Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 r Loftbelgsfarinn leitar lendingarstaðar Aðstoðarmenn bandaríska ævin- týramannsins Steves Fossetts, sem ætlaði einn í lofbelg umhverFis jörðina, reyndu í gær að finna heppilegan lendingarstaö fyrir hann. Þar sem leyfi til flugs yfir Lí- býu barst of seint varð Fossett að leggja lykkju á leið sína. Það hafði í for með sér að hann hefur ekki nægilegt eldsneyti til að komast umhverfis jörðina. Fossett var yfir Indlandi í gær og kvaðst vera þreyttur og kaldur. Bú- ist var við í gær að Fossett myndi lenda nálægt Kalkútta í Indlandi eða jaftivel í Bangladesh. Að sögn aðstoðarmanna Fossetts gæti hann haldið áfram flugi i nokkra daga en þá myndi hann lenda á miðju Kyrrahafi. Reuter F.h. Reykjavíkurhafnar er óskaö eftir tilboöum í frágang fyllingar í lóöir viö Skútuvog og nefnist verkiö Fylling í lóöir viö Skútuvog. Efnismagn: Grúsarfylling í lóöir, alls 13.000 m3- Útboösgögn fást á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa: fimmtud. 23. janúar 1997 kl. 14.00 á sama staö. F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskaö eftir tilboöum í eftirfarandi verk: Staöahverfi, Korpúlfsstaöavegur - Brúnastaöir, gatnagerö og lagnir. Helstu magntölur eru: 7.5 m götur: 314 m. 6.5 m götur: 142 m. 6 m götur: 830 m. Holræsi: 1.674 m. Brunnar: 45 stk. Púkk: 4.070 m2. Mulinn ofaníb.: 7030 m2. Steinlögn: 260 m2. Verkinu skal lokið fyrir 1. sept. 1997. Útboösgögn veröa afhent frá þriöjud. 21. jan. nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboöa: fimmtud. 30. janúar nk. kl. 15.00 á sama staö. gat 09/7 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskaö eftir tilboöum í endurnýjun Austurstrætis milli Lækjargötu og Pósthússtrætis. Verkið nefnist: Endurnýjun gatna í Kvos 4. áfangi - Austurstræti. Helstu magntölur eru: Upprif á hellulögn og snjóbr.: u.þ.b. 1.700 m2. Jarðvegsskipti: u.þ.b. 500 m3. Snjóbræösluslöngur: u.þ.b. 6.600 m. Hellu- og steinlögn: u.þ.b. 1.600 m2. Granítlögn: u.þ.b. 100m2 Lokaskiladagur verksins er 7. júní 1997. Útboösgögn veröa afhent frá miövikud. 22. jan. nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboöa: miövikud. 5. febrúar nk. kl. 14.00 á sama staö. gat 10/7 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Arafat í ræöu í Hebron í gær: Viö höldum áfram til Jerúsalem - reisum ekki nýjan Berlínarmúr, sagöi Netanyahu Samtímis því sem þúsundir Palestínumanna fógnuðu Yasser Arafat, forseta Palestínu, er hann kom til Hebron á Vesturbakkanum í gær sagði Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, að kominn væri tími til að Palestínumenn stæðu við sinn þátt í friðarsam- komulaginu. Forsætisráðherrann nefndi sem dæmi í viðtali við bandaríska sjón- varpsstöð í gær að Palestínumenn ættu eftir að ógilda ákvæðið þar sem hvatt væri til að eyðileggja ísr- ael. Netanyahu lagði einnig á það áherslu að aldrei kæmi til greina að skipta Jerúsalem upp á nýtt. „Hann getur reynt eins og hann vill. Við ætlum ekki að reisa aftur Berlín- armúr í þessari borg.