Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 1& Rótarlegar aðgerðir Ég hef löngum öfundað ná- granna minn af veglegum öspum sem vaxa í garðinum hans, bein- vaxnar og háar. Aspimar hans eru orðnar svo voldugar að þær minna helst á útlend tré. Bolurinn verður stöðugt sverari og trén teygja sig æ lengra til himins. Nágranni minn býr í þriggja hæða húsi en verður samt að horfa upp til tijánna úr rishæðinni. Á sumrin eru aspimar blaðstórar og því ljúfúr þytur í laufi. Erfið samkeppnisstaða Þegar ég hafði fýlgst með vexti þessara nágrannattjáa í nokkur ár stóðst ég ekki lengur mátið. Ég fór í gróðrarstöð og keypti aspir. Þessar títlur gróðursetti ég samviskusam- lega á lóðamörkum. Þær vora smá- ar í samanburði við nágranna- aspimar en ég var þó stoltur af mín- um trjám. Það var eins og þessir hjástertir áttuðu sig á ástandinu í götunni. Samanburðurinn var þeim í óhag en þeir létu sitt ekki eftir liggja. Stertimir mínir tóku hressi- lega við sér og ársvöxtur varð engu síðri en hjá nágrannanum. Sam- keppnisstaða mín var veik en ekki vonlaus. Heimaríkar aspir Aspimar mínar standa með fram stíg heim að húsinu. Þótt þær vaxi aðailega upp í loftið vilja þær þó gerast nokkuð mjaðmamiklar og breiða úr sér á þverveginn. Það var jafnvel svo að greinar fóra þvert yfir stíginn, fagurlega laufgaðar. Mér þótti þetta fallegt og sá fyrir mér öjágöng heim að húsinu að út- lendum óðalssið. Konan kunni hins vegar ekki að meta þessi hlið- arspor aspanna. Hún sagði mér að það væri varla hægt að ganga heim að húsinu án þess að fá greinar og laufblöð upp í nefið. Það yrði að höggva greinar af til þess að greiða fyrir samgöngum. Ég hummaði þetta fram af mér enda elskur að öspumnn mínum. Ég gat raunar ekki hugsað mér að höggva eða saga stoltar greinar af trjánum mínum. Þannig fer maður ekki með vini sína. Konan ræddi þetta nokkrum sinnum og kvartaði undan ástand- inu sem skapast hafði í garðinum. Haxm er ekki stór og því skal það viðurkennt að brátt gerðust aspim- ar mínar nokkuð heimaríkar. Ég taldi þó fráleitt að skerða þær. Mannskepnan væri ekki ein í heiminum og fátt væri umhverfis- vænna en laufskógamir. Heima- menn gætu því vel beygt sig og sveigt þegar þeir gengju heim tröð- ina og gestum væri engin vorkunn að sveigja svolítið á sér líkamann eða bregða sér í limbóstellingu. Aspimar mínar fengu því að vaxa óáreittar i nokkur ár. Þær hækkuðu stöðugt en breikkuðu um leið. í samanburði við nágranna- aspimar vora þær þó enn eins og renglulegir unglingar. Konan var hætt að biðja mig um að höggva eða saga greinar af trjánum og ég taldi því allt vera í sátt og sam- lyndi. Ég hélt að hún hefði sætt sig við aspimar okkar og vöxt þeirra út og suður. Ást hennar til þeirra væri engu síðri en mín þótt sein- teknari væri. Án samráðs En ekki er allt sem sýnist. Einn vordaginn fyrir nokkrum árum kom ég heim og ætlaði að vanda að beygja mig og sveigja svo ég kæmist eftir garðstígnum fram hjá ösp- unum. Þess var þó engin þörf. Gat- an var bein og greið. Konan haföi upp á sitt eindæmi náð sér í öfluga sög og tröppur. Sverar greinar asp- artrjánna lágu við stíginn og sárin á trjábolunum blöstu við. Bolirnir voru berir í að minnsta kosti tveggja metra hæð. Skógarhöggs- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri konan sagði ekki neitt þegar ég kom inn og ég mátti ekki mæla. Aspim- ar mínar vora strípaðar neðanvert. Eftir þetta hefúr konan ekki beð- ið mig um að höggva aspargreinar. Hún sér hins vegar til þess, án sam- ráðs við mann sinn, að aspargrein- ar vaxa ekki framar út á garðstíg- inn. Á