Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 13
JL>1* LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997
reykjavIk/kópavogur
GRAFARVOGUR/MOSFELLSB.
SÍMI 55 44444
REYKiAVÍK/VESTURBÆR
SÍMI 562 9292
HAFNARFJ./GARÐABÆR
SÍMI 565 2525
-rjurxii' 'íw Kwi
ípf
Wí
Framvísið
seðlinum
FIMM
HUNDRUÐ
KRÓNUR
Afsláttur þegar keypt er
16" pizza með 3
áleggstegundum,
12" hvítlauksbrauð og 2I. kók.
gildir til 1. september '97
Gildir ekki með öðrum tilboðum
m
W,
dagana
3.-11.
maí.
Nú er vetur úr bæ og ruslið úr görðunum á að fara sömu leið. Tökum
höndum saman með hækkandi sól og fegrum lóðirnar okkar fyrir
sumarið.
Sérstakir hreinsunardagar eru frá 3. til 11. maí. Ruslapokar verða
afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Næstu daga eftir
hreinsunardagana fara borgarstarfsmenn um hverfin og hirða fulla
poka. Eftir það er aðeins hægt að losa sig við garðaúrgang og annað
rusl sem ekki kemst í ruslafötuna í endurvinnslustöðvum Sorpu.
Endurvinnslustöðvar Sorpu eru opnar alla daga
frá kl. 12:30 til 19:30.
NEndurvinnslustöðvar eru á fjórum stöðum:
^ Við Bæjarflöt austan Gufunesvegar.
v I Við Jafnasel í Breiðholti.
v | Við Ánanaust gegnt Mýrargötu.
X v Við Sævarhöfða gegnt malbikunarstöðinni.
Stöðvarnar við Ánanaust og Bæjarflöt eru opnar
alla virka daga frá kl. 8:00 til 19:30.
Skorað er á forráðamenn fyrirtækja að taka til á lóðum sínum. Fyrir
stóra og fyrirferðarmikla hluti er bent á Geymslusvæðið í Hafnarfirði,
sem hreinsunardeild gatnamálastjóra leigir út.
Við tökum pokann þinn
Borgarstjórinn í Reykjavík
- hreinsunardeild gatnamálastjóra
Héðan ogþaðan...
Curtis listmálari
Leikarinn góökunni, Tony Curtis,
sem oröinn er 72 ára, er ekki dauður
úr öllum æðum. Hann er hér ásamt
vinkonu sinni, hinni íðilfögru Gill
Van Den Berg, í Cannes í Frakklandi
vegna máiverkasýningar sem hann
heldur á Rivíerunni. Tony sýnir þar
18 málverk sem er hluti afraksturs
siðustu tuttugu ára.
14 ára á toppnum
Frami hinnar fjórtán ára gömlu
sveitasöngkonu, LeAnn Rimes,
heldur áfram. Árleg afhending
Sveitatónlistarverðlaunanna fór
fram um síðustu helgi í Los Angeles
og hlrti hún hvorki fleiri né færri en
þrenn verðlaun. Hún var valin besti
nýliðinn, með bestu plötuna og
besta lagið, Blue.
Ú sviðsljós
Kynnar í stellingum
Sveitatónlistarverðlaunin banda-
rísku voru afhent í beinni útsend-
ingu á NBC-sjónvarpsstööinni.
Kynnar á afhendingunni voru söng-
konan Tanya Tucker og sjónvarps-
I fréttamaöurinn Stone Philips. Hér
* setja þau sig í stellingar fyrlr Ijós-
myndarana.
Bono ber að ofan
Bono, söngvaranum í U2, var eöli-
lega heitt í hamsi á fyrstu tónleikum
hnattreisunnar Popmart sem hófst í
Las Vegas á dögunum. Hann söng
ber að ofan fyrir framan 38 þúsund
aödáendur á Sam Boyd vellinum og
hér er hann ásamt gítarleikaranum
Edge. Símamyndir Reuter
Heilsum sumri,
hreinsum lóbina
Gildir ekki með skafmiðanum / einn seðill -eitt tilboð