Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 40
 KIN Vmningstölur 18.1/97 Vmningstölur laugardaginn 18.1/97 5 9 13 ígj| töfi'r 14 32 36) | Vi nningar '1.5 Fjöldi vinnlnga 4.3 Vinningsupphseð FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 Fangavörður kærður: Málið fer til ríkissak- sóknara Mál fangavarðar á Litla-Hrauni, sem kærður var til Rannsóknarlög- reglu ríkisins vegna meints smygls á eiturlyfjum inn í fangelsið, er enn í rannsókn. Kæran kemur frá öðr- um fangaverði á Litla- Hrauni. „Rannsókn málsins mun að öllum líkindum ljúka nú í vikunni og að því búnu verður það sent til ríkis- saksóknara. Það er síðan hans að ákveða hvert framhaldið verður," segir Gísli Pálsson hjá RLR að- spurður um rannsókn málsins. -RR L O K I Vélsleðamaður fleytti kerlingar í snjóflóði: Sá ekkert fyrr en skriðan kom í Ijósgeislann - segir Sævar Ö. Guðmundsson sem slapp naumlega „Auðvitað bregður manni í brún við að lenda í miðju snjóflóði. Það er óskemmtileg lífsreynsla. Ég verð hér eftir á varðbergi þegar ég ek eftir svona hlíðum," segbr Sævar Ö. Guð- mundsson sem lenti í snjóflóði sem féll við Hrafnabjargaháls í grennd við Skjaldbreið á föstudagskvöld. Sævar var þar á ferð ásamt þrem- ur félögum sínum en þeir voru á leið í skála við Tjaldafell. Sævar dróst aftur úr tveimur vina sinna og hafði verið nokkrum metrum aftar þegar þeir urðu varir við að hann var horf- inn. Sævar dróst i átt að flóðinu en tókst að komast út úr því með sleða sinn heilu og höldnu. Þegar Sævar féll af fleytti hann kerlingar á flóð- inu, eins og Guðmundur Leifsson, fé- lagi Sævars, lýsti atburðinum. „Snjóflóðið fór af stað í hávaðan- um og titringnum frá sleðunum. í myrkrinu sá ég ekkert fyrr en skrið- an kom í ljósgeislann af vélsleðan- um. Á sömu sekúndu skall það á hægri hliðinni á sleðanum mínum. Við það flaug ég af og sleðinn fór hring. Við trilluðum með snjóflóð- inu nokkum spotta,“ segir Sævar. Sævar lenti á höfðinu og þakkaði fyrir það eftir á að hafa verið með hjálm. Hann meiddist ekki og sleð- inn slapp líka þótt hann færi í hring. Að sögn Guðmundar voru bæði Sævar og sleðinn eins og snjókarlar sem veltust um í snjónum. „Ég get ekki neitaö því að mér stóð ekki á sama eftir á og ég var var um mig þegar ég keyrði í hlíðunum eftir að þetta gerðist. Daginn eftir sáum við að annað flóð hafði fallið þarna rétt hjá þegar við fórum að skoða þetta í björtu,“ segir Sævar. Snjóflóðið var metri á dýpt en það telur Sævar að hafi orðið sér til bjargar. -em Laddi verður fimmtugur í dag en hann tók forskot á sæluna og hélt upp á afmæliö sitt á Café Oliver á laugardags- kvöld. Vinir og vandamenn heiðruöu Ladda en hann skemmtir sér augsýnilega vel með Agli Eðvarðssyni og Björgvini Halldórssyni. Á innfelldu myndinni er Laddi ■ einu af sínum fjölmörgu gervum. DV-mynd Hilmar Þór Seyðisfjörður: Hættuástand enn í bænum Hættuástand vegna snjóflóða er enn á Seyðisfirði. Tvö svæði, sem rýmd voru i bænum sl. fimmtudag, eru enn lokuð. Þrjú snjóflóð féllu þar fyrir helgina en ollu engu fjóni. Hættuástandi hefur hins vegar verið aflýst á Siglufirði en þar voru 20 hús rýmd á miðvikudagskvöld. íbúar þeirra gátu snúið heim til sín á laugardag. -RR Líkamsárás: 15 ára piltur handtekinn 15 ára piltur var handtekinn eftir að hafa ráðist á útigangsmann á Hlemmi aðfaranótt sunnudags. Maðurinn hlaut áverka við árás- ina og var fluttur á slysadeild. Árás- arpilturinn var fluttur til Hafnar- fjarðar þar sem hann býr. Vegna aldurs var hann afhentur foreldrum sínum. -RR Öxnadalsheiði: Margir fastir „Við þurftum að sækja marga bíla sem voru fastir í brekkunum en vindhraði fór yfir ellefu vindstig," segir Siguijón Sigurðsson, verk- stjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri. Seinni partinn í gær var snarvit- laust veður á Öxnadalsheiði og var Vegagerðin önnum kafin við að hjálpa fólki úr hrakningum og reyna að halda veginum opnum. Þeir gáfust upp um sexleytið í gær- kvöld og var heiðin þá ófær öllum bilum. -em Langholtskirkja: Friðarspillir- inn farinn - segir Jón Stefánsson „Sá sem olli ófriðnum er farinn og hér ríkir mikil gleði. Þetta leggst stórkostlega í mig og friður rikir nú í Langholtskirkju," segir Jón Stef- ánsson, organisti í Langholtskirkju. í gær messaði Jón Helgi Þórarins- son í fyrsta sinn í Langholtskirkju fyrir troðfullu húsi. Þrír kórar sungu við messuna undir stjóm Jóns Stefánssonar organista. „Jón Helgi kann að meta starfið sem við vinnum og vill notfæra sér tónlistina í þágu kristninnar. Skoð- anir okkar falla algerlega saman,“ segir Jón. -em ÓDÝRASTI EINKAÞJÓNNINN nmn BÍLSKÚRSHURÐA- OPNARI Verð kr. 21.834,- lýbýlavegi 28 Simi 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.