Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 15 Náttúrukær stóriðja „Garöyrkjan er ein fárra atvinnugreina í landbúnaöi þar sem ársverkum hefur fjölgaö á síöustu árum,“ segir m.a. í greininni. Þessa dagana er umræðan um stór- iðju í algleymingi. Sitt sýnist hverjum um uppbyggingu stóriðju í landinu og miðar fólk þá gjarnan við álvers- framkvæmdir. Engu að síður gera sér flestir grein fyr- ir því að við verð- um að nýta okkur þá möguleika og þær náttúruauð- lindir sem við eig- um en þó í sem allra mestri sátt við náttúruna og íbúa þessa lands, til þess að skapa. atvinnu og móta og standa undir því þjóðfélagi sem við búum í. Hvert metið af öðru Á undanfömum árum hafa garð- yrkjubændur notfært sér þann möguleika að nýta raforku til lýs- ingar gróðurhúsa og notfært sér þannig innlenda, náttúrukæra orku til þess að lengja framleiðslutíma á grænmeti og blómum. íslenska framleiðsluvaran er í hæsta gæða- flokki og stendur sambærilegum innfluttum vörum miklu framar. Hér er því um mjög athyglisverða starfsemi að ræða og er talið að þær 16 Gwst., sem nýttar eru til þessar- ar starfsemi, hafi skapað 100 ársverk á íslandi. Ef við höldum rétt á mál- um er talið að á næstu fimm árum muni nýting raforku til lýsingar i gróðurhúsum aukast um 13,5 Gwst. og má því ætla að ársverkum í greininni muni fjölga um að minnsta kosti 80 á næstu árum. Garðyrkjan er ein fárra atvinnugreina í landbúnaði þar sem árs- verkum hefur fjölgað á síðustu árum. Fram- leiðsluverðmæti graéna geirans, eins og ylrækt og garðyrkja eru oft kölluð, er talin vera um kr. 1.350 milljónir króna og áætlað söluverðmæti um kr. 3 milljarðar. Þannig er talið að störf í garðyrkju, beint og óbeint, séu alls um 1500. Því er ekki úr vegi að kalla þessa starfsemi náttúru- kæra stóriðju. Garðyrkjubændur hafa verið að slá hvert metið af öðru í því að auka vaxt- artíma afurða sinna. Nú eru ís- lenskar akúrkur framleiddar allt árið, íslenskir tómatar komu á markaðinn 22. janú- ar sl. og 6. febrúar kom íslensk paprika á markaðinn en það er einsdæmi að paprika komi svo snemma á markaðinn í Norður-Evr- ópu. Ósanngjörn umræöa Umræðan um verðlagningu á ís- lenskri landbúnaðarvöru, og þar með talið innlendu grænmeti, hefur oft verið ósanngjöm og slagorða- kennd. Sjálfskipaðir „vinir“ neyt- enda hafa gengið fram fyrir skjöldu og býsnast yfír háu verði á þessari hollu og heilnæmu vöru. Sjaldnast er komið inn á það hvernig verð- myndunin verður til. Hvað kostar það framleiðandann að framleiða vöruna og hvað fær hann í raun fyrir hana? Hvað lendir i vasa heildsalans og kaupmannsins, hve mikið er greitt til hins opinbera í formi virðisaukaskatts og sjóða- gjalda? Hvaða atvinna skapast af framleiðslunni í vinnslu, þjónustu og sölu? I mörgum tilfellum er um ósanngjarnan og slagorðakenndan samanburð að ræða. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar (sept. 1996) vegur mat- vara 16,6% í vísitölu neysluverðs, þar af nemur hlutur grænmetis 0,63% og hlutur innlendrar búvöra 7,1%. Þetta þýðir í raun í einfald- aðri mynd að ef heildarútgjöld heimilisins miðað við neysluverðs- vísitölu eru kr. 100.000 á mánuði vegur þáttur innlends landbúnaðar kr. 7.100 og hlutur grænmetis kr. 630. Garðyrkjubændur hafa um hríð notið sérkjara hvað um- framorku frá Landsvirkun varðar en þessi samningur rennur út í árs- lok 1997. Til þess að um áframhaldandi já- kvæða nýtingu garðyrkjubænda á raforku verði að ræða, og þar með áframhald á þeirri þróun sem hér á undan er lýst, er brýnt að stjórn- völd beiti sér fyrir því að nýir samningar verði gerðir við Lands- virkjun um hagstæða orkusölu til garðyrkjunnar. Með þeim hætti tryggjum við áframhaldandi vöxt atvinnugreinarinnar, stuðlum að ódýrari framleiðsluvöru sem getur hugsanlega leitt til útflutnings á af- urðum garðyrkjunnar á íslandi. Framleiðsla á heilnæmum landbún- aðarvörum á að vera þáttur í for- vamarstarfí og menneldisstefnu. ísólfur Gylfi Pálmason Kjallarinn ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður „Sjálfskipaðir „vinir“ neytenda hafa gengið fram fyrir skjöldu og býsnast yfir háu verði á þessari hollu og heilnæmu vöru. Sjaldn■ ast er komið inn á það hvernig verðmyndun verður til.“ Sjúkrahúsmál á Vesturlandi Að undanförnu hefur verið mik- il umræða um rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. í haust birtust í DV fréttagreinar um fíár- hagsvanda sjúkrahúsanna á Vest- urlandi. Þar kom fram að sjúkra- húsi Akraness hafði verið skipað- ur tilsjónarmaður sem hafði náð umtalsverðum árangri í hagræð- ingu og rekstri stofnunarinnar. Ég tel að verðlauna eigi slíkan starfs- mann og að heilbrigðisráðuneytið eigi að nýta sér þá hæfileika hans víðar. Það kom einnig fram 1 annarri grein sama dag að sjúkra- húsið í Stykkishólmi vantaði fíár- muni til að ná endum saman. Þess- ar stofnanir óttast báðar niður- skurð þessa árs og hvemig hann komi niður. Á árunum 1987-89 urðu breytingar á læknaliði sjúkrahússins í Stykkishólmi þar sem annar heilsugæslulæknanna lést og sjúkrahúslæknirinn lét af störfum fyrir aldurs sakir. Síðan hafa engar aðgerðir verið gerðar aðrar en smáaðgerðir í skyndi- svæfingu. Eggið eða hænan 1990 var Jósep Blöndal ráðinn sjúkrahúslæknir. Enginn svæf- ingalæknir hefur verið hér starf- andi um árabil. Maður áleit það aðeins tímabundið ástand en svo hefur ekki reynst. Er nú svo kom- ið í fiármálum spítalans að ekki má sjá hvort kemur á undan, egg- ið eða hænan. Ekki fæst fíármagn til þess að reka hér alvörusjúkra- hús en það sem nú starfar verður af dæmum í fréttaflutningi síðustu missera slegið af skili það ekki betri afkomu. í Vesturlandspóstin- um kom fram að að undanförnu hefði spítalinn tekið við mörgum sjúklingum í stoðkerfismeðferð. Það er ljóst að hér verður ekki rekin stofnun sem eingöngu sinn- ir slíku fólki. Ég er ekki að lasta þetta starf en það þarf að koma til meiri starf- semi til þess að þessi stofnun beri sig. Skammt er síðan skipulögðu heimahjúkrunarstarfi var komið á fót víða en það hjálpar verulega í styttingu á legutíma. Sumum af þessum sjúklingum mætir maður í heita pottinum á sumrin og í gönguferð að bæjarmörkunum aðra tíma árs. Það kom einnig fram í DV á svipuðum tíma að hótelið í Stykkis- hólmi hefði fengið 2 milljóna styrk. Ég tel að heil- brigðisyfirvöld geti nýtt hiuta hótelsins sem sjúkrahótel fyrir þetta