Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 Sími 564 3535 Tilbob I 16" pizza m/ 3 áleggstegundum ásamt 12" hvítlauks- brauöi/Margaritu eöa 21. af Coca Cola + einn boös- miöi á LIAR-LIAR. Kr. 1480 Þú sœkir Tilbob II 16" pizza m/ 3 áleggstegundum ásamt 12" hvítlauks- brauöi/Margaritu eöa 21. af Coca Cola + einn boös- miöi á LIAR-LIAR Sími 564 3535 Friftrik Sophusson fjármálaráftherra er á leift út úr ríkisstjórninni. ingum á ríkisstjóminni þá og þegar, enda útilokuðu hvorki Davíð Odds- son né Halldór Ásgrímsson hróker- ingar innan ríkisstjómarinncu: á miðju kjörtímabilinu við upphaf stjómarsamstarfsins fyrir tveimur árum. Hrókeringar í þingliöinu Gangi það eftir að breytingar verði gerðar á ráðherraliði sjálf- stæðismanna í ríkisstjóminni, þá em nokkrir um hituna um að taka þar sæti. Landsbyggðarþingmenn, ekki síst Vestfirðingar, munu þrýsta fast á um að fá Vestfjarða- þingmann inn. Reyknesingar munu þrýsta á um að fá Reykjanesþing- mann inn o.s.frv. Landsbyggðar- Verftur Sigríftur Anna næsti formaftur þingflokks Sjálfstæftisflokksins? menn munu halda þvi á lofti að taki Geir H. Haarde ráðherrasæti sé þar með enn verið að treysta tök Reykjavíkur á landstjóminni. Enn fremur mun verða gengið eft- ir því að kona verði ráðherra í rík- isstjóminni en undan því hefúr ver- ið kvartað innan Sjálfstæðisflokks- ins að hlutur kvenna i þingliðinu sé rýr. Þær alþingiskonur Sjálfstæðis- flokksins sem til greina koma era þær Sigríður Anna Þórðardóttir og Sólveig Pétiu-sdóttir en staða Sigríð- ar Önnu er sterkari þar sem hún er úr Reykjaneskjördæmi en ekki Reykjavík. Ólíklegt hlýtur þó að teljast að Davíð Oddsson muni taka konumar fram yfir Geir sem nýtur almennrar virðingar sem hæfur Geir H. Haarde er talinn líklegur sem næsti fjármálaráftherra. sfjómmálamaður. Þá þykir hagfræðimenntun hans og fyrri störf hjá fjármálaráðuneytinu styrkja stöðu hans sem næsta fjármálaráðherra. Sigríður Anna Þórðardóttir þykir hins vegar hafa vaxið mjög í störfúm sínum sem þingmaður og nýtur vaxandi álits og tiltrúar innan flokksins. Því er talið að ef af þessum hrókeringum verður taki hún við af Geir sem for- maður þingflokksins. Landsvirkjun eftirsóknar- verö Margir eru sagðir renna hýra auga til forstjórastólsins hjá Lands- virkjun en Halldór Jónatansson for- stjóri er búinn að ávinna sér eftir- Sighvatur Björgvinsson segist vera formaftur Alþýftuflokksins og ekki á leifi neitt annafi. bankastjórastöðu í Seðlabankan- um. Það er stjóm Landsvirkjunar sem ræður nýjan forstjóra og aðra stjómendur fýrirtækisins en eftir skipan í nýja stjóm Landsvirkjun- ar á dögunum hafa framsóknar- og alþýðuflokksmenn í stjóminni ráðningu nýs forstjóra í hendi sér, en Alþýðuflokkurinn á hönk upp í bakið á Framsóknarflokknum vegna seðlabankastjórastöðunnar forðum. Þá má segja að Sighvatur þurfi ekki annað en senda inn- heimtubréf ef hann vill gerast for- stjóri Landsvirkjunar. „Ég er for- maður Alþýðuflokksins og ekki á leið neitt annað,“ sagði Sighvatur Björgvinsson þegar hann var minntur á þetta. WW ríkisstjórninni - Friðrik Sophusson sagður á leið út - Geir H. Haarde í