Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Page 34
42 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 Afmæli Baldur Davíðsson Baldur Davíösson landmælinga- maður, Safamýri 53, Reykjavík, er sjötugur i dag. Starfsferill Baldur fæddist á Eskifiröi, var á Reyðarfirði á fyrsta árinu en ólst síðan upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1948 og stund- aði síðan nám um skeið við verk- fræðideild HÍ. Baldur starfaði hjá bandarískum verktökum á Keflavíkurflugvelli 1951-56 en hefur síðan starfað hjá Mælingadeild Reykjavíkurborgar frá 1956. Fjölskylda Baldur kvæntist 6.10. 1961 Ingi- björgu Vigfúsdóttur, f. 24.5. 1927, húsmóður og starfsmanni við Sjúkrahús Reykjavíkur. Hún er dóttir Vigfúsar Kristjánssonar, bónda á Kirkjubóli í Vaðlavík, og Kristínar Málfríðar Jónsdóttur hús- freyju. Böm Baldurs og Ingi- bjargar era Davíð, f. 6.8. 1961, byggingarverkfræð- ingur; Kristín Sigríður, f. 7.11. 1962, BA í ensku og húsmóðir í Oostende í Belgíu, gift Pétri Ed- vardssyni framkvæmda- stjóra og eru börn þeirra Katrin Ingibjörg, f. 2.11. 1989, Sara, f. 2.8. 1992, og Jóhanna, f. 13.10. 1994; Vigfús, f. 7.11. 1962, land- mælingamaður. Albróðir Baldurs var Haukur, f. 10.4. 1925, d. 12.2. 1973, lögfræðingur, var kvæntur Krist- jönu Káradóttur. Hálfbróðir Baldurs er Bolli Dav- íðsson, f. 5.11. 1933, kaupmaður í Reykjavík. Foreldrar Baldurs voru Valdimar Davíð Jóhannesson, f. 18.9. 1896, d. 8.3. 1960, póstafgreiðslumaður og símstöðvarstjóri á Eskifirði, og Ingi- björg Ámadóttir, f. 25.4.1901, d. 12.8. 1927, húsmóðir. Ætt Davíð var sonur Jóhann- esar Davíðs Johnsen, sýslumanns á Reynisstað í Skagafirði, Ólafssonar Johnsen, prófasts á Stað á Reykjanesi, bróður Ingi- bjargar, konu Jóns for- seta. Bróðir Ólafs var Jaf- et gullsmiður, langafi Guðna Guðmundssonar, fyrrv. rektors MR. Ólafur var sonur Einars, stúd- ents og borgara i Reykja- vík, bróður Sigurðar, fóður Jóns forseta. Einar var sonur Jóns, prests á Rafnseyri, Sigurðssonar og Ingibjargar, systur Þórðar í Vigur, ættföður Vigurættarinnar. Ingi- björg var dóttir Ólafs, ættföður Eyrarættarinnar, Jónssonar. Móðir Ólafs prófasts var Ingveldur Jafets- dóttir, lóskera við Innréttingamar í Reykjavík, Ulugasonar. Móðir Jó- hannesar sýslumanns var Sigríður Þorláksdóttir, prests á Móum á Kjal- amesi, Loftssonar og Sigríðar Markúsdóttur. Móðir Davíðs póstafgreiðslumanns var Margrét Johnsen Guðmundsdótt- ir, prests í Amarbæli, Einarssonar, bróður Ólafs, prófasts á Stað. Ingibjörg var systir Steinunnar, móður Stefáns Benediktssonar, þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli, og systir Margrétar, móður Hrafns Pálssonar, deildarstjóra og tón- skálds. Ingibjörg var dóttir Áma, b. og umboðsmanns á Höfðahólum á Skagaströnd, bróöur Amórs, prests í Hvammi, afa Gunnars Gíslasonar, fyrrv. alþm. í Glaumbæ, og Bjama Einarssonar handritafræðings. Ámi var sonur Árna, b. í Höfnum á Skagaströnd, Sigurðssonar, bróður Bjöms á Tjöm, langafa Áma, fóður Jóns L. stórmeistara. