Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 Fréttir Afar „Við höfum margoft bent á það að Bláa lónið er gífurlega hættulegur staður. Þar hafa orðið nokkur dauðaslys og að auki fjöldi annarra alvarlegra slysa. Við vitum að fólk hefur brennst illa og stundum hefur legið við drukknun þegar ofsa- hræðsla hefur gripið fólk á sundi úti í vatninu. Þá hefur það synt inn í sjóðandi heitan straum. Við höfum í mörg ár krafist úrbóta og nú hætt- um við ekki fyrr en búið verður að gera þær lagfæringar sem allir aðil- ar málsins geta sæst á,“ segir Magn- ús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðumesja. Baögestir sjást ekki Magnús segir að það sem þeim hjá Heilbrigðiseftirlitinu þyki verst sé hversu illa fólk sjáist í lóninu eins og málum sé nú háttað. „Eins og ég horfi á málið nú, með hliðsjón af þessu hörmulega slysi um helgina, þykir mér athyglisverð- ast hversu illa gekk að finna líkið. Fjöldi manns leitaði og samt fannst það ekki í tvo klukkutíma. Við vit- um að lík fljóta og það kom síðan í ljós að líkið flaut uppi þegar einn baðgestur fann þaö. Þetta segir okk- ur allt um þennan hættulega stað. Mörg dauðsföll og alvarleg slys í Bláa lóninu: hættulegur staður - segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja Fólk getur drukknað þama án þess að nærstaddir baðgestir verði varir við það,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir at- hugasemdir Heilbrigðis- eftirlitsins hafi verið fall- ist á að reksturinn væri með þeim hætti sem ver ið hefur. Kröfur em gerð ar um ákveðið eftirlit með baðgestum, hæfni starfsmanna til endur lífgunar og að fullkomn asti búnaður sé á svæð inu. Myndavélar í sund- laugum „Allir hlutaðeigandi verða kallaðir saman til fundar strax í fyrramál- ið. Við höfum fengið okk- ur fullsadda af þessu ástandi," sagði Magnús í gær. Aðspurður hvað hægt sé að gera til úrbóta seg- ir Magnús ljóst að lónið verði ekki þarna til frambúðar, hitaveitan hafi lýst því yfir. Nú sé bara spurning hvernig hægt sé að gera slysavamir í lóninu það góðar þar til því verði breytt að fólk geti verið tiltölulega rólegt við að baða sig á svæöinu. „Gerðar eru kröfur um myndavél- ar og verði alls staðar í sundlaugum ef einhverjum fatast sundið. Það er nánast vonlaust að sjá fólk í flösku- Girðíngin í kringum Bláa lóniö liggur niðri aö, hluta og er lögreglan ósátt við hversu greiðan aðgang óboönir gestir hafa aö lóninu. Heilbrigöiseftirlit Suðurnesja segir lónið gífurlega hættulegan staö og krefst nú úrbóta sem draga úr slysahættu. DV-mynd ÆMK lituðu vatninu, gufan er yfir öllu og mestan part ársins er þreifandi myrkur á svæðinu." Aðspurður hvort til greina komi að fara fram á að lóninu verði lokað segir Magnús að það hafi ekki verið rætt. Heilbrigðisnefndin geti ein tekið ákvörðun um það. Magnús Guðjónsson segist ekki hafa vitað að girðingin í kringum lónið hafi legið niðri að hluta. Sér hafi liðið illa yfir þessu máli öllu saman því spurning væri hvort hægt hafi verið aö koma í veg fyrir þennan hörmulega atburð. Lögreglan ósátt John Hill, yfirmaður rannsóknar- deildar lögreglunnar í Keflavík, sagði viö DV I gær að menn væru mjög ósáttir við þann aðgang sem óboðnir gestir hefðu að Bláa lóninu. Girðingin í kringum svæðið lægi niðri að hluta og þess vegna ætti fólk allt of greiðan aðgang. Aðspurður hvers vegna selt hefði verið ofan í lóniö á meðan leitin stóð yfir sagðist John telja að leitin hefði miðast við að stúlkan væri á lífi, vin- ir hennar hefðu talið að hún væri bara á sundi í lóninu. Dánarorsök lá ekki fyrir í gær. -sv Lögreglan var kvödd að Miðbæ f Hafnarfirði f gær þar sem augljóst þótti að unnin hefðu veriö skemmdarverk á síma- inntaki hússins. Ekki var búist viö að hægt yrðl að gera við skemmdirnar vegna verkfalls sfmsmiöa og rafiönaöar- manna. DV-mynd S Miöbær í Hafnarfirði: Skemmdir á símainntaki Stúlkan sem lést Stúlkan sem lést í Bláa lóninu á sunnudagsmorgun hét Jóna Sjöfn Ægisdóttir. Hún var til heimilis að Hraunkambi 4 í Hafnarfirði. Hún var sautján ára. -sv Verkfall: Vandræði Búnaðarbanka Búnaðarbankaútibúin á Noröur- landi áttu í miklum vandræðum vegna bilaðrar línu i gær. Aðeins gjaldkerarnir voru tölvutengdir þannig að töluvert rask varð á allri annarri starfsemi. Að sögn Björns Svavarssonar, sérfræðings hjá tölvudeild bankans, er ástandið há- bölvað. Það hefur þau áhrif að vinna þarf þaö í höndunum sem tölvumar sjá um. Ekki var ljóst í gær hvort bankamönnum tækist sjálfum að gera við bilunina. -sv Símasambandslaust var við Mið- bæ í Hafnarfirði í allan gærdag. Verslanimar vom án síma og Bún- aöarbankinn án tengsla við um- heiminn í gegnum tölvumar. í gær kom í Ijós að bilunin var vegna skemmdarverka sem unnin höfðu verið á símainntaki hússins. Talið var víst að fullorðinn maður hefði unnið skemmdarverkin þar sem erfitt væri fyrir böm að komast að vírunum. Þeir vom snyrtilega „Það er enn óvist hvort við erum áfram með eða hvort við höfúm fall- ið út úr keppninni. Þaö skýrist þó væntanlega í dag, þriðjudag. Verið er aö reikna þetta allt saman út og eru það allflóