Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1997, Side 11
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1997 11 Fréttir Heita vatnið eitt það besta sem fundist hefur - segir Davíð Sveinsson, bæjarfulltrúi í Stykkishólmi DV.Vesturlandi: Það er ekki komin endanleg ákvörðun um hitaveitu hér á svæð- inu. Málið stendur þannig að það er verið að dæla vatni upp úr holunni til að prófa hana. Það þarf að dæla að lágmarki í 50 daga til að sjá út- fellingar og hvort vatnið sé not- hæft,“ sagði Davíð Sveinsson, full- trúi H-lista í bæjarstjórn Stykkis- hólms, við DV. „Þeir hjá Orkustofnun segja að þetta sé eitthvert heilsusamlegasta vatn sem hægt sé að finna og jafnvel heilsusamlegra en í Bláa lóninu því það er svo efnismikið. Það eru ýms- ir möguleikar til í sambandi við fé- lagsform hitaveitunnar. Það er Brunavarnir Suðurnesja: Erfitt ár og ekki án áfalla DV, Suðurnesjum: „Árið 1996 varð alls ekki áfalla- laust hjá okkur, manntjón þegar eldur kom upp íbúð í Keflavík og tveir stórbrunar sem er óvenjulegt á sama ári hjá sama bæjarfélagi," sagði Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavömum Suðumesja. Brunaútköll 1996 vom 163 hjá BS og þar af var eldur í 61 tilfeEi. Stór- brunamir vora í byggingarvöra- verslun kaupfélagsins 29. júní og Vík- urási sem brann 29. desember. 17. mars nauðlenti tveggja hreyfla flug- vél við íbúðarbyggð í Njarðvík. Greiðlega gekk að ná flugmanninum úr flakinu og slasaðist hann lítið. Brunavamir Suðumesja sinna einnig sjúkraflutningum um öll Suð- umes utan Grindavíkur og vora 1149 sjúkraflutningar. Fjórðungur þeirra bráðaflutningar og slys. Að sögn Sig- mundar era sjúkraflutningamir reknir í samvinnu við Rauða kross- inn á Suðumesjum sem leggur til þrjár sjúkrabifreiðar og búnað í þær. Nokkrar skipulagsbreytingar urðu á rekstri BS á árinu og var Sigmundur Eyþórsson ráðinn slökkviliðsstjóri. í kjölfar ráðning- ar hans voru gerðar skipuiags- breytingar. Að sögn Sigmundar var með aukinni hagræðingu og tilfærslmn starfsmanna fjölgað um einn mann á hverri vakt og ráðið innanhúss í tvö stöðugildi, aðal- varðstjóra og þjálfunarstjóra, þann fyrsta sem íslenskt slökkviliðið ræður til sín. -ÆMK HEILDVERSLUN Lækjargötu 30 - Hafnarfirði. Sími 555-2200 - fax 555-2207 PALL PÁLSSOIV ÖSKUDAGURINN HEILDSÖLUBIRGÐIR: Mikið úrval af alls kyns vörum fyrir öskudaginn. Grímubúningar, hattar, hárkollur, andlitslitir, hárspray o.m.fl. RARIK og Stykkishólmsbær saman, Stykkishólmsbær einn eða þá stofn- un hlutafélags. Það verður ekki tekin ákvörðun fyrr en öflum rannsóknum er lokið. Samkomulag er milli bæjarins og RARIK að rannsóknir standi fram í mai. Ég er hins vegar mjög bjart- sýnn en samt era ýmis ljón í vegin- um. Tfl dæmis þurfa aflir íbúar í Hólminum að vera með til að hægt sé að stofha hitaveitu. Ég held nú samt að flestir íbúar Stykkishólms vilji hitaveitu en fyrir þá sem eru með þilofna verður það töluverður kostnaður. Ef greiddar eru 100 þúsund krón- ur í kyndingarkostnað árlega og með tilkomu hitaveita lækki kostn- aðurinn ekki nema um 20% á ári þá stendur það eitthvað í fólki því það kostar eflaust um 400.000 að fá hita- veituna inn. Maður vonar hins veg- ar að einhugur verði hjá fólki um veituna ef af henni verður og það tekur þá um tvö ár að koma henni í gagnið,“ sagði Davíð bæjarstjómar- maður. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.