Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 Vefritið Vizion: Internetið er ekki bara fyrir börn og perra / 'J- jjJjJÍSJi1 Dulspeki Þeir sem hafa löngun til þess að kynna sér hið yfimáttúrulega geta heimsótt dulræna siðu á slóðinni http://www.houseofp- sychics.com Þar er hægt að nota tölvupóst til þess að fræðast um sin fyrri líf (fínt fyrir þá sem eiga sér ekkert lif þessa dagana), feng- ið spá með Tarotspilum eða leit- að á náðir seiðmanns. „Okkur fannst vanta eitthvað fyr- ir ungt fólk, eitthvað sem íjallar ekki bara um snjóbretti og tísku,“ segir Guðbjörn Gunnarsson en hann ásamt Marteini Ingasyni og Mikkó (hann hefur víst alltaf verið kallaður það en blaðamanni DV tókst að toga það upp úr honum að skírnarnafn hans væri Mikael) hafa hleypt af stokkunum nýju íslensku vefriti sem þeir kalla Vizion. Þegar þeir em spurðir hvað eigi eiginlega að fjalla um í þessum nýja miðli brosa þeir og segja að það eigi að fjalla um allt. „í fyrsta tölublað- inu verðum við með trúmál sem þema. Við erum auðvitað ekki að reyna að segja fólki á hvað það eigi að trúa heldur biðjum við fulltrúa safhaðanna að segja frá starfi sínu og kenn- ingum. Ætlunin er aö það verði alltaf eitthvað þema í Vizion,“ segir Mikkó. Annars eru afar fjölbreytt efnistök í blaðinu og greinilegt að þar eru möguleikar Intemetsins til fjölmiölunar vel nýttir. Þar eru viðtöl við jafn ólíka menn og Pál Óskar og Snorra Ósk- arsson í Betel. Enn fremur má nefna að formaður Alnæmissamtak- anna skrifar um sjúkdóminn. Alma Halldórsdóttir, sem er með BA í sál- fræði, reynir aö greiða úr vanda- málum netbúa og rithöfundurinn Eyjó fjallar um lifið og tilveruna. Auðvitað má ekki gleyma stúlku mánaðarins. Sú fegurðardís sem ber þann titil í þessu fyrsta tölublaði er Nína arsdóttir og halda þeir Vizion-menn að hægt sé að skoða myndir úr einkasafni hennar. Þeir félagar hafa þurft að eiga við ýmiss konar vandræði við að koma Vizion á Intemetið. Tölvan sem þeir notuðu hrundi. Þeir hafa legið í veikindum og óveður hefur gengið yfír. „Það eru álög á tímaritinu,“ segir Marteinn en lítur ekki út fyr- ir að hafa miklar áhyggjur af því. Ritstjóri blaðsins kallast „Lizella" og virðist sú stúlka vekja óttablanda virðingu hjá þeim drengjum. „Hún er mjög raun- veruleg en hún vill hara láta kalla sig þessu nafhi,“ segir Mart- einn þegar blaða- Marteinn Ingason, „Mikkó" og Guöbjörn Gunnarsson hafa stofnaö vefritiö Vizion. DV-mynd BG Aukablað um •. > Miðvikudaginn 26. febrúar mun aukablað um hljómtæki fylgja DV. Ath.: Auglýsingapantanir jpurfa a<$ berast eigi síðar en 20. febrúar. Efnismikið blað um allt sem viðkemur hljómtækjum. Þar verður meðal annars fjallað um helstu nýjungar ó markaðnum. Þeir sem hafa óhuga ó að koma á framfæri efni í þetta blað eru beðnir að hafa samband við Hauk Lórus , á ritstjórn DV, í síma 550-5847 sem fyrst. Auglýsendum er bent á að hafa samband við Guðna Geir, lýsingadeild DV, í síma 550-5722, hið fyrsta. maður DV spyr hvort viðkomandi persóna sé til. (Þeim sem þetta skrif- ar flaug í hug að kannski væri „Lizella" bara hugarfóstur ofvirkra netbúa en þeir félagar teljast víst ekki til þess hóps. Einungis Guð- bjöm hefur stundað Intemetið af einhverju kappi). „Vizion er allt öðruvísi en það sem við ætluðum að gera fyrst," segir Marteinn en þeir þegja um það sem þeir höfðu fyrst í huga. Ætlunin er að fjármagna Vizion með auglýsingum og segja þeir fé- lagar að þeim hafi verið vel tekið. „Menn vilja bíða og sjá hvernig fyrsta tölublaðið kemur út, eins og eðlilegt er. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og það er greinilegt að fólk er að átta sig á því að Internet- ið er ekki bara fyrir böm og perra,“ segir Guðbjöm að lokum. Slóðin á vefritið Vizion er http: //www.this.is/vizion -JHÞ Dónalegt Á síðunni http: //www.gb- net.net/James/surfwatch/ er að fínna efni sem er ekki fyrir sak- lausar sálir. Hvar erValli? Vallabækurnar vinsælu eiga sér hliðstæðu á Intemetinu. Menn geta leitað að Valla á slóð- inni http: //www.character- shop.com/waldo.htm eða http:// www.ivacaton.com/ Orðasía Hópur sem kallar sig Peacefíre will forðast algera ritskoðun á Internetinu með því að sía út ákveðin orð úr vefsíðum. Gæti komið undarlega út en slóðin er nú samt sem áður http://www.peacefire.org "í“\ r* ^ I I -J UlúJj'ijjjJj' Nýleg könnun meöal bandarískra hugbúnaðarframleiðanda bendir til þess að þeir muni slá því á frest að gefa út titla fyrir DVD- diska, sem er ætlað að taka við af CD- diskunum sem eru almennt not- aðir í dag, þrátt fyrir að DVD- disk- amir geti tekið margfalt meira af upplýsingum en CD-diskar. Meg- inástæðurnar fyrir þessum töfum em tvær. í fyrsta lagi teljast DVD- diskarnir ekki jafnmikil bylting og þegar CD-diskar tóku við af disklingum. í annan stað er hið klassíska vandamál að hugbúnað- arframleiðendur vilja bíða eftir því að vélbúnaðurinn verði al- menningseign. Mótaldsvandi Notendur Intemetsins bíða sperrnt- ir eftir því að komast yfir mótöld sem taka inn 56 kílóbæti á sek- úndu. Hingað til hafa menn þurft að nota mótöld sem taka inn 28,8 eða 33 kílóbæti á sekúndu. Það styttist óðum í að hraðvirkari mótöldin komi á markaðinn. Vand- inn er bara sá að þau fjögur fyrir- tæki sem eru að þróa hraðvirku mótöldin hafa ekki komið sér sam- an um staðla. FBI í herferð gegn hugbúnaðarþjófnaði Bandaríska alríkislögreglan hefur nýlokið herferð gegn hugbúnaðar- þjófnaði og dreifingu á stolnum hugbúnaði í Bandaríkjunum. Her- ferðin kallast Cyber Strike og af- rakstur hennar varð sá að fjöldi fólks var yfirheyrður víða um Bandaríkin og leitað var á heim- ilum þeirra og vefsíðum að ólög- legum hugbúnaði. Talið er aö hugbúnaðarþjófhaður kosti banda- ríska seljendur löglegs hugbúnað- ar um 70 milljarða króna á einu ári. Nintendo herðir róðurinn Japanski risinn Nintendo hefur aukið framleiðslu sina á Nintendo 64 leikjatölvunni fyrir bandaríska og evrópska markaðinn. Nú er ætl- unin að framleiða milljón vélar á mánuði í stað 700.000 áður. Nin- tendo seldi tæplega fjórar milljón- ir Nintendo 64 leikjatölvur í fyrra. Gates til Indlands Microsoft hefur hafið samstarf við indverska tölvufyrirtækið Microl- and um að byggja upp Internet á Indlandi. Microland er stærsta ind- verska tölvufyrirtækið. Java-sími Með því að hagnýta sér Java-forrit- unarmálið hefur fyrirtækið Northem Telecom hannað Intemet- síma. Notendur hans geta skipulagt tíma sinn með aðstoð hans eða pant- að sér flugfar með honum. Fyrir einungis nokkrum áratugum fylltu tölvur upp í heilu húsin. Nú er hægt að vera með þær á höfð- inu. Dæmi um svo handhægar tölv- ur er sú sem Xybemet selur undir nafninu Personal Assistant II. Hún er kíló að þyngd og notar Windows 95 stýrikerfið, Pentium örgjörva og er stjórnað með tali. Hún gengur fyrir lítilli rafhlöðu sem notandi hefúr í belti sínu. Þar er einnig tölv- an en snúra tengist höfuðbúnaði sem er með heyrnartólum, hljóð- nema og örsmáum skjá. Gagnaflutningur með handabandi IBM er að þroa tölvur sem verða svo smáar að notandinn getur bor- ið þær á sér í skóm sínum eða ann- ars staðar. Gagnaflutningur á að vera þráðlaus og því gætu menn skipst á gögnum með handabandi. Vísindamenn hjá AT&T í Banda- ríkjunum vilja hins vegar einbeita sér að tölvum sem menn væm með í vasaúri (likt og Dick Tracy var með). Singapore beitir fantabrögðum Á þessum síðum hefur verið fjall- að um tilburði kínverskra stjórn- valda til þess að ritskoða efni á Int- ernetinu. Stjórnvöld í Singapore eru þó miklu strangari. Öll Inter- net umferð fer þar í gegnum miðl- ara sem „sía“ út óæskilegar síður. Mjög erfítt er að komast fram hjá þessum miðlurum og ströng viður- lög em við að gera slíkt. Verði óheppinn netbúi uppvís að slíkri leikfími gæti viðkomandi átt á hættu að sitja í fangelsi í fimm ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.