Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 36
4 44 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 Gaman að vera ráðherra „Það eina sem ég get sagt með góðri samvisku um framtíð mína í pólitík er að ég vildi gjaman verða ráðherra aftur. Mér fannst nefnilega furðu gaman að vera ráðherra.“ Össur Skarphéðinsson alþing- ismaður, í DV. Geymt en ekki gleymt „Þetta er geymt en ekki gleymt.“ Magnús L. Sveinsson, formað- ur VR, um kröfuna um jöfnun lífeyrisréttinda, í Degi-Tíman- Skipta út í Ferðamálaráði Ef að nokkrir hvalir verða skotnir vill hann meina að túrismi leggist af. í framhaldi af því hlýt ég að benda Ferða- málaráði á að skipta út úr lið- inu." Kristján Loftsson, fram- kvæmdastj. Hvals hf„ um mál- flutning ferðamálastjóra í Degi- Tímanum. Ummæli Grunnskólaböm úr íþróttafélögum „Ég held því fram að banna eigi íþróttafélögunum að koma nálægt krökkum á grunnskóla- aldri. íþróttahreyfingin ætti að flytjast inn í skólana." Þórarinn Tyrfingsson yfirlækn- ir, í Degi-Tímanum. Mörg börn safna skeljum enda geta þær veriö fallegar á litinn. Skeljar og skeldýr Skeljar eru mjög mismunandi stórar. Stærsta skeljasamlokan sem fyrirfmnst er risasamloka (Tridacna gigas) sem lifír á kóral- riQum í Indlandshafí og Kyrrahafi. Óvenju stór samloka af þessari tegund fékkst nálægt Ishigaki-eyju við Okinawa í Japan 1956 en hún var ekki rannsökuð vísindalega fyrr en í ágúst 1984. Skel þessi er 115 sentímetrar á lengd og vegur 333 kíló. Hún hefur trúlega verið yfir 340 kíló þegar hún var lifandi (mjúkir vefir hennar hafa að öll- um líkindmn verið 10 kg). Önnur risasamloka fannst við Tapanoeli á norðvesturströnd Súmötru fyrir 1817. Hún er 137 sentímetrar á lengdina og vegur 230 kg. Hún er varðveitt í Arno’s Vale á Norður- írlandi. Blessuð veröldin Smæstu skeldýrin Skeldýrin sem lifa nrni í skelj- unum eru flest mjög smávaxin. Smávaxnasta skeldýrið er sæsni- gillinn Ammonicera rota sem lifir við Bretlandseyjar. Hann er 0,5 mm að þvermáli. Minnsta samlok- an er Neolepton sykesi sem er ein- ungis kunn af fáeinum skeljum sem fundust nálægt Guernsey í Ermarsundi og út af Vestur-ír- landi. Hún er að jafnaði 1,2 mm í þvermál. Seinvaxnasta skeldýrið er djúpsjávarsamlokan Tindaria callisormis, sem lifir í Norður-At- lantshafi, og er hún seinvöxnust allra dýra i dýraríkinu. Talið er að hún þurfi um 100 ár til að ná 8 mm lengd. Víða rigning og skúrir Skammt suður af Reykjanesi er vaxandi 970 mb lægð sem þokast vestur. Yfir Skandinavíu er 1030 mb hæð. í dag verður hæg suðaustanátt, rigning eða skúrir viða um land og hlýtt 1 veðri, heitast á suðaustur- homi landsins. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustangola eða kaldi og skúrir. Hiti verður um 5 stig. Veðrið í dag Sólarlag í Reykjavlk: 18.09 Sólarupprás á morgun: 9.13 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.32 Árdegisflóð á morgun: 4.05 Veöriö kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri snjóél 0 Akurnes rigning 5 Bergstaðir snjóél 2 Bolungarvík snjókoma 1 Egilsstaðir rigning 6 Keflavíkurflugv. rigning 2 Kirkjubkl. rigning 2 Raufarhöfn rigning 2 Reykjavík rigning 4 Stórhöfði þokumóöa 7 Helsinki heiðskírt -10 Kaupmannah. léttskýjaö -6 Ósló heiöskírt -9 Stokkhólmur heiðskírt -5 Þórshöfn skúrir 5 Amsterdam þokumóða 5 Barcelona heiöskírt 15 Chicago snjókoma -4 Frankfurt hálfskýjað 5 Glasgow skúrir 7 Hamborg skýjaö 2 London rigning 6 Lúxemborg þokumóóa 3 Malaga heiðskírt 19 Mallorca heiðskírt 15 Miamiskýjað 18 París rigning 8 Róm heiðskírt 13 New York léttskýjað -2 Orlando alskýjaó 15 Nuuk snjókoma -11 Vín snjóél 3 Winnipeg heiðskírt -27 Ómar Kristjánsson framkvæmdastjóri: Starfið er að hluta mitt DV, Suðuxnesjum: „Þetta er nýtt starf og svið og er að mótast þannig að við erum að finna því farveg. Það er búið að ræöa við mjög marga. Svo er Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri og samstarfsfólk mitt er reynslunni ríkara og þekkir öll þessi mál mjög vel og er mér innan handar að koma mér inn í þetta embætti. Þá hef ég rætt við fjölmarga um starfið og heyrt hvaða ráð menn vilja gefa þessu nýja embætti og nýja mannin- um,“ sagði Ómar Kristjánsson sem var ráðinn frá áramótum fram- kvæmdastjóri markaðs- og kynning- arsviðs Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar á Keflavíkurflugvelli. Ómar segir að starfið sé eins og nafnið gefi til kynna að annast Maður dagsins markaðsmál flugvallarins og Leifs- stöðvar og koma henni á framfæri innan- og utanlands. Ómar segir að menn hafi trú á því að auka megi umferð og viðskipti um flugvöllinn og það sé tilgangurinn með þessu nýja starfi. „Þetta starf hefur ekki verið hér áður og við erum mjög bjartsýn um það að hér megi reka viðskipti og gera breytingar. Ég er bjartsýnn á aö við náum árangri í þessu verk- efni og við munum reyna til þrautar hvaða möguleika við höfum hér á þessu svæði og flugvellinumn. Við erum að raða niður áhersluatriðum og athuga um frekari tekjuöflun í auknum viðskiptum.” En hvemig leggst starfið í Ómar? „Þetta leggst ágætlega í mig. Ég kem að sumu leyti úr þessu umhverfi. Ég er með menntun sem flugmaður og áhugasvið var tengdur ferðaskrifstofúrekstri í fjöldamörg ár. Þetta er að hluta til mitt áhugasvið þannig að mér líst vel á þetta starf. Það er búið að vera nóg að gera þessar vikur sem ég hef verið hér og svo verður áfrarn. Möguleikamir em endalausir og við ætlum að skoða þessa hluti gaum- gæfilega.” Það er óhætt að segja að Ómar sé byrjaður á fullu. Verið er að koma upp nýju flugupplýsingakerfi í flug- stöðinni og inni i því er upplýsinga- kerfi þar sem keyrt verður á auglýs- ingum á 10 skjám sem em 28 tommu og í lit og verða settir upp í bygging- unni. Ómar segir að flugupplýsinga- kerfið sé það nýjasta sem gerist á markaðinum en stofnkostnaður er mjög mikill. Ómar segir að þeir verði að hafa einhverjar tekjur á móti og því kom hugmyndin að vera með auglýsingaskjái sem em í fyrsta skipti settir upp í flugstöðinni. Ómar á sér önnur áhugamál en þau sem tengjast vinnunni: „Ég hef áhuga á öllu sem viðkemur íþróttum og trúmálum." Eiginkona Ómars er Kolbrún Met- úsalemsdóttir og eiga þau fjögur böm, Stefán 23 ára, Georg Heiðar 21 árs, Ómar Þór 13 ára og litla prins- essu, Svövu Maríu, 7 ára. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1737: Dómari í undirrétti ©/738 Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Eitt verka Ástu Ólafsdóttir á sýn- ingunní í Gallerí +. Án leiðar- vísis Um þesar mundir stendur yfir sýning Ástu Ólafsdóttur, Án leið- arvísis, í Gallerí + í Brekkugötu 35, Akureyri. Ásta Ólafsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og fram- haldsnám í Hollandi við Jan van Eyck akademíuna. Aðalstarf hennar hefur verið myndlist og ritstörf. Ásta hefur víða sýnt og eftir hana liggja nokki-ar bækur og videoverk. Myndverk hennar eru byggð upp úr ólíkum efnum sem hafa gegnt nytsemishlut- verki í gegnum tíðina. Sýningin er opin um helgar og eftir sam- komulagi aðra daga.___ Sýriingar Lurkur Á laugardaginn opnaði Sigríð- ur Gísladóttir sýningu á mál- verkum i Gallerí Hominu að Hafnarstræti 15. Sýningin ber yf- irskriftina Lurkur. Sigríður hef- ur áður haldið nokkrar sýningar á list sinni og var meðal annars með sýningu um páskaleytið í fyrra í Galleríi Hominu. Sýning- in verður opin alla daga kl. 11.00 til 23.30 og stendur til miðviku- dagsins 5. mars. Á milli kl. 14.00 og 18.00 er sérinngangur gallerís- ins opinn en á öðrum tímum er innangengt um veitingahúsið. Bridge Keppni er nú komin á lokasprett- inn í riðlakeppni Reykjavíkurmóts- ins í sveitakeppni. Að loknum 11 umferðum af 13 virðist sem mótið sé mun meira spennandi í B-riðli en A- riðli. Fjórar efstu sveitirnar í hvor- um riðli vinna sér rétt til þátttöku í útsláttarkeppni um Reykjavíkur- meistaratitilinn. Sveit VÍB hefur forystu í A-riðli með 228 stig, Hjól- barðahöllin 219, Eurocard 212, Júlli 199 og Fjölritun Daníels Halldórs- sonar hefur 188 stig. í B-riðli hefur sveit Samvinnuferða-Landsýnar 214 stig, Landsbréf 213, Halldór Már Sverrisson 199, Búlki sömu sti- gatölu, Símon Símonarson 192 í fimmta sæti og Roche 191 i sjötta sæti. Síðustu tvær umferðimar verða spilaðar á morgun, þriðjudag. Hér er spil úr 11. umferð mótsins. * 10 * ÁG10975 + 7 * Á10752 * G K8 * KD10986432 * K * D987652 V D62 * ÁG 4 4 4 AK43 •* 43 + 5 4 DG9863 Það er ekki oft sem menn fá 9 spila lit á eina hendi. Eins og við mátti búast var algengasti samningurinn fimm tíglar doblaðir: Ef vestur opnar á spilin á einu laufi og norður kemur inn á einu hjarta er langeðlilegasta sögnin að stökkva beint í fimm tígla. Sú sögn er sögð til vinnings eftir opnun vest- urs, þó að margir tapslagir virðast sjáanlegir á hendi austurs. En með bestu vöm er hægt að setja þann samning tvo niður. Suður spilar út einspili sínu í laufi og norður upp- færir tígulslag hjá suðri með því að spila laufi aftur. En það vora ekki allir sem fundu þá vöm og sumir sagnhafa sluppu einn niður. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.