Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 Hvar endast peningamir best? 40 60 80 100 120 140 __________________^ Truflanir Miklar truflanir hafa orðið á innanlandsflugi í Frakklandi vegna verkfalls flugmanna hjá Air France-flugfélaginu, sem starfar einungis innanlands. Truflanirnar hafa aðallega ver- ið á flugleiðunum París-Nice, París-Marseilles og París-Tou- louse. Verkfall flugmanna fé- lagsins er vegna ráðagerða um yfirtöku flugfélagsins Air Inter á Air France. Andsnúnir samfloti Breska flugfélagið British Airways hefur undanfarið lok- að innritunarborðum sínum á Charles de Gaulle-flugvellinum við París á sama tíma og Air Al- gerie-flugfélagið afgreiðir sína farþega frá Alsír. Hryðjuverk bókstafstrúarmanna frá Alsír hafa verið algeng undanfarin ár og British Airways hefur engan áhuga á að stofna öryggi sinna fiugfarþega í hættu með sam- floti við Air Algerie. Á Charles de Gaulle-flugvelli er sama færi- bandið notað fyrir farangur far- þega Air Algerie og British Air- ways. Air Algerie hóf flug aftur til Parísar í síðustu viku eftir tveggja ára hlé. Samstarf Breska flugfélagið British Midland og þýska flugfélagið Lufthansa ætla að hefja sam- starf á flugleiðunum London- Köln- Róm. British Midland mun útvega flugvélar á þessar flugleiðir en bæði flugfélögin selja miða í þessar ferðir. Þann fyrsta apríl gengu í gildi þær reglur innan EES, að öllum flugfélögum landanna er heim- ilt að fljúga á flugleiðum innan Evrópusambandsins. Fjöldi flugfélaga innan EES hafa uppi áform um viðlíka samstarf. 39 JSJ'UAJ' Evrópa: Hvar endast peningarnir best? Nánast allir ferðamenn velta því fyrir sér hvað þeir fái mikið fyrir peninginn í því landi sem ferðast er til. í mörgum tilfellum er það sá þáttur sem ræður því hvert ferðinni er heitið hjá ferðamanninum. Það gefur auga leið að það er betra að vera ferðamaður í landi þar sem meðaltalsmáltíðin kostar 1.000 krón- ur, eða þar sem punga þarf út 3.000 krónum á manninn. í sænska blaðinu Expressen birt- ist nýverið á ferðasíðum blaðsins at- hyglisvert línurit þar sem reiknað- ur var út kostnaðurinn í öllum lönd- um Evrópu. ísland kemur ekki vel út úr þeim samanburði eins og sjá má á töflunni hér til hliðar, eins og vænta mátti, enda er verðlag hér- lendis með því hærra sem gerist í álfunni. Peningar ferðamanna end- ast best í þeim löndum sem fyrir lok kalda stríðsins voru fyrir austan Járntjaldið". Slóvakía ódýrasta landið Ódýrasta land álfunnar er Slóvakía, en þar fást 2,5 krónur fyr- ir hverja eina sem eytt er á Islandi (124,7 deilt með 49,1). Undantekning- in frá þeirri reglu er þó Rússland sjálft, en þar er verðlagið svipað og á íslandi. Spánn er ódýrasta landið í vesturhluta Evrópu og verðlag í Bretlandi er á svipuðum nótum. Nokkuð kemur á óvart að irland er töluvert dýrara en Bretland. Norð- menn eru ríkasta þjóð Evrópu en verðlagið er einnig hæst í því landi, þó ekki muni miklu á því og íslandi. Fyrir utan Noreg, er það aðeins Sviss sem telst vera dýrara land en ísland. Notaðar voru umfangsmiklar reikniaðferðir til að fá út þessar töl- ur. Alþjóðlega fyrirtækið „Employ- ment Conditions Abroad" (ECA), með höfuðstöðvar í London, reiknar út framfærslukostnað í einum 300 löndum heims. Reiknaður er kostn- aður á einum 114 vörum eða þjón- ustu í hverju landi og framfærslan reiknuð út frá því. Blaðamenn Expressen notuðu flest- ar þessar tölur i sína útreikninga, en felldu þó út þá liði sem