Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 46
54 Mfmæli ¦ % ^. LAUGARDAGUR 3. MAI1997 Sigríður Árnadóttir Sigríður Arnadóttir kennari, Arn- arbæli, Grímsneshreppi, er níræð í dag. Starfsferill Sigríður fæddist að Oddgeirshól- um í Flóa og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1930-32 og lauk kenn- araprófi frá KÍ1934. Sigríður kenndi við barnaskóla í Vestmannaeyjum 1934-41, við barna- skóla að Ljósafossi 1957-59, var þar skólastjóri 1961-62 og stundaði heimakennslu um skeið. Sigríður var ritari Ungmennafé- lagsins Baldurs í Hraungerðishreppi í nokkur ár, formaður Kvennafélags Grímsneshrepps 1967-78 og sat í full- trúaráði KRFÍ um árabil. Hún sat í ritnemd fyrir ritið Gengnar slóðir, 50 ára minningarrit Sambands sunnlenskra kvenna, 1978 og í rit- nefnd Ársrits SSK 1983-85. Þá skrif- aði hún greinar í blöð. Sigríöur Árnadóttir. Fjölskylda Sigríður giftist 25.10. 1941 Guð- mundi Kristjánssyni, f. 5.3. 1903, d. 15.6. 1991, bónda í Arnarbæli. Hann var sonur Kristjáns Sigurðssonar, f. 4.6. 1870, d. 15.10. 1943, bónda í Arn- arbæli, og k.h., Guð- rúnar Jónsdóttur, f. 4.11. 1874, d. 7.12. 1940, húsfreyju. Börn Sigríðar og Guðmundar eru Elín, f. 4.10. 1942, meina- tæknir og húsmóðir í Reykjavík, gift Jósef Skaftasyni lækni og eiga þau eina dóttur; Kristín Erna, f. 9.10. 1943, íþróttakennari, sjúkraþjálfari og hús- móðir í Reykjavík, en maður hennar er Jónas Elíasson og eiga þau einn son; Guðrún Erna, f. 9.10. 1943, kjólameistari í Reykjavík og kennari við Iðnskólann í Reykja- vík; Árni, f. 1.9. 1945, starfsmaður við vinnuvélar, búsettur í Amar- bæli. Systkini Sigríðar: Steindór, f. 17.6. 1904, d. 1.4. 1906; Steindór Briem, f. 3.10. 1908, d. 4.8. 1937; Katrín, f. 26.5. 1910, húsfreyja í Hlíð í Gnúpverja- hreppi, gift Steinari Pálssyni; Ólaf- ur, dó frumvaxta; Ólafur, f. 23.5. 1915, d. 19.5. 1996, bóndi i Oddgeirs- hólum og síðar á Selfossi, var kvæntur Guðmundu Jóhannsdóttur; Guðmundur, f. 27.8. 1916, bóndi í Oddgeirshólum en kona hans er Ilse Árnason, f. Wallmann; Jóhann Kristján Briem, f. 28.8. 1918, bóndi í Oddgeirshól- um og síðar á Selfossi; Ólöf Elísabet, f. 31.1. 1920, húsmóðir á Selfossi, en maður hennar er Jón Ólafsson. Foreldrar Sigríðar voru Árni Árnason, f. 24.7. 1877, d. 10.5. 1936, bóndi í Odd- geirshólum, og k.h., Elín Steindórsdóttir Briem, f. 20.7.1881, d. 30.8.1965, hús- freyja. Ætt Árni var sonur Árna, b. í Dalbæ, Gunnarssonar. Móðir Árna í Odd- geirshólum var Katrín, systir Sunn- evu, móður Sigurðar Guðnasonar, alþm. og formanns Dagsbrúnar. Önnur systir Katrínar var Guðrún, langamma Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara. Katrin var dóttir Bjarna, b. í Tungufelli, Jónssonar og Katrínar Jónsdóttur, systur Þóru, langömmu Halls Símonarsonar og Sigríðar, móður Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Móðir Katrínar var Katrín Jónsdóttir, b. í Reykjadal, Ei- rikssonar, ættföður Bolholtsættar- innar, Jónssonar. Elín var systir Jóhanns Briem, prests á Melstað. Elín var dóttir Steindórs Briem, prests í Hruna, Jó- hannssonar Briem, prófasts í Hruna, bróður Jóhönnu, móður Tryggva Gunnarssonar bankasrjóra og ömmu Hannesar Hafsteins. Bróðir Jóhanns var Ólafur timburmeistari, afi Val- gerðar, ömmu Davíðs forsætisráð- herra. Annar bróðir Jóhanns var Eggert, sýslumaður á Reynistað, langafi Gunnars Thoroddsens forsæt- isráðherra. Jóhann var sonur Gunn- laugs Briems, ættöður Briemsættar- innar. Móðir Steindórs var Sigríður Stefánsdóttir, hreppstjóra í Oddgeirs- hólum í Flóa, Pálssonar og Guðríðar Magnúsdóttur, vicelögmanns á Með- alfelli, Ólafssonar. Móðir Elínar var Kamilla Sigríð- ur, dóttir Rasmusar Peters Hall, verslunarmanns í Reykjavík, frá Frederikssund á Sjálandi, og k.h., Önnu Margrétar Nörgárd. Sigríður tekur á móti gestum í safnaðarheimili Seljakirkju í dag milli kl. 15.00 og 18.00. Gjafir og blóm eru vinsamlega afþökkuð en Sigríður minnir þess í stað á söfnun handa Kristínu Gísladóttur, ekkju Elíasar Arnar Kristjánssonar báts- manns sem fórst við björgunarstörf. Framlög eru lögð inn á bankareikn- ing nr. 115405-440000 hjá SPRON i Skeifunni. Bjarni Steingrímsson Bjarni Steingrímsson Bjarni Stein- grímsson, verka- maður hjá Nes- fiski, Kirkjubraut 24, Innri-Njarð- vík, er fertugur í dag. Starfsferill Bjami fæddist á Hólmavík en ólst upp á Stað í Steingrímsfirði við öll almenn sveitastörf. Hann var í barnaskóla á Klúku í Bjarnarfirði á aldrinum níu til þrettán ára. Bjarni hóf fiskvinnslustörf við Frystihús Hólmavíkur er hann var fjórtán ára, vann hjá Vegagerði rík- isins um skeið og síðan hjá Rarik. Hann flutti til Reykjavíkur 1975 og stundaði þar verslunarstörf hjá Byggingarvöruverslun SÍS 1975-79. Bjarni flutti til Keflavíkur 1979 og starfaði þar við Hraðfrystihús Keflavíkur til 1988 er fyrirtækið hætti störfum. Hann hóf þá störf hjá Gæðafiski í Njarðvík og var þar bílsrjóri þar til fyrirtækið hætti, vann tvö ár hjá Þurrkfiski á Reykjanesi en hefur starfað hjá Nesfiski frá 1993. Fjölskylda Bjami kvæntist 10.3. 1979 Guðmundínu Láru Guð- mundsdóttur, f. 19.12. 1959, d. 16.8. 1995, húsmóður og sjúkraliða. Hún var dóttir Guðmundar Pálssonar, vél- smiðs í Reykjavík sem er lát- inn, og k.h., Olgu Guðmunds- dóttur húsmóður. Börn Bjarna og Guðmund- ínu Láru eru Brynja Ósk Bjarna- dóttir, f. 15.12. 1983, nemi og fisk- vinnslustúlka; Birgir Óttar Bjarna- son, f. 2.6. 1986; Börkur Óðinn Bjamason, f. 22.2. 1989. Systkini Bjarna eru Magnús Steingrímsson, f. 24.5. 1955, bóndi á Stað í Steingrímsfirði; Kristín Steingrímsdóttir, f. 28.3. 1962, sjúkraliði við Sjúkrahúsið á Hólma- vík; Loftur Hilmar Steingrímsson, f. 17.7.1963, verkamaður, búsettur í Keflavík; Finnbogi Steingrímsson, f. 17.7.1963, d. 13.8.1993, starfaði við hótelrekstur í Danmörku. Foreldrar Bjarna: Steingrímur Bergmann Loftsson, f. 21.8. 1925, d. 13.5.1977, bóndi á Stað í Steingríms- firði, og k.h., Ásta Bjamadóttir, f. 13.11. 1934, húsfreyja, nú búsett á Hólmavík. Eftir lát Steingríms giftist Ásta seinni manni sínum, Margeiri Steinþórssyni, f. 19.8. 