Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 3. MAI1997 Svartfuglaveiði. hvalaskoðun og sjóstangaveiði: Vildu ekki meiða fiskinn Afþreyingarmöguleikar fyrir ferðamenn verða sífellt fjölbreyti- legri hérlendis. Hafið umhverfis ís- land er gjöfult og hefur fram að þessu aö mestu verið vettvangur fyrir sjómenn til að draga björg í bú. Menn eru hins vegar að vakna til vitundar um þá möguleika sem haf- ið býður til afþreyingar þar sem hægt er að sameina aðdrætti og áhugamál. Sjóstangaveiði er núorðið hægt að stunda víða við strendur landsins og fjölgar sífellt þeim aðilum sem bjóða upp á ferðir á sjóstöng. Það eru jafnt útlendingar sem íslending- ar sem eru sólgnir í slíka skemmtan sem sjóstöngin er. Einn hinna fjöl- mörgu aðila sem býður upp á sjöstangaveiði hér við land er Gísli B. Árnason á Akranesi, en hann er með bátinn Eldingu II, 27 fet á lengd og hefur nóg að gera við að sinna eftirspurninni. Gísli lætur sér ekki nægja að vera einungis með sjóstangaveiði, hann er einnig með hvalaskoðun á sínum snærum og svartfuglaveiði á Faxaflóanum. „Útlendingar eru duglegir að koma í sjóstöngina hjá mér og eru spenntir fyrir hvalaskoðuninni einnig, en fram að þessu hef ég ein- ungis farið með íslendinga í svart- fuglaskytteríið. Ég á ekki byssu sjálfur og hef reyndar aldrei veirð byssumaður. Ég hef aldrei skotið svartfugl sjálfur, en fæ stundum í soðið hjá þeim sem veiða hjá mér," sagði Gísli. Fara á hverju ári Blaðamaður DV átti þess kost að komast 1 ferð með tveimur reyndum svartfuglaskyttum með Eldingu, Bjarka Karlssyni og Arnari B. Vign- issyni. Þeir fóru á svartfugl með Gísla siðastliðið vor og ekki kom annað til greina en að fara að minnsta kosti eina ferð aftur á líð- andi vori. Bjarki og Arnar eru báð- ir búsettir í Reykjavík og það voru mikil þægindi að geta tekið Akra- borgina upp á Skaga og gengið þar beint um borð i Eldingu. Innan við hálftíma eftir að Akraborgin lagðist að bryggju, var sportveiðin hafin á fullu. Gísli vissi hvar bestu veiði- svæðin voru og stefnan var fijótlega tekin út í Syðra-Hraun í Faxaflóan- um, um 20 km frá Akranesi. Dýpi er ekki mikið i Syðra-Hrauni og svart- fuglinn heldur mikið til á því svæði því hann getur kafað til botns eftir æti á þessum slóðum. „Hópur beint framundan klukkan eitt um 60 metra í burtu," sagði Arn- ar og Gísli var fljótur að taka við sér. Eldingu var á örskotsstundu siglt upp að hópi af langvíu og bátn- um snúið þannig að skytturnar gætu skotið frá hægri hlið bátsins. Þannig gekk veiðin fyrir sig, skimað eftir fugli, leiðbeiningar kallaðar til stýrimannsins og stefnan tekin eftir klukkunni. Arnar og Bjarki voru greinilega báðir þaulvanir og hittu jafnan fuglinn í fyrsta skoti þó öldu- gangur væri nokkur. í sumum til- fellum þurfti nokkur skot til og oft Svartfuglaveiöin gengur mest út á aö reyna ab hitta fuglinn á&ur en hann nær a& kafa. Ef svartfuglinn nær a& kafa, ver&ur að fylgjast vel með þegar hann kemur upp aftur og ná strax mi&i á hann. DV-myndir ÍS náði fuglinn að bjarga sér. Svartfuglaveiðin gengur mest út á að reyna að hitta fuglinn áður en hann nær að kafa. Ef svartfuglinn nær að kafa, verður að fylgjast vel með þegar hann kemur upp aftur og ná strax miði á hann. Oftast liggja 2-5 fuglar í valnum og þá er um að gera að vera fljótur að grípa til háfs- ins. Veiðigleðin skein af skyttunum og oft mikill hamagangur í öskj- unni. Arnar og Bjarki gættu þess þó vel að aldrei væri nein hætta á