ólíklegt er að komi við pyngju ferðamannsins. Þar á meðal er kostnaður af þvottavélum, heimilishjálp, bíldekkjum og kæli- skápum svo eitthvað sé nefnt. Til við- bótar reiknaði Expressen út verð á hótelherbergjum eða öðrum gististöð- um. Útkoman sést síðan á grafinu hér til hliðar. ÍS Látrabjarg skoðað frá sjó DV, Tálknafirði: Nýstofnað er fyrirtækið Bjargsýn ehf. í eigu Odds Guðmundssonar á Patreksfirði og Bjarna Andréssonar á Tálknafirði. Það hefur fest kaup á 23 tonna báti til siglinga með ferða- menn í útsýnisferðir. Aðaláherslan verður lögð á að bjóða ferðir upp undir Látrabjarg og skoða bjargið frá sjó. Þá geta ferða- menn valið um ferðir sjálfir - óskað eftir að fara á einhvern eða ein- hverja ákveðna staði. Sumarið fer að einhverju leyti í þreifingar á því hvernig starfseminni verði best háttað í framtíðinni. Báturinn, sem tekur 28 manns, var áður í eigu Tollgæslunnar. Ráð- gert er að ferðir hefjist sem fyrst enda fer í hönd sá tlmi sem er hvað áhugaverðastur til að skoða Látra- bjarg meðan á varpi sjófugla stend- ur. -KA Báturinn viö bryggju á Tálknafir&i. DV-mynd Kristjana Landkynning: Island í hnotskurn Þegar Island er kynnt erlendis er mest áhersla lögð á fallegt landslag, eldfjöll, hveri og jökla. Margir vilja þó vita meira um sögu landsins og daglegt líf íslendinga. Nýtt land- kynningarmyndband Saga film, sem nefnist Iceland in a Nutshell eða ís- land í hnotskurn, kemur til móts við þessa þörf með víðtækri umfjöllun um land og þjóð. Á myndbandinu er íslandi lýst í hnotskurn á 24 mínútum, allt frá jarðfræðilegum uppruna til skemmtanalífs Islendinga. Meðal annars er fjallað um landnám, at- vinnuvegi, menntun og menningu landsmanna. Margar fallegustu nátt- úruperlur landsins prýða mynd- bandið en einnig eru helstu þéttbýl- isstaðir landsins kynntir I máli og myndum. Iceland in a Nutshell er þegar til á ensku, dönsku og þýsku en á næst- unni verður myndbandið einnig gef- ið út á frönsku og spænsku. Handrit myndarinnar er eftir Ara Trausta Guðmundsson og kvikmyndataka í höndum Sigmundar Arthúrssonar. Vinnslan á myndbandinu tók þrjú ár en þetta er þriðja landkynningar- myndband Saga fllm. Fyrsta mynd- bandið kom út árið 1989 og síðan kom myndbandið Iceland, a Land for All Seasons út árið 1991. Það myndband var mjög vinsælt, bæði meðal erlendra ferðamanna og til landkynningar erlendis. -ÍS 1 Borgarbúar í Hong Kong hafa beðið lengi eftir því að neð- anjarðargöng undir borginni verði tekin í notkun til að létta á umferðarþunganum í borg- inni. Umferð er óvíða þyngri á jarðarkringlunni en í Hong Kong. Göngin voru óhemjudýr, kostuðu um 70 milljarða króna, og ætlunin er að ná því fé til baka að stórum hluta með því að rukka vegfarendur um toll. /V'T'I I okkar lága verð Á nýju myndbandi Saga film er fslandi lýst í hnotskurn á 24 mínútum. Ökuljós Aflmljós Ökuljós Carade '88 5.900 4.600 OpelKadett'85 4.900 Golf '84-'91 2.800 4.400 Mazda 323 '86-'87 6.600 Golf '92 8.900 5.900 Corolla '86-'87 5.500 Escort '87-'91 5.100 3.700 Corolla '90-'92 6.600 L 200'87 3.400 Corolla '93 7.800 HiLux'89-'92 3.400 Lancer'85-'87 6.400 Isuzu pickup '88 3.400 Pathfinder '87 6.400 Nissan pickup '87 3.400 Trooper 7.400 Fiat Uno '89 4.300 Citroen BX 6.300 Fiat Uno '90 6.400 Peugeot309 6.600 Peugeot205 4.600 Regata 6,100 Sunny '86-'89 7.400 og fleiri gerðir Qi varahlutir Hamarshöfða 1 Reykjavík - Sími - 567 67 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.