1932, lengst af bílstjóra og verslunarmanni hjá Kaupfélagi Steingrimsfjarðar á Hólmavík. Ætt Steingrímur var sonur Lofts, b. í Vik og í Hafnarhólmi, Torfasonar, b. í Asparvík, Bjömssonar, b. í Hlíð í Kollafirði, Jónssonar, b. í Heiðar- bæ, Jónssonar. Móðir Lofts var Anna Bjarnveig Bjamadóttir. Móðir Steingríms var Hildur Gestsdóttir, b. i Hafnarhólmi, Krist- jánssonar, vinnumanns á Kleifum, Jóhannessonar. Móðir Gests var Margrét Pálsdóttir í Reykjavík Jónsssonar. Móðir Hildar var Guð- rún Ámadóttir, b. í Hafnarhólmi, Jónssonar, b. á Firjum, Hannesson- ar. Móðir Áma var Guðrún Jóns- dóttir. Móðir Guðrúnar Ámadóttur var Hildur Guðbrandsdóttir. Ásta er dóttir Bjarna, b. á Tyrð- lingsmýri, Borgarssonar, í Borgars- húsi við Berjadalsá, bróður Einars, langafa Kristjáns Arasonar, fyrrv. handboltakappa. Borgar var sonur Bjarna, b. á Breiðabóli í Skálavík, bróður Kristjáns, langafa Páls, afa Páls Þorsteinssonar, auglýsinga- stjóra DV, og Steindórs Hjörleifs- sonar leikara, föður Ragnheiðar leikara. Bjarni var sonur Ebenezar, b. í Innri- Hjarðardal, Guðmunds- sonar, b. í Arnardal, Bárðarsonar, ættföður Arnardalsættarinnar, 111- ugasonar. Móðir Borgars var Hall- dóra Borgarsdóttir, að Skarði, Höskuldssonar. Móðir Bjarna á Tyrðlingsmýri var Guðný Pálsdótt- ir. Móðir Ástu er Guðbjörg Sigurð- ardóttir, b. í Vonarholti, Magnús- sonar, b. þar, Sakaríassonar, b. á Heydalsá, Jóhannssonar, prests í Garpsdal, Bergsveinssonar, prests á Stað í Grindavik, Hafliðasonar, prests á Hrepphólum, Bergsveins- sonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Sigurðardóttir, b. á Borgum, Jóns- sonar. Móðir Guðbjargar var Kristrún Jónsdóttir, Guðbrands- dóttir. Bjarni er að heiman á afmælis- daginn. Útfararstofa Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar Stofnuð 1889 1 . !í "V? X* \tr i í 1 \ 11 J*h. jMÉ ¦t ''¦•&A* —;'XV^ .,-¦' - mvt J EbSk- ™l'l~~t Kc*-'" ýs bé' W wMS' D.H. Ósvaldsson Vesturhllíð S. 551-3485 (Sólarhringsþjónusta) Jónína Kristjánsdóttir Jónína Kristjánsdóttir, Garðavegi 12, Keflavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jónína er fædd á ísafirði og ólst þar upp. Hún var í Húsmæðraskól- anum á Staðarfelli 1940-41. Jónína flutti til Reykjavíkur 1945 og vann þar við saumaskap og framreiðslu- störf til 1954 er hún flutti til Kefla- víkur. Jónína byrjaði að leika með Leik- félagi Keflavíkur 1963 og var enn fremur formaður félagsins í nokkur ár. í kjölfarið fór hún að afla sér þekkingar á sviði leiklistar og leik- srjórnar á fjölmörgum námskeiðum sem sótt voru á ýmsum stöðum á Norðurlöndum. Hún varð síðan leik- stjóri og hefur leikstýrt 20 leikritum viös vegar um landið. Jónína var formaður BÍL, Banda- lags íslenskra leikfélaga, 1972-81, í stjórn Norræna áhuga- leikarasambandsins, Nordisk Amatör Teatör- rod NAR1974-82, tók þátt í stofnun Menningarsam- bands aldraðra á Norður- löndum, Samnordisk Pensonist Kultur, og í stjórn þess 1982-91, for- maður Félags eldri borg- ara á Suðurnesjum í tvö ár frá stomun þess og Sonur Jónínu og Jóns er Hilmar Bragi, f. 25.10.1942, matreiðslumeistari, maki Elín Káradóttir, ráðskona að Bessastöðum, þau eiga tvö börn, Jón Kára við- skiptafræðing og Gyðu Björk tækniteiknara. Sonur Jónínu og Jó- hanns er Magnús Brimar, f. 18.6. 1947, flugstjóri, maki Sigurlína Magnús- Fjölskylda gjaldkeri í stjórn Lands- Jónína Kristjánsdóttir. dóttir Wíum, þau eiga sambands aldraðra. þrjú böm, Magnús Brim- ar Wíum, Sunnu Kristínu og Jó- hann Pétur. Böm Jónínu og Sigfúsar eru Hanna Rannveig, f. 9.8. 