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg Pálsdóttir, b. á Réttarholti á Skaga- strönd, Ólafssonar. Móðir Ingibjarg- ar var Sigríðm- Vilhelmína Jóhann- esdóttir, b. í Naustavík, Þorsteins- sonar, bróður Þorsteins, langafa Hjartar Pálssonar skálds. Baldur er að heiman. Baldur Daviösson. Sigríður Guðjónsdóttir Sigríður Guðjónsdóttir, dvalar- heimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigríður fæddist á ísafirði. Hún var tveggja ára er hún missti föður sinn og ólst þvi upp hjá móðurfor- eldram sínum í Amardal til sextán ára aldurs. Sextán ára fór Sigríður í vist til Súðavíkur, var síðan í ýms- um störfum á ísafirði og í vist i Reykjavík og starfaði eitt ár á Ála- fossi. Hún hefur verið búsett í Reykjavík frá 1954. Fjölskylda Sigríður giftist 1.1. 1939 Jóhanni Sigurði Gunnari Aðalsteini Sigurðs- syni, f. 15.6.1913, d. 23.10.1986, versl- unarmanni á ísafirði og síðar verk- stjóra hjá ísbiminum. Hann var sonur Sigurðar Benjamínssonar og Kristínar Jóhannsdóttur sem bjuggu á ísafirði og síðar á Seltjarn- amesi. Börn Sigríðar og Jóhanns era Guðmundur Jóhannsson, f. 7.7.1934, d. 1991, vélstjóri og starfsmaður SÞ, var kvæntur Sigrúnu Jóhannsdótt- ur og eru böm þeirra fimm auk þess sem hann átti bam með Erlu Sigur- jónsdóttur; Sigurður K. Jóhannsson, f. 24.7.1941, starfsmaður hjá vamar- liðinu á Keflavíkurflugvelli, búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Margréti Konráðsdóttur og eiga þau tvö böm; Guðjón Elí Jóhannsson, f. 1.3. 1944, vélstjóri og pípulagningameistari á Seltjamamesi, kvæntur Auði Her- mundsdóttur og eiga þau tvö böm; Sigríður Jóhannsdóttir, f. 23.6.1948, bankastarfsmaður í Kópavogi, gift Helga Magnússyni og eiga þau þrjú böm. Kjördætur Sigríðar og Jóhanns era Sirrý Hulda Jóhannsdóttir, f. 29.6.1938, húsmóðir í Kópavogi og á hún þijú böm; Þorbjörg Edda Guð- mundsdóttir, f. 3.8. 1952, skrifstofumaður í Gauta- borg, gift Sigurði Bemd- sen og á hún þijú böm. Alsystir Sigríðar var Ásgerður Guðjónsdóttir, f. 6.8. 1913, d. 17.10. 1988, húsmóðir í Reykjavík. Hálfsystkini Sigríðar vora Guðjón Kristinsson, f. 21.3. 1922, d. 16.6. 1943, sjómaður á ísafirði; Helga Kristinsdóttir, f. 25.2. 1925, d. 5.8. 1993, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar vora Guðjón Ásgeirsson, f. 12.2. 1890, drukknaði á Gunnari 6.6.1914, skip- stjóri á ísafirði, og k.h., Þorbjörg Guðjóna Guðmundsdóttir, f. 27.7. 1890, húsmóðir. Ætt Guðjón var sonur Ásgeirs Helga, b. í Fremrihúsum og á Svarthamri, Kristjánssonar frá Am- ardal, Elíassonar. Móðir Guðjóns var Hin- rika Guðmunda Sigurð- ardóttir, b. í Fremrihús- um, Guðmimdssonar. Móðir Guðmundu var Jónína Barbara Sturlu- dóttir, b. á Kleifum í Skötufirði, bróður Guð- mundar í Kálfavík, afa Guðmundar jarðfræð- ings, föður Finns fugla- fræðings. Sturla var son- ur Sturlu, b. í Þjóðólfs- tungu, Sturlusonar. Móð- ir Sturlu á Kleifum var Ingibjörg Bárðardóttir, ættföður Arnardal- sættarinnar, Illugasonar. Móðir Jóninu var Guðrún Jónsdóttir, b. í Æðey, Snæbjömssonar. Þorbjörg Guðjóna var dóttir Guðmundar, b. í Amardal, Gestssonar, b. í Skjald- bjamarvík, Matthíassonar, h. í Steig, Jónssonar. Sigríöur Guöjóns- dóttir. Leiðrétting: Laddi fimmtugur í afmælisgrein, sem birtist í laugardagblaði DV um Þórhall Sigurðsson, Ladda, fimmtugan, urðu