ferð- um í meðferð skotvopnanna. Ef ann- ar bátur sást í sigti, hættu menn samstundis að skjóta og sigldu frá hvor öðrum. Menn vilja ógjarnan trufla hvor annan, hvort sem um er að ræða svartfugl eða sjóstöng. Skytturnar vildu helst aðeins elt- ast við álkuna og langvíuna og höfðu oft ekki fyrir því að skjóta á lundann þó að hann væri í sigtinu. Lundinn er helmingi minni fugl og þvi ekki eftir eins miklu að slægjast. Vilja vera lengur „Ég var með ákveðið kerfi á svartfuglaskytteríinu í fyrra, þá bauð ég upp á þriggja tíma túra fyr- ir 4.000 krónur á manninn. Menn héldu margir að þeir gætu ekki ver- ið lengur en vildu gjarnan bæta við tíma. Ég breytti þess vegna fyrir- komulaginu og nú miða ég við að veröið sé 1350 krónur á mann fyrir hvern klukkutíma og geta menn þá verið lengur en þrjá tima ef þeir vilja. Tíminn vill vera fljótur að líða og túrar geta verið upp í allt að 5 tímum," sagði Gísli. „Það hefur aldrei klikkað að menn fái svartfugl í þessum ferðum, en magnið er auðvitað misjafnt eins og gengur. Það telst ágætis veiði ef menn eru að fá uppundir 100 fugla á þriggja tíma túr. Ljóst er að ef menn eru heppnir með veiði, geta þeir náð vel upp í kostnað og jafnvel umfram það ef þeir koma fuglinum í verð." Þetta er fjórða sumarið sem Gísli er með Eldingu II i þessum ferðum, en hann byrjaði þó ekki á svart- fuglaveiðinni fyrr en sumarið 1996. „Fram að því hafði aðal áherslan hjá mér verið á sjóstöngina, en einnig nokkuð á hvalaskoðunina sem sifellt er að færast í vöxt. Ég hef reyndar aðeins farið með íslendinga í svartfuglinn. Það er ekki langt að fara eftir svartfuglinum út frá Akranesi. Ég er ekki nema 15-20 mínútur að sigla hérna út i Syðra-Hraun í Faxaflóan- um, en þar er oft mikíð af fugli. Það er oft ansi mikið að gera í svartfugl- inum, enda stendur tímabilið ekki lengi yflr. Því lýkur þann 10. maí og ég hef varla undan að sinna eftir- spurninni á þeim tíma. Sjóstöngin varir hins vegar allt fram i miðjan september. Menn hafa verið að biðja mig um að fara að vetri til, en ég hef ekki lagt í það, ég vil aðallega standa í þessu yfir sumartímann," sagði Gísli. Mikil upplifun Um borö í bátnum Eldingu II er nákvæmt GPS-tæki sem er mikiö öryggisat- riði og au&veldar allar sta&setningar. „Ég fór eitt sinn með hóp af Frökkum í sjóstangaveiði og allar forsendur voru fyrir hendi til að gera túrinn ánægjulegan. Fljótlega stefndi þó í óefni því konurnar í hópnum voru eitthvað viðkvæmar fyrir flskinum og vildu ómögulega vera að drepa þá. Ég var í vandræð- um út af þessu en hafði séð hval stuttu áður koma úr kafi og ég ákvað að stefna í þá átt sem mér sýndist hann vera að fara. Ég var ekki búinn að sigla nema fimm mínútur þegar hvalur kom upp rétt við hliðina á bátnum. Hann var ansi stór en ég er ekki viss um hvaða tegund það var. Sá hvalur gerði sér það að leik að hringsóla í kringum bátinn í heilar tuttugu mínútur við mikla hrifningu Frakk- anna. Þeir fengu þarna reynslu lífs síns og héldu varla vatni af hrifn- ingu. Annars má segja að þessi hópur Frakka hafi verið undantekning frá reglunni. Yfirleitt finnst útlending- unum það mikið ævintýri að kom- ast í sjóstangaveiði og ekki spillir fyrir ef hægt er að draga nokkur hundruð kíló á örfáum klukku- stundum. Því eru útlendingarnir ekki vanir. Ég fæ hérna fólk af ótrú- lega mörgu þjóðerni, Þjóðverja, Belga, ítali, Frakka, Norðmenn, Svía, Dani, Finna, Eistlendinga svo einhverjir séu nefndir. Ég hef aldrei lent í