Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 Fréttir Samtök jafnaðarmanna og félagshyggjufólks stofnuð: Vakning meðal ungs fólks eftir fundinn - segir Rannveig Guðmundsdóttir „Þátttakan á fundi Grósku í gær sýnir ótvírætt að ungt fólk hefur fundið aðferð til þess að fylgja kalli tímans og ætlar að láta sig varða þjóðfélagsmálin," segir Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þing- flokks jafnaðarmanna, eftir fund um stofnun á Grósku, samtökum jafnaðarmanna og félagshyggju- fólks, sem haldinn var í Loftkastal- anum á laugardag. Stofnendur Grósku eru fulltrúar úr ungliða- hreyfingu Alþýöuflokksins. „Ungt fólk hefur undanfarin ár haft takmarkaðan áhuga á stjórn- málum. Ég er sannfærð um að það á eftir að verða vakning meðal ungs fólks í kjölfar þessa stofnfundar," segir Rannveig. Að sögn Rannveigar er þetta mjög spennandi fyrir ungt fólk og kjörið tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif inn í stjómmálaflokkana. Að sögn Rannveigar getur hreyfingin orðið að sterku afli fyrir næstu borg- arstjórnarkosningar og áframhald á þeirri gerjun sem verið hefur að undanfömu á vinstri væng stjóm- málanna. Hún getur haft áhrif á næstu þingkosningar og verið liður í átt að sameiningu vinstri flokkanna. Að hennar mati var fyrsta skref í átt til sameiningar þegar þingflokkar Alþýðuflokks og Þjóðvaka sameinuð- ust í þingflokki jafnaðarmanna. Séð yfir mannfjöldann á stofnfundi Grósku en í kringum 600 manns voru viöstaddir hann. Af markmiðum Grósku má nefna að réttur barna til samveru við for- eldra sína verði tryggður með stytt- ingu vinnutímans. Að aldraðir njóti verka sinna og þeirra réttinda sem þeim ber. Gróska vill að hæfni ráði á vinnumarkaði, ekki klíka, flokks- eða ættartengsl, að launaóréttur kvenna verði afnuminn og að sjúkir og fatlaðir fái þá hjálp sem þeir þurfa. Gróska leggur á það höfuðáherslu að ríkissjóður sé ekki einhver óper- sónuleg hít sem allir megi ausa úr að vild. Tryggja þarf að arður af sameiginleginn auðlindum þjóðar- DV-mynd Teitur innar til lands og sjávar skili sér til hennar, eii ekki aðeins til fárra ein- staklinga. íslenskir stjómmálamenn hafa allt of lengi svikið hástemmd loforð um eflingu menntakerfisins, segir í Yfirlýsingu Grósku. Félagar í Grósku eru sammála um að vera ósammála um NATO. -em Betra að æfa „Þegar þú ferð í þoifimi að morgni til þá eykst kyrrstöðubrun- inn margfalt og helst þannig þar til þú ferð að sofa. Þeim mun fyrr á morgnana sem þú gerir einhverjar bmnaæfingar því lengur endist það út daginn og þessvegna er svona gott að æfa snemma," sagði Sölvi snemma dags Fannar Viðarsson, þjáifari í World Class. „Þarf þó að gera umræddar æf- ingar í töluverðan tima því það tek- ur líkamann um hálfa klukkustund að setja þessa keðjuverkun i gang sem er fitubrennsla," sagði Sölvi. -ingo 76,3 Líkur á ævilengd sveinbarns - viö fæöingu -(meöaltal) '81 '85 '86 '90 '91 '95 =====öafc==! Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Birt með fyrirvara um prontvillur. Arngrímur Magnússon, Krummahólum 4, Reykjavík Arnheiður Kristinsdóttir, Grundargerði 76, Akureyri Axel G. Úlfarsson, Sunnuholti 2, ísafirði Björk Dúadóttir, Vanabyggð 6d, Akureyri Dóra Sigurðardóttir, Móabarði 45, Hafnarfirði Eva Pétursdóttir, Einigrund 8, Akranesi Eydna Fossádal, Leynisbrún 15, Grindavík Guðmundur Sveinjónsson, Laufrima 4, Reykjavík Guðrún Magnúsdóttir Engihjalla 17, Kóp_avogi Hanna Ásgeirsdóttir, Litla-Mel, Akranesi Ingunn María Ólafsdóttir, Klukkurima 25, Reykjavík Jón Þór Antonsson, Hjallavegi 5g, Njarðvík Jón Fannar Þorgrímsson, Lindarseli 11, Reykjavík Rólant Dahl Christiansen, Brautarási 6, Reykjavík Stefán Bragi Bragason, Stekkjargerði 10, Akureyri Sigrún M. Einarsdóttir, Klettar, Selfossi Sigurður Magnússon, Kirkjuvegi, Keflavík Yuphia Puttha V. Leeland, Geislagötu 10, Akureyri Vinningshafar gcta vitjað vinninga hjá Happdrætti Háskóla íslands, Tjarnargotu 4, 101 Reykjavik, simi 563 8300. Þ « I II K « N Heilsuátakið: Vissir þú Sölvi Fannar Viðarsson, þjálfari í World Class, lét okkur í té eftirfar- andi staðreyndir: Fitan safnast upp Hvert kg af fitu utan á líkaman- um er u.