Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 Fréttir Flugfélag íslands ber víurnar í flugmenn íslandsflugs: Reyna að ná flugmönnunum frá okkur með yfirboðum - segir Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri „Þessir menn sem viö erum aö bjóða vinnu hafa allir sótt um hjá Flugleiðum eftir að auglýst var eftir flugmönnum í nóvembermánuði sl. og þeir hafa allir gefið leyfi til þess að þær umsóknir sem þar hafa leg- ið fyrir væru skoðaðar af væntan- legu Flugfélagi íslands og það er ekkert óeðlilegt við það,“ sagði Torfi B. Gunnlaugsson, einn eig- enda hins nýja innanlandsflugfélags sem hlotið hefur nafnið Flugfélag ís- lands. DV ræddi við Torfa í gærkvöldi og bar undir hann fregnir um að FÍ sæktist eftir flugmönnum íslands- flugs sérstaklega. Aðspurður um hið sama sagði Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs, að hið nýstofnaða Flugfélag íslands hefði boðið flestum flugmönnum ís- landsflugs og nokkrum öðrum starfsmönnum félagsins einnig vinnu. „Mér er aðeins kunnugt um að einn hafi tekið því boöi, þannig að það er ekkert fát komið á mig enn þá,“ segir Gunnar. DV ræddi í gærkvöldi við flug- manninn sem sagði upp hjá íslands- flugi þegar á fóstudaginn og byrjar hjá nýja félaginu í dag og staðfesti hann þetta og sagðist byrja í hinu nýja starfi á því að sækja námskeið á vegum þess. Flugfélag íslands er hins vegar ekki tekið til starfa með formlegum hætti enn og samkvæmt heimildum DV hefur ekki verið gerður kjarasamningur milli FÍ og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. í sumar voru samningaviðræður milli íslandsflugs og Flugleiða um samvinnu í innanlandsflugi, en upp Islandsflugs - heiðarlega að öllu staðið, segir Torfi Gunnar Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Islandsflugs. úr þeim slitnaöi. Gunnar Þorvalds- son var spurður að því hvort hann teldi að verið væri að hegna félag- inu fyrir að hafa verið ósamvinnu- þýtt og reyna að skjóta það í kaf sem samkeppnisaðila með því að ráða lykilstarfsmenn félagsins til starfa. „Ég skal ekki segja um það, en það getur ekki kallast annað en að- för að íslandsflugi að bjóða öllum flugmönnum þess vinnu hjá hinu nýja flugfélagi. Það yrði mikil blóð- taka að missa sérhvem þeirra," sagði Gunnar við DV. Einn flugmanna íslandsflugs, sem DV ræddi við í gærkvöldi og vill ekki koma fram undir nafni, segir að þrír menn frá Flugfélagi ís- lands, þeir Torfi B. Gunnlaugsson, Jóhannes Fossdal og Sigurður Að- B. Gunnlaugsson hjá FÍ alsteinsson, hafi haft símasamband við flesta flugmennina hjá íslands- flugi og boðið þeim flugmannsstörf hjá hinu nýja félagi og að kjörin séu mjög góð, einkum hvað varðar fríðindi ýmiss konar og menn séu vissulega að hugsa sér til hreyf- ings. Torfi B. Gunnlaugsson segir við DV að þau kjör, sem flugmönnunum séu boðin, séu í samræmi við kjara- samninga Félags ísl. atvinnuflug- manna. Varðandi frímiðakjör segir Torfi að þau séu gagnkvæm hjá Flugleiðum og Flugfélagi íslands. „Flugleiðafólk getur flogið með Flugfélagi íslands til Færeyja og Grænlands og hér innanlands og starfsfólk Flugfélags íslands nýtur sömu kjara á leiðum Flugleiða," segir Torfi. -SÁ Hafnarfjörður: Átta árekstrar á tólf tímum Hafnfirskir ökumenn voru úti að aka á laugardaginn ef mið er tekið af dagbók lögreglunnar. Frá sjö að morgni til sjö að kvöldi var tilkynnt um hvorki fleiri né færri en 8 árekstra. Til ailrar hamingju urðu engin slys á fólki en eignatjón talsvert. Flytja þurfti a.m.k. tvo bíla burtu af vettvangi með krana. Að sögn lögreglu var aðallega um að kenna og góðu og björtu veðri að svona illa fór í umferð- inni. Hafnfirskir ökumenn voru helst til of upplitsdjarfir því ekki var fyrir hálkimni að fara. -bjb Innbrot hjá lögreglunni Brotist var inn í félagsheimili lögreglunnar í Reykjavík í Brautarholti aðfaranótt sunnu- dags eða um morguninn. Farið var inn á skrifstofu íþróttafélags- ins en síödegis í gær lá ekki fyr- ir hjá lögreglu hvort einhvers var saknað. Samkvæmi var i sal á efstu hæð húsnæðisins við Brautarholt og grunur uppi um að gestur þar hafi brotið sér leið inn í húsakynni lögreglunnar, sem eru á 2. hæð, líklega á leið sinni úr samkvæminu. -bjb Innbrot