Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 Stuttar fréttir Útlönd DV Skotiö á landflótta N-Kóreumann við Seoul: Flugumenn frá N-Kóreu sakaðir um morðtilraun Skotárás í Stokkhólmi Sænskur lífvörður skaut á fé- laga sína við konungshöllina í Stokkhólmi í gær. Særðust tveir, þó ekki lifshættulega, er sama kúlan fór í gegnum annan og i fót hins. Hótar skattaverkfalli Umberto Bossi, leiðtogi Norð- urbandalagsins á Ítalíu, hótaði í gær að skipuleggja skattaverk- fall verði réttindi norðursins til sjálfstæðis ekki viðurkennd. Lebed haltur Alexander Lebed, fyrrum ör- yggismálastjóri Kremlar, haltr- aði í París í gær og varð að hætta viö ýmsar skoðunarferðir. Aðstoðarmenn Lebeds kváðu hann vera með inngróna nögl. Skíðamenn farast Fimm skíðamenn létu lifið i snjóflóðum í frönsku Ölpunum og í Pýreneaijöllum í gær. Konur gegn íslam Átta þúsund konur efndu á laugardag til mótmæla í Ankara gegn tilraunum yfirvalda til að draga úr réttindum kvenna. Reuter Robland trésmíðavélar Fyrir metnaðarfulla iðnaðarmenn og verkstæði sem velja hámarks gæði og rekstraröryggi I Þegar gæðin skipta máli Skeifan 7 7 D • Sími 568 6466 Yfírvöld í Suður-Kóreu hafa fyrir- skipað að öryggisgæsla landflótta Norður-Kóreumanna og leiðtoga stjómarinnar verði aukin í kjölfar skotárásar á Li Il-nam, frænda fyrr- verandi eiginkonu leiðtoga Norður- Kóreu, nálægt Seoul á laugardag- inn. Suðurkóreskir ráðherrar saka yfirvöld í Norður-Kóreu um að hafa sent tvo flugumenn til að reyna að ráða Li Il-nam af dögum. Litið er á morðtilraunina sem viövörun til yf- irvalda í Suður-Kóreu og þeirra sem hafa í hyggju að sækja þar um hæli. í Peking var mikil öryggisgæsla í gær við sendiráð Suður-Kóreu þar sem Hwang Jang-yop, helsti hug- myndafræðingur Norður-Kóreu, leitaði hælis í síðustu viku. Vopnað- ir kínverskir lögreglumenn reistu varnarvegg umhverfis sendiráðið og óku trukk með gríðarstórum vatnsþrýstibyssum að byggingunni. Þeir komu einnig fyrir hindrunum, sem eyðileggja bíldekk, á nálægar götur. „Ef Suður-Kóreumenn ætla að beita valdi til að flytja hann til Suð- ur-Kóreu munum við svara með valdbeitingu. Við erum ákveðnir í að koma í veg fyrir að þeir flytji hann til suðurs," sagði stjómarer- indreki frá Norður- Kóreu, sem ekki vill láta nafns síns getið, í gær. Búist er við að Hwang, sem hefur lýst því yfir að hann vilji heldur deyja en snúa aftur heim, verði enn um sinn í sendiráði Norður-Kóreu. Ólíklegt er talið að kínversk yfir- völd verði við beiðni hans um að fá að fara til Suður- Kóreu fyrr en há- tíðarhöldunum vegna afmælis Kims Jong-ils, leiðtoga Norður-Kóreu, lýkur en hann varð 55 ára í gær. Fréttastofa í Tokyo í Japan, sem fylgist náið með útvarpssendingum í Norður-Kóreu, greindi frá því að ekki virtist hafa verið efnt til stórra athafna í tilefni afmælisins, ef frá er talin leikfimisýning þúsunda skóla- barna. Japanskir sérfræðingar í málefnum Kóreu telja að Kim hafi neyðst til að hafa hátíðarhöldin um- svifaminni en ráðgert var vegna al- varlegs skorts á matvælum. Aðrir fréttaskýrendur eru þeirrar skoðun- ar að hættulegt hefði verið fyrir yf- irvöld að stefna tugþúsundum hungraðra þegna til höfuðborgar- innar. „Hafa verður í huga að fólkið sveltur. Það gæti jafnvel ögrað sjálf- um Kim Jong-il,“ er haft eftir einum sérfræðinganna. Reuter Lögregla í Suöur-Kóreu stöövar bifreiö fyrir utan Seoul í leit að tveimur meintum noröurkóreskum flugumönnum. Þeir eru grunaðir um aö hafa skotiö á land- flótta N- Kóreumann. Slmamynd Reuter UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum i viðbyggingu við vigtunarhús Malbikunarst. Höfða hf. Um er að ræða uppsteypu og fullnaðarfrágang á 140 m2 viðbyggingu. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriöjud. 18. febr. nk. Opnun tilboða: fimmtud. 6. mars 1997, kl. 11.00 á sama stað. bgd 21/7 F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í vinnu við lögn brunaslöngukerfis í húseignum hafnarinnar og nefnist verkiö: Grandagaröur 16 og 18 brunaslöngukerfi. Verkið felst í að leggja aðfærslur að brunaslöngum og uppsetningu á þeim. Helstu magntölur: Vatnslagnir: 025 290m Vatnslagnir: 032 450m Brunaslöngur: 37 stk. Hitaþráður: 10W 150 m. Útboösgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 18. febr. nk., gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: miövikud. 5. mars 1997, kl. 11.00 á sama stað. rvh 22/7 F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir við Ásmundarsafn, 2. áfangi. Helstu mapn- tölur eru um: Hellulagnir: 300 m2 Gróðurbeð: 1.000 m2 Ut- boðsgögn fást á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: þriöjud. 4. mars 1997, kl. 14.00 á sama stað. bgd 23/7 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Vara erlenda fréttamenn við Yfirvöld í Serbfu vöruöu í gær er- lenda fréttamenn við vegna frétta- flutnings þeirra af stjómmálakrepp- unni í landinu. Kváðust yfirvöld verða að bregðast við og heimta leiðréttingu greini fréttamenn ekki rétt frá. Áður hafa yfirvöld aftur- kallað leyfi nokkurra erlendra fréttamanna. Viðvörunin þykir benda til þess að stjómvöld hyggist ekki láta undan kröfum stjórnar- andstæðinga um frjálsa fjölmiðla án þess að berjast á móti. Stjórnarandstæðingar hafa nú gert hlé á mótmælum sínum á göt- um úti sem staðið hafa yfir í þrjá mánuði. Ætla þeir að gefa yfirvöld- um frest til 9. mars til að koma á fjölmiðlafrelsi. Síðar á þessu ári verða haldnar bæði þing- og forsetakosningar í Serbíu. Eitt aðalbaráttumál stjóm- arandstæðinga nú er því að fá að- gang að helstu fjölmiðlunum sem Slobodan Milosevic Serbíuforseti stýrir með harðri hendi. Útsendingar sjálfstæðra útvarps- stöðva ná skammt og stjómvöld skammta frjálsum dagblöðum og tímaritum pappír. Reuter Stjórnarandstæöingar í Serbíu hafa gert hlé á mótmælum sínum og torgiö í miöborg Belgrad, þar sem tugir þúsunda hafa safnast saman á hverjum degi, var því autt í gær. Simamynd Reuter Mótmælaganga gegn frönsku Þjóðfylkingunni Nokkur hundmð vinstrimenn efiidu til mótmælagöngu í Vit- rolle í Frakklandi í gær er Þjóð- fylking Jean Maries Le Pens, sem vill senda innflytjendur heim, tók formlega við völdum í borginni. Hinn nýi borgarstjóri, Catherine Megret, hvatti til ein- ingar meðal borgarbúa. Mennta- og listamenn Catherine Megret. í Frakklandi hafa að undanfornu mótmælt harðlega nýju lagafmmvarpi ríkisstjómarinnar um innflytj- endur. Segja þeir fmmvarpið endurspegla skoðanir Le Pens. Sé það lagt fram til að sýna kjós- endum að stjómvöld geti, jafn- vel og öfgasinninn Le Pen, hert að innfiytjendum. Samkvæmt frumvarpinu eiga franskir þegn- ar meðal annars að láta lögreglu vita þegar erlendir gestir þeirra hafa yfirgefið landið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.