fólk á þeim tímum sem minna er um- leikis í ferðaþjón- ustunni og nýta þar með þessar tvær milljónir í stað þess að kasta þeim út um gluggann eins og nú er gert. Enda er heilbrigðisþjónusta í lágmarki á orlofstíma. Margt af þessu fólki er fært til fæðis og klæðis meðan á meðferð stendur. Mér er ekki kunnugt um hvaða þjónusta er veitt á sjúkrahótelum en tel að vel gæti verið um ein- hverja þjónustu sjúkraliða þar inni að ræða. Þessi þjónusta þyrfti ekki að vera á verði topporlofs- tíma þar sem hótelið stendur meira og minna autt stóran hluta úr ár- inu. Þar er gufubað sem er góður plús fyrir stoðkerfissjúkl- inga. Og ef að líkum lætur verða einnig stórbætur í sund- laugarmálum sem koma til góða. Ég tel því að ekki þyrfti að teppa rúm aðgerða- sjúklinga fyrir stoð- kerfissjúklinga eða hluta þeirra. Mér þykir einnig skorta á framsýni ráða- manna okkar hvað þetta varðar, ellegar þeir liggi fast á hug- myndum sínum. Á sl. sumri vissi ég dæmi þess að sjúklingur á Snæ- fellsnesi fékk ekki þá þjónustu á sjúkrahúsi Akraness sem ég taldi hann eiga rétt til. Ég spurði því heilsugæslulækni í Stykkishólmi hvort einungis væri veitt bráða- þjónusta á sjúkrahúsi Akraness. „Ég veit það ekki,“ var svarið. Þetta er dæmi um það samskipta- og samstarfsleysi sem ríkir milli áðumefndra sjúkrahúsa á Vestur- landi. Gestalæknar í lok ársins var einnig grein frá DV, Akranesi, sem sagði frá því að einhvem tíma hefði verið ákveðið að embætti minjavarðar Vestur- lands skyldi vera með aðsetur á Akranesi eða ísafirði en nú væri ákveðið að það yrði í Stykkis- hólmi og að þarna væri að verki krumlan úr Stykkishólmi. Þetta kemur málefnum sjúkrahúsanna ekkert við annað en sem lýsandi dæmi um viðhorf til samstarfs sveitarfélaganna. Ég nefndi hér að ofan skort á framsýni ráðamanna. Það heyrist lítið um bættar sam- göngur með tilkomu Hvalfíarðar- ganga og hverju þær muni breyta í margs konar starfsumhverfi. Eins og áður lýst dæmi sýna vil ég segja: Við Vestlending- ar höfum engin efni á svona hugsunarhætti. Akurnesingar þurfa ekkert að gráta Björn bónda - þeir munu fá ýmislegt sem ekki nýt- ist okkur Snæfelling- um, svo sem að verða á einu atvinnusvæði með höfuðborgarsvæð- inu. Með bættum sam- göngum í nánustu framtíð tel ég okkur hins vegar eiga mögu- leika á að fá til Stykk- ishólms gestalækna sem ekki þurfa að eiga hér fasta búsetu og geta jafnvel farið milli þessara svæða á einum degi en skilað hér starfi við aðgerðir sem okkar fólk getur síðan sinnt í eftir- meðferð í samstarfi umræddra lækna. Það er talið að rekstraráætlanir stóru sjúkrahúsanna eða skipu- lagning starfsemi þeirra raskist að hluta vegna þess að þau sinna að stórum hluta aðgerðum sem gera ætti heima í héraði. í lok ársins kom einnig fram í DV að hjúkrun- arforstjórar kölluðu eftir heildar- stefnu i heilbrigðismálum. Ekki er þar vanþörf á. Úti á landsbyggð- inni hafa verið byggðar nýjar stofnanir sem standa eins og gap- andi augnatóftir hins dauða. Ég nefni álmu sjúkrahússins á Blönduósi sem ekki hefur fíár- magn til að verða tekin í notkun. Það mun einnig njóta bættra sam- gangna um Hvalfiörð og geta notað sömu aðferð með gestalækna. Ekki verða þessar breytingar í einu vetfangi en óhætt er að fara að hugsa til þeirra. Guðmunda Jenný Hermannsdóttir „Ég tel að heilbrigðisyfirvöld geti nýtt hluta hótelsins sem sjúkra■ hótel fyrir þetta fólk á þeim tímum sem minna er umleikis í ferðaþjón- ustunni...