ráðherrastól Kjörtímabil ríkisstjórnarinnar hálfnað: Uppstokkun Samkvæmt heimildum DV verða ráðherraskipti í ríkisstjóminni á næstunni þegar Friðrik Sophusson fjármálaráðherra stendur upp úr ráðherrastólnum. í ríkisstjómina sest í hans stað Geir H. Haarde, nú- verandi formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Ekki náðist í Geir í gær vegna málsins. Orðrómur hefúr verið á kreiki um nokkurt skeið um að Friðrik Sophusson vilji draga sig í hlé frá stjómmálunum og stefni á forstjóra- stólinn í Landsvirkjun. Heimildir DV telja það líklegri niðurstöðu en að hann verði framkvæmdastjóri hins nýja Fjárfestingabanka at- vinnulífsins sem tekur til starfa þann 1. júlí nk. Sú staða hefúr einnig verið nefnd sem möguleiki fyrir Friðrik. Framsóknarmenn vilja hins vegar gjaman sjá Þorstein Ólafsson sem starfað hefur hjá Norræna fjárfestingabankanum í nýja bankanum. launarétt samkvæmt 95 ára regl- mmi sem segir að þegar lífaldur og starfsaldur, eða sá tími sem ríkis- starfsmenn hafa greitt í lífeyrissjóð, er samtals 95 ár geti menn farið á fúll eftirlaun, kjósi þeir svo. Halldór Jónatansson forstjóri hefúr starfað í þjónustu ríkisins síðan 1957 og er nú 65 ára gamall. Samkvæmt 95 ára reglunni hefði hann því getað farið á fúll eftirlaun fyrir áratug. Þeir sem helst hafa verið nefiidir sem arftakar Halldórs Jónatans- sonar hjá Landsvirkjun era auk Friðriks Sophussonar, sem fyrr er neftidm-, Halldór Kristjánsson, ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðn- aðarráðuneytinu, Magnús Péturs- son, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi og for- maður Sambands ísl. sveitarfélaga, Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Davíö ræöur í samtali við DV sagðist Friðrik ekkert hafa heyrt um að breytingar á ríkissfjóminni stæðu fyrir dyram. Hið sama sagði Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þeg- ar þetta var borið undir hann í gær. Friðrik kvaðst hafa heyrt alllengi að hann væri að taka við hinrnn og þessum bitastæðum stöðum sem væru að losna en það væri meira en hann sjálfur vissi. Um breytingar á rikissfjóminni sagði hann að þær væra á valdi forsætisráðherra og yrði að spyrja hann um þær, ekki sig. Ekki náðist í forsætisráðherra í gær. Ljóst er að nokkur fiðringur er nú innan þingflokks sjálfstæðis- manna vegna þessara mála en margir þingmenn búast við breyt- Fréttaljós Stefán Ásgrímsson Davífi Oddsson forsætisráfiherra. Pegar Frifirik Sophusson var spurfiur hvort hann væri á leifi út úr rfkisstjórninni svarafii hann: Spyrfiu Davífi, hann ræfiur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir í samtali við DV að í sfjóm Lands- virkjunar sé ekki gengið út frá öðra en að Halldór Jónatansson stýri fyrirtækinu áfrarn um sinn og engin rnnræða hafi farið fram um arftaka hans. DV spurði Sighvat Björgvinsson í gær hvort hann væri á leið í stól forsfjóra Lands- virkjunar og kvað hann nei við, hann væri formaður Alþýðuflokks- ins og það væri nóg fyrir sig. Það vora Sighvatur Björgvinsson og Al- þýðuflokkurinn sem á sínum tíma tryggðu Steingrími Hermannssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.