þ.b. 87% fita og í þessu kílói eru í kringum 7 þúsund hitaeining- ar (kaloríur). Það er því raunveru- lega ekki hægt að komast hjá þeirri staöreynd að þegar fólk borðar meira af hitaeiningum en það þarf safnast fitan utan á það. 350 mg verða 11 kg Á 40 ára tímabili, þ.e. á milli 25 og 65 ára aldurs, borðar meðalkona gíf- urlegt magn af mat og bætir að með- altali á sig 11 kg af daglegum of- skammti upp á aðeins 350 mg í fæðuinntöku. Þetta eru því litlar einingar hverju sinni en þær safn- ast upp. Offita skilgreind Hjá karlmönnum er offita skil- greind sem fituprósenta yfir 20% en hjá kvenfólki yfir 30%. Milljarðar fitugeymslu- frumna Venjuleg manneskja sem er grönn hefur u.þ.b. 25-30 milljarða fitugeymslufrumna. Meðalfeitt fólk hefur um 60-100 miiljarða en allt of feitt fólk hefur allt að 300 milljarða eða meira af fitugeymslufrumum (fólk yfir 200 kg). Feit móðir, feitt barn? Fjölgun fitufrumna verður aðal- lega á síðasta þriðjungi meðgöngu, á fyrsta aldursári bams og við byrj- um vaxtakipps tánings. Sé t.d. ófrísk kona allt of feit getur það haft áhrif á holdafar bamsins. -ingo Sandkorn dv Ekkert um ekki neitt 1 Alþýöublaðinu síðstliöinn fóstu- dag er bráðskemmtilegt viðtal við þann gamla kommahatara Indriða G. Þorsteinsson rithöfund. Ind- riði er ekki al- veg á því aö kommamir séu horfhir. Hann telur þá miklu ráða hér í öllu sem viðkemur bókmenntum og fleiru. Hann er í viðtalinu spurður hvort hann eigi von á því að nafn hans verði nefnt í 4. bindi bók- menntasögu Máls og menningar. „Nei, ég er búinn að skamma kommana svo ógurlega og þeir hafa skammað mig. Þegar síðasta skáld- saga mín, Keimur af sumri, kom út sagði Ámi Bergmann i Þjóðviijan- um að sú bók væri ekkert um ekki um neitt. Ég var hissa á þeim orð- um þvi yfirleitt getur maður ekki skrifað tvö hundmð síður án þess að segja eitthvað. En það veröur að hafa það.“ Gleymdu uppboðinu Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikið gengur á í nýja sveitarfélaginu Vesturbyggð. Of langt mál yrði að rifja hér upp allt sem gengið hefur á og flest- ir hlegið að. Þó er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á síð- asta atvikið þegar bæjar- sfiórinn og bæj- arsijómin gleymdu að gæta hagsmuna bæjarins upp á 2 milljónh króna þegar sláturhúsið á staðnum var boðið upp á dögun- um og selt fyrh 700 þúsund krónur. Þegar mistökin uppgötvuðust var leitað til sýslumanns og hann beð- inn að endurtaka uppboðið, sem liann ku ætla að gera. Nú hafa krat- ar á staðnum gefið út blað sem þeh kalla Röstina og þykh vel við hæfi því hvergi eru iðuköstin mehi en í röstum. Nóg um það í Röstinni eru mörg gullkom. Þar segh til að mynda Kristján Skarphéðinsson bökunarfrömuður að kratar beri sjáifstæðis- mönnum það á brýn að það at- hæfi þeirra áð lyfta Gísia Olafssyni, frá- farandi bæjar- stjóra, til æöstu metorða á veg- um flokks síns og félags minni á þær vegtyllur þegar Kalígúla Rómarkeisari gerði hest sinn að ráðherra. 1 blað- inu er lika opið bréf til Gísla Ólafs- sonar frá ritstjóra Rastar, Hjörleifi Guðmundssyni. Það byrjar svona og er nú ekki verið að spreða út kommum eða punktum: „Kæri Gísli. Ekki ætla ég með bréfkomi þessu að þakka þér jólakveðju þá sem þú sendh mér og öðmm íbúum Vesturbyggðar í Morgunblaðinu á aðfangadag jóla, þó þú ætlh þar að nota Kristínu Bjömsdóttur þér til skjóls eins og svo oft áöur þá tekst þér það heldur óhönduglega og hin pólitiska grjóthríð gengur á öll borð og yfir allt og alla og þá ekki síst yfir sjálfan þig. En nóg um það...“ Gunnlaugin Séra Vigfús Þór Ámason segh þá sögu að þegar hann útskrifaðist sem guðfræðingur frá Háskólanum hafi verið haldin mikil veisla. „Á meðal veislu- gesta í áður- nefndu braut- skráningárboði var dr. Gunn- laugur A. Jóns- son, nú prófess- or í fræðum gamla testa- mentisins við guðfræðideild Háskóla ís- lands. Hann slapp ekki undan skáldfáki séra Hjálmars Jónssonar frekar en aðrh sem þarna vom og hljóðar vísan um dr. Gunnlaug svona: Aðrir fá hér engu breytt, augum sljóum týna. Glösin hverfa eitt og eitt om' Gunnlaugina. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.