Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 29 -i -i Bófar á upplýsingahraðbraut uJiyiJ- r ) 1-7 Það þarf ekki lengur að búa í stór- borg til þess að verða meðlimur í glæpagengi. Nóg er að hafa tölvu, módem og vafrara því sérstök vef- síða fyrir gengismeðlimi hefur ver- ið sett upp á veraldarvefnum. Hún kallast Glock 3 og þar er að finna vafasamar upplýsingar um hvernig fela má vopn og annað slíkt sem hæpnir einstaklingar hafa undir höndum. Glock 3 byrjaði sem nokk- urs konar grín hjá táningi en al- vöruglæpagengi hafa nú tekið við og hafa bamasálfræðingar áhyggjur af því að unglingar, sem eiga vand- ræðum með sjálfa sig, sæki þangað vondar fyrirmyndir. Að sjálfsögðu er einnig óttast að þangað geti þeir sem vilja fremja glæpi sótt ráð. Lögregla vestanhafs hefur tölu- verðar áhyggjur af því að glæpalýð- ur fari að nota sér Internetið í vafasömum tilgangi. Það sem lag- anna verðir óttast helst er að geng- in noti sér þau til þess að mynda bandalög sín á milli. Gengi í New York gæti til dæmis komist í náin samskipti við annað í Los Angeles. í Þessi mynd var tekin þegar bankarán glæpagengis mistókst nýlega í Fíla- delfíu. Lögreglumenn vestanhafs hafa miklar áhyggjur af tölvunotkun bófa- hópa. raun geta glæpamenn (eins og allir aðrir) haft samskipti með aðstoð netsins við aðra sem hafa svipaðan starfa úti um allan heim. Hafa verð- ur í huga að mafían vestanhafs var í upphafi lítið annað en laustengdir hópar glæpamanna sem gátu notað sér batnandi samgöngur og síma til þess að verða öflug. Ef gengi stór- borganna mundu slíkt hið sama með Internetinu yrði það martröð fyrir löggæslumenn. Erfitt gæti reynst að loka vefsíðum þeirra enda gætu þau hæglega sett þær upp í miðlurum erlendis. Það er lítil ástæða til að ætla ann- að en að gengin verði öflug á Inter- netinu. Þau læra, að sögn lögreglu vestanhafs, mjög hratt að hagnýta sér tölvutæknina en eiga reyndar margt ólært. í Bandaríkjunum er talið að tæplega 150 þúsund manns séu meðlimir í glæpagengjum. Lík- legt er að minna en eitt prósent þeirra sé virkt á Intemetinu. Geng- in er hins vegar dugleg við að stela tölvum og tölvueign og kunnátta á vélamar og Intemetið er að verða stöðutákn, líkt og símhoðar vom fyrir nokkrum árum. -JHÞ HairTrek Leitarvélar eru lífsnauðsyn Hárið á Janeway, hetjunni góðu úr Star Trek þáttunum, er höfundum síðunnar á slóðinni http://www- 2.ari.net/home/janeway/janew ay.html yrkisefni. Síðan kallast Hair Trek og þar er hárið á öðr- um frægum kvenpersónum eins og til dæmis Kleópötru og Whoopi Goldberg sett á Janeway. Hárið á Hillary Fyrst byrjað er að fjalla um frægar konur og hárið á þeim er rétt að benda á síðuna sem Qallar um hárið á Hillary Clint- on frá a til ö. Slóðin er http://www.hillarysha- ir.com/index.shtml. Segið svo bara að Intemetið sé tímasóun. Ofurhraðbraut Nýtt heimilisfang Crime On- line síðunnar er http://www.Superhighway.is. Enn fremur er þar að finna vef- síður um íslensk fyrirtæki og „Nígeríusíðu" Njáls Harðarson- I ar. Yoko Ono Langgagnlegustu fyrirbærin á veraldarvefnum eru svokallaðar leitarvélar. í raun er hér um að ræða ansi ólíkar vélar innbyrðis, það er til dæmis munur á því hvem- ig þær leita og hversu viðamikið svið þeirra er. Leitarvélamar em að sjálfsögðu viðbrögð við þeirri stað- reynd að það em milljónir vefsíðna á Intemetinu, þar eru þúsundir fréttahópa og óteljandi póstlistar. Allt þetta fjallar um flestallt sem tegundin maður gerir (og gerir ekki). Það er þrautin þyngri fyrir notendur að nálgast það efni sem þá langar