Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 56
ci* jjyrif kL 'jlo'/ao í kv'óíd FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 3. MAI 1997 Þjóðkirkjan: Sonur biskups til Hong Kong Óánægja er meðal presta vegna fyrirhugaðrar ferðar á vegum þjóð- kirkjunnar til Hong Kong. Biskup er sagður hafa beitt þrýstingi til að sonur hans, séra Skuli Sigurður Ólafsson, yrði einn sendimanna kirkjunnar. Séra Gunnar Krist- jánsson hafði vilyrði utanríkis- nefndar kirkjunnar til að verða einn sendimanna en Kirkjuráð, undir forsæti biskups, hefur hafn- að fjárveitingu til að kosta för hans. „Ég er formlega búinn að draga mig út úr þessu," segir Séra Gunn- ar Kristjánsson. Sú hugmynd er uppi á Biskups- stofu að Kjalarnesprófastsdæmi fjármagni för séra Gunnars en hann það ekki koma til greina. „Vegna breyttra aðstæðna þar sem ég er nú prófastur þar get ég ekki þegið fé til fararinnar úr hér- aðssjóði," segir hann. Herra Ólafur Skúlason neitar í samtali við D V að hafa haft áhrif á málið. - sjá fréttaljós á bls. 19 Evróvisionkvöld: Örtröð í áfenginu „Það er búið að vera óvenjumik- ið að gera í allan dag og það liggur við að maður hafi ekki séð annað eins," sagði starfsmaður ÁTVR við DV undir kvöld í gær. Greinilegt er að margir ætla að gera sér glatt Evróvisionkvöld í kvöld. Páll Osk- ar Hjálmtýsson verður síðastur keppenda á svið og vonandi að landinn verði búinn að hita sig vel upp áður en að því kemur. -sv Lýst eftir (tttó Lögreglan í Reykjavík og á Akranesi lýsir eftir Ottó Sveinssyni, fertugum íbúa að Vallarbraut 1 á Akranesi. Ottó er dökkur yfirlitum, dökkhærður, 173 sentimetrar á hæð og 78 kíló. Hann sást siðast í Reykjavík á milli 7 og 8 liðinn sunnudag. Þá var hann klæddur í brúnan leðurjakka og ljósar buxur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ottós eru beðnir að snúa sér til lögreglu í Reykjavík og á Akranesi. -sv SKAAAL FYRIR PALLA. HIKK., ^ JL Q K I Ríkisstjórn íslands: Hrókeringar fram undan Friðrik sagður á leið út Heimildir DV innan stjórnar- flokkanna greina frá því að í vændum séu breytingar á ríkis- stjórninni á næstu vikum. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hætti ráðherradómi en i hans stað taki Geir H. Haarde sæti í ríkis- stjórninni. Talið er líklegast að Friðrik Sophusson taki viö stöðu forstjóra Landsvirkjunar en einnig hefur verið nefndur sá möguleiki að hann taki við sem bankastjóri hins nýja Fjárfestingarbanka at- vinnuveganna. Samkvæmt heim- ildum DV myndu framsóknar- menn hins vegar gjarnan vilja sjá Þorstein Ólafsson, sem starfar hef- ur hjá Norræna fjárfestingarbank- anum, i hinum nýja bankastjóra- stóli. Spyröu Davíö, hann ræöur Við það að Geir H. Haarde taki við ráðherraembætti losnar staða þingflokksformanns Sjálfstæðis- flokksins en heimildarmenn blaðsins teha að Sigríður Anna Þórðardóttir taki við henni af Geir. Þetta var borið undir þau Sig- ríði Önnu og Friðrik í gær. Sigríð- ur Anna kvaðst ekkert hafa heyrt um málið. Hið sama sagði Friðrik en bætti við: Spyrðu Davíð, hann ræður. DV tókst ekki að ná tali af Davíð í gær vegna málsins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Landsvirkjun, segir að ekkert sé farið að ræða það innan stjórnarinnar hver taki við forstjórastöðunni af Halldóri Jónatanssyni sem samkvæmt svo- kallaðri 95 ára reglu hefur rétt til fullra eftirlauna, kjósi hann að láta af störfum. Halldór er 65 ára gamall. DV spurði Sighvat Björg- vinsson, sem orðaður hefur verið 'við stöðuna ásamt hópi embættis- og stjórnmálamanna, hvort hann yrði næsti forstjóri Landsvirkj- unar. „Ég er formaður Alþýðu- fiokksins," var svar Sighvats. - sjá fréttaljós á bls. 4. -SÁ Páll Óskar Hjálmtýsson var í góöum félagsskap í gær þegar hann æföi flutning sinn á laginu Minn hinsti dans fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem verður háö í Dyflinni í kvöld. Símamynd Reuter Veöurútlit: Áf ram vet- ur nyrðra Fólk fyrir norðan og austan er ekki sloppið við veturinn enn. Þar má búast við stöku élj- um á morgun og mánudag. Bjart verður sunnan- og vestan- lands. Hiti verður 0-8 stig að deginum en víða hætt við næt- urfrosti. Veðrið í dag er á bls. 57 Metró og Þýsk-íslenska: Öllum sagt uppen ekki lokað - segir framkvæmdastjóri „Þetta er bara rökrétt framhald af þeirri hagræðingarvinnu sem átt hefur sér stað frá því að við keypt- um fyrirtækið. Við sögðum upp 10-12 starfsmönnum um mánaða- mótin," segir Lúðvík Matthíasson, framkvæmdastjóri Metró og Þýsk- íslenska. Frá því að eígendaskiptin áttu sér stað fyrir um ári hafa verslanir Metró runnið saman við önnur fyr- irtæki. Þær hafa þannig verið gerð- ar að sjálfbærum einingum sem stýrt er af eigendum sinum. Engar uppsagnir áttu sér stað í verslunun- um enda að litlu leyti í eigu upphaf- legra eigenda. „Það er ekki rétt að hér eigi að fara að loka. Fyrirtækið hefur smám saman verið að minnka og komast í eðlilegra og samkepnis- hæfara umhverfi. Framhaldið er óráðið en mun liggja fyrir áður en þriggja til sex mánaða uppsagnar- frestur starfsfólksins rennur út," segir Lúðvík. -sv HEnfnT L^HSj . 1 -r&mkhrt J I f il A m**-'-: £L» á jPH imílíí ¥ - ^JfB mtim Mll ¦ . .,-:- ¦ Frá slysstaö í gær. DV-mynd S Trukkur valt Átján hjóla trukkur valt á Höfða- bakkabrúnni um klukkan 17.30 í gærkvöld. Engin meiðsl urðu á fólki en nokkurt rask á umferðinni þar sem loka þurfti götunni á meðan verið var að ná bílnum á hjólin aft- ur. Nokkrar skemmdir urðu á bíln- um sem var fullur af járni. Ekki er vitað um orsök slyssins. -sv Ofmikill hraði Lögreglan í Kópavogi kvartaði undan of miklum hraðakstri í gær. Á annan tug bílstjóra hafði verið stöðvaður við radarmælingar í bæn- um undir kvöld og fannst mönnum hraðinn yfirleitt of mikill. -sv Verðfrá 1.259.000. Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Símí:52S 9000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.