“ Kjallarinn Guðmunda Jenný Hermannsdóttir húsmóðir í Stykkishólmi Með og á móti Er réttlætanlegt að hafa löggæslumyndavélar á gatnamótum? Þórhallur Olafsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Dregur úr slysatíðni „Notkun löggæslumyndavéla á ljósastýrðum gatnamótum dregur verulega úr slysatíðni og það er aðalatriðið. Einnig er það réttlæt- ismál að þeir sem virða um- ferðarlögin eigi ekki á hættu að verða örkumla vegna þess að ökumenn sem ekki virða um- ferðarlögin aki gegn rauðu ijósi. Réttar- staða þeirra sem virða um- ferðarlög og reglur aukást vegna þess að myndavélar festa á filmu þann er ekur gegn rauðu Ijósi og sýnir afdráttarlaust hver er sek- ur. Löggæslumyndavélar eru í sjálfu sér ekkert frábrugðnar því þegar umferðarlögregla fylgist með gatnamótum nema löggæslu- myndavélin festir brotið á filmu og er óvefengjanlegt sönnunar- gagn. Myndin sýnir ökutækið, númer þess og ökumann. Lög- gæslumyndavélin vinnur allan sólarhringinn alla daga ársins. Gatnamót þar sem löggæslu- myndavélar eru eru merkt með skiltum og ökumenn varaðir við. í framtíðinni verða löggæslu- myndavélar settar upp um allt land, en Reykjavíkurborg hafði frumkvæði að því að sefía þær upp í höfuðborginni. Ástæðan var einfaldlega sú að það er ódýrasta aðferðin til að fækka slysum. Lög- gæslumyndavélarnar eiga jafn mikinn rétt á sér og almenn lög- gæsla enda er tilgangurinn að draga úr tíðni umferðarslysa og tryggja að löghlýðnir ökumenn verði síður fyrir slysum af völd- um þeirra er aka gegn rauðu ljósi.“ Óréttlátt og hætta á mis- miiniin „Mér finnst þessar löggæslu- myndavélar í heildina neikvæðar. Ég tel að þetta verði mjög óréttlátt gagnvart ökumönnum í Reykjavík sem lenda í mun ná- kvæmara eftir- liti heldur en ökumenn ann- ars staðar. Þannig að öku- maður sem t.d. býr úti á landi og er búinn að brjóta oft af sér í umferðinni sleppur viö sektir og ökuréttinda- missi því hann er á svæði þar sem ekki er eins mikil löggæsla og hér á Reykjavíkursvæðinu. Síðan er þetta spurning um alla númera- lausu bílana sem maður verður var við í umferðinni. Það er ekki hægt að ná þeim eins auðveldlega og öðrum bílum. Einnig tel ég að þeir bílar sem hafa gömlu númer- in sleppi betur, sérstaklega á kvöldin og nætumar, því þau eru dekkri og sjást ekki eins auðveld- lega, jafnvel þó að myndavélarnar séu með flass. Nýju númerin hafa endurskin og sjást mun auðveld- ar. Þama er mikil hætta á að það sé verið að mismuna ökumönn- um. Þá sé ég fyrir mér að öku- menn negli niður fyrr en vanalega þegar þeir nálgast þessi innræddu ljós af ótta við að verða myndaðir og þá eru auknar líkur á að ein- hver keyri aftan á þá. Ég hef hins vegar ekkert á móti því að lög- reglubílar liggi í leyni við gatan- mót því það geta þeir líka gert á Selfossi eða Egilsstöðum svo dæmi séu nefnd.“ -RR Kristinn Snœland leigubilstjórl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.