Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 15 Hver eitrar fyrir hvern? í tilefni sjónvarps- frétta og blaðaskrifa finn ég mig knúinn til að verja starfs- heiður minn og minna starfsfélaga. Bændur og fyrir- menn Kjósarsýslu hafa borið okkur þeim sökum að und- anfömu að við læð- umst um eins og þjóf- ar um nætur til að hleypa út eiturgufum til að eyðileggja þeirra vistvæna land- búnað. Það tekur þó út yfir allan þjófabálk þegar sjálfur ritstjóri DV hendir slíkar full- yrðingar á lofti og gerir að aðalefni leið- ara síns fimmtu- „Ekki hefur þetta gerst oftar en svo að rekstrarárangur reyk- hreinsivirkja verksmiðjunnar reyndist betri en 98% sl. tvö ár.u Kjallarinn Þorsteinn Ragnarsson, stjórnandi reykhreinsi- virkja Grundartanga- verksmiðjunnar „Ekki veit ég um neinar eitraðar gufur hér og hef þó unnið hér í 18 ár. Vatnsgufa stígur hins vegar reglulega upp frá verksmiðjunni allan sólar- hringinn," segir Þorsteinn meðal annars. daginn 9. janúar án þess þó að kanna sannleiksgildi þessara ásakana. Ekki veit ég um neinar eitraðar gufur hér og hef þó unnið hér í 18 ár. Vatnsgufa stígur hins vegar reglulega upp frá verksmiðj- unni allan sólarhringinn árið um kring vegna kælingar málmhleifa í hringekjuútsteypingunni. Reyk- ur upp úr reykháfum verksmiðj- unnar hefur að sönnu oftar rokið út í loftið sl. tvö ár en árin þar á undan. Þetta er hvimleiður reykur en skaðlaus og inniheldur kísil- ryk, sem notað er m.a. erlendis til íblöndunar i gróðurmold. Góður árangur Ekki hefur þetta gerst oftar en svo að rekstrarárang- ur reykhreinsivirkja verksmiðjunnar reyndist betri en 98% sl. tvö ár. Það þykir góður árangur í Nor- egi en við hér á Grundartanga setjum markið hærra enda höfum við að jafnaði verið með 99,8% rekstrarárangur öll ár frá stofnun verksmiðj- unnar. Slíkum ár- angri hefur aldrei verið náð i Noregi, að ég best veit, enda vitna þeir jafnan til íslands þegar þeir tala um góðan rekstur reykhreinsivirkja. Þetta hefði ekki verið hægt nema þvi aðeins að allir starfs- menn Grundart- anga tækju störf sín alvarlega og væru tilbúnir að bregðast við nótt sem nýtan dag þegar bilanir verða í reyk- hreinsibúnaðin- um. En allir hlutir slitna og ganga úr sér og bændur í Kjósinni og á Hvalfjarðarströnd sem og vegfar- endur hafa séð meiri reyk héðan en árin áður og verður svo því miður eitthvað enn um sinn, eða þar til endumýjun verður lokið á þessum búnaði. - En einhver mengun fylgir öllum atvinnu- rekstri, líka landbúnaði. Ég heyri því miður ekki jafnvel og bóndinn á Hálsi í Kjós, ég heyri því ekki þegar bændur í Kjósinni skrúfa frá krönunum á haugsugunum. En óþef finn ég berast handan yfir fjörðinn frá Kjósinni til okkar á kyrrum vormorgnum þegar suð- austan andblærinn flytur okkur ammoníaks- og metangasfnykinn frá mykjudreifurtím þeirra Kjós- verja. Þá hrista æðarkollumar á hreiðrunum hérna í fjörunni hausinn og stinga nefjum sinum dýpra á kaf í fiðrið. Þær era svolít- ið pempíulegar, greyin. En þetta er að sjálfsögðu mengun frá vist- vænum landbúnaði sem engum öðram en kollunum dettur í hug að amast við. Það gerir heldur enginn athugasemdir við að bænd- ur við Hvalfjörð brenni sín beiti- lönd á vorin svo vart er hægt að aka um vegi fyrir reyk. Þetta eru þeirra lönd og þeir mega víst brenna þau niður í svörð án þess að spyrja nokkum leyfis. Vist- vænt, ekki satt? Þegar slíkir eldar loga óttumst við Grundartanga- menn mest að þeir berist í skóg- ræktina okkar, þar sem ungling- arnir, afkomendur starfsmanna verksmiðjunnar, hafa plantað hátt í tvö hundruð þúsund trjáplöntum í nágrenni verksmiðjunnai- á sl. 16 árum, mestallt á