Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 18
18 nmng MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 Jj"V Litróf tilfinninganna Hreyfing hefur sitt eigið tungumál, oft í mótsögn við orð. Dansari kemur öllu til skila í gegnum líkama og segja má að grunntónn nú- tímadans sé sá að táknmál líkamans sé frá- brugðið táknmáli orða. Að sama skapi má segja að esperanto dansins sé í eðli sínu bæði þjóð- legt og alþjóðlegt. Viðfangsefni danshöftmdarins, Jochens Ul- rich, á fyrstu frumsýningu Islenska dansflokks- ins, undir stjórn nýs listdansstjóra, Katrínar Hall, er jafníslenskt og það er útlenskt: tilfmn- ingar, ástríður, samspO kynja, leitin að ástinni, ótti, höfnun, óþreyja, reiði, grimmd, örvænting - eða allar þær harmskoplegu þversagnir mannssálarinnar sem gera okkur brjóstum- kennanlega mannleg. Kannski nútimadansinn sé sáifræðilegastur allra listgreina. Til að endurnýja tungumál dansins hafa evr- ópskir danshöfundar siðasta áratugar leitað innblásturs í útjöðrum dansheimsins (frá sjón- arhóli listdansins), meðal annars í þjóðdönsum (á borð við flamengó), samkvæmisdönsum, fim- leikum, sirkus, látbragðslist, akróbatík og absúrdleikhúsi. Sýning íslenska dansflokksins Dans Auður Ólafsdóttir Tilfinningar, ástríður, samspil kynja... Lára Stefánsdóttir og David Greenall í ballettinum Ein. í baksýn Guð- mundur Helgason og Birgitte Heide. DV-mynd Hiimar Þór í Borgarleikhúsinu gefur íslenskum áhorfend- um mikilvægt tækifæri til að kynnast ýmsum megináherslum og möguleikum slíks nútíma- dansleikhúss. Fyrra verkið á efhisskránni, Ein (30 mín., 1997), er samið sérstaklega fyrir íslenska dans- flokkinn, ljóðrænt og rómantískt verk við skemmtilega angurværan „fellinískan“ tónlist- arspuna hljómsveitarinnar Skárren ekkert sem leikur til hliðar við sviðið. Þótt íslenski dans- flokkurinn sé lítill flokkur á alþjóðlegan mæli- kvarða þá býr hann ekki einungis að góðri tæknilegri uppbyggingu síðustu ára heldur líka að umtalsverðri túlkunarlegri breidd. Eitt meginhöfundareinkenni Ulrich er að nýta sér persónuleg sérkenni, út- lit og þroska hvers dansara. Þannig verður yngsti dansarinn og nýliðinn í flokkn- um að „ballettdúkkunni" en það þarf öryggi, fágun og nákvæmni dansara á borð við Birgittu Heide til að takast á við þungamiðju verksins, hin mörgu andlit kven- leikans (og kynþokkans). Túlkun Birgittu frumsýningarkvöldið hlýtur að kallast danssigur. Útfærsla Elínar Eddu Ámadóttur á búningum og sviðsmynd í þessu hvíta verki var einfóld og hugmyndarík. Einu efasemdirnar lúta að röndóttum glansbuxum og pinnastígvélum Láru Stefánsdóttur sem gerðu nærvem hins sterka persónuleika og afgerandi dansara sem Lára er allt að því yfirþyrmandi á sviðinu. Síðara verk kvöldsins, átakaverkið La Cabina 26 (50 mín., 1993) sækir heiti sitt til spænskrar flamengó- rokksveitar sem er höfundur tónlistarinnar. Verkið er dansað mjög hratt, það er grimmt, svart, erótískt og gerir miklar kröfur til tækni- legs þanþols dansara. Líkt og fyrra verkið byggist það á nákvæmri sundurgrein- ingu tilfinninga og að finna þeim samsvaranir í hreyfmgum. Dansheimur Jochens Ulrich gengur ekki hvað síst út á að magna upp mótsagnir og spennu i tilfmninga- bundnu táknmáli dansins. Þótt ekki komi annað til eiga karlkyns gestadansarar verksins eflaust eftir að draga að sér fjölmarga aðdáendur. Nútímadans fæst sjaldan við heilar sögur. Um