Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 T">'V7 2 '★ Fyrsta kynskiptiaðgeröin á íslandi heppnaðist vel: Breyting kynfæra vandasömust Eins og DV skýrði frá í gær er fyrstu kynskiptiaðgerðinni hérlend- is lokið. Um er að ræða konu sem breytt var í karl. í fyrstu var rann- sakað að einstaklingurinn sem um ræðir hefði raunverulegar ástæður til þess að stíga jafn afdrifaríkt skref. „Það þarf að fjarlægja brjóst- in með skurðaðgerð. Það er fyrsta skrefið en eftir nokkurn tíma er gerð stóraðgerð þer sem innri getn- aðarfæri konunnar eru fjarlægð og í sömu aðgerð er hafin uppbygging á nýjum getnaðarlim. Til þess er not- aður vefur sem sóttur er í nárann," segir Jens. Hann segir aö þá verði tveggja vikna bið verði getnaðarlimurinn losaður að hluta frá sinni festingu og viku síðar sé hann alfarið losað- ur frá festingunni og þar með sé hann orðinn sjálfstætt líffæri með þvagrás,“ segir Jens. Hann segir að þegar þessu lýkur sé vandasamasti hluti aðgerðarinn- ar að baki. „Þetta er vandasamasta stig að- gerðarinnar og það þarf að gæta vel að því að þetta lifi allt. Á þessu stigi eru aðeins smærri aðgeröir eftir til að gera þetta betur tlr garði,“ segir Jens. Hann segir að þar með sé getnað- arlimurinn orðinn eins og hann á að vera og geri svipað gagn og á þeim sem fæddir eru karlkyns. Hann segir að tæknilega sé svip- uð aðgerð aö breyta karli í konu. Ytri kynfæri eru þá fjarlægð og það sem til fellur þar er notað til að búa til leggöng og ný kynfæri. Hormóna- meðferðin sé síðan öfug þar sem notaður sé kvenhormón í stað karl- hormóns. Hormónameðferðin sé í báðum tilvikum sá hluti aðgerðar- innar sem standi ævilangt. Ekki klæðskiptingar Jens segir að á íslandi fæðist á fimm ára fresti einstaklingar sem eru með þetta vandamál. Þama sé ekki um að ræða klæðskiptinga eða samkynhneigt fólk. Þetta sé með- fæddur kvilli sem börn uppgötvi mjög snemma á lífsleiðinni með til- heyrandi andlegri þjáningu. „Þetta er allt annað vandamál heldur en klæðskiptingar og sam- kynhneigt fólk á við að glíma. Þetta er raunverulegt vandamál sem ekki má rugla saman við lík fyrirbrigði. Menn hafa velt fýrir sér hvort um sé að ræða áhrif frá uppeldi eða öðru sem valdi þessu en svo er ekki, Ytri kynfæri fiarlægð og notuð að hluta til að byggja upp leggöng. Geðlæknismeðferð Hoimónameðferð Karihormónar Innri kynfæri fiariægð. Kyn- skipti Brjóstin fiariægð með skurðaðgerð. Sævar Ciesielski kveðst hafa verið þvingaður til játninga: Þeir hefðu aldrei sleppt mér lifandi Sævar Ciesielski á blaðamannafundi f gær þar sem hann kynnti útkomu bókar sinnar. DV- mynd Hilmar „Það er auðvitað mjög alvarlegt að saka menn um refsiverðan verknað. En það verður eitthvað að vera til staðar til að byggja ákæruna á,“ sagði Sævar Ciesielski, þegar DV spurði hann um afstöðu hans til sakarefnanna í ákærum um manndráp í Guðmundar- og Geir- finnsmálunum í gær. - En getur þú svarað með jái eða neii? „Nei, ég svara því ekki. Þetta er svo fáránlegt. Ég þekkti hvorki Guð- mund né Geirfinn. Ég held að öll þjóðin viti það.“ - Komstu aldrei nálægt þessum mönnum? „Ég kom ekki nálægt þeim, ég þekkti ekki þessa menn, það eru engin vitni og það finnst hvergi neitt um það í gögnum málsins. Það er ekkert mótíf.“ - Varstu saklaus fenginn til að játa? „Já, en það er líka spuming þeg- ar verið er að fá játningar - hvem- ig var að þeim staðið? Ég ætla að segja þér eitt sem er kannski grundvallaratriði. Þeir hefðu aldrei sleppt mér lifandi út.