Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 24
32 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 Apple telur sig á réttri leið Þrátt fyrir að að Apple muni tapa um milljarði króna á síðasta árs- fjórðungi síðasta árs og allt að 70 milljörðum króna á öllu síðasta ári telja forsvarsmenn fyrirtækisins að það sé á réttri leið. Þeir halda einnig fast við nýja þriggja ára áætl- un sem á að snúa rekstri þess frá sí- fellt meira tapi og minnkandi mark- aðshlutdeild. Ætlunin er að Apple skili góðum hagnaði árið 1998. Til að leggja áherslu á þetta héldu unn- endur MacWorld vörusýninguna í San Fransisco í ársbyrjun með miklum glæsibrag. Þar voru skemmtikraftar eins og Sting, Muhammad Ali, Peter Gabriel og Jeff Goldblum viðstaddir ásamt meðstofnandanum Steve Jobs, sem hefur komið aftur til Apple eftir 11 ára aðskilnað, og Gilbert Amelio hinum nýja forstjóra fyrirtækisins. Þrátt fyrir hremmingar að und- anförnu er Apple auðugt fyrirtæki og því getur Amelio, sagt að það sé enn í góðu ásigkomulagi. „Vandi okkar stafar ekki af þvi að við séum að reka vont fyrirtæki heldur var það markaðurinn sem brást okkur. Við munum ekki hverfa frá áætlun okkar um endurskipulagningu Apple heldur er þetta eins og þegar flugvél lendir í ókyrrð í lofti en við hvikum ekki af leið.“ Amelio tók við Apple í febrúar 1996 af þjóðverjanum Michael Spindler sem hafði í raun klúðrað flestu sem hægt var að klúðra hjá Apple. Hann framleiddi of mikið af tölvum þegar markaðurinn var í lægð árið 1994 en fram- leiddi of lítið árið eftir þeg- ar tölvu- markaður- inn var í mikilli uppsveiflu. í byrjun síðasta árs stefndi Apple í mikil irtækið og miklar uppsagnir höfðu eyðilagt þann góða anda sem þar ríkti á árum áður. Reyndar halda margir því fram Meira en sextíu prósent af öllu því efhi sem er sett á veraldarvefínn er gert á Apple tölvur og þar sjá menn fyrir sér gífurlegan vöxt á næstu árum. Enn- fremur ræður Apple sex- tíu prósent af fræðslu- markaðinum vestanhafs og eins og Intemetið er sá markaður í mikilli sókn. Ennfremur er Apple sterkt á sviði miðlara og bjóða mun hagstæðara verð á þeim en keppinautar þeirra. í mars kemur ný PowerBook á markaðinn og telja margir þeir sem fylgjast með tölvumarkaðinum að þar sé á ferð- inni ein öflug- asta vara Margt frægra manna var á MacWorld sýningunni í San Fransisco í ársbyrjun. Hér er forstjóri Apple, Gilbert Amelio, með Muhammed Ali. vandræði enda var fyrirtækið þá þegar að tapa miklum peningum, fjöldi stjómenda hafði yfirgefið fyr- Síðurnar beint í æð Þeir sem nota Intemetið að staðaldri kannast að sjálfsögðu við það að þeir þurfa alltaf að leita uppi þær síður sem þeir vilja skoða. Upp á siðkastið hefur hins vegar æ meira borið á því aö fyrirtæki sem eru að reyna að hagnast á því að koma efni til intemetnotenda vilji færa verald- arvefinn nær miðlum eins og út- varpi og sjónvarpi en þeir miðlar færa notendum efnið beint í æð ef svo má að orði komast. Netið hef- ur þann kost um fram þessa miðla að hver og einn getur feng- ið til sín síðu sem fellur að hans eigin smekk. Tónlistaraðdáendur geta þannig fengið allt það nýjasta um tónlist til sín en þeir sem em meira fyrir stjómmál geta fengið allt um þau á sína síðu. Dæmi um fyrirtæki sem hefur á árangursríkan hátt markaðssett slíka þjónustu má nefna Poin- tCast og starfar eins og flest veigamikil Intemetfyrirtæki í Bandaríkjunum. Fyrirtækið býð- ur viðskiptavinum sínum upp á fréttir frá virtum fjölmiðlum eins og The New York Times, Boston Globe, Reuter og MSNBC sem er nafn yfir samstarf Microsoft og NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Slóðin til PointCast er http: //www.PointCast.com Samantekt: JHÞ http: Netbúðir Bækur Stærsta bókabúö I heimi er á sl http://www.amazon.con Popp og rokk Á slóðunum //www.cdnow.com, http://www.cdeurope.com og http://fmslngles.com/fm.shtml er hægt aö veröa sér úti um tónlist. Tölvuleikir aö ná sér í geisladiska af öllu tagi. og tölvuleiki hjá þessari verslun? -liöstöð. Kvikmyndir ' '• .vitar Europe býður upp á 30 Flestir þessara titla eru Plöntur Þeir sem vilja geta pantaö sér sjaldgwf fræ eða hugbúnað sem tengist jurtarækt á slóöinni http: //trine.com/gardennet/florabest að þrátt fyrir endurráðningu Steve Jobs, nýleg kaup Apple á