Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 40
í<5. Vhmingstölwr laugardaginn 15.2.97 5 12 20 HeildarvinningsupphæÓ 3.974.784 Aðal- 21 tölur *1 Vinningar 27 Fjöldi vinninga (31 j Vinn ingsupp hæð l.Sqfð 0 2.021.024 2.4 <írs+ ®Ti 290.610 3. 4ltfS 63 7.950 4. 3 qfS L2Z2 590 Vinningstölur 15.2/97 > Q O FRÉTTASKOTIÐ OC J LLJ — SÍMINN SEM ALDREI SEFUR S! LTD <C Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. oo C""> LTD I— 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 Kópavogur: Hass í bíl og eltingaleikur Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sl. r,jgr laugardag ökumann. innanbæjar vegna gruns um að hann hefði fíkni- efni undir höndum. í bílnum fundust nokkur grömm af hassi og við húsleit heima hjá honum bættist við talsvert magn af efninu. Við yfirheyrslur ját- aði maðurinn að hafa átt efnið og telst það upplýst. Ungur ökumaður sinnti ekki stöðv- unarbeiðni lögreglunnar í Kópavogi þegar hann átti leið um Hafnarfíarð- arveg í gærmorgun. Hann var því elt- ur uppi og kallaði lögreglan upp kollega sina í Hafnarfirði. Ekki kom til þess að lögreglan þyrfti að stöðva hann því ökumaðurinn velti bílnum á Hafnarfjaröarvegi við Garðabæ. Hann reyndist vera ölvaður en slapp Bjarni Sveinsson á Eskifirði, sem slasaðist í „lyftaraatlögunni“: Ég tel mig heppinn að hafa komist lífs af „Maðurinn kom á vélinni á móti okkur út götuna eins og hann væri á leið til vinnu. Síöan vissum við ekki fyrri til en hann skipti um vegar- helming og skellti göfflunum niður og undir lögreglubílinn hægra meg- in að framan. Mér leist illa á þetta enda er lyftarinn öflugt tæki. Maður- inn byrjaði strax að lyfta lögreglu- bílnum sem hallaðist á þá hlið þar sem Þórhallur félagi minn sat. Hann náði að opna dyrnar sín megin og skjótast út. Ég tók beltið af mér og reyndi að opna mín megin til að komast út en tókst það ekki. Nú fór billinn að sporðreisast aftur á bak. Ég var undrandi á þessum aðfórum. Þegar billinn var að fara á hvolf var ég búinn að losa mig úr beltinu og lenti því harkalega með höfuðið í toppnum, án þess að geta borið hendurnar fyrir mig. Þetta var ansi vont. Fyrst í stað hafði ég ekki fund- ið til hræðslu en þetta gerðist allt svo snöggt að enginn tími var til að hugsa. Ég varð að vera fljótur á lapp- ir og koma mér út. Ég heyrði að maðurinn bakkaði vélinni frá og ók svo áfram. Ég átti von á að hann myndi keyra gafflana í botn bílsins. Nú var bara að hrökkva eða stökkva og reyna að vera fljótur,“ sagði Bjarni Sveinsson, aðalvarðstjóri lög- reglunnar á Eskifirði, sem komst í hann krappan á laugardagsmorgim þegar æðiskast rann á 22 ára karl- mann sem fór upp í öflugan lyftara og réðst á nánast allt sem fyrir varð - fyrst á lögreglubíl Bjarna og Þór- halls Árnasonar varðstjóra, sem náði að forða sér út úr bílnum á und- an Bjarna, en síðan á fleiri bíla og hús. DV náði tali af Bjarna á sjúkra- húsinu í Neskaupstað í gær en hann hlaut meiðsl á hálsi, öxl og baki. Hélt aö félaginn hefði orðið undir bílnum „Ég tel mig heppinn að komast lífs af úr þessu,“ sagði Bjarni. Þegar Bjami var að skreiðast út úr lög- reglubílnum óttaðist hann að Þór- hallur hefði orðið undir honum því hann sá hann hvergi fyrst í stað. „Hann var að elta Þórhall sem hljóp eins og fætur toguðu á undan lyftaranum. Síðan tók hann eftir þvi að ég var kominn út og renndi þá strax aftur að mér og lögreglubíln- um. Ég rétt slapp upp á tröppur skól- ans en hefði getað klemmst á milli lögreglubílsins og hússins þegar