“ - Áttu þá við án þess að þvinga ffam játningar? „Þvingað? Þeir heföu bara gengið frá mér,“ sagði Sævar. Posamir bila: Skildi eftir fullar körfur „Þetta er ferlegt ástand. Við fáum enga svömn og fólk hef- ur þurft að skilja fullar körfur eftir í búðunum," segir Guð- mundur Marteinsson, rekstr- arstjóri Bónuss, við DV í gær- kvöld um bilanir í posunum. Vegna verkfalls RSÍ hefúr ekki verið gert við bilanir sem upp hafa komið hjá Reiknisstofnun bankanna og margt fólk geng- ur aðeins með greiðslukort. „Það gengur allt miklu hæg- ar vegna þessa og fólk verður verulega pirrað,“ sagði Guð- mundur. -sv „Ný gögn“ um þátt Sakadóms Sævar hefur nú gefið út bók, Rétt- armorð, sem inniheldur greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar, réttar- gæslumanns hans, þar sem fariö er fram á að mál Svæars verði endur- upptekið í Hæstarétti. Þar er einnig að finna greinargerð Sævars sem hann lagði sjálfur fram áður en hon- um var skipaður réttargæslumaöur og umsögn Ragnars Hall, sérstaks saksóknara við kröfu Sævars. Aöspurður um það sem hann teldi helst vera ný gögn í greinar- gerð Ragnars umfram ýmis atriði sem komu fram í sjónvarpsþáttun- um Aðfór að lögum, benti Sævar á þátt Sakadóms í sjálfri rannsókn málsins. Þar hefði m.a. farið fram rann- sókn fyrir luktum dyrum þar sem allir verjendur, að undanskildum veijanda Kristjáns Viðars Viðars- sonar, hafi vikið áður en vitna- leiðslur hófust. Sævar sagði að bókin Réttarmorð væri gefin út í eitt þúsund eintök- um. Hann sagði að ákvörðun um út- komu bókarinnar væri hans sjálfs enda væri þaö hann sem færi fram á endurupptöku. Aðspurður um hvort Ragnar Aðalsteinsson hefði verið mótfallinn útkomu bókar- innar sagði Sævar að Ragnar hefði sagt að Sævar réði sjálfur hvað hann gerði. -Ótt Handknattleikur: Slen og ráðleysi í fýrsta leik Spánarmótsins - og íslendingar töpuðu fyrir Þjóðverjum, 20-23 DV, Madrid: íslenska landsliðið byrjaði illa á Spánarmótinu í handknattleik sem hófst í Madrid í gær. íslendingar áttu á brattann aö sækja gegn Þjóð- verjum og urðu að sætta sig við þriggja marka tap, 23-20, eftir að Þjóðverjar höföu leitt í hálfleik, 10-9. Töluvert slen var ríkjandi í ís- lenska liðinu og leikmenn virkuðu þreyttir eftir erfiðar æfingar að und- anfómu. Þjóðverjar náðu undirtök- unum snemma og unnu sannfærandi sigur á frekar slöku íslensku liði. Leikur íslenska liðsins var alls ekki nógu góður, og þá einkum og sér í lagi sóknarleikurinn. Fimm/ einn vömin gekk ágætlega framan af en þegar líða fór á seinni hálfleik- inn fékk stórskyttan Daniel Stephan að leika of lausum hala og skoraði hann fjögur mörk á skömmum tíma. Sóknarleikurinn var afar ráðleys- islegur á kafla í síðari hálfleik og mikið um klaufagang íslensku leik- mannanna. Ólafur Stefánsson og Róbert Duranona, sem léku lengst af í skyttuhlutverkunum, náðu sér alls ekki á strik og sama er að segja um Patrek Jóhannesson. Duranona var alltof ragur og skorti greinilega sjálfstraust og þeir Ólafúr og Patrek- ur virtust þreyttir. Dagur Sigurðsson og Geir Sveins- son léku einna best í íslenska liðinu en flestir vora undir getu. Homaspil- ið var ekki virkt, leikkerfin gengu illa og markvarsla Guðmundar og Bergsveins var ekki til að hrópa húrra fyrir. Strákamir verða að bæta leik sinn til muna fyrir viðurreign- ina gegn Spánverjum í dag, enda era heimamenn með eitt besta lið heims um þessar mundir. íslenska liðið þarf á stemmningu og baráttu að halda en þessir hlutir vora ekki til staðar gegn Þjóðverjum í gær. „Þetta var slakur leikur af okkar hálfú, bæði í vöm og sókn. Auðvit- að er hægt að segja að keyrslan hafi verið mikil að undanfórnu en við geram