Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Side 23
MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 31 ' Vj£)JjJ JjJ-1 ÍJjJJjJí'jjJj'1 m Ný skótjar- hbggsvel Nýja skógarhöggsvélin frá finnska fyrirtækinu Plustech Oy í Finnlandi gerir skógarhöggsmönnum kleift að vinna vinnu sína án þess að valda víðtæku tjóni á skógarbotni en hann skemmist oft þegar vélar á hjólum eða beltum fara yfir hann. Tækið veg- ur tíu tonn og er með sex „fætur“ og 8 metra langa bómu með bandsög á end- anum. Það getur fellt tré sem eru allt að fimmtíu sentímetrar í þvermál. Rátt sjónarhorn Þegar menn vilja mynda hlutina frá rétta sjónar- horninu ætti stafræna myndavélin frá Minolta, sem kallast Dimeage V, að koma að góðu gagni. Það sem er markverðast við hana er að linsan og skjár- inn eru á metralangri snúru þannig unnt er að stilla myndavélinni ná- kvæmlega upp. Myndavél- in skilar venjulegri VGA- upplausn Hún er nýkomin á markað vestanhafs og kostar þar um 59-60 þús- und krónur. Nánari upp- lýsingar er að finna á vef- síðu Minolta sem á slóð- inni http://www.min- olta.com Skrautsýning úr geimnum Það verður fagurt um að litast í himinhvolfmu þeg- ar halastjarnan Hale Bopp fer fram hjá jörðinni þann 22. mars. Þótt hún komi ekki eins nálægt og Hayku- halastjaman, sem heilsaði upp á jarðarbúa i fyrra, þá verður Hale Bopp hugsan- lega mun bjartari séð frá jörðu. Hale Bopp mun þjóta fram hjá jörðinni í um tæplega 200 milljón kílómetra fjarlægð. Tveir menn uppgötvuðu Hale Bopp hvor í sínu lagi 23. júlí 1995. Annar þeirra var hinn þrautþjálfaði stjörnufræðingur Alan Hale en hinn var áhuga- maðurinn Thomas Bopp. Þegar halastjarnan var uppgötvuð var hún þúsund sinnum bjartari en hin goðsagnakennda Halley- halastjarna og þótt hún hafi ekki orðið eins björt og menn bjuggust við er skrautlegri sýningu lofað seinni hluta marsmánaðar. ■ i/j£3JjJ JJj JJjJ Suðurskautið bráðnar / Þessa dagana em tvær skoðanir vísindamanna ríkjandi um ástand Suðurskautslandsins. Hefðbundna kenningin gerir ráð fyrir stöðugu ástandi á Suðurskautslandinu þar sem íshellan er talin hafa þakið meginlandið í 15 milljónir ára. Ný kenning um að íshellan sé ekki nema þriggja milljóna ára gömul hefur valdið nokkrum óróa meðal vísindamanna enda felur hún í sér að ástandið á Suðurskautslandinu sé óstöðugt og ísinn þar geti hopað skyndilega og mikið með alvarleg- um afleiðingum fyrir alla jarðarbúa. Þessar deilur koma upp á sama tíma og ísbrjótur samtakanna umdeildu, Grænfriðunga, fór í byrjun þessa mánaðar auðveldlega í gegnum ís- inn sem umlykur James Ross eyju. Meðlimir samtakanna segja að þetta sé í fyrsta sinn sem skip kemst hringinn í kringum eyjuna en venjulega sé James Ross eyja tengd meginlandinu með þykkri íshellu. Ferð Grænfriðunga var farin til þess að vekja athygli á því sem þeir segja vera sönnur fyrir því að lofts- lag jarðarinnar sé að hitna af mannavöldum með ófyrirséðum af- leiðingum. Vísindamenn, sem telja íshelluna vera nýja (í jarðfræðilegum skiln- ingi), styðjast við steingerðar leifar af örsmáum sjávarlífverum. Þeir telja að fundurinn bendi til þess að „skammt“ sé síðan hlýtt hafi verið á Suður- skautsland- inu, svo hlýtt að utanað- komandi sjór hafi blandast vatni und- ir íshell- unni. Þannig hafi smádýrin komist þangað sem þau fundust. Einnig hafa þeir fundið steingerðar trjá- og skordýraleifar. Utanaðkomandi Sé ísbrjótur Grænfriöunga fór vandræðalaust í gegnum ísinn í kringum James Ross eyju í byrjun þessa mánaöar. Þaö segja þeir benda eindregið til þess aö ísinn viö Suöurskautslandiö sé aö bráöna af mannavöldum. rannsóknir