lyft- arinn fór að hamast aftur á bílnum. Maðurinn vissi ekkert hvar ég var þegar hann var að stúta bílnum. Þór- hallur var kominn til mín og maður- inn brjálaðist þegar hann sá okkur. Við Þórhallur stungum okkur síðan á bak við sundlaug til að taka upp GSM-síma og hringja. Þá fór maður- inn að lögreglustöðinni og skemmdi þar fordyri og glugga. Við heyrðum mikinn gauragang." Unnusta lyftaramannsins aðstoðaði hinn slasaöa „Ég komst ekki hratt yfir vegna meiðsla og átti erfitt með að hreyfa mig. Eymslin voru verst í hálsi og öxl. Ég átti orðið erfitt um gang,“ sagði Bjarni. Bjami sagðist hafa hitt unnustu mannsins á lyftaranum og hún fór með hann inn í hús til sjúkraliða sem býr að Strandgötu 45. Þar var Bjarni látinn setjast í stól og hlúð vel að honum og hann beðinn að halda kyrru fyrir vegna meiðslanna. Bjarni sagðist aldrei hafa lent í öðru eins og kvaðst viss um að Þór- halli hefði liðið illa á meðan hann var enn inni í braki lögreglubílsins á meðan atgangurinn stóð sem hæst. „Ég varð eiginlega mest hræddur þegar ég taldi jafinvel að Þórhallur hefði orðið undir bílnum. Ég sá hann hvergi þegar ég skreiddist út,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að ekki væri enn vit- að hvort meiðsl hans yrðu varanleg. Hann átti von á því að fara heim til Eskifjarðar frá sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað í dag. -Ótt Örtröð var í bækistöövum ferðaskrifstofanna í gær þegar þær kynntu ferðabæklinga sína og ferðatilboö sumarsins. Sannkölluð kjötkveðjuhátíðarstemning var í miðborg Reykjavíkur og fólk flykktist í þúsundatali inn á ferðaskrifstof- urnar. Helgi Pétursson, upplýsingafulltrúi Samvinnuferða-Landsýnar, og Goði Sveinsson, framkvæmdastjóri Úrvais- Útsýnar, sögöu að mjög mikið hefði verið bókað í ferðir í gær, mun meira en síðustu ár. DV-mynd Hilmar Þór Patreksfjörður: Beit gjaldkera kvenfélagsins! Hundur af scháfer-kyni á Patreks- firði beit póstburðarkonu í lærið er hún var að bera póst að heimili eig- anda hundsins í síðustu viku. Þetta teldist vart fréttnæmt nema fyrir þá sök að eigandi hundsins er Sigurður Pálsson, húsvörður félagsheimilisins á Patreksfirði og eigandi Felgunnar, og póstburðarkonan er gjaldkeri kvenfélagsins á staðnum. Kvenfélag- ið lenti sem kunnugt er í rimmu við Sigurð á dögimum er hann neitaði konunum að koma með eigið vín á þorrablót í félagsheimilinu. Svo fór að þorrablótið var flutt á Tálknaíjörð og haldið nú um helgina. Gjaldkerinn, Karólína Jónsdóttir, staðfesti við DV að hún hefði kært at- burðinn til lögreglu en hún segist vera sár og marin á öðru lærinu. Þó ekki svo illa að hún fór á blótið. Hún segir hundinn hafa sloppið úr vörslu sonar Sigurðar sem var með hann úti í garði er hana bar að. Ekki væri við strákinn að sakast því hund- urinn væri gríðarstór. Gárungar hefðu haft á orði að Sigurður hefði hins vegar „þjálfað" hundinn í að þefa uppi kvenfélagskonumar! -bjb Veðrið á morgun: Éljagangur á vestanverðu landinu Suðvestanátt verður ríkjandi á landinu í dag með allhvössum élja- gangi um vestanvert landið en þurru og víða léttskýjuðu austan tiL Hitinn verður nánast alls stað- ar undir frostmarki, kaldast á Vestfjöröum þar sem frost getur orðið 5 stig. Hlýjast verður á suð- austurhorninu og sjálfsagt fer hita- stigið þar ekki undir frostmark. Veðrið í dag er á bls. 44 Opel Vectra Caravan # fyrsta sinn á íslandi Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími:S25 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.