Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 12
12 / MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 Spurningin Hvern myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni? Tinna Rut Torfadóttir nemi: Atla Húnakonung. Sigrún Baldvinsdóttir: Mér dettur helst í hug Gandhi. Sigxu’jón Gylfason verkamaður: Halon Johnsson. Hann var Hollend- ingur, frumkvöðull í skátastarfi. Borghildur Guðmundsdóttir hús- móðir: Leif heppna. Alma Rut Ásgeirsdóttir nemi: Ég held bara engann sérstakan. Katrín Hrefna Jóhannsdóttir nemi: Kurt Cobain og John Lennon. Lesendur Flugfélagið Loftleiðir - skipting reksturs - nýtt nafn Karl Sigurðsson skrifar: Þótt alllangt sé umliðið frá því ákveðið var að sameina flugfélög- in tvö, Flugfélag íslands og Loft- leiðir, í eitt félag, Flugleiðir hf., hefur stjórn Flugleiða nú tekið þá ákvörðun að færa rekstur innan- landsflugsins undir sjáifstætt fyr- irtæki með nafninu Flugfélag ís- lands. Flugfélag íslands var ailtaf mun minna en Loftleiðir, bæði hvað snerti flugflota, fasteignir og umsvif. Það fer því ágætlega á því að taka upp nafnið Flugfélag ís- lands fyrir þann rekstur sem minnstu skiptir hjá Flugleiðum hf. Það væri og skynsamlegt af stjóm Flugleiða að ganga alla leið og hafa sjálfstætt fyrirtæki um ut- anlandsflugið, jafnvel Amer- íkuflugið eitt, undir nafninu Loft- leiðir. Þar voru umsvif Loftleiða mest og um það snerist utanlands- flugið að verulegu leyti - og gerir líklega enn þá - því væri ekki Am- eríkufluginu til að dreifa væri lít- ill veigur í utanlandsflugi Flug- leiða í dag. Það segir sig sjálft að úr því sem komið er væri skipting rekst- ursins í innanlands- og utanlands- flug beint framhald af því að taka upp nafnið Flugfélag íslands. Þótt einhverjir sýnist hafa lýst ánægju sinni með þá nafngift gefur þessi ákvörðun stjómar Flugleiða einmitt tilefni til endurvakinnar sundrungar. Nafnið Flugfélagið Loftleiðir gæti þó orðið ásættanleg lausn - líkt og átti sér stað þegar síðdegis- blöðin tvö, Dagblaðið og Vísir, sameinuðust í eitt blað, Dagblað- Rísa nöfn gömlu keppinautanna í íslenskri flugsögu, Flugfélag Islands og Loftleiöir, úr öskustónni? ið-Vísi, svo að segja á einni nóttu. Þar var skynsamlega að verki staðið hjá fyrrverandi keppinaut- um. Það hefði einnig verið lausn þegar Flugfélag íslands og Loft- leiðir voru sameinuð. Fádæma klaufaskapur ásamt yfirþyrmandi græðgi í að komast yfir eignir Loftleiða yfirskyggði hins vegar alla skynsemi. Auk þess sem hinni dauðu krumlu rík- isins var slengt yfir lfkamninginn Flugleiðir sem átti að sameina gömlu félögin. Nú situr stjórn Flugleiða með uppvakning sem dæmdur er til að reika eirðarlaus þar til fundinn er farvegur fyrir nafn Loftleiða í sjáffstæðu fyrir- tæki um reglubundið utanlands- flug. Það versta kemur ekki að vestan Hjörleifur skrifar: Það er stundum látið liggja að því að ýmsir ósiðir sem m.a. við ís- lendingar höfúm tekið upp í seinni tíð séu upprunnir í Bandaríkjun- um. Vel má vera að eitthvað sé til í því en það er þó mikill misskiln- ingur að það versta komi að vest- an. Pitsur, gosdrykkir og annað óhollt fæði er á boðstólum í Banda- ríkjunum eins og víðast annars staðar. Pitsurnar eru þó ekki það- an komnar heldur úr ítalska suðr- inu. Og fleira mætti nefna, svo sem sjónvarpsglápið sem er löngu orðið útlægt í Ameríku. Þar ganga flest- ar fjölskyldur til náða löngu fyrir miðnætti á meðan fslenskar drolla alla jafnan lengi fram eftir og hafa auk þess engan hemil á börnum sínum. Flest heilsubætandi má hins vegar rekja til bandarískra siða. Má nefna íþróttaiðkun almennings sem er þar meiri en annars staðar, skokk og grænmetisneyslu ásamt hvers konar heilbrigðisfræðslu. Það er því ekki við Bandaríkin að sakast ef íslendingar tortíma sjálf- um sér sakir oftrúar á nýjabrumi og markaðsbrögðum sem flæða yfir þessa þjóð okkar. Hin sjúka Guðmundur Gislason skrifar: „Maður, líttu þér nær,“ stendur þar. „Maður, líttu þér fjær,“ skyldi einnig standa þar. Vald spillir, algjört vald gjörspillir, seg- ir líka einhvers staðar. Skoðun einstaklingsins á því hvað heilbrigt er og sjúkt i mann- legu lífi er ekki síst mótuð af sam- anburði. Þótt slíkar skoðanir séu oft reistar á sæmilega raunhæfum grunni er hitt ekki síður algengt að persónulegar tilfinningar leggi þyngra mat á vogarskálina. Og það er ekkert óeðlilegt að tilfinn- ingahiti fólks gjósi upp þegar það kemur æ oftar