1951, hús- móðir í Hafnarfirði, maki Ágúst Pétursson rafeindavirki, þau eiga fjögur börn, Stefán Pál, Ásdísi Björgu, Ásgeir Sigurð og Gunnar Inga; Drífa Jóna, f. 8.7. 1954, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, maki Óskar Karlsson brunavörður, þau Jónína giftist 7.5. 1942 Jóni Jóns- syni, f. 28.3. 1914, d. 7.10. 1945, frá Ljárskógum. Jónína giftist 1946 Jóhanni Pét- urssyni, f. 18.2. 1918, fyrrum vita- verði. Þau skildu 1948. Jónína giftist 1954 Sigfúsi Kristj- ánssyni, f. 17.8.1924, yfirtollverði. Til hamingju með afmælið 3. maí 80ára Kristín Árnadóttir, Hlif I, Torfnesi, ísafirðL Klemens Kristmannsson, Langholtsvegi 140, Reykjavík. 75ára Þorgeir Pétursson, Bólstaðarhlíð 58, Reykjavík. 70ára Rannveig Ólafsdóttir, Búlandi 32, Reykjavík. Sigríður Ólafsdóttir, Kirkjubraut 56, Höfn í Horna- firði. Skuli Magnússon, Geitlandi 12, Reykjavík. 60ára Hreinn Hermannsson, Gullsmára 9, Kópavogi. Loftur Andri Ágústsson, NorðurfeEi 1, Reykjavík. Guðmundur M.J. Björns- son, Huldulandi 38, Reykjavík. 50ára Kristin Björnsdótrir, Laufásvegi 16, StykkishólmL Magnea Gestsdóttir, Háarima 1, Djúpárhreppi. Hún tekur á móti gestum að heimili sínu í kvöld, eftir kl. 20. Hólmfríður Árnadóttir, Lálandi 13, Reykjavík. Magnús K. Sigurjónsson, Suðurgötu 33, Reykjavík. Þorsteinn Aðalbjörnsson, Norðurgötu 30, Sandgerði. Bjarni Kristinsson, Arnarheiði 18, Hveragerði. 40ára Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, Skúlagötu 9 A, Borgarnesi. Guðmundur Ólafur Ingólfs- son, Sörlaskjóli 5, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í veitingahúsinu Rauða ljóninu, Eiðistorgi, í kvöld, milli kl. 20 og22. Margrét Sigurðardóttir, Smáratúni 43, Keflavík. Margrét Sigríður Halldórs- dóttir, Smiðjuvegi 19, Kópavogi. Álfheiður S. Guðmundsdótt- ir, Starengi 6, Selfossi. Aðalheiður Einarsdóttir, Lautasmára 49, Kópavogi. Helgi Bjarnason, Aðalgötu 2, Súðavík. Margrét Kristjánsdóttir, HHðarhjalla 69, Kópavogi. Benóný Guðjónsson, Holtsgötu 43, Sandgerði. Lára Guðmundsdóttir, Kelduhvammi 24, Hafnarfirði. Arnar Sigmarsson, Fjallalmd 143, Kópavogi. Ólafur Sævar Elísson, Klapparbraut 14, Garði. eiga þrjú böm, Daníel, Rakel Dögg og Kára Öm; Sjöfn Eydís, f. 2.2.1956, skrifstofumaður í Hafnarfirði, maki Jóhann Ólafur Hauksson, aðalbók- ari hjá Flugfélagi íslands, þau eiga tvö börn, Tómas Tandra og Kristínu Köru; Snorri Már, f. 27.10. 1957. Langömmubörn Jónínu eru fjög- ur, Alfa Karitas, Ásgeir Valur, Hlynur Smári og Guðmundur Karl. Systkini Jónínu: Hanna, f. 12.8. 1918, d. 1935; Margrét, f. 1.2. 1921, húsmóðir í Reykjavík; Magnús, f. 10.1. 1925, d. 1941; Rebekka, f. 14.6. 1932, fararstjóri, búsett í Kópavogi. Foreldrar Jónínu voru Kristján Einarsson, f. 5.1. 1894, d. 24.3. 1979, sjómaður á ísafirði, og Katrín Hólm- fríður Magnúsdóttir, f. 5.10. 1897, d. 12.3. 1990. Kristján var fæddur í Fremri-Hattardal í Álftafirði og Katrín Hólmfríður var fædd í Purk- ey á Breiðafirði. Jónína verður að heiman á af- mælisdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.