Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 Fréttir Óánægja á landsbyggðinni með flutning verklegs prófs til aukinna ökuréttinda: Erfftt að réttlæta ákvörðun Umferðarráðs - segir Kristján Pálsson þingmaöur DV, Suðurnesjum: „Viö höfum ekki heyrt enn þá þau rök að ekki sé hægt að taka próf á rútu á Suðurnesjum fyrst það er hægt á Akureyri. Við erum svekktir, einfaldlega vegna þess að þetta er kostnaðarauki fyrir okkur. Við erum búsettir á svæö- inu og lítum svo á að við eigum ekki að sækja til Reykjavíkur þennan hluta námskeiðsins," sagði Karl Smári Hreinsson, kennari við Fjölbrautaskóla Suð- umesja, en hann er nemandi í ökuskóla Sigurðar Gíslasonar sem kennir Suðurnesjamönnum á námskeiöi til aukinna ökurétt- inda í Reykjanesbæ. Eins og DV greindi frá fyrir stuttu hefur Umferðarráð tekiö þá ákvörðun að verklegi þátturinn til hópbifreiðaprófs verði tekinn í Reykjavík. Þessi þáttur prófsins hefur verið tekinn á Suðumesjum í rúm 4 ár. Nemendur ökuskólans í Reykjanesbæ mótmæla þessari ákvörðun harðlega. Þeir telja að kostnaður aukist hjá þeim við að ferðast á milli Suðumesja og Reykjavíkur, það kosti þá rúmlega 40 þúsund krónur. Þeir þurfa að taka lengra frí úr vinnu til að komast á námskeiðið. Sjálft nám- skeiðið, fyrir próf á rútur, leigu- bíla og stóra vörubíla, kostar nem- andann tæpar 93 þúsund krónur. Á námskeiðinu er 21 nemandi og fær Umferðarráð 378 þúsund krón- ur. Ökuskóli Sigurðar hefur út- skrifað á þriðja hundrað manns á tæpum fjórum árum. Nemendur ökuskólans héldu fund um helgina þar sem þeir und- irrituðu mótmælabréf. í bréfinu kemur fram að nemendur, 21 að tölu, mótmæli þeirri ákvörðun yf- irvalda að hluta námskeiðsins, prófun og undirbúning, verði að sækja til Reykjavíkur. Á fundinn vom mættir alþingismenn Reyknesinga, Hjálmar Ámason og Kristján Pálsson, og vom þeir báð- ir mjög hissa á þeirri ákvörðun Umferðarráðs að flytja verklega þáttinn til Reykjavíkur. „Þetta kemur manni á óvart vegna þess að það era ekki efnis- leg rök til staðar og ég er hissa á ákvörðun Umferðarráðs. Ég gæti skilið það ef það væri hér lítil um- ferð og aðstæður þannig að ekki væri hægt að þjálfa menn. Mér finnst eðlilegt að múhameð komi til fjaUsins í staðinn fyrir að draga allt fjallið til Reykjavíkur," sagði Hjálmar Árnason. „Það er erfitt að réttlæta þá ákvörðun að leggja niður þann möguleika að hér sé hægt að kenna og prófa á rútubifreiðar á þeirri forsendu að hér sé ekki nægilega erfiðar aðstæður á með- an það er leyft á Akureyri. Hér á Suðurnesjum era geysilega erfiðar aðstæður. Ég held að það sé rétt aö ræða þetta mál við Umferðarráð og dómsmálaráðherra til að fá þessu breytt," sagði Kristján Páls- son. -ÆMK / Islensku tónlistarverðlaunin % iíhíbiiiijki verða afhent á Hótel Borg Fram knrna Emilíana Torrini og hljómsveit, Botnleðja, Anna Halldórsdóttir, Todmobile sem eiga öll tilnefningar í flokknum "lag ársins". Einnig kemurfram heiðursverðlaunahafi frá í fyrra, Guðmundur Steingrímsson og tríó. Kvrniir Húsið verður opnað kl. 19.00 fyrir matargesti en kl. 21.30 fyrir aðra. Matur er borinn fram kl. 19.30. Þetta kvöld fara fram gullplötuafhendingar, auk þess sem heiðursverðlaun verða veitt. Verð: 2.900 (Einnig er hægt a6 velja um grænmetisrétti) SHF Samband hljómplötuframleiðenda Forréttur Laxa-quesedillas með lárperumauki og salati Aðalréttur: Ofnbakað basilikum-marinerað lambafile í popplienthjúpi með sinnepsbalsamicosósu, ristuðu grænmeti og rauðlauk, fylltum með kartöflumousse. / Abætir: Ostbaka með ávaxtasósu. FIH Félag íslenskra hljómlistarmanna Páll læknir. Eskifjörður: DV-mynd Emil Páll læknir aftur í gamla læknis- bústaðnum DV, Eskifirði: Hinn kunni læknir Páll Gíslason hefur verið settur læknir á Eskifirði og Reyðarfirði í tvær vikur meðan héraðslæknirinn til margra ára, Auðbergur Jónsson, hefur ekki haf- ið störf á ný. Hann hætti um síðustu mánaðamót en allir hér vonast til að hann heíji störf á ný sem fyrst. Páll Gíslason hefur verið farsæll læknir í áratugi og var auk þess borgarfulltrúi í Reykjavík lengi. Hann kom hingaö að beiöni Ólafs Ólafssonar landlæknis en talsverð- ur órói hefur ríkt hér síðasta árið í læknamálum. Skemmst er að minn- ast aö Bjöm Gunnlaugsson hætti og fluttist á höfuðborgarsvæðið. Páll Gíslason er sonur Gísla Páls- sonar læknis sem eitt sinn starfaði á Eskifirði. Páll segist eiga góðar minningar héðan en hann var 7 ára þegar hann flutti frá Eskiíirði. Páll heldur til á Hótel Öskju en það var einmitt gamli læknisbústaðurinn þar sem hann var með foreldram sínum um 1930. Regfna Þórshöfn: Nýr umboðsaðili í fluginu og Flugleiða á Þórshöfn þriðja febrúar. Af því tilefni var farþegum og gestum boðið upp á kaffi og rjómatertu. Nýr flugafgreiðslumað- ur er Jón Matthíasson. Hjónin Jón Aðalbjömsson og Hulda Ingimarsdóttir hafa haft um- boðið í áratugi ásamt syni sínum Eyþóri Jónsyni. Hafa þau annast bæði flug- og vallarvörslu en það var faðir Jóns, Aðalbjöm Arngríms- son, sem stóð fyrir því að braut var radd við Sauðanes og áætlunarflug haflð I framhaldi af því upp úr 1950. Lónið ehf. er ungt fyrirtæki sem var stofhað í febrúar á síðasta ári og rekur verslun, bakarí og vöraaf- greiðslu á Þórshöfh og matvöru- verslun á Bákkafirði. -HAH Fulltrúar Flugmálastjórnar og flugfélaganna ásamt Steina Þorvaldssyni, framkvæmdastjora Lónsins, sem er annar frá hægri. DV-mynd HAH DV, Þórshöfn: Nýr umboðsaðili, Lónið ehf., tók við umboði Flugfélags Norðurlands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.