í ljós að riðvöxnum ríkisforstjórum og bankastjórum eru greidd laun sem menn í al- mennum störfum vítt og breitt um þjóðfélagið láta sig ekki dreyma um. Það stoðar lítt að benda á ein- LH§liE)/& þjónusta allan sólarhringinn ftðeins 39,90 mlnútan - eda hringið í síma t^S50 5000 ftilíli kl. 14 og 16 íslenska stjórnsýsla Bankastjórar Seölabankans. - Eru þeir verðir launa sinna? hverja forstjóra í einkafyrirtækj- um og segja: Þeir eru líka á háum launum. Víst eru nokkrir á slík- um launum en þau laun eru ekki tekin af almennum skattborgur- um og fyrirtækin hafa visast efni á að greiða há laun þeim sem hvað mest hafa fyrir því að skapa fyrirtækjunum góðar tekjur. Hin- ir riðvöxnu ríkisforstjórar eru í þokkabót rostafullir þegar þeir svara fullum hálsi og segja sem svo: Við erum í „fullum rétti“. Þessi skoðun bankastjóra og ríkisforstjóra er ekki mótuð af samanburði þvi fáir aðrir hafa slík laun á íslandi. Skoðunina verður því að rekja til sjúklegs ástands viðkomandi svarenda, lika þeirra sem taka upp hansk- ann fyrir þessi laun. Eða hví ættu bankastjórar að fá greitt aukalega fyrir að sitja í nefndum, og það í dagvinnutíma? Það er alkunna að íjölbreytni í hugsunarhætti manna er nær óendanleg og má oft deila um hvað heilbrigt sé og hvað sjúkt, en auðsætt er að fjölbreytnin er mik- il innan takmarka þess sem heil- brigt á að teljast. Það er ljóst að ís- lensk stjórnsýsla er alvarlega sjúk, hvemig sem á málin er litið. DV Smugudeilan: Ekki von að vel gangi S.J.K. skrifar: Það er eins og sigið hafi á ógæfuhliðina hjá okkur i seinni tíð hvað varðar samninga á al- þjóðavettvangi. Tökum Smugu- deiluna sem dæmi. Þar hefur ekk- ert þokast áleiðis og frekar niður á við ef eitthvað er. Mér sýnist ástæðan vera einföld: Við eigum enga vel hæfa samningamenn lengur. Þetta eru einhverjir emb- ættismenn sem litla reynslu hafa aðra en sitja nefndafundi og svo veislur að auki. Við eigum í reynd fáa ffábæra embættismenn. Ekki er því von á góðu. Samráð um bíl- verð? Pétur Bjömsson skrifar: Það hefur margsinnis verið upp- lýst hér að vissar vörutegundir og þjónustugreinar eru því marki brenndar að um þær er samráð í verðlagningu. Þetta er ríkjandi varðandi bensínsölu, tryggingar o.fl., o.fl. Ég sé ekki betur en þetta eigi við líka um verðlagningu nýrra bíla. Þeir sem mest eru aug- lýstir, þessir bOar sem almenning- ur er einna helst þess umkominn að kaupa, eru á verðbilinu frá, segjum 1,2 milljónir og tO 1,3 eða 1,4 milljóna. Aðrir fara vart niður fyrir milljónina, nema kannski Skoda, Lada og allra minnstu jap- önsku púturnar sem fáir vilja kaupa vegna slysahættu í svo litl- um bOum. Frábær forystu- grein Þorsteinn Einarsson hringdi: Mig langar tO að þakka fyrir al- veg frábæra forystugrein sem ég las i blaði ykkar, DV, og hét Fólk- ið segir pass. - Auðvitað er þetta allt satt og rétt að þvi er varðar okkur íslendinga. Við heimtum og kvörtum um lág laun, ónógar tryggingabætur, hátt verðlag o.s.frv. en spyijum sjaldan eða aldrei um skyldur okkar við þetta sama þjóðfélag. Lýðræðið felur í sér að almenningur á sjálfur að taka ábyrgð á rekstri þjóðfélags- ins. Éta, drekka, liggja á meltunni; þetta látum við ganga og dillidó. Og svo á kerflð að hirða hræið tO uppskurðar eða lyfjameðferðar. - Þuifum við íslendingar ekki ein- faldlega að taka okkur ærlegt tak? Tækni og vís- indi á sinn stað Dagný Jónsdóttir hringdi: Mig langar tO að gagnrýna þá ákvörðun hjá Sjónvarpinu að færa þáttinn Nýjasta tækni og vísindi fram fyrir fréttatímann. Þessi sí- vinsæli þáttur var á ágætum stað, eftir kl. 20.30 lengst af. Nú er hætt við aö margir komist ekki tO að horfa á hann á þeim annatíma sem hann er sýndur á í dag. Þá er kvöldmatur í gangi víða og síðan eru það börn sem þarf að sinna á þessum tíma. Vinsamlegast færið þátt þennan á sama stað i sjón- varpsdagskránni og hann lengst af hefur verið. Hver þýddi ívar hlújárn? R.A. skrifar: Ég hefði gjaman vOjað, ef DV- dálkurinn Lesendur hafa orðið, vOdi afla þeirra upplýsinga, fá að vita hver gerði hina frábæru þýð- ingu á sögunni ívar hlújám eftir Walter Scott og gefln var út hjá Leiftri á sínum tíma. Þetta er bók sem samanstendur af texta og myndum á hverri síðu og ég las sem strákur en tók bókina svo fram nýlega og las mér tO sannrar ánægju á ný. Frábær saga og frá- bær þýðing. En það vantar að geta þýðandans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.