í Bankastræti: Trúlofunarhring- ar heilluðu Rúða í skartgripaverslun í Bankastræti 12 var brotin í fyrri- nótt og úr sýningarglugga var stolið nærri 30 gullhringum, þar af nokkrum trúlofunarhringum. Innbrotið er óupplýst en til rann- sóknar hjá RLR. -bjb Byrjaö er að frysta loðnu á Japansmarkaö og í gær voru þessir tveir Japanar aö skoöa sýni af loönu í frystihúsi Granda hf. í Örfirisey í Reykjavík. Loðnan sem landaö hefur veriö siöasta sólarhringinn þykir vart frystingarhæf þar sem hún er mjög blönduð og mikiö af hæng í aflanum og hrognafylling hrygnanna ekki heldur meö besta móti. DV-mynd Sveinn Þriðja innbrotið í sömu bústaðina í Þrastaskógi: Stuttar fréttir Áhyggjur á Húsavík Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það lýsir yfir áhyggjum af framtíð byggðar- og atvinnu- mála í Þingeyjarsýslum, ekki síst vegna niðurskurðar til sjúkrahúss og skóla. Metár í flugi Aldrei fleiri flugvélar hafa verið skráðar hér og landi og í árslok 1996 eða 330 loftfór. Um var að ræða 35 stærri flugvélar, 258 litlar vélar, 32 svifflugur og 5 þyrlur. Útgáfa flugskírteina jókst um 46% og flugstundum fjölgaði um 17%. Slysatíðni barna Slysatíðni íslenskra bama er alvarlegt vandamál að mati bamalækna og kallai- á átak í þeim efhum sem beinast þyrfti einkum að heimilunum. Þetta kom fram á Stöð 2. Kvóti i Skagafjörð Samkvæmt frétt Stöðvar 2 hafa Skagfirðingar markvisst sankað að sér landbúnaðarkvótum úr öðrum hémðum bæði í mjólk og kjöti og hafa þannig stækkað meðalkúabú um þriðjung. Aukin áhrif Áhrif alþjóðlegra náttúm- vemdarsamtaka á sölu sjávaraf- urða fara vaxandi og þegar gætir áhrifa samstarfs matvælarisans Unilever og Alþjóðanáttúm- vemdarsjóðsins á mörkuðum fyr- ir sjávarafurðir. RÚV greindi frá. Enn óráðstafað Enn er óráðstafað 45 millj- ónum króna af þeim 90 milljón- um sem ríkisstjórn íslands sam- þykkti að verja til efhahagslegr- ar uppbyggingar á sjálfstjómar- svæðum Palestínu árið 1993. Þetta kom fram á RÚV. -bjb Þjófarnir eru að verða búnir að tæma húsið - segir Jónas Jónsson, eigandi eins bústaðanna Brotist var inn í þrjá sumarbú- staði í landi Norðurkots við Kolgraf- arhólsveg í Þrastaskógi um helgina og þaðan stolið mörgum verðmætum húsgögnum og munum. Þetta var í þriðja sinn í vetur sem farið var inn i þessa bústaði. Málið hefur verið kært til lögreglunnar á Selfossi. „Það var búið að setja stór og rammgerö stálhlið inn á alla afleggj- ara. Enginn hafði aðgang að þeim nema með sérstökum lykli. Þjófun- um hefur tekist að klippa lásinn í sundur og aka sendibíl að bústöðun- um eins langt og þeir gátu,“ segir Jónas Jónsson, eigandi eins bústað- anna, í samtali viö DV en úr hans bústað var stolið nýju og rándýru leðursófasetti sem þjófamir urðu að rogast með eina 50 metra í bíl og yfir giröingu. Útidyrahurð var brotin upp og eyðilögð. Að þessu sinni varð nágranni Jón- asar hins vegar fyrir meira tjóni. Úr hans bústað var m.a. stolið tveimur kæliviftum, stólum, síma, mynd- bandstæki, borði og lampa. Hann varð innbrotanna var í ferð sinni í bústaðinn sl. laugardag. Einnig var farið inn i þriöja bústaðinn sem er í eigu Ríkiskaupa. Innbrotin hafa ver- ið framin einhvem tímann í síðustu viku því Jónas var í bústað sínum um þarsíðustu helgi. „Þjófarnir eru að verða búnir að tæma húsið. Tvisvar með stuttu millibili var farið inn í bústaðina í byrjun nóvember. Þá tóku þeir frá okkur meðal annars sjónvarp, mynd- bandstæki og geislaspilara," segir Jónas sem telur að tjón hans vegna innbrotanna í vetur nemi nálægt hálfri milljón króna. Þar til í nóv- ember hafði bústaður Jónasar verið látinn í friði í fimm ár af innbrots- þjófum en hann hefur átt þama sum- arbústað frá árinu 1971. „Við erum að guggna á því aö eiga þama hús. Þó við séum búin að end- urbyggja eiginlega þrisvar og skipta einu sinni um hús á lóðinni þá virð- ist ekki vera í lagi að geyma þama eitt né neitt,“ segir Jónas. Hann hvetur sumarbústaðaeigendur til að huga reglulega að húsum sínum. Einnig em þeir sem gætu hafa orðið varir einhverra grunsamlegra mannaferða í Þrastaskógi í síðustu viku beðnir að hafa samband við lög- reglima á Selfossi eða RLR. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.