neinum vandamálum með munnleg samskipti, ég tala ágæta ensku og það bjarga sér flestir á því máli." Báturinn lengdur Báturinn Elding n er smíðaður hjá Mótun árið 1981. Hann var upp- haflega 23 fet en var lengdur og er nú 27 fet. „Ég keypti Eldingu II árið 1991 og þurfti að hafa heilmikið fyr- ir því að standsetja hann. Hann hafði legið við bryggju við Suður- eyri í 3 ár og ekki einu sinni verið lensaður á þeim tíma. Ég tók hann alveg í gegn og var búinn að þvi 1994 og byrjaði þá í sjó- stönginni. Ég skipti um vél í bátn- um og er nú með Volvo Penta sem er 200 hestöfl. Hún skilar allt að 35-40 mllna hraða þegar best lætur," sagði GIsli. Á stíminu í land var tækifærið notað og gert að fuglinum og er það nokkur kúnst. í þessu tilfelli voru vanar hendur að verki og fuglinn allur hamflettur og báturinn vel þrifinn þegar komið var að bryggju í Akraneshöfn. Arnar taldi að aflinn væri um sjö tugir, en Bjarki taldi að hann væri nær hundraðinu. Þá fé- lagana munaði ekkert um að gefa Gísla 10 fugla í soðið. -ÍS Létt á reglum Rekstraraðilar breskra spila- víta varpa nú öndinni léttar vegna þess að reglur um spila- víti hafa verið rýmkaðar mjög að undanförnu. Kvartað hafði verið undan því að Bretar væru orðnir langt á eftir kollegum sínum í Evrópu og að þeir væru að tapa í samkeppninni um það fé sem almenningur eyddi i þess konar starfsemi. Methraði Ný Boeing 777 þota setti nýtt hraðamet á flugi í kringum hnöttinn í síðustu viku. Hún flaug með viðkomu á einum stað á 42 klukkustundum, 6 klukkustunda skemmri tíma en áður hafði náðst fyrir þá tegund flugvéla. Flogið var frá Seatfle í kringum hnöttinn með við- komu í Kuala Lumpur. Boeing- þotan flaug að meðaltali 885 kílómetra á klukkustund. Nýir ferðatékkar Til þess að reyna að klekkja á fölsurum hefur fyrirtækið American Express gefið út nýj- ar tegundir ferðatékka sem eiga að vera öruggari í notkun en þeir eldri. Mjög erfitt er að falsa nýju tegundina og tékkarnir eru einnig auðveldari fyrir bankamenn. Ferðatékkarnir nýju eru fyrir upphæðirnar 50, 100, 500 og 1.000 dollara. Áætlað er að þeir komi í notkun utan Bandaríkjanna 1 september næstkomandi. Litlir og stórir Bandaríska flugmálaeftirlitið hefur tilkynnt að undangeng- inni rannsókn að smærri flugfé- lög í landinu geri ekki minni öryggiskröfur en þau stærri. Ástand flugvéla og þotna, sem flytja á milli 10 og 30 farþega, er yfirleitt mjög gott í Bandaríkj- unum. Hlutfall pantana Boeing-flugfélagið hefur yflr- burðastöðu gagnvart keppinaut- um sínum. Á árinu 1995 voru 70% pantana um nýjan flugvéla- kost hjá flugfélögum heims við Boeing. Markaðshlutdeild Air- bus var þá 15% og McDonnelI Douglas 10%. Fleiri karlmenn Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var á hótel- um víða um heim notar um þriðjungur allra karlmanna (33%) minibarinn á hótelher- bergi sínu en aðeins 19% kvenna. Gleymska í sömu könnun kom fram að um 46% ferðamanna telja sig hafa gleymt að pakka einhverju heima sem nauðsynlegt er að hafa meðferðis á ferðalagi. Um 1% aðspurðra i könnuninni við- urkenndi að hafa einhvern tíma gleymt að taka barnið með í ferðalagið. Einnig kom fram að um 64% farþega í flugi brydd- uðu upp á samræðum við sætis- félaga sína sem eru að öllu leyti ókunnir. í 27% þeirra tilfella, kemst á eitfhvert viðskiptasam- band milli þeirra. A stíminu í land var tækifæriö notað og gert að fuglinum og er það nokk- ur kúnst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.