leið og fléttan fer að likjast sögu- þræði er hún leyst upp, tilfmningamar plokkaðar sundur og byrjað á nýjum grunni. Formið er knappt, samþjappað, fremur í ætt við prósaljóð, og hvað sem „tilvistarlegum“ boðskap verkanna í Borgarleikhúsinu líður byggist heildarmerk- ing þeirra að stómm hluta til á óræðum heildaráhrifum. Katrín Hall virðist hafa alla burði tO að móta íslenska dansflokknum sjálfstæða, listræna stefnu. Hún hefur í fyrstu uppfærslu sinni farið þá skynsamlegu leið að tengja flokkinn evrópskri nútímadanshefð. Spurningin er hvort ef til vill mætti líka róta til í okkar hefð, án þess að fara í vaðmálsbuxur, jafnvel leita fyrir sér í snjónum líkt og dansskáldið Jochen Ulrich gerir í hvítum vetraróði sínum til Is- lenska dansflokksins. íslenski dansflokkurinn sýnir á Stóra sviði Borgarleikhússins: Ein, eftir Jochen Ulrich Tónlist: Skárren ekkert Leikmynd og búningar: Elin Edda Árnadóttir og La Cabina 26, eftir Jochen Ulrich Tónlist: La Fura deis Baus Leikmynd: Jochen Ulrich Búningar: Jutta Delorme og Mechtild Seipel Lýsing: Elfar Bjarnason Tónlist fyrir samvaxna Þriðju tónleikar yfirstandandi Schubert-hátíðar vom haldnir í safnað- arheimili Vídalinskirkju síðastliðinn laugardag. Þar komu fram pianóleikar- arnir Jónas Ingimundarson og Gerrit Schuil og léku fjórhent á risavaxinn Fazioli-flygil. Á efnisskránni voru fjög- ur verk eftir Schubert: Overture D 675, Divertissement a la hongroise D 818, Grand rondeau í A-dúr D 951 og Fantasía í f-moll D 940. Það er ekki oft sem íslenskum tón- leikagestum gefst tækifæri til að sjá tvo píanóleikara slást um sama flygilinn. Samt em heilu ógrynnin til af píanótón- list fyrir síamstvíbura - gallinn er sá að það er óttalega óþægilegt fyrir tvær stálpaðar, aðskildar manneskjur að Tónlist Jónas Sen flytja hana. Ekki er hægt að segja að mikið svigrúm sé fyrir framan eitt pí- anó og verður þá mikið um olnbogaskot, hnippingar og marbletti. Þessi tónlist er líka erfið í samleik; aðeins sekúndu- brots-ónákvæmni er mun meira áber- andi en í kammertónlist þar sem strengjahljóðfæri koma við sögu. Því krefjast píanódúettar mikillar æfingar; píanóleikaramir verða að hafa náð sam- an; þekkja hvor annan svo þeir geti spO- að sem einn maður - og getur það tekið mörg ár. Ekki gat undirritaður heyrt að þeir Gerrit Schuil og Jónas Ingimundarson hefðu lengi leikið fjórhent nefi. Þetta var sérstaklega áberandi í lok fyrsta verksins, Overture D 675, einnig í miðhluta Fantasíunnar. Enn fremur var hljómstyrkur píanóleikar- anna ekki alltaf í jafnvægi - Jónas spil- aði áberandi sterkar en Gerrit, og var það viðeigandi þegar hann sá um efri hluta tónsviðsins en ekki þegar hann var í bassahlutverkinu. Hann var einmitt bassinn í Fantasíunni og var leikur hans á köflum talsvert of sterkur og yflrgnæfði kollegann við hinn end- ann á hljómborðinu. En Gerrit hefði líka mátt vera hljómmeiri og hefði það gert túlkun þeirra á Fantasíunni meira sannfærandi. Fantasían var reyndar hápunktur efnisskrárinnar - enda ægifagurt snilld- arverk; því miður var hún ekki mjög vel leikin og naut sín ekki sem skyldi. Tals- vert var um feilnótur og svo hefðu fyrsti og síðasti hlutinn mátt vera afslappaðri. Jónas og Gerrit léku Fantasíuna alla mjög ákveðið sem gaf henni fremur óró- legan blæ. Samt er yfirskrift fyrsta og síðasta þáttar Allegro molto moderato - sem þýðir Hratt en mjög