Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 16
*/ 16 +\ I enning MÁNUDAGUR 17. FEBRUAR 1997 Menningarverðlaun DV 1997: Tilnefningar í myndlist Menningarverðlaun DV verða af- hent 27. febrúar, og dómnefnd um myndlist hefur orðið fyrst til að skila nöfnum listamanna sem hún tilnefnir til verðlaunanna. Óhætt er aö segja að mikið líf sé í íslenskri myndlist miðað við smæð íslensks samfélags. Sýningar skipta hundruðum og stöðugt bætast ný andlit í hinn fjölskrúðuga hóp ís- lenskra myndlistarmanna. Reyndar er stór hluti sýninga sem haldnar eru hér á landi borinn uppi af ungu fólki sem vinnur mikið og óeigin- gjamt starf til framdráttar íslenskri myndlist. Um leið sjáum við að breytingar eiga sér stað. Áberandi hafa verið tilraunir með ný efnistök og þó einkum viðleitni til að reyna á þanþol myndlistarinnar, gefa henni nýtt inntak og tengja hana r ingu Sjónþinga í Gerðubergi og sýn- inga á Sjónarhóli og Mokka-kaffi. Ólöf Nordal fyrir sýningu sína á gipsskúlptúrum í Nýlistasafninu, þar sem hefðbundin viðfangsefhi voru sett í nýtt og óvænt samhengi. Steina Vasulka fyrir sýningu hennar á vídeóverkum á Kjarvals- stöðum. Myndbönd Steinu fela í sér útvíkkun á myndmálinu um leið og þau tengja saman myndlist og tón- list með óvæntum og frumlegum hætti. Guðjón Ketilsson. Hannes Sigurðsson. með nýjum hætti við samfélagið. Þeir fulltrúar íslenskrar mynd- listar sem hér hafa verið valdir úr stórum hópi eiga það sameiginlegt að hafa á árinu lagt markverðan skerf til þessa starfs og auðgað ís- lenska myndlist með verkum sín- um. Eftirtaldir einstaklingar eru til- nefndir til myndlistarverðlauna DV fyrir árið 1996: Guðjón Ketilsson fyrir sýningu sína í Norræna húsinu þar sem unnið var á markvissan hátt út frá þemanu „hús“ og mn leið reynt á þanþol myndlistarinnar. Hannes Sigurðsson fyrir ötult starf við kynningu á innlendri og erlendri samtimalist með skipulagn- Steina Vasulka. myndlist. 1 dómnefnd um myndlist sitja Aðalsteinn Ingólfsson, Ólafur Gislason og Harpa Bjömsdóttir. Ólöf Nordal. Þorvaldur Þorsteinsson fyrir sýninguna Eilíft líf í Listasafninu á Akureyri, en sú sýning rauf á afger- andi hátt einangrun myndlistarinn- ar frá samfélaginu í kring og sýndi um leið frjóan skilning á tjáningar- mætti myndmálsins í samtímanum. Einn þessara listamanna hlýtur svo menningarverðlaun DV fyrir Þorvaldur Þorsteinsson. Myndlistin sem atburður Sjónþing Finnboga Péturssonar fór fram í Gerðubergi fyrir rúmri viku og var um margt forvitnilegt, þótt enn væra endurtekin þau mistök að þreyta fólk með of langri umfjöilun um bernsku listamannsins og skóla- verk, þannig að ekki gafst tími til að kryfja hin þroskuðu og fullmótuðu verk Finnboga frá síðari árum. Til dæmis voru ekki bomar fram spum- ingar um inntakið í verkum Finn- boga: ef verkin em myndlist, eins og hann segir, um hvað fjalla þau þá og hvað sýna þau? Einhvem veginn er sá skilningur rótgróinn í tungumálinu, að til þess að hægt sé að tala um mynd - eða myndlistarverk - þá hljóti myndin að vera af einhverju eða aö minnsta kosti fjalla um eitthvað, standa fyr- ir eitthvað eða sýna eitthvað. í verkum Finnboga liggur þetta ekki í augum uppi, meðal annars vegna þess að verk hans era fyrst og fremst atburöir. Þau hafa í sér vídd sem hefðbundin myndlist hefúr ekki, en Myndlist Ólafur Gíslason er samofin tónlist, leiklist og bók- menntmn. Þessi vidd er tíminn. Tímavíddin er yfirleitt notuð til að leiða í ljós atburðarás, lýsa tilfinn- ingu eða túlka veruleika sem við könnumst viö og hægt er að upplifa í verkinu. En hvað standa atburðimir í verkum Finnboga fyrir? Hvemig getum við skilið þá sem myndlist? Verkið Pendúlar frá 1993 er eitt af eftirminnilegri verkum Finnboga og dæmigert fyrir aðferð hans. Þrír háir pendúlar með hátalara á endanum sveiflast með eilítiö mismunandi hraða yfir litlum hljóðnema, sem komið hefur verið fyrir á gólfinu. Þegar pendúllinn fer yfir hljóðnemann myndast hvinur sem hljóðneminn nemur og sendir samstundis í gegnum magnara I hátalarann, sem sendir hvininn jafnóðum frá sér og aftur inn í hljóðnemann. Þannig myndast hljóðhringrás og hvinurinn magnar sjálfan sig Finnbogi Pétursson: Pendúlar, 1993 upp í nálgun sinni við hljóðnemann en deyr svo út í jöðrum sveiflunnar. Við sjáum ákveðna hreyfingu með augunum, en „sjáum" jafnframt bókstaflega og beina speglun hennar í