“ Var Netanyahu að vitna í ræðu Arafats í Hebron í gær þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að standa við loforð sitt um að gera austurhluta Jerúsalem að höfuð- borg sinni. „Loforð er loforð. Við munum halda áfram til Jerúsalem," sagði Arafat. Arafat greindi íbúum Hebron frá þvi að andlegur leiðtogi Hamas-sam- takanna, Ahmed Yassin, yrði brátt látinn laus úr fangelsi i ísrael. Ham- as-samtökin hafa barist gegn friðar- samningum ísraela og Palestínu- m£mna. Arafat greindi einnig frá því að palestínskar konur, sem set- ið hafa í ísraelskum fangelsum, fengju frelsi innan fárra daga. Þó svo að Palestínumenn fagni því að hafa fengið yfirráð yfir 80 prósentum Hebron-borgar eru margir þeirra ósáttir við að hjarta borgarinnar skuli vera undir yfir- ráðum ísraela vegna búsetu 400 her- skárra ísraelskra landnema þar. í ræðu sinni i gær sagði Arafat að Palestínumenn vildu ekki deilur við ísraelsku landnemana og hvatti til friðsamlegrar sambúðar. Reuter Serbneskir stjornarandstæöingar tóku hundana sína með í mótmælagöngu í Belgrad í gær. Tóku fjórfætlingarnir hressilega undir trommuslátt og söng mótmælenda. Símamynd Reuter Danir handteknir vegna bréfasprengna Danska lögreglan handtók á laug- ardaginn sjö meinta nýnasista sem ætluðu að senda breskum vinstri- mönnum og íþróttamönnum, giftum blökkumönnum, bréfasprengjur. Breska lögreglan hefur varað ýmsa aðila við og leiðbeint þeim hvað gera eigi fái þeir grunsamlega pakka. Danska lögreglan fékk upplýsing- ar frá bresku lögreglunni Scotland Yard um athæfi mannanna í kjölfar rannsóknar í Þýskalandi. Leynilög- reglumenn fylgdu eftir einum mannanna, Thomas Derry Nakaba, til Malmö í Svíþjóð þar sem hann póstlagði þrjár bréfasprengjur sem voru faldar í myndbandsspólum. Það var öldungadeildarþingmað- ur Repúblikanaflokksins í Banda- ríkjunum, William Roth, sem stóð aö baki hinu dularfulla boði til Al- exanders Lebeds, fyrrum öryggis- málastjóra Kremlar, um að vera við- staddur embættistöku Bills Clintons Bandaríkjaforseta í dag. Lebed fullyrti í siðustu viku að það hefði verið Clinton sjálfur sem Sænska lögreglan lagði hald á bréfa- sprengjumar. Breska sjónvarpsstöðin Sky greindi frá því á laugardaginn að Nakaba hefði verið í sambandi við samtök hægri sinnaðra öfgamanna í Bretlandi, Combat 18. Samtökin nefna sig svo vegna þess að 1. og 8. bókstafurinn í stafrófinu eru upp- hafsstafir Adolfs Hitlers. Er danska lögreglan gerði rassíu á þremur stöðum á laugardaginn skaut Nakuba á löreglumann. Kvaðst hann hafa skotið þar sem hann hefði staðið i þeirri trú að á ferðinni væru vinstri menn sem ætluðu að drepa hann. hefði boðið honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu hins vegar að svo hefði verið. Lebed ráðgerði að taka eiginkonu sína, Innu, með til Bandaríkjanna. Hann heldur heim til Rússlands á fimmtudaginn. Clinton sótti messu tvisvar í gær og fínpússaði síðan ræðu sem hann flytur i dag til þjóðar sinnar. Reuter Stuttar fréttir Myrtu hjálparstarfsmenn Herskáir hútúar skutu til bana þijá spænska hjálpar- starfsmenn og þrjá hermenn og særðu Bandaríkjamann í Rú- anda aðfaranótt sunnudags. Sprengjutilræði í Alsír Að minnsta kosti 10 létu lífið og 50 særðust í sprengjutilræði í Algeirsborg í Alsír i gær. Skæruliðar myrtu 36 manns í þorpi í Alsír aðfaranótt sunnu- dags. Forseta fagnað Þúsundir mótmælenda fognuðu innsetningu Petars Stoyanovs í embætti Búlgaríuforseta í gær. Viðvörun frá yfirvöldum Innanríkisráðuneytið í Alban- íu varaði í gær stjórnarandstæð- inga við frekari mótmælaað- gerðum. Vranitzky fer frá Franz Vranitzky, kanslari Austurríkis, tilkynnti afsögn sina á laugardaginn. Viktor Klima fjármálaráðherra tekur við kanslar'-iembættinu. Skaut bróður sinn 4 ára taílenskur drengur skaut 5 ára bróður sinn til bana með haglabyssu foður þeirra. Reuter Reuter Þingmaður bauð Lebed til Washington

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.