Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997
Fréttir
DV
Yfirheyrslur lögreglu yfir lyftaramanninum á Eskifirði:
Maðurinn fullur iðrunar
en minnið var „gloppótt"
- er kominn til Akureyrar í hald - tryggingar bæta að líkindum tjón
22 ára karlmaöur, sem eyöilagöi
og skemmdi hús og bíla á um 300
metra kafla við Strandgötu á Eski-
firði og slasaði lögreglumann á
laugardagsmorgun, situr nú í
gæsluvaröhaldi á Akureyri - hon-
um var komið til heimabæjar síns
með Flugfélagi Norðurlands frá Eg-
ilsstöðum í gær.
Við yfirheyrslur hjá lögreglunni
á Eskifirði um helgina kom fram að
minni mannsins er „gloppótt" frá
hinum örlagaríku atburðum sem
um margt minna á villta vestrið,
eins og fram kom í samtölum DV
við Eskfirðinga.
Eins og gefur að skilja brá hinum
unga manni verulega á laugardag
þegar hann hafði sofiö úr sér og lög-
reglan fór yfir atburði næturinnar
með honum. Hann var fullur iðrun-
ar og var annt um að vita um afdrif
þess fólks sem hann hafði ýmist
ógnað, slasað eða valdið tjóni hjá.
Hann starfaði á umræddum lyftara
og viðhafði því engin vettlingatök.
Maöurinn gat ekki gefið viðhlítandi
skýringar á verknaði sínum en þó
er ljóst að afbrýðisemi út í akur-
eyrska unnustu hans var rótin að
hinni heiftarlegu geðshræringu sem
hafði í fór með sér tjón upp á a.m.k.
milljónatug og meiðsl lögreglu-
manns sem óljóst er hvort nær sér
að fullu.
Samkvæmt upplýsingum DV var
búið að vera mikið vinnuálag á hin-
um unga manni upp á síðkastið.
Lögreglan sagði í samtali við DV í
gær að uppátækið hefði komið á
óvart því hann hefði starfað um
eins árs skeið í bænum „með mikilli
prýði“.
Umræddur lyftari er í eigu fisk-
vinnslunnar Friðþjófs. Tækið er
tryggt og því má búast við að trygg-
ingafélag þess greiði tjónþolum bæt-
ur. Eftir það má búast við að endur-
krafa verði gerð á hendur hinum
unga tjónvaldi.
Akureyringurinn ungi hefur ver-
ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til
17. mars.
-Ótt
. V,
Atburðarásin á Eskifirði
Atburðir aðfaranætur laugardags-
ins á Eskifirði eru eftirfarandi sam-
kvæmt upplýsingum DV.
Akureyringurinn ungi byijaði á að
„ráðast á“ lögreglubíl með tveimur
mönnum í utarlega á Strandgötu, fyr-
ir miðjum bæ - annar lögreglumann-
anna slasaðist. Þvi næst hélt hann að
lögreglustööinni þar sem hann
skemmdi forstofu og glugga með
lyftaragöfflunum. Eftir það fór hann
upp í brekkuna fyrir vestan grunn-
skólann og að tröppum þar sem fólk
stóð.
Við svo búið ók hann vestur
Strandgötuna, á móts við hús númer
45. Þar tók hann upp jeppa sem í
voru þrjú ungmenni. Hann lyfti jepp-
anum upp, skellti honum síðan niður
og ýtti honum að gangstétt. Fólkið
komst við illan leik út úr jeppanum
með skrámur og minni háttar meiðsl.
Eftir þetta fór maðurinn á lyftaran-
um að grunnskólanum þar sem harrn
tók til við lögreglubílinn á ný, tók
hann m.a. upp og skellti niður.
Nú hélt hann „inn eftir“ aftur og
tók þá upp mannlausan Honda-fólks-
bíl. Fólk sem hafði verið í honum var
þá að huga að framangreindu fólki í
jeppanum. Maðurinn renndi göfQun-
um í Hondubílinn, sporðreisti hann
og velti yfir á þakið.
Nú fór maðurinn að elta fótgang-
andi og hlaupandi fólk á lyftaranum
og braut niður grindverk í götunni.
Að því loknu ók hann aö pallbíl í
eigu ftystihússins, tók hann upp á
gafflana og kastaði honum þvert yfir
götuna. Því næst ók hann að stórum
flekahurðum á bílaverkstæði og
þeytti þeim upp.
Að lokum lagði hann lyftaranum
vestan verkstæðisbyggingarinnar
með vélina í gangi og gálgann uppi
og yfirgaf tækið. Nærstaddur karl-
maður fór þá upp í mannlaust tækið
og reyndi árangurslaust að drepa á
því en þá kom maður sem betur
þekkti tfl, fór undir vélarhlifina og
drap á. Ökuþórinn kom stuttu síðar á
ný og fór þá fram borgaraleg hand-
taka af hálfu nærstaddra heima-
manna.
