Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 19 Fréttir Níræður garpur lætur ekki deigan síga og mokar snjó frá elliheimilinu Sólborgu á Flateyri: Fiskurinn heilagri en beljur á Indlandi - böðulskapur að reka burt rótfasta heimamenn_ segir Guðmundur Valgeir Jóhannesson DV, Flateyri: „Það mokar þetta enginn ef ég geri það ekki sjálfur og það er eng- inn héma til þessara verka. Flest af Hinn 91 árs gamli Guðmundur Val- geir mokar snjó frá öldrunarheimil- inu Sólborgu á Flateyri. DV-mynd Guömundur Sæfari siglir víða DV, Dalvík: Eyfirska ferjan Sæfari, sem sér um flutning farþega og varnings milli Dalvíkur, Hríseyjar og Gríms- eyjar, hefur nú hafið áætlunarferðir frá Dalvík til Norðurfjarðar á Ströndum. Þangað er farið á þriggja vikna fresti og tekur siglingin til Norðurfjarðar um 8 klukkustundir. Að sögn Óskars Óskarssonar hjá Flutningamiðstöð Norðurlands hafa Eimskip og Samskip sinnt Norður- firði til skiptis, en nú er tímaáætlun orðin svo ströng hjá þeim að sigl- ingum til Norðurfjaröar var hætt. Því leitaði Vegagerð ríkisins tii FMN. Oft hefur gengið erfiðlega að halda veginum norður á Strandir opnum og sagði Óskar að vöruflutn- ingar Sæfara yrðu einungis yfir vetrarmánuðina. Á sumrin sjá flutningabílar um að færa Stranda- mönnum vaming. Óskar gat þess að í sumar yrði Sæfari, auk hefðbundinna ferjusigl- inga, notaður til skemmtiferða. Jafnframt væri hægt að fá Sæfara leigðan til hvers lags siglinga, allt eftir því hvað hæfði hveijum og einum. -hjá ATH. NÝJAN þessu fólki getur varla bjargað sér sjálft. Ég hef ekki orðið var við að bæjarfélagið sé að spandera í að láta moka frá þó það sé ekki flókið að renna gröfunni hér i gegnum sund- ið. Allt annað með svalirnar. Ég verð að moka þær sjálfur til að kom- ast út á þær til að gefa fuglunum. Læknirinn heldur að það geti verið slæmt fyrir mitt lasna hjarta að standa í miklum mokstri en ég held að það sé nú vitleysa,“ sagði Guð- mundur Valgeir Jóhannesson, 91 árs íbúi hér á öldrunarheimilinu Sólborgu. Þegar DV átti leið hjá var þessi aldna kempa að moka gangveginn að húsinu. Frá því hefur verið sagt hér í blaðinu að Guðmundur hafði forgöngu um að byggðar voru svalir á öldrunarheimilið á síðasta sumri. Lagði hann fram til þess fé og safnaði því sem á vant- aði meðal fyrirtækja og félaga á Flateyri. „Það er mjög gott að vera hérna. Starfsfðlkið er allt almennilegt fólk og það er á fullu kaupi svoleiðis að það stjanar við okkur. Það er náttúrlega lítið sem þarf að stjana við mig - það er mest við gamla fólkið." Guðmundur hefur ávallt haft ákveðnar skoðanir á málefnum líð- andi stundar og þegar hann er innt- ur eftir ástandinu á staðnum er hann ómyrkur í máli. „Það hafa orðið mikil umskipti á fólki hér. Mér finnst þetta vera dá- lítill böðulsskapur þegar verið er að reka rótfasta heimamenn í burtu og fá svo einhverja aðra í staðinn. Það hefur alltof margt fólk með rætur við staðinn farið héðan enda hefur ekkert verið gert tii að halda í fólkið. Það er markvisst verið að koma þvi í burtu og er þannig um allt land. Við hverju má líka búast þegar fiskurinn er orð- inn heilagri en beljurnar á Ind- landi? Þetta er ein hringavitleysa og verður svona þangað til búið verður að koma þessari ríkisstjóm fyrir kattarnef," sagði þessi fyrr- um sjómaður og skipstjóri í hálfa öld. -GS Uppþvottavélar Sjönvöri PHILIPS og Panasonic v. Myndbandstæki . - yífyisúWúWMBú Ef þetta er ekki Pvottavelar Straujám __ —-— ' Sjonvörp Kaffikönnur Útvörp Hárblásarar-^ Krullujám Eldavélar Þurrkarar Brauöristar Ryksugur^-— Myndbandstæki Örbylgjuofnar_ Feröatæ JVC Heimabío Sjonvör Vestfrost Isskápar í miklu úrvali Danskir gæöaskápar á frábæru veröi! l/7ð erum í næsta húsi v/ð VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR RílFMKJílPERZLUN ISLflNDSíf - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.