okkur grein fyrir því að við getum gert miklu betur. Við geröum alltof mikið af mistökum, sérstak- lega í sókninni, og náðum aldrei upp stemmningu og baráttu. Það er kannski ágætt að fá svona leik í byijun og við munu öragglega taka hann fyrir og læra af mistökunum," sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Sig- urðsson við DV eftir leikinn. Mörk fslands: Valdimar Grímsson 5/4, Ólafur Stefánsson 4/2, Róbert Dura- nona 3, Dagur Sigurðsson 3, Gústaf Bjamason 2, Patrekur Jóhannesson 1, Geir Sveinsson 1. Bergsveinn Bergsveinsson varði 6 skot og Guðmundur Hrafnkelsson 4. Markahæstur Þjóöverja voru Daniel Stephan með 8 mörk. ísland leikur við Spán í dag og Hvíta-Rússland á morgun. -GH þetta er eins og hver önnur van- sköpun,“ segir Jens. Dáti varð kona ársins Hann segir að fyrsta þekkta að- gerðin sem gerð var í heiminum hafi verið þegar amerískum dáta var breytt í konu í Kaupmannahöfn eftir seinni heimsstyrjöldina. „Það sem var skemmtilegt við þetta tilvik var að þessi einstakling- ur var síðar útnefndur kona Amer- íku. Hún þótti hafa til að bera slík- an kvenlegan þokka,“ segir Jens. Jens segir að ekki séu fleiri að- gerðir sjáanlegar framundan hér á landi í bili. -rt stuttar fréttir SIF græddi 117 milljónir Hagnaður af rekstri SÍF eftir skatta varð 117 milljónir króna á síðasta ári, sem er nokkra minna en árið þar á undan. Velta fyrir- tækisins varð 10 milljarðar og jókst um 9% milli ára. Slökkviliðsmenn hætta Átta slökkvfliðsmenn hafa sagt upp störfum vegna lélegra kjara að sögn formanns Landssam- bands slökkviliösmanna. Kröfúr hafa verið hertar um menntun umsækjenda um stöður slökkvi- liðsmanna undanfarin ár án þess að þess gæti í launum þeirra, seg- ir formaðurinn. Stöð 2 greindi frá. Síldveiðar hafnar Veiðar á norsk-íslensku síld- inni hófúst á miðnætti í nótt í Síldarsmugunni. vfir 40 skip vora komin á miöin og var lóðað á talsvert mikla síld um 60 mflur norðaustur af Færeyjum. Mikið kapphlaup verður irni að veiða sem mest, því að þannig skapast veiðireynsla á skip sem kemur þeim til góða þegar síldarkvóta verður úthlutað síöar meir. RÚV sagði frá. Hvalir sýna slg Tveir hnúfubakar spókuðu sig í logni og sléttum sjó uppi í land- steinum viö Húsavík í gær. Þeir svömluðu þar um, byltu sér og blésu mjög. Þetta þykir óvenjuleg hegðun hjá hvölum, að halda sig svo nærri landi. RÚV sagöi frá. Rtthöfundar fá hús Rithöfúndasamband íslands hefur eignast hús Gunnars Gunn- arssonar rithöfúndar viö Dyngju- veg 8 í Reykjavík, en Reykjavik- urborg hefur gefið sambandinu húsið. Rithöfúndasambandiö ætl- ar aö nýta húsið sem athvarf fyr- ir rithöfunda. Húsið er teiknað af Hannesi Kr. Davíðssyni og er talið merkflegt á byggingarsögu- lega vísu. RÚV sagöi frá. Nemar í póstferð Níu nemendur úr grunnskól- anum á Drangsnesi era lagðir af stað í póstferð að hætti gömlu landpóstanna frá Drangsnesi í Kjörvog, um 80 km erfiða leið. Forsetinn á Húsavik Forseti íslands og forsetafrúin era í opinberri heimsókn i Þing- eyjarsýslum. í gær setti forsetinn KÞ-mót í handknattleik á Húsa- vík, sótti kirkju og síðan sam- komu í félagsheimilinu á Húsa- vík í gærkvöldi. í dag heimsækja forsetahjónin Mývatnssveit Nýtt sjálfstæöisfélag Nýtt sjálfstæðisfélag verður stofnað í Hveragerði í næstu viku. Þeir sem standa að því eru m.a. bæjarfulltrúar Hveragerðis- bæjar sem reknir vora úr sjálf- stæöisfélaginu Ingólfi á dögun- um. Búist er við að 97 manns sem áður vora í Ingólfi verði stoöifé- lagar hins nýja félags. RÚV sagöi frá. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.