rólega. Ýmislegt var þó prýðilega flutt á tón- leikunum. Grand rondeau var yfirleitt fallega leikið; sömuleiðis var Divert- issement a la hongroise glæsilega spilað þó tónninn væri stundum nokkuð harð- ur. Best var samt fyrra „aukanúmerið", upphafleg útgáfa lagsins sem vísan „Mikið lifandi, skelfingar, ósköp er gam- an að vera svolítið hífaður" er sungin við. Fáir vita að Schubert samdi þetta lag; en hann var alltaf góður í slögurunum, blessað- ur karlinn... Sjaldgæft að sjá tvo við sama flygilinn. Gerrit og Jónas á æfingu. DV-mynd ÞÖK saman. Ýmsir hnökrar voru á samleik þeirra og kom einstöku sinnum fyrir að hvor spilaði með sínu „Norræna húsið" í Nuuk Á laugardaginn var nýja menningarhúsið Katuaq vígt í Nuuk, höfuðborg Grænlands, og nú stendur yfir fimm daga menn- ingarfyllirí með dagskrám og uppákomum og 275 gestum hvaðanæva af hinu stóra landi - því menningarhúsið á að þjóna því öllu, ekki aðeins íbúum Nuuk. Húsið er ríflega 4000 fer- metrar, þar er 500 manna salur með leiksviði og kvikmynda- tjaldi, sýningarsalur fyrir mynd- list, æfingaaðstaða, kaffihús og fundaherbergi. Fyrsta frumsýn- ing í þessu fyrsta kvikmyndahúsi bæjarins verður vitaskuld á Les- ið í snjóinn, myndinni um Smillu sem er að hluta tekin á Græn- landi. Húsið er byggt fyrir fé frá Norðurlandaráði, bæjarráði Nuuk og heimastjórninni í Græn- landi og kostaði um það bil millj- arð íslenskra króna. Vitaskuld heyrðust raddir sem sögðu að meiri þörf væri á sundhöll og skólahúsnæði en þær hljóðnuðu þegar húsið fór að rísa. Listrænn stjómandi hússins er Juaaka Lyberth en framkvæmda- stjóri er Jan Klovstad. íslenskir gestir í Katuaq Fyrstu íslensku gestimir í nýja menningarhúsinu sem við höfum frétt um er hópur kvenna sem syngur í Vestnorræna kvennakórnum ásamt konum frá Færeyjum og Grænlandi, tíu frá hvetju landi. Kórinn kom fyrst fram opinberlega á Nordisk For- um í Finnlandi 1994. Pær ætla aö syngja í Katuaq. Kórinn verður í Nuuk 1.-11. mars og flytur fjölbreytta tónlist- ar- og leikdagskrá í menningar- húsinu, byggða á þjóðmenningu landanna þriggja að fomu og nýju, og tekur þátt í hátíðahöld- um á kvennadaginn, 8. mars. Einnig munu íslensku konurnar standa fyrir listanámskeiði fyrir grænlensk skólaböm í Nuuk. Margrét Pálmadóttir er stjórn- andi Vestnorræna kvennakórsins og undirleikari er Agnar Magn- ússon. Konur skelfa Dagný Kristjáns- dóttir varði doktors- ritgerð sína, Kona verður til, í hátíðasal Háskólans á laugar- dag. Salurinn yfir- fylltist og svalir líka Dr. Da~~*- og stóð fiöldi manns ®nF frammi á gangi. Athöfhin tók þrjá tima og var afar virðuleg en þó ekki þrúgandi og bmgðu bæði doktorsefni og andmælend- ur á glens þegar tilefhi gafst til. Meðal annars sagði fyrri and- mælandi, Ástráður Eysteinsson prófessor, frá því að hann hefði farið að sjá leikritið Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur kvöldið áður til að búa sig undir vörnina. Ekki var annað að sjá en það hefði haft góð áhrif. Eins og kunnugt er endurreis- ir Dagný í bók sinni rithöfundinn Ragnheiði Jónsdóttur, sem var ein af þremur mest lesnu höfund- um þjóðarinnar á sjötta áratugn- um en hunsuð af gagnrýnendum og bókmenntastofnim bæði þá og síðar. Það yar mat beggja and- mælenda, Ástráðs og Sigríðar Þorgeirsdótfiu, að full ástæða hefði verið til að taka þennan merka höfund til endurmats.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.