hverju vori enda þeir stubb- ar sem það reyna í svörtmn plast- pokum. En aspirnar mínar eru þeirrar náttúra að þær láta þetta ekki á sig fá. Ef eitthvað er þá vaxa þær enn hraðar upp 1 loftið eftir að konan fór að höggva utan af þeim. Enn er þó fjarri lagi að þær nái hæð nágrannaaspanna og umfang allt er rjTara, einkum vegna vorverka frú- arinnar. Neðanjarðarófreskjur? íslendingar búa að kalla í skóg- lausu landi og því ættu hraðvaxta tré, eins og aspir, að vera hrein himnasending. En það er eins með aspimar og aðra sem fram úr skara, þeir eiga sér öfundarmenn. Margir hafa komið til mín og var- að við öspunum. Sagt þær byrgja alla sýn þegar fram í sækir. Sól nái ekki að skína á mig og mína. Þá er rótarkerfi aspanna sagt svo öflugt að það fari um allt, komi upp úr garðflötum og gangstéttir bólgni og byltist vegna rótanna. Kræfustu sagnimar era þær að rætur aspa brjóti sér leið gegnum skólprör, séu sem sagt hreinar neðan- jarðarófreskjm-. Hræðsluáróður Ég hef vísað þessu öllu á bug en þessi hræðsluáróður hefur haft nokkur áhrif á konu mína. Hún ræddi það í fyrra hvort ekki væri rétt að grisja hjá okkur aspimar. Ég þvemeitaði. Nú á þessu vori orðaði hún þetta á ný og benti mér á gangstéttarheliu sem hefúr aflag- ast á garðstígnum okkar. Konan kennir öspinni og rótum hennar um þetta og segir þetta hættulegt. Fullorðnir jafnt sem böm geti rek- ið fót i helluna og dottið. Öspin sé því enn farin að leggja snörur fyr- ir þá sem fara stíginn. Ég hef lofað að laga þessa hellu. Svipur konunnar benti þó til þess að hún hefði ekki mikla trú á því að það gerðist á þessu ári og tæp- ast því næsta. Svo var aö sjá að þar hefði hún lært af langri og bit- urri reynslu í tengslum við garð- störf eiginmannsins. Staðfesta grannans í allri vinsemd benti ég kon- unni á glæsiaspir nágrannans. Þær gnæfðu til himins miklu stærri en okkar. Ekki léti hann úr- tölumenn hafa áhrif á sig. Ná- granni minn er röskur maður og aldrei hef ég séð sláttuvél hans hiksta á asparrótum sem eiga að stinga sér upp úr garðflötum. Stétt- in hjá honum er slétt og bein. Á allt þetta benti ég konunni í vam- arræðu minni fyrir aspir heimilis- ins. Hún gerði ekki annað en sparka aðeins í lausu helluna. Þar undir er meint rót einnar aspar- innar. Við stóðum þama á garðstígn- tun hjónakomin og létum vorblæ- inn leika um okkur. Konan kíkti eftir nýjum greinum á öspinni en ég klappaði stofnum tijánna og horfði upp eftir þeim fullur stolts. Þá sá ég hvar granni minn snarað- ist út. Ég taldi víst að hann ætlaði sér að njóta vorblíðunnar ekki síð- ur en við. Ég kastaði á hann kveðju og lofaði um leið aspimar hans, beinvaxnar og fallegar. Vorkyrrðin rofin Ég vonaðist hálfþartinn til þess að hann segði eitthvað fallegt um mínar. Það hefði styrkt stöðu mína og aspanna. Hann lét það þó ógert heldur hraðaöi sér inn í bílskúr sinn. Að vörmu spori kom hann út með gríðarlega vélsög, bens- ínknúna. Ég hef séð svoleiðis tæki í bíómyndum um skógarhöggs- menn. Hann kippti í spotta á tæk- inu sem þegar ólmaðist í höndun- um á honum. Vorkyrrðin var rof- in. Konan potaði í síðuna á mér þegar nágranninn réðst með tæk- inu á fyrstu öspina sína, gríðarfal- lega og beinvaxna. Tréð féll tignarlega til jarðar. Stúfurinn stóð eftir upp úr grasflöt grannans. Ég horfði ekki á meira heldur fór inn. Konan stóð eftir og horfði á aðfarimar. Þá er ég gægð- ist út um stofugluggann sá ég hvar þau stóöu, konan og granninn og bentu. Þau bentu meðal annars á aspimar mínar. Ég dró gluggatjöldin fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.