Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Qupperneq 56
FRETTASKOTIÐ SlMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 Þjóðkirkjan: Sonur biskups til Hong Kong Óánægja er meðal presta vegna fyrirhugaðrar ferðar á vegum þjóð- kirkjunnar til Hong Kong. Biskup er sagður hafa beitt þrýstingi til að sonur hans, séra Skúli Sigurður Ólafsson, yrði einn sendimanna kirkjunnar. Séra Gunnar Krist- jánsson hafði vilyrði utanríkis- nefndar kirkjunnar til að verða einn sendimanna en Kirkjuráð, undir forsæti biskups, hefur hafn- að fjárveitingu til að kosta för hans. „Ég er formlega búinn að draga mig út úr þessu,“ segir Séra Gunn- ar Kristjánsson. Sú hugmynd er uppi á Biskups- stofu að Kjalarnesprófastsdæmi fjármagni for séra Gunnars en hann það ekki koma til greina. 1 „Vegna breyttra aðstæðna þar sem ég er nú prófastur þar get ég ekki þegið fé til fararinnar úr hér- aðssjóði," segir hann. Herra Ólafur Skúlason neitar í samtali við DV að hafa haft áhrif á málið. - sjá fréttaljós á bls. 19 Evróvisionkvöld: Örtröð í áfenginu „Það er búið að vera óvenjumik- ið að gera í allan dag og það liggur við að maður hafi ekki séð annað eins,“ sagði starfsmaður ÁTVR við DV undir kvöld í gær. Greinilegt er að margir ætla að gera sér glatt Evróvisionkvöld í kvöld. Páll Ósk- ar Hjálmtýsson verður síðastur keppenda á svið og vonandi að landinn verði búinn að hita sig vel upp áður en að því kemur. -sv Lýst eftir Ottó Lögreglan í Reykjavík og á Akranesi lýsir eftir Ottó Sveinssyni, fertugum íbúa að Vallarbraut 1 á Akranesi. Ottó er dökkur yfírlitum, dökkhærður, 173 sentímetrar á hæð og 78 kíló. Hann sást síðast í Reykjavík á milli 7 og 8 liðinn sunnudag. Þá var hann klæddur í brúnan leðurjakka og ljósar buxur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ottós eru beðnir að snúa sér til lögreglu í Reykjavík og á Akranesi. -sv Ríkisstjórn íslands: Hrókeringar fram undan - Friörik sagður á leiö út Heimildir DV innan stjómar- flokkanna greina frá því að í vændum séu breytingar á ríkis- stjórninni á næstu vikum. Friörik Sophusson fjármálaráðherra hætti ráðherradómi en í hans stað taki Geir H. Haarde sæti í ríkis- stjóminni. Talið er líklegast að Friðrik Sophusson taki við stöðu forstjóra Landsvirkjunar en einnig hefur verið nefndur sá möguleiki að hann taki við sem bankastjóri hins nýja Fjárfestingarbanka at- vinnuveganna. Samkvæmt heim- ildum DV myndu framsóknar- menn hins vegar gjaman vilja sjá Þorstein Ólafsson, sem starfar hef- ur hjá Norræna fjárfestingarbank- anum, í hinum nýja bankastjóra- stóli. Spyröu Davíö, hann ræöur Við það að Geir H. Haarde taki við ráðherraembætti losnar staða þingflokksformanns Sjálfstæðis- flokksins en heimildarmenn blaðsins telja að Sigríður Anna Þórðardóttir taki við henni af Geir. Þetta var borið undir þau Sig- riði Önnu og Friðrik í gær. Sigríð- ur Anna kvaðst ekkert hafa heyrt um málið. Hið sama sagði Friðrik en bætti við: Spyrðu Davíð, hann ræður. DV tókst ekki að ná tali af Davíö í gær vegna málsins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjómarmaður í Landsvirkjun, segir að ekkert sé farið að ræða það innan stjómarinnar hver taki við forstjórastöðunni af Halldóri Jónatanssyni sem samkvæmt svo- kallaðri 95 ára reglu hefur rétt til fullra eftirlauna, kjósi hann að láta af störfum. Halldór er 65 ára gamall. DV spurði Sighvat Björg- vinsson, sem orðaður hefur verið við stöðuna ásamt hópi embættis- og stjómmálamanna, hvort hann yrði næsti forstjóri Landsvirkj- unar. „Ég er formaður Alþýðu- flokksins," var svar Sighvats. - sjá fréttaljós á bls. 4. -SÁ Páll Óskar Hjálmtýsson var í góöum félagsskap í gær þegar hann æföi flutning sinn á laginu Minn hinsti dans fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem verður háö í Dyflinni í kvöld. Símamynd Reuter Metró og Þýsk-íslenska: Öllum sagt upp en ekki lokað - segir framkvæmdastjóri „Þetta er bara rökrétt framhald af þeirri hagræðingarvinnu sem átt hefur sér stað frá því að við keypt- um fyrirtækið. Við sögðum upp 10-12 starfsmönnum um mánaða- mótin,“ segir Lúðvík Matthíasson, framkvæmdastjóri Metró og Þýsk- íslenska. Frá því að eigendaskiptin áttu sér staö fyrir um ári hafa verslanir Metró mnnið saman við önnur fyr- irtæki. Þær hafa þannig verið gerð- ar að sjálfbærum einingum sem stýrt er af eigendum sínum. Engar uppsagnir áttu sér stað í verslunun- um enda að litlu leyti i eigu upphaf- legra eigenda. „Það er ekki rétt að hér eigi að fara að loka. Fyrirtækið hefur smám saman verið að minnka og komast í eðlilegra og samkepnis- hæfara umhverfi. Framhaldið er óráðið en mun liggja fyrir áður en þriggja til sex mánaða uppsagnar- frestur starfsfólksins rennur út,“ segir Lúðvík. -sv Frá slysstaö í gær. DV-mynd S Trukkur valt Átján hjóla trukkur valt á Höfða- bakkabrúnni um klukkan 17.30 í gærkvöld. Engin meiðsl urðu á fólki en nokkurt rask á umferðinni þar sem loka þurfti götunni á meðan verið var að ná bílnum á hjólin aft- ur. Nokkrar skemmdir urðu á bíln- um sem var fullur af jámi. Ekki er vitað um orsök slyssins. -sv Of mikill hraði Lögreglan í Kópavogi kvartaði undan of miklum hraðakstri í gær. Á annan tug bílstjóra hafði verið stöðvaður við radarmælingar í bæn- um undir kvöld og fannst mönnum hraðinn yfirleitt of mikill. -sv L O K I Veðurútlit: Áfram vet- ur nyrðra Fólk fyrir norðan og austan er ekki sloppið við veturinn enn. Þar má búast við stöku élj- um á morgun og mánudag. Bjart veröur sunnan- og vestan- lands. Hiti verður 0-8 stig að deginum en víða hætt við næt- urfrosti. Veðrið í dag er á bls. 57 Ope Astra Verð frá 1.259.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími:S25 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.