styðja þessar fullyrðing- ar. Nýlegar Suðurskautslandiö r a n n ■ sóknir benda til dæmis til þess að sjór hafi eitt sinn verið 25-30 metr- um hærri en hann er nú. Margir vísindamenn eru einfaldlega ósam- mála þessum rökum og segja að Suðurskautslandið hafi verið fros- in eyðimörk í að minnsta kosti 15 milljónir ára. Þeir benda á jarðfræði Suð- urskautslandsins og efna- samsetningu og staðsetn- ingu ösku. Að þeirra sögn bendir askan á Suður- skautslandinu til að þeir sem telji að stöðugt ástand hafi ríkt á heimsálfunni köldu hafi rétt fyrir sér. Enn fremur ber grjót ekki þess merki að hafa komist í snertingu við renn- andi vatn. Reyndar segja þessir vís- indcunenn að það sé fullkomlega í samræmi við kenningar þeirra að plöntu- og skordýraleifar finnist á Suðurskautslandinu. Það var nefni- lega eitt sinn hluti af sama megin- landi og Suðúr-Ameríka og Nýja-Sjá- land. Steingervingarnir séu einfald- lega ævagamlar leifar frá þessum tíma. Hafi þeir rétt fyrir sér er lítil ástæða til þess að ætla að meiri háttar bráðnun eigi sér stað á Suð- urskautslandinu i náinni framtíð. Þá þarf mannkynið ekki að yfirgefa strandborgir sínar og aðlaga sig gjörbreyttu loftslagi. Til þess að skorið verði úr þess- um ágreiningi þarf að aldursgreina með áreiðanlegum hætti steingerv- ingana sem fundist hafa eða að minnsta kosti að sjá hvort þeir hafi borist til Suðurskautslandsins fyrir tilviljun. Þangað til verða menn að biða og sjá. Fflar á heljarslóð „Ef litið er til síðustu fimm milljón áranna sem risaeðlurnar lifðu og það tímabil borið saman við undanfarin fimm milljón ár þá sést glögglega að fílar eru á sömu leið og risaeðlurnar fóru á sínum tíma,“ segir Roger J. Cuffey hjá Pennsylvaniuháskóla. Einungis tvær tegundir þykkskinnunga eru eftir, indverski fíllinn og sá afríski. Eitt sinn titraði jörðin undan 30 tegundum þessara vold- ugu dýra og eru hinir risavöxnu mammútar frægastir fulltrúar þessarar tegundar. Cuffey segir að þegar veldi risaeðlanna var sem mest á jörðinni hafi verið til um 30 tegundir þeirra. Það er nú sannað mál að stór loftsteinn rakst á jörð- ina nokkru áður en síðasta risaeðl- an gaf upp öndina. Kenningin er sú að loftslagsbreyting í kjölfar árekstursins hafi valdið útrým- ingu risaeðlanna. „Þegar risaeðl- urnar fengu náðarhöggið hafði þeim þegar fækkað afar mikið og þær voru að verða útdauða hvort sem var.“ Cuffey segir að náðar- höggið fyrir fílana verði ágengni mannkynsins, hvort sem það er í formi veiðiþjófnaðar eða eyðingar þess á heinikynnum filanna. Vissir þú... Vissir þú að ein miðilstegundin sem til er eru miðlar sem geta líkamnað hina framliðnu fyrir utan miðilinn svo allir viðstaddir geti séð og þreifað á? Og vissir þú það að a.m.k. hundruð slíkra líkamninga hafa náðst fram hér á landi sem annars staðar í sögu spíritismans í veröldinni og verið rannsakaðir mjög ítarlega? Ef svo er ekki þá áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 500 nemendum skólans sl. þrjú ár. Því Sálarrannsóknarskólinn var hugsaður fyrir venjulegt fólk eins og þig og mig sem langar að vita flestallt sem vitað er um lífið eftir dauð- ann og hvar og hvemig því er háttað, og hvers eðlis þessir handanheimar em, í þægilegum skóla eitt kvöld eða eitt laugardagssíðdegi í viku fyrir hófleg skólagjöld. Síðasti bekkur vetrarins byjar á morgun ... Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er í dag. Svarað er í síma skólans alla daga vikunnar, kl. 14 -19 Sálarrannsóknarskólinn - Mest spennandi skólinn i bænum - Vegmúla 2 s. 561 9015 & 588 6050

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.