Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 11 Fréttir Loðnufrysting á Seyðisfirði: Akureyringar með frystihús og togara DV, Seyðisfirði: Frystihúsið Norðursíld, sem er í eigu SR-mjöls, hefur nú verið tekið á leigu af Útgerðarfélagi Akureyr- inga. Það gerðu þeir reyndar líka á loðnuvertíðinni í fyrravetur en þá i félagi við aðra. Fulltrúi ÚA og verkstjóri á staðnum er Sævar Þorsteinsson og aðstoðcuverkstjóri hans Eð- vald Garðarsson. Þeir eru báðir ungir fiskiðnaðarmenn, reyndir í starfi. Starfsmenn eru alls 28 og er verbúð og mötuneyti á staðn- mn. Við bryggjuna liggur síðan togar- inn Sólbakur EA og eru þar 17 menn sem frysta um borð. Frysting hófst í sl. viku og hafa þegar verið fryst um 470 tonn fyrir Rússlands- markað. Nú er loðnan að ná því gæðastigi sem hún þarf að hafa til að uppfylla kröfur Japana. Þá mun koma til starfa meira af vönu fólki. Japönsku kaupendurnir eru kröfuharðir og senda ávallt sína fulltrúa í vinnslustöðvar til eftirlits með að gæðakröfur þeirra séu upp- fylltar. -JJ Suðurnes: Jarðskjálfta- mælum fjölgað DV, Suðurnesjum: Þremur jarðskjálftamælum, sem Hitaveita Suðurnesja festi kaup á, hefur verið komið fyrir á þremur stöðum - við Vogastapa, skammt frá Sæbýli, úti á Stafnesi og sunnan við Þorbjörn við Grindavík. Að sögn Alberts Albertssonar, aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suð- umesja, er mælunum komið fyrir á litlum, steyptum steinpöllum. Frá hverjum mæli liggur símakapall í nærliggjandi hús þar sem tölva tekur við mæling- unum og sendir þær til Veður- stofu íslands. Mælarnir verða væntanlega tekn- ir í notkun innan tveggja vikna. Al- bert segir að hlutverk þeirra sé þri- þætt: að fylgjast með jarðskjálftum á Suðumesjum í þágu almanna- vama, að staðsetja og teikna sprungur jarðhitageymisins svo skilningur manna á honum aukist og loks á að þróa aðferð til að stað- setja jarðhitaholur með öruggari hætti en áður. Hitaveitan kaupir mælana, setur þá upp og rekur að hluta til. Mæl- arnir verða hluti af neti jarðskjálfta- mæla Veðurstofunnar og í rekstri hennar að mestu. Andvirði búnað- arins er um þrjár og hálf milljón króna. -ÆMK Fráveitumannvirki á Suðurnesjum: Lægsta tilboðið 43,6% af kostn- aðaráætlun DV, Suðurnesjum: „Við erum mjög ánægð með til- boðin. Það kom okkur raunverulega á óvart hvað þau eru lág. Ég hef rætt við forsvarsmenn hjá Vamar- liöinu og þeir hafa lýst yfir ánægju sinni með þau. Niðurstaðan úr til- boðunum mun auðvelda vinnu okk- ar með Bandaríkjamönnum þegar kemm- að sjálfúm byggingarfram- kvæmdunum," sagði Kristján Páls- son alþingismaður. Hann er formaður verkefnis- stjórnar sem er framkvæmdaaðili fýrir Reykjanesbæ í fráveitumann- virkjum sem Varnarliðið og Reykjanesbær fyrirhuga að byggja í Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæj- ar. Tilboð vom opnuð 10. febrúar. Kostnaðaráætlun var 29 milljónir króna. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á 12,6 milljónir sem er 43,6% af kostnaðaráætlun. Fjögur fyrirtæki áttu það tilboð: Hnit hf., Tækni- þjónusta SÁ, Almenna verkfræði- stofan og Rafteikning. Að sögn Kristjáns hefur verkefnisstjómin ákveðið að leggja til við bæjar- stjórn Reykjanesbæjar að taka lægsta tilboðinu. Tilboðið felur í sér hönnun á út- rásum, sniðrásum og hreinsi- og dælustöðvum. Hæsta tilboðið hljóð- aði upp á 26 milljónir sem er 90% af kostnaðaráætlun. Þrir hópar fengu að bjóða í verkið en í hverjum hópi vom nokkur fyrirtæki saman um tilboð. Að sögn Kristjáns er verið að gera ráð fyrir að heildarkostnaður við fráveituframkvæmdir verði inn- an við einn milljarð króna. Hann segir að með hægstæðum tilboðum verði sú upphæð lægri en talað var um í fyrstu. -ÆMK Fryst er í Sólbak við bryggju á Seyðisfirði, DV-mynd Jóhann CSD-ES600 fermingartilboð kr. 19.995 CSD-ES30 fermingartilboð kr. 17.995 CSD-ES200 fermingartilboð kr. c >. m 0 3 CZ~D 2ja diska geislaspilan Hljómmiklir hátalarar Tónjafnari m/Rock-Popp-Jazz Bass-Boost Einnar snertingar upptaka FM-MB og LB útvarp Heyrnatólatengi Vandað segulband oi£JrS Fullkominn geislaspilari Front Surround hljómkerfi 4 hljómmiklir hátalarar Tónjafnari m/Rock-Popp-Jazz Bass-Boost Einnar snertingar upptaka FM-MB og LB útvarp Heyrnatólatengi Vandað segulband '^ ÖY'S- ■ Fullkominn geislaspilari Hljómmiklir hátalarar Bass-Boost Einnar snertingar upptaka FM-MB og LB útvarp Heyrnatólatengi Vandað segulband Ö!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.