-Ótt
Dágfari
Hamslaus hvalkjötsþrá
Það er vandlifað í þessum heimi
og því hefur Ferðamálaráð fengið
að kynnast. Frá því var greint í sið-
ustu viku að Feröamálaráð væri al-
gerlega andvígt hvalveiðum og ráð-
ið samþykkti ályktun þar mn og
gerði lýðum kunnugt. Um svipað
leyti spurðist það að starfshópur
sjávarútvegsráðuneytisins væri
einróma um að leggja til að hval-
veiðar hæfust hér við land að nýju.
Ferðabransinn rak upp ramakvein
að vonum. Það er orðinn mikill
bisness að sýna erlendum feröa-
mönnum hvali á sundi en afar litfl
eftirspum eftir dauðum hvölum.
Ekki era gerðar athugasemdir
við það þótt menn deili um hval-
veiðar. Veiðamar skiluðu talsverð-
um verðmætum í þjóðarbúið og
víða um land eru menn tilbúnir til
veiðanna. Þá hafa hvalveiðibátam-
ir legið ámm saman í Reykjavíkur-
höfn og ekki er að efa að útgerðar-
maður þeirra fagnaði því ef hval-
veiðar yrðu leyfðar. Fjör yrði á
miðunum á ný er friðunarmenn
kæmu til þess að sýna andúð sína í
verki. Á hinum kantinum er ferða-
þjónustan sem víða um land er far-
in að bjóða upp á hvalaskoðun.
Áhugi ferðamanna á þeirri þjón-
ustu hefur aukist mjög og sumir
halda því fram að miklu meira sé
upp úr sýningum hvala að hafa en
að éta þá.
Dauður hvalur eða lifandi?
Ferðamálaráð er þar í vanda og
veit ekki í hvorn fótinn skal stíga.
Ráðið samþykkti harðorða ályktun
gegn hvalveiðunum en leitaði á
sama tíma sem grenjandi ljón eftir
hval til að éta. Og hval éta menn
ekki nema hann sé steindauður.
Ferðamálaráðið hélt sem sé fina
veislu á Grillinu á Hótel Sögu fyrir
helgina. Margt er hægt að fá gott á
Grillinu, vilji menn finar steikur.
Nautið svíkur engan og hreindýrið
er lostæti. En Ferðamálaráð fúlsaði
við þessu. í hug þeirra mætu ferða-
frömuða komst aðeins ein steik að,
hvalkjötssteik. Vandinn var bara
sá að Grillið átti ekki hval og skal
engan undra. Það var hætt að
drepa hvali fyrir mörgum ámm.
En Ferðamálaráð sætti sig ekki
við neitun Grillsins. Um leið og
búið var að Ijósrita hina hörðu
ályktun gegn hvalveiðunum bað
ráðið veitingahúsiö flna að útvega
hvalkjötssteikina hið bráðasta.
Annað eins lostæti væri vandfund-
ið.
Kokkurinn á Grillinu veit sínu
viti og hringdi i koflega sinn, þann
landsþekkta veitingamann Úlfar á
Þremur Frökkum. Sá góði maður
býr vel og á átta ára gamlan hval í
gámi - steindauðan og frosinn, vel
að merkja. Þessi skepna var borin
á borð á Grfllinu og Ferðamálaráð
bað gestina að gera sér hvalinn að
góðu. Steikumar vom finar, sagði
kokkurinn á Grfllinu, en eitthvað
vafðist hvalurinn fyrir Magnúsi
Oddssyni ferðmálastjóra daginn
eftir. Hann kvaðst ekki á nokkurn
hátt hafa borðað hvalkjöt lengi.
Vera kann að Magnús hafi skotið á
sig hamborgara og frönskum með-
an gestir hans sporðrenndu hvaln-
um.
Af þessu má sjá að það er hálf-
gert kvalræði að vera ferðamála-
stjóri eða sitja í Ferðamálaráði.
Þar álykta menn gegn hvalveiðum
og telja þær skaða ferðaþjónust-
una. Um leið em þessir sömu
menn greinilega vitlausir í hval-
kjöt og hætta miklu til þess að ná
sér í bita.
Það jákvæða í þessu öUu saman
er aö nú vita þeir hjá Ferðamála-
ráði að Úlfar á heilan gám af hval-
kjöti og hann segir að um sé að
ræða besta kjötið á markaðnum
þótt það sé orðið átta ára. Hvenær
sem hvalkjötslöngun gerir vart við
sig hjá Ferðamálaráöi má leita til
Úlfars og fá bita.
Það er jafnvel hugsanlegt að ráð-
ið geti samið fleiri ályktanir gegn
hvalveiðum yfir góðum málsverði.
í forrétt gæti til dæmis verði
hrefna norðursins og í aðalrétt
gljáð langreyður. Ef gott vín væri
borið frcun með þessum lystisemd-
um mætti jafnvel éta ofan í sig
ályktunina í eftirrétt.
Dagfari