hljóðinu sem við heyrum. Hljóðið er ekki bara náttúrleg- ur hvinur eins og úr venjulegri vindhörpu, held- ur virk sveifla sem magnar sjálfa sig á sama hátt og pendúlsveiflan sem við sjáum með augunum. í fljótu bragði virðist sem atburö- urinn i verkinu lýsi fyrst og fremst sjálfúm sér. Hann stendur ekki fyrir neina dulúð og ekki fyrir tilfmningu eins og til dæmis sársauka eða gleði eða grimmd eða hvað okkur kann að detta í hug. Það er enginn handan- veruleiki sem hægt er að vísa til eða túlka á bak við yfirborð verksins. (Mér virðist því fráleitt að líta á verk Finnboga sem trúarleg, eins og ýjað var að á sjónþinginu). Atburðurinn í verkinu lýsir því sem er um leið og það gerist og dýpkar þannig upplifún okkar á því með leikandi léttri og auðskynjanlegri framsetningu, sem þó er margræð vegna þess að hún virkjar skynjun okkar á óvæntan hátt. Við heyrum hreyfinguna og sjá- um hljóðið mn leið. Um leið veröur upplifunin hluti af verkinu. Fjallar verkið þá einungis um sjálft sig? Nei, það fjallar líka um skynsvið okkar og upplifunina og um það hvemig hægt er að sýna það sem er með því að láta það einfaldlega gerast í augnabliki skynjunarinnar. Sann- leikurinn sem þetta verk afhjúpar er ekki einhver óbreytanleg stærð eða staðreynd eða einhver dulmagnaður handanveruleiki, heilög hlutföll eða helgir hljómar, heldur fullkomlega af- helgaður atburður, sem hefur verið tæmdur af öllu táknrænu innihaldi en er bundinn við tímann og upplifún skynfæranna. Fyrir Finnboga er kjami myndlistarinnar ekki fólginn í efnislegu formi hennar eða táknrænu innihaldi hennar, heldur í skynjun- inni og upplifun þess sem er í núinu. Þetta er róttæk afstaða sem losar myndlistina við ýmislegt gamalt góss, kastar af henni hinum upphafiia helgisvip safngripsins en opnar henni um leið nýjar víddir og tengir hana með nýjum hætti við umhverfið og samfélagið. Myndlist Finnboga Péturssonar er með því áhugaverðasta sem fram hefur komið í íslenskri myndlist á siðasta áratug. Sýning á eldri verkum Finnboga er nú á efri hæð Gerðubergs, en ný innsetning er sýnd á Sjónar- hóli við Hverfisgötu. Sigurbjörn Bárðar- son kennir tölt Kvikmyndafélagið Sleipnir ehf. sendi nýlega frá sér fyrsta kennslumyndbandið í flokkn- um Meistaraskólinn og heitir það Tölt. Bjami Þór Sigurðsson sá um kvikmyndastjóm en Sig- urbjöm Bárðarson, mai'gfaldur íslands- og heimsmeistari í hestaíþróttum, samdi handrit og er þulur og kennari. Mynd- bandið er um 40 mínútur að lengd og fylgir því bæklingur með texta um efnið, ljósmynd- um og skýring- armynd- um. Sigur- bjöm segir í upphafi kennsl- unnar að reynt verði að koma til skila að- ferðum til að einfalda knap- anum að meðhöndla töltið á sem ein- faldastan hátt. Ekki er ein- göngu fjallað um töltkennslu heldur farið yfir alla þá nauð- synlegu þætti sem varða sam- skipti hestsins og knapans þeg- ar leitað er að tölti. Sú þekking nýtist auðvitað líka í annarri umgengni við hesta. Efninu er skipt í eftirfarandi kafla: Mél og beislabúnaður, hnakkar og staðsetning þeirra, vinna með hest í hendi, farið á bak, áseta og taumhald, unnið á feti, samansöfnun og tölt. Sigur- bjöm fetar sig eftir efnisköflun- um og útskýrir vandlega hvem- ig best sé að fara að hlutunum og einnig hvaða vandamál geti komið upp og hvemig eigi að leysa þau. Myndbandið nýtist vel hesta- mönnum, jafnt þeim sem eru að byrja og þeim sem lengra era komnir. Fjórðungsmót á myndbandi Einnig sendi Kvikmyndafé- lagið Sleipnir ehf. á markaðinn myndbandið Hella 1996 sem fjallar um fjórðungsmótið á Hellu síðastliðið sumar. Bjami Þór Sigm-ðsson sá um kvik- myndastjóm og Hjalti Jón Sveinsson er þulur. í myndbandinu, sem er 140 mínútur, koma fram rúmlega tvö hundrað glæsilegir gæðing- ar og kynbótahross. Sýnd er forkeppni og úrslit allra fimm flokkanna í gæðingakeppninni, kappreiðar, ræktunarbú og verðlaunaafhendingar kynbóta- hross- anna. Hesta- kostur var óvenju vænn á fjórð- ungs- mótinu og hið sama má segja um kyn- bóta- hross og var fjórðungsmótið talið nálg- ast landsmót að styrkleika. Myndbandið er góð heimild um skemmtilegt mót. Einnig eru fáanleg sérstök myndbönd með sýningum stóð- hesta á fjórðungsmótinu og annað með hryssum. -E J Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir FJORÐUNGSMOT SUNNLENSKKA HESTAMANNA HEbbA 1996,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.