hugbúnað- arfyrirtæki hans er kallast NeXT og bjartsýni Amelio sé Apple enn i al- varlegum vandræðum. Jobs hefur lýst því yfir að hann hafi lítinn áhuga því að sinna Apple mikið en hefur því meiri áhuga á því að sinna fyrirtæki sínu Pixar en það sérhæfir sig í tölvuhreyfímyndum og er Disney myndin Toy Story þekktasta afrek þess (Reyndar má geta þess að margt er á döfinni hjá Pixar. Fyrirtækið er til dæmis að gera nýja mynd fyrir Walt Disney er kallast Bugs). Þeir benda á að tvö ár séu þangað til nýja Rhapsody stýri- kerfíð komi á markaðinn og margir hæfileikamenn hafi yfirgefið Apple. Jobs sjálfur er hógvær og segir að mikil og erfið vinna sé framundan við að skáka keppinautunum. Bjartsýnismenn eru þó fleiri. sem hefur verið sett á tölvumarkað- inn. Stjómarformaðurinn Gil Amelio er heldur ekkert blávatn. Endurráðning Steves Jobs til Apple og kaup Apple á fyrirtæki hans, NeXt Software, er hluti af þeirri endurnýjun sem fyrirtækið gengur nú í gegnum. Hann hefur áður komið fyrirtækj- um í vanda til bjargar með glans. Eftir að hann tók við hátæknifyrir- tækinu National Semiconductor tókst þvi að snúa árlegu tapi upp á milljarði króna upp í 2 milljarða króna hagnað á ári. Margir telja nauðsynlegt að til þess að Apple nái forystustöðu á tölvumarkaðinum verði Amelio að fá Jobs til liðs við sig. Amelio er varkár og sparsamur stjómandi en hann er tæpast þekkt- ur fyrir eldmóð sem þarf til að knýja tækniþróun og markaðssókn áfram. Þar ætti Jobs að geta komið að góðum notum. Byggt á Reuter og The Sunday Times Bókabúð norrænna byggingarmiðstöðva Byggingarmiðstöðvar á Norð- urlöndum hafa sett upp sameigin- lega bókabúð á veraldarvefnum. Þar verður hægt að panta ýmis rit um byggingarmál, arkitektúr, lög, reglugerðir og staðla í bygg- ingariðnaði. Flest þessi rit em á ensku eða öðrum erlendum mál- um. Meðal titla sem þegar em komnir em Byggteknisk Ordbok, Woodframed Houses for Earthqu- ake Zones og Icelandic Architect- ure. Slóðin á þessa nýju bókabúð er Frakkland: Vilja banna ensku á netinu Árið 1994 voru svokölluð toubon-lög sett í Frakk- landi þar sem þess er kraf- ist að auglýsingar skuli eingöngu vera á frönsku. Sé annað tungumál notað er skylt að þýða allt það sem er sagt á því yfir á frönsku. Nú er komið að því að franskir dómstólar skeri úr hvort lögin nái yfir Internetið. Málið snýst um vefsíðu Georgia Tech Lorraine í Metz sem er ein- göngu á ensku. Það hugn- ast samtökum sem berjast fyrir hreinleika franska tungumálsins ekki og hafa þau kært skólann á grund- velli toubon-laganna. Mál- hreinsunarmennimir segja að netið sé í raun ekkert annað en nýjasta vopn „engilsaxneskrar heims- valdastefnu" og óttast mjög um framtíð frönskunnar þar. Krafa þeirra er að skólinn þýði síðuna yfir á frönsku og greiði háar fjár- sektir. Georgia Tech Lorraine er bandarískur háskóli í Frakklandi en allt námsefni skólans er kennt á ensku. „Hér eru nemendur hvaðanæva úr heiminum en góðrar enskukunnáttu er krafist af þeim. Þar sem enskan er skylda hér sjáum við ekki hvers vegna við þurfum að bjóða upp á síðu á frönsku. Við höfum ennfremur væg- m? - Margir Frakkar óttast um frönskuna á veraldarvefnum. ast sagt engan áhuga á því að standa í þrasi um það hvort lögin frá 1994 séu gáfuleg eða ekki,“ segir Frakkinn Francois Malassenet aðstoðarskóla- stjóri og bætir því við að tölvukerfi skólans hafi varla haft undan að taka við tölvupósti þar sem lýst er stuðningi við skólann og vefsíðu hans. „Það má telja andstæðinga okkar á fmgr- um háifrar handar,“ segir Malassenet. Rök Georgia Tech Lorraine skólans eru annars þau að líkja megi vefsíðu við einkaskilaboð, líkt og gerist þegar fólk ræð- ist svið i símann. Skóla- stjórnendur segja augljóst að opinberum aðilum komi ekkert við hvemig slík skilaboð fara fram. Það þyk- ir ljóst að úrslit málsins muni hafa víðtæk áhrif á á hvemig lögsaga dómstóla einstakra landa yfir Inter- netinu í framtíðinni. Georgia Tech Lorraine er á Slóðin á vefsiðu http://www.georgiatech-metz.fr en blaðamaður DV fann fátt þar sem ætti að ógna undirstöðum franskrar menn- ingar, hér er í raun um að ræða ósköp dæmigerða há- skólasíðu sem gerir starfsemi skólans skil og býður upp á tengingar á vefsíður nemanda. JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.