þau mis- tök að sagt var að tengdamóðir Ladda, Hrönn Skagfjörð, starfaði sem kennari. Hið rétt er að hún er húsmóðir en maður hennar, og tengdafaðir Ladda, Aðalsteinn Thorarensen húsgagnasmiður, hefúr starfað um árabil sem kennari við Iðn- skólann í Reykjavík. Þá var sagt að móðir fyrri konu Ladda væri Kristín Guð- laugsdóttir. Hið rétta er að hún heitir Ásta Kristný Guðlaugs- dóttir. Laddi er fimmtugur í dag, mánudag. Beðist er velvirðingar á þessum missögnum. Magnús Reynir Magnússon Magnús Reynir Magn- ússon, plötu- og ketilsmið- ur og síðar leigubilstjóri, Víðihvammi 26, Kópa- vogi, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Magnús fæddist á Granda í Ketildalahreppi í Vestur-Barðastrandar- sýslu en ólst upp við Am- arfjörð. Hann stundaði bamaskólanám í Bakka- dal. Magnús flutti til Magnús Reynir Magnússon. Reykjavíkur 1944, hóf þá nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði og plötu- og ketilsmíði í Stálsmiðjunni og lauk sveinsprófi í þeirri grein. Magnús starfaði í Stál- smiðjunni til 1955 og siö- an af og til með hléum. Hann hóf leigubílaakstur 1955, ók leigubíl á Hreyfli með hléum næstu árin, hefur síðari árin stundað leigubílaakstur ein- göngu. Fjölskylda Sonur Magnúsar er Magnús Helgi Magnússon, f. 19.12. 1963, borgar- starfsmaður í Reykjavík. Systkini Magnúsar: Ingibjörg, kennari í Borgamesi; Páll, sjómað- ur og bóndi á Bíldudal; Helgi, nú lát- inn, sjómaður og ýtusfjóri á Bíldu- dal; Svanlaug, húsmóðir í Reykja- vík; Skúli, jógakennari í Reykjavik. Foreldrar Magnúsar vora Magn- ús Guðmundur Magnússon, bóndi í Amarfirði, og k.h., Rebekka Frið- riksdóttir, bamakennari og hús- freyja. Til hamingju með afmælið 20. janúar 85 ára Ingólfúr Baldvinsson, Lindasíðu 4, Akureyri. 80 ára Júlíana Isebam, Hringbraut 43, Reykjavík. 75 ára Sigur- björg Stef- ánsdóttir, húsmóðir, Stranda- seli 7, Reykjavík. Svava Elí- asdóttir, Víðigerði, Mosfellsbæ. Hermann Guðmundsson, Seljalandsvegi 44, ísafirði. 70 ára Helga Guðmundsdóttir, Strandaseli 11, Reykjavík. Sverrir Bjamason, Efstasundi 52, Reykjavík. 50 ára Margrét Skúladóttir, skrifstofu- maður hjá VÍS, Hlíðar- hraut 6, Blönduósi. Eiginmað- ur hennar er Sigurð- ur Hjálm- arsson. Þau dvelja á Kanaríeyjum á afmælisdaginn. Hannes Ámason, Bylgubyggð 43, Ólafsfiröi. Fritz H. Bemdsen, Furuhjalla 6, Kópavogi. Hrafnhildur Þór Jóhannes- dóttir, Dalbraut 24, Bíldu- dal. Eiginmað- ur hennar er Snæ- björn Ámason, útgerðar- maður og skipstjóri. Þau taka á móti ættingjum og vinum í veislusal Kiwanis- klúbbsins, Engjateigi 11, í kvöld kl. 18.00-20.00. 40 ára Guðmundur Ragnar Jóns- son, Kópavogsbraut 102, Kópavogi. Friðjón Jóhannsson, Ránargötu 10, Reykjavík. Ragnar Jón Gunnarsson, Sigtúni 39, Reykjavík. Auður Óskarsdóttir, Jófríðarstaðavegi 6, Hafnar- firði. Sólveig R. Kristinsdóttir, Hafiiartúni 1, Selfossi. Þorbjörg Magnúsdóttir, Norðurbraut 5, Höföahreppi. Geir Sigurðsson, Klapparstíg 12, Njarðvík. Þórdis Jónasdóttir, Leirvogstungu 5, Mosfellsbæ. staðgreiöslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighcekkandi birtingarafsláttur o\Vt mil/f Nm/nt Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.