að nálgast. Þar koma leitar- vélar til sögunnar. í grundvallaratriðum em þetta vefsíður sem farið er á og leitarorð slegið inn. Þá birtir leitarvélin allar tilvísanir sem hún finnur. Vinsæl- asta leitarvélin er Yahoo (http: //www.Yahoo.com) en hún leitar í stærsta yfirliti af vefsíðum sem er Search bcfore you surf! search Browte Socciai Acw url h«Ip ]for 1 25 | nnO» [ Search ) ^ ök>w titks Cxaaplc Mg««rg« "tUrwvi" m r tUwna ' Eaiufca huairtéaa ' Hhtiwi ' j^Pt‘rpattt>n Ohfli ' mi ' Ifcltftím ' uá Cltck here tbr Cai Duying Paín Ralief F«tl: ílio tlt Imtaxi Seoroh < SitooUl • Atltl tlBL • H.ln Ewssmn 1 iS NiTicmi ÆM MkroJflH ÍSSSÍÍSÍ m CopyvigXt © %99f AfcW^nttUhé, til. Yahoo bíður notendum upp á nokkurs konar greinakerfi. Hægt er að byrja í einstökum efnisþáttum, eins og til dæmis „stjórnmálum", og vinna sig að einstökum síðum. Hún getur einnig unnið með annarri leit- arvél sem kallast AltaVista (http: //www.altavista.digital.com) en hún er afar nákvæm. Notendur þurfa þó að hafa í huga að á þessum leitarvélum er nauðsynlegt að kunna á leitarorðakerfið. Ef ekki er beðið um afar sértæk orð er hætt við að yfir notendur dembist mikill fjöldi af gagnslausum tilvísunum. Þá er oft betur heima setið en af stað farið. Gildir þetta reyndar líka um Lycos (http: //www.lycos.com) leitarvélina. Hún er góð en getur verið nokkuð hæggeng á bandarísk- um skrifstofutíma (enda vinsælasta leitarvélin þar í landi). Webcrawler hefur líka notið nokkurra vinsælda (http: //www.webcrawler.com) Ástæðan fyrir þvf að útkomur úr leitum er oft ónákvæmar eru þær að að gagnagrunnamir sem þessar „stóru“ leitarvélar vinna á eru afar yfirgripsmiklir. Þess vegna getur verið að finna leitarvél sem velur ekki úr jafn ægimörgum síðum og þessar sem þegar hafa verið nefnd- ar. Leitarvél er kallast Point (http: //www.point.com) notar einungis bestu 5 prósentin af gagnagrunni Lycos leitarvélarinnar og önnur sem heitir því gagnorða nafni What’s New leitar einungis i safni af nýjum vefsíðum. Infoseek er enn önnur leitarvél en það sem er sér- stakt við þessa er að hún birtir stutt yfirlit úr innihaldi vefsíðunnar. Full leit í henni er samt ekki ókeyp- is eins og á hinum. -JHÞ Ástkona Johns Lennons er með listasýningu á slóðinni http: //www.moca.org/ PHILCOH ... endalaus gæði Hafa enga Internetlögreglu - Foreldrar í Boston í Bandaríkjun- um hafa nú miklar áhyggjur af því að börn þeirra noti sér tölvuaðstöðu í bókasöfnum borgarinnar til að skoða klám. Faðir ellefu ára stúlku varð æfur þegar hann frétti af því að jafnaldrar hennar væru að sýna dóttur sinni myndir af nöktu fólki þegar hún var að vinna ritgerð. Yf- irmenn safnsins hafa svarað gagn- rýni foreldra með því að segja að söfn borgarinnar hafi vissulega á að skipa hæfum bókasafnsvörðum en hafi enga Intemetlögreglu. Þeir benda enn fremur á að bandarískir dómstólar hafi komið í veg fyrir að efni á Intemetinu væri bannað til þess að vernda tjáningarfrelsi manna. Borgaryfirvöld hafa einnig látið til sín taka og þar vilja menn takmarka aðgang bama að vafasömu efni á netinu. „Það er oft- ast rétt að læra hlutina snemma en það gildir ekki alltaf," sagði Peggy Davis-Mullen, borgarráðsmaður í Boston. -JHÞ \A/IV/S M Vél með rafeindastýringu sem ‘ skynjar misvægi í hleðslu og stjórnar vinduhraða. Tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Þuottavél VERD Kr. 49.900 stgr. Vinduhraði er 500/800 sn.mín. Afköst: 5 kg. Heimilistæki hf Klám á Internetinu hrellir foreldra í Boston.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.