Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1997, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1997 Afmæli Sigurvin Hannibalsson Guðmundur Sigurvin Hannibals- son vélfræðingur, Hafnarbyggð 55, Vopnafirði, er sextugur í dag. Starfsferill Sigurvin fæddist í Þernuvik í Ög- urhreppi en ólst upp á Hanhóli í Bolungarvík. Hann lauk miðskóla- prófl frá Héraðsskólanum í Reykja- nesi við Djúp 1954, prófi á fiskmats- námskeiði 1956, stundaði nám í plötu- og ketilssmíði í Stálsmiðjunni hf. 1957-61 og lauk vélskólaprófi 1964. Sigurvin var vélstjóri á hátum 1964-67, stundaði verslunarstörf í Reykjavík 1967-68, stundaði við- gerðir á þungavinnuvélum á verk- stæði Reykjavíkurborgar 1968-70, starfaði í skipasmíðastöð Kockums í Malmö 1969, var vélstjóri á Gretti, var einn af stofnendum heildverslunarinnar Goss hf., Reykhólaskips hf. og Dýpkunarfélags Siglufjarðar hf. Hann er nú vélstjóri á Sunnu- berginu frá Vopnaflrði. Fjölskylda Sigurvin kvæntist 17.9. 1960 Sigrúnu Jónas- dóttur, f. 25.7. 1942. Hún er dóttir Jónasar Jóns- sonar og Fanneyjar Jón- asdóttur er bjuggu í Reykjavík. Sig- urvin og Sigrún skildu á síðasta ári. Böm Sigurvins og Sigrúnar eru Svala, f. 31.12. 1960, kennari í Reykjavík; Hannibal, f. 15.2. 1965, vélvirki í Reykjavík; Arnór, f. 6.6. 1967, tækniteiknari í Reykjavík; Harpa, f. 20.4. 1972, flug- freyja í Reykjavík. Systkini Sigurvins eru Guðríður Hannibalsdótt- ir, f. 30.3. 1938, kennari í Mosfellsbæ; Jón Hanni- balsson, f. 17.6.1939, kenn- ari í Mosfellsbæ; Lilja Hannibalsdóttir, f. 28.6. 1940, hjúkrunarfræðingur í Stykkishólmi; Haukur Hannibalsson, f. 18.9.1941, verkstjóri í Kópavogi; Hulda Hannibalsdóttir, f. 4.2. 1943, húsmóðir og verktaki á Eskifirði; Ásdis Hannib- alsdóttir, f. 20.3. 1944, húsmóðir og verktaki á Norðfirði; Bragi Hannib- alsson, f. 9.12. 1945, skrifvélavirki í Reykjavík; Sigríður Halldóra Hannibalsdóttir, f. 17.12. 1947, mat- artæknir í Kópavogi; Sigrún Hannibalsdóttir, f. 21.4. 1950, hús- móðir og verktaki í Kópavogi; Mar- grét Hannibalsdóttir, f. 25.1. 1952, bóndi að Neðra-Núpi í Miðfirði; Jó- hann Hannibalsson, f. 27.7. 1954, bóndi að Hanhóli í Bolungarvík; Fjóla Hannibalsdóttir, f. 22.4. 1953, ræstitæknir í Danmörku; Rebekka Hannibalsdóttir, f. 13.2. 1956, hús- móðir í Danmörku; Þorsteinn Hannibalsson, f. 10.9. 1961, verktaki í Hveragerði. Foreldrar Sigurvins: Hannibal Guðmundsson, f. 24.4. 1907, d. 9.12. 1984, bóndi á Hanhóli í Bolungarvík, og k.h., Þorsteina Jónsdóttir, f. 16.11.1914, húsfreyja. Sigurvin verður við störf úti á sjó á afmælisdaginn. Sigurvin Hannibalsson. Þóra Ingvaldsdóttir Þóra Ingvaldsdóttir hjúkrunarforstjóri, Bjólfsgötu 8, Seyðisfirði, er fertug í dag. Starfsferill Þóra fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Vörðuskóla í Reykjavík 1974, lauk stúdentsprófi frá Strombergsskolen í Lundi í Svíþjóð 1981, hjúkrunarfræðiprófi frá Þóra Ingvaldsdóttir. Hjúkrunarskóla íslands 1984 og stundaði nám í fornleifafræði við Lunds Universitet 1989-90. Þóra vann ýmis verka- mannastörf á árunum 1970-81, m.a. í fiskvinnslu, hjá Sláturfélagi Suður- lands, á Hótel Lundia í Svíþjóð og við umönnun aldraðra hjá Papegojelyck- an í Lundi í Svíþjóð. Hún varð hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahús Seyðisfjarð- ar 1984 og er hjúkrunarfor- stjóri þar frá 1992. Þóra var formaður stjómar Aust- urlandsdeildar Hjúkrunarfélags Is- lands 1985-87 og var trúnaðarmaður á vinnustað 1984-85. Fjölskylda Þóra giftist 12.12.1975 Pétri Krist- jánssyni, f. 31.7. 1952, þjóðfræðingi. Hann er sonur Kristjáns Inga Ein- arssonar myndlistarmanns sem er látinn og Sigríðar Ágústu Soebech, fyrrv. bankastarfsmanns í Reykja- vík. Dóttir Þóru og Péturs er Avanti Ósk Pétursdóttir, f. 1.7. 1995 (kjör- dóttir). Systkini Þóru eru Haukur, f. 5.8. 1959, vaktmaður við Landspítalann, búsettur í Reykjavík; Hörður, f. 12.10. 1960, verslunarmaður í Kópa- vogi; Barði, f. 18.3.1962, hagfræðing- ur í Kópavogi; Eyrún, f. 9.11. 1967, skrifstofumaður, búsett í Kópavogi. Foreldrar Þóru eru Ingvaldur Rögnvaldsson, f. 18.3. 1931, verslun- armaður í Kópavogi, og k.h., Hafdís Gústafsdóttir, f. 13.9. 1937, starfs- maður bæjarverkfræðings í Kópa- vogi. Fréttir Bílaleiga Flugleiða hefur fest kaup á 35 Opel Corsa bifreiöum. Bllaleiga Flugleiöa, sem er meö umboö fyrir bíla- leiguna Hertz á fslandi, bætir viö sig einum fiokki bílaleigubila meö þessum kaupum. Er þaö minnsti flokkurinn en talsverö eftirspurn hefur verið eftir bilum í þeim flokki. Á myndinni sjást þeir Grétar Br. Kristjánsson, for- stööumaöur Bflaleigu Flugleiöa, Siguröur Helgason, forstjóri Fiugleiöa, og Júlíus Vffill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bílheima. DV-mynd Hilmar Þór Tryggingafélag tapar slysabótamáli: Dæmt til að greiða tvisvar hluta bótafjárhæðar - hafði greitt bæturnar lögmanni sem stakk stórum hluta þeirra í eigin vasa Hæstiréttur hefur staðfest dóm undirréttar í máli manns gegn tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum um að tryggingafélagið skuli greiða manninum tæpa eina milljón króna sem eru eftirstöðvar slysabóta eftir vinnuslys. Tryggingafélagið hafði greitt lögmanni mannsins bæturnar að fullu en lögmaðurinn hins vegar stungið stórum hluta þeirra í eigin vasa þegar hann gerði upp við skjól- stæðing sinn. Maðurinn, Aðalbjöm Steingríms- son, sem er smiður, slasaðist við vinnu sína vorið 1985 og hlaut var- anlega örorku. Sjóvá-Almennar voru dæmdar til að greiða Aðalbimi slysabætur að upphæð rúmlega 3,6 milljónir króna vorið 1991 og greiddi tryggingafélagið upphæðina til Guðnýjar Höskuldsdóttur, lög- manns Aðalbjamar. Guðný greiddi Aðalbimi hins vegar aðeins eina milljón króna en tók afganginn til eigin þarfa. Þegar Aðalbjöm varð þessa vís kærði hann Guðnýju til Lögmanna- félags íslands og RLR en skömmu síðar varð Guðný gjaldþrota og bú hennar reyndist eignalaust. Aðal- bjöm fékk upp úr því greitt tvisvar úr ábyrgðarsjóði Lögmannafélags- ins upp í það sem á vantaði, samtals 1.488.714 krónur, en krafði Sjóvá- Al- mennar um það sem vantaði upp á fulla bótafjárhæð. Þegar tryggingafélagið neitaði að greiða upphæðina höfðaði Aðal- bjöm mál gegn því á þeim forsend- um að hann hefði aldrei gefið Guð- nýju Höskuldsdóttur umboð til að taka við greiðslum fyrir sína hönd og væri þvi óbundinn af þvi upp- gjöri sem fór fram milli hennar og Sjóvár- Almennra. Hún hefði ein- ungis verið skipuð málaflutnings- maður hans og slíkt umboð næði einungis til málflutnings fyrir rétti. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þetta og var tryggingafélagið dæmt til að greiða Aðalbirni það sem hann vantaði upp á af þeim bótum sem honum höfðu verið dæmdar, eða 982.441 kr. ásamt vöxtum frá 17. maí 1985 til greiðsludags og máls- kostnaði. Sjóvá-Almennar áfrýjuðu dómi héraðsdóms en Hæstiréttur hefur nú staðfest hann og gert tryggingafélaginu að greiða auk þess 150 þúsund króna málskostnað fyrir Hæstarétti. -SÁ DV 111 hamingju með afmælið 17. febrúar 90 ára Guðfinna Sveinsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. 80 ára Ágústa Björnsdóttir, Hlíðarvegi 23, Kópavogi. Bjarai Blomsterberg, Brekkuhvammi 9, Hafnarfirði. 75 ára Jenfrid H. Wheeler, Háhæð 1, Garðabæ. Petrfna Eldjára, Suðurbyggð 1, Akureyri. 70 ára Ásmundur Bjarnason, Uppsalavegi 20, Húsavík. Már Hall Sveinsson, Bárðarási 8, Hellissandi. 60 ára Guðbjörg Kristinsdóttir, Brautarholti, Staðarhreppi. Hermanda S. Jóhannesdótt- ir, Karlsrauðatorgi 5, Dalvík. Kristín S. Guðmundsdóttir, Vesturvangi 8, Hafnarfirði. 50 ára Hartmann Óskarsson, Smáratúni 15, Keflavík. Eygerður Anna Jónasdóttir, Hrauntúni 15, Vestmannaeyj- um. Anna Fjalarsdóttir, Efstasundi 18, Reykjavík. Kristján Steinsson, Deildarási 22, Reykjavík. Einar Birkir Árnason, Dalskógum 3A, Egilsstöðum. Karl Tryggvason, Brekkubyggð 28, Blönduósi. Stefán Sandholt, Skriðuseli 9, Reykjavík. 40 ára Haukur Vilhjálmsson, Hvassaleiti 6, Reykjavík. Kolbrún Jónatansdóttir, Suðurhólum 20, Reykjavík. Viðar Svavarsson, Brekkubraut 18, Akranesi. Jón Guðmundur Jóhanns- son, Hjallabraut 1, Þorlákshöfn. Bjarni Harðarson, Unufelli 29, Reykjavík. WFFJ Áskrifendur aukaafslátt af smáauglýsingum a\tt mil/í' hirr)in$ Smáauglýsingar DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.