kostnað íslenska jámblendifélagsins. Mengun í lágmarki Ég hef stundum á seinni árum gengið um fjöruna við verksmiðj- una með þessum vinnufúsu ung- lingum til að sýna þeim varpstaði hinna mörgu fuglategunda sem verpa við og innan verksmiðjugirð- ingar. Þar liggja hreiður tjalds, kríu og æðarfugls með aðeins ör- fárra metra millibili. Tugir spör- fuglahreiðra eru jafnan í sjálfum verksmiðjuhúsunum. Trúa menn því virkilega að svo gæti verið ef við stæðum í því að spúa út ein- hveijum eiturgufúm um nætur? Það er sannarlega ekki Kjósverj- um sæmandi að bera á okkur Grundartangamenn svo rætnar dylgjur. Þeir eiga að vita betur og þeir eru hvenær sem er, hvort heldur að nóttu eða degi, velkomn- ir að Grundartanga til að ganga úr skugga um að enginn hér hefur neinn áhuga á að eitra fyrir þá! Við eigum öll á íslandi það sam- eiginlega áhugamál að halda allri mengun í algjöru lágmarki. Menn ættu hins vegar ekki að vera fyrir- fram mengaðir fordómum í garð stóriðju. Hún á rétt á sér meðal annarra atvinnugreina þjóðarinn- ar og rennir styrkari stoðum und- ir smáiðnað og ýmsar þjónustu- greinar. Ég er sannfærður um að ef vel er á málum haldið getrn- vistvænn landbúnaður og stóriðja þróast áfram við Hvalfjörð til hagsbóta þjóðinni allri. Þorsteinn Ragnarsson Tannhjol timans - Kvenréttindafélag íslands 90 ára 27. janúar 1997 Það var um hásumar árið 1915 sem það gerðist. Uppáklæddir í bindi og slifsi stóðu ráðherrar og alþingismenn um miðaftan við Austurvöll þann 7. júlí og tóku á móti ávörpum og hyllingum. Hér var hátíðarstund og margmenni mikið. Skömmu áður sást til fjöl- menns flokks kvenna er fylktu liði frá gamla Barnaskólanum og nið- ur á Völl. Tvö hundruð yngismeyj- ar i fararbroddi, íklæddar ljósum kyrtlum, veifuðu hinum nýja þrí- lita fána. Hverju var verið að fagna? „Hvaða hindranir, sem réistar eru upp frammi fyrir yður, þá er það í yðar valdi að yfirvinna þær allar. þér þurfið aðeins að vilja það.“ (Olympe de Gouges. 1789). Tilvistarréttur Þennan dag var konum veittur tilvistarréttur í hinu opinbera lífi. Fyrir ekki lengra en áttatíuog tveimur árum gátu þær konur sem náð höfðu 40 ára aldri og ekki voru í skuld við sveitarfélag sitt fyrir þeginn sveitarstyrk haft áhrif á það hverj- ir tækju ákvarð- anir um líf þeirra og afkomu. Þær fengu kosningar- rétt og kjörgengi. Fáeinum árum áður hafði Kon- ungur samþykkt lög er heimiluðu konum að stunda háskólanám. ís- inn var brotinn. Lýðræðið fékk byr undir báða vængi. Það er eitt í frásögn þessari sem stingur í hjartað. Hve lengi enn megum við lifa þá tíma að það sé allranáðarsamlegast verið að veita réttindi sem allir fæðast með, sem enginn getur tekið af annarri mann- eskju og þar af leið- andi ekki veitt? Kvenréttindafélag íslands var stofnað fyrir 90 árum. Ekki til þess að heimta „eldhúsfrelsi né búréttindi" heldur gagngert til þess að vinna að réttarfars- legu, borgaralegu og stjómmálalegu jafn- rétti. Betri tíö í dag er betri tið en í gær. Við höfum t.d. getnáðarvamir og alveg þokkalega hjúskaparlög- gjöf! Nú, konur eru almennt vel menntaðar. Margar eru ríkar. Margar hafa völd. Á alþingi sitja 63 einstaklingar. Þrír af hveijum fjórum eru karlar. i ráðuneytunum höfum við svo ráðherrana sem mynda ríkis- stjómina. Af níu ráðherrum eru átta karlar. Svo höfum við líka ýmsa aðra embættismenn, t.d. ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra og starfsmannastjóra. Einnig er til fönguleg- ur flokkur starfsmanna er nefnist sérfræðing- ar. Flestir þessara mik- ilvægu einstaklinga geta farið í golf, já, eða gufu og þurfa þá ekki til þess gerðan gufu- baðsfatnað því hér skiptir kynið ekki máli. Það er bara eitt kyn. Og nú siglir 90 ára af- mæli KRFí upp að bryggju. Var stofnend- um ljóst hve langir líf- dagamir yrðu? Hve margar sigl- ingar þetta fley átti eftir að fara? Höldum upp á afmælið, gerum orð Olympe de Goughes að okkar: „Hvaða hindranir, sem reistar eru frammi fyrir yður, þá er það í yðar valdi að yfirvinna þær allar. Þér þurfið aðeins að vilja það.“ Málfríður Gísladóttir „Flestir þessara mikilvægu ein- staklinga geta farið í golf, já, eða gufu ogþurfa ekki til þess gerðan gufubaðsfatnað, því hér skiptir kynið ekki máli. Það er bara eitt kyn. Kjallarinn Málfríður Gísladóttir nemi Með og á móti Má búast við mikilli meng- un frá væntanlegu álveri? Jón Gíslason, bóndi á Hálsi í Kjós. Efnamengunin langhættulegust „Það er alveg ótvírætt að um mikla mengun verður að ræða frá þessu væntanlega álveri. Við höf- um haft járnblendið hér í um 20 ár og haft mjög slæma reynslu af því. Okkur var sagt þegar járn- blendiverk- smiðjan var reist að þetta ætti að vera nánast eins og heilsuhæli og allt yrði í lagi hvað mengun varðar. Það hef- ur heldur betur brugðist og allt eftirlit þar hefur verið í molum, auk þess sem meng- unarvarnabúnaðurinn hefur verið bilaður undanfarin ár. Það hefur verið mikil mengun frá járnblend- inu og það er langt í frá að það sé bara um sjómnengun að ræöa. Það er efnamengunin sem er lang- hættulegust af öllu. Það fer koltví- sýringur út I loftið og einnig brennisteinstvioxíö sem breytist í brennisteinssýru. Það veldur þessu súra regni sem drepur og er búið að drepa þriðja hvert tré í Evrópu samkvæmt niðurstöðum rannsókna. Það hefur verið sannað svo ekki verður um viilst að í viss- um veðurskilyrðum getur rignt brennisteinssýru. Þeir hafa talað um að þeir ætli að henda kerbrot- unum eftir nokkur ár og í þeim er m.a. blásýra sem á að henda í sjó- inn. Þetta er vissulega óhugnanleg staðreynd. Ég vil ekki sjá það að hreinni náttúrunni og ferða- mannaiðnaði verði fórnað fyrir þetta álver með allri sinni meng- un.“ Ekki mikill mengunarvaldur „Mengun frá álverum er einkum loftmengun frá útblæstri flúoríð- sambanda, brennisteinstvísýrings og súrálryks sem verða til við raf- greiningu. í starfsleyfi fyrir álver hérlendis eru settar strangar kröfur um leyfi- legt hámark þessara efna útblæstri. mengunar- varnareglugerð eru ákvæði um loftgæði að þvi er varðar brennisteinství- Andrós Svanbjörns- son, yfirverkfræö- ingur MIL synng og svifryk. Engiti ákvæði eru þar um flúoríö og hefur Hollustuvernd ríksins notast við norskar viðmið- unarreglur sem gilda fyrir við- kvæman gróður en menn og dýr þola mun meira. Öll þessi viðmið- unarmörk eru langt innan við skaðsemismörk, þannig að borð er fyrir báru. Likanreikningum er beitt til að sýna fram á dreifingu mengandi efna í andrúmslofti, m.a. til að menn átti sig á fyrrisjáanleg- um loftgæðum í nágrenni álvers- ins. Mér sýnist af niðurstöðum loftdreifmgarreikninga fyrir iðnað- arsvæðið á Grundartanga að stærð þynningarsvæðis fyrir járnblendis- verksmiðjuna, sem er svæði þar sem mengun má fara yfir viðmið- unarmörk, muni nær ekkert breyt- ast með tilkomu álversins. Á mæltu máli þýðir þetta að bændur beggja vegna Hvalfjarðar geta haldið áfram að rækta garða sína óttalausir um að verða fyrir búsifj- um af völdum mengunar frá álver- inu. Niðurstöður mats á umhverf- isáhrifum frá ótal álverum víða um heim, þar á meðal álverinu í Straumsvík, eru til vitnis um að nútímalegt álver búið fullkomustu tækni, eins og krafist er í starfs- leyfi fyrir álver á Grundartanga, er ekki mikili mengunarvaldur." -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.