverfa, og þá finnst mér rosalegt atriði að fólk sé bara þaö sjálft, ekki upp- stillt. Mér finnst ég ekki hafa rétt til að búa neitt til eða falsa heldur bara smella af á réttum augnablikum. Yfir þessu þarf maður að liggja, koma og láta lítið bera á sér, bíða eftir mómentinu. Það skiptir mestu máli hvenær maður smell- ir af, hvað menn em að gera, hvemig svipbrigðin em og slíkt. Það fer í taug- amar á mér þegar menn em látnir stilla sér upp og horfa beint í vélina, þá finnst mér það ekki vera karakterinn sjálfur. Það er hann sem ég er að reyna að ná, hvort sem mér tekst það eða ekki. Ná manneskjunni þegar hún er hún sjálf.“ Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morg- unblaðsins, tók blaðaijósmynd ársins 1996, að mati dómnefndar, eins og til- kynnt var við opnun Ijósmyndasýning- ar Blaöamannafélags íslands og Blaða- ijósmyndarafélags íslands 11. janúar. Hún heitir „Horft til himins í Húna- þingi“ og sýnir Jón bónda í Gautsdal, algallaðan, skyggnast til lofts, en á bak við hann má sjá mikið hrossastóð. Við spuröum Ragnar hvort hann hefði vitaö að hann væri að taka verð- launamynd þegar hann smellti af. „Nei, ég hugsa aldrei út í það,“ seg- ir Ragnar. „Reyndar er önnur mynd af Jóni á sýningunni sem mér finnst betri! Hún er tekin inni í fjósinu hjá honum og það er nokkuð sem verður ekki til eftir nokkur ár á íslandi, skakkt og flott. Við Guðni Einarsson fórum og tókum viðtal við hann og myndimar eru úr þeim leiðangri." Við sólþanin segl Eyjólfur Óskar var að gefa út sína aðra ljóðabók, Við sólþanin segl. Sú fyrri heitir Strengir veg- hörpunnar og kom út I 1991. „Nýja bókin kemur | í beinu fram- haldiaf hinni I fyrri,“ segir Eyjólfúr í stuttu spjalli; | „ég er kom- inn í ákveð- inn farveg I sem ég kann vel við mig í. Ég byrj- aði að yrkja í hefðbundnum stíl þegar ég var strákur og um tvítugt orti ég kvæði af ýmsu tagi. Á full- orðinsárum varð ég fyrir mestrnn áhrifum af Stefáni Herði Gríms- syni og Hannesi Péturssyni en ég held lika upp á eldri skáld, til dæmis Bólu-Hjálmar, Þorstein Er- lingsson og Örn Am-1 arson.“ Eyjólfur sagði að j það væri erfitt að i venja sig af yrking- j um þegar fólk fengi, bakteríuna ungt., „Þetta verður, fikn. Maður skrif- ar kannski ekkert lengi, svo setur maður eitthvað á blað og er um leið kominn á nokk- urra mánaða fyllirí - áfengislaust! Náttúran kveikir mest í mér, blæbrigði landsins, en ég yrki ekki hrein náttúruljóð heldur viö- líkingar við mannlífið. Dreg upp myndir af fólki og náttúru og reyni að láta þær renna saman í eina.“ Sem dæmi nefnir Eyjólfur ljóð- ið „Te“: Húsfreyja ber fram kökur á fjöllin í norðri Þaö er sykur í lofti og menn eru mettir og kátir þegar tepokinn sígur hægt oní sunnudagskvöldið Og vindglasið dökknar Skákprent gefur bókina út. Bláa tungl Ný Ijóðabók eftir Ólöfú M. Þor- steinsdóttur heitir Bláa tungl. Hún skiptist i þrjá hluta, „Til eru lauf', „Til eru skip“ og „Hlut- skipti“ og ijóðin eru draumkennd, tilfinningarík og full af samkennd með öllu sem lif- Ljóðdæmið heitir „Innan búrsins" og er úr síöasta bókarhluta: Spegilbúr vitund og verund og þar á milli ^ hálfopinn gluggi og allt um kring spegilveggir fugl á flugi eins og honum sjálfum sýnist þar inni Bókaútgáfan Holt gefur bók- ina út. Styrkveiting Pennans 10. janúar var veittur styrkur úr Listasjóði Pennans í fimmta sinn en markmið hans er að styrkja unga og efnilega myndlist- armenn sem sýnt hafa góðan ár- angur í námi og eru að taka sín fyrstu skref á listabrautinni. Um- sóknir voru 74 að þessu sinni og ákvað stjómin að veita tvo styrki. Ólöf Nordal hlaut 300 þúsund krónur og Finnur Amar Amar- son fékk 200 þúsund króna úttekt hjá Pennanum. Stjóm sjóðsins skipa Guðrún Einarsdóttir listmálari, Gunn- steinn Gíslason, skólastjóri MHÍ, og Gunnar B. Dungal fýrir hönd Pennans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.