Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 16
16* %iðsljós •k ¦* LAUGARDAGUR 3. MAI1997 Hjónin Judy og Donald Feeney enn í sviðsljósinu fyrir „björgunarafrek" sín: Fengu 21 milljón á meðan Donald var á Litla-Hrauni - fyrir að ná breskri konu úr ánauð í Jemen - ekkert varð úr björguninni í breska blaðinu The Observer er nýlega greint frá baráttu móður í Birmingham í Englandi við aö ná dóttur sinni úr ánauð í fjallaþorpi í Jemen. Kunningjar okkar úr frétt- um hér heima, hjónin Judy og Don- ald Feeney, sem án árangurs aðstoð- uðu Brian Grayson fyrir fjórum árum við að ná til sín tveimur dætr- um þeirra Ernu Eyjólfsdóttur frá ís- landi, koma við sögu í því máli. At- hygli vekur aö á meðan Donald sat inni á Litla-Hrauni fyrir Grayson- málið greiddi móðirin þeim röska 21 milljón króna fyrir að bjarga dótturinni frá Jemen en verkefnið gekk ekki upp. Móðirin fékk pening- ana ekki endurgreidda frá Feeney- hjónunum og situr eftir slypp og snauð ásamt tveimur öðrum börn- um hennar. Forsaga málsins er sú að móðirin, Miriam, bjó í Birmingham með manni frá Jemen, og átti með hon- um þrjú börn. Árið 1980 „seldi" hann tvær dætur þeirra, Zönu og Nadiu, til heimalands síns til að giftast þar innfæddum mönnum. Þær voru á unglingsaldri og pabb- inn sagði að þær væru að fara í „sumarfrí". Þetta gerði hann án vit- undar Miriam. Þegar hún uppgötv- aði þetta varð hún eðlilega brjáluð og skildi við mann sinn. Eftir þetta helgaði hún öllum sínum tíma í að ná dætrunum frá Jemen með dyggri aðstoð yngsta barnsins, sonarins Mo. Zana náði á ævintýralegan hátt að flýja frá Jemen árið 1988 og skildi ungan son sinn þar eftir. Hún fékk Nadiu ekki til að flýja með sér, sem þorði ekki að fara frá manni og þremur börnum. Eftir að Zana kom heim til Birmingham fór hún að að- stoða móður sína í baráttunni við að ná Nadiu til baka. Hún settist niður og skrifaði bók um málið sem nefndist Sold, eða Seld. Bókin vakti athygli um allan heim, kom m.a. út „Donald tók málið að sér þegar hann losnaði úr fangelsinu á íslandi um áramótin 1993 og 1994. I júní 1994 sögðu þau Muhsen-mæðgunum að peningarnir væru bara horfnir," sagði Nick. Miriam og Zana settu allt sitt traust á hjónin og söfnuðu saman þvl fé sem þær komust yfir, alls 185 þúsund sterlingspundum eða ríflega 21 milljón króna. Mestur hluti þess var söluhagnaður bókar Zönu. Þennan mikla kostnað sögðu Fee- ney-hjónin vera aö mestu tilkominn vegna þyrlu og skips sem nota átti við bjórgun Nadiu úr fjallaþorpinu í Jemen. Hins vegar komst leiðangur- inn einhverra hluta vegna aldrei að þorpinu og Feeney gafst upp. í heimildarmyndinni segjast þau vera miður sín með málalokin. Verkefnið hafi einfaldlega ekki tek- ist. Slíku megi alltaf gera ráð fyrir. Einkaspæjari ráðinn Af skiljanlegum ástæðum eru mæðgurnar svekktar yfir að leið- angur Feeneys gekk ekki upp. Þær hafa aldrei heyrt frá þeim aftur og réðu m.a. einkaspæjara til að hafa upp á þeim hjónum, greiddu honum tæpa milljón en sá spæjari lét sig hverfa. „Ég lét þau fá allt sem ég á, alla mína peninga. Nú á ég ekkert eftir til að greiða skattaskuldir vegna út- gáfu bókarinnar og framfleyta börn- um mínum," segir Zana m.a. í við- tali við blaðamann Observer en hún hefur eignast þrjú önnur börn eftir að hún flúði frá Jemen. Hún, ásamt Miriam og bróður sínum, eru á framfærslu félagsmálayfirvalda í Birmingham. Örn Clausen hæstaréttarlög- maður, sem var verjandi Feeneys hér á landi, hafði aldrei heyrt af þessu máli í Jemen þegar DV hafði samband við hann. Hann sagðist einu sinni hafa heyrt frá Feeney Nadia Muhsen ásamt einu barna sinna. Hún býr enn í fjallaþorpi í Jemen, þaöan sem Judy og Don- ald Feeney reyndu aö bjarga henni en án árangurs. Mynd Observer á íslensku og var i hópi söluhæstu bóka fyrir jólin 1992. Heimildar- álTV mynd Fjölskyldan í Birmingham sem Feeney-hjónin léku heldur grátt. Mó&irin, Miriam Muhsen, er hér ásamt börnum sín- um Mo og Zönu. Hún heldur á mynd af þeim systrum, Zönu og Nadiu, sem tekin var um þaö leyti og fa&ir þeirra seldi þær til Jemen. Mynd: Observer Heimildarmynd sem nefnist Stolen Brides var nýlega sýnd á sjónvarps- stöðinni ITV um þetta mál. Fram- leiðandi þáttarins, Nick Gray, sagði í samtali við DV að í júni 1993, á meðan Donald var á Litla- Hrauni, hefði Miri- am hitt Judy konu hans i New York. í október sama ár hefðu Miriam og Zana verið búnar að greiða þeim alla upphæðina, 21 miUjón. Enn sat Donald þá inni á Litla-Hrauni. Donald Feeney kemur úr réttarsal í Héra&sdómi Reykjavíkur í febrúar 1993. Hann var dæmdur í 2 ára fangelsi en sat inni í tæpt ár á Litla-Hrauni. Á me&an út- vega&i kona hans, Judy, þeim verkefni upp á 21 millj- ón króna, verkefni sem ekkert var& úr. DV-mynd BG eftir að hann lauk afplánun á Litla-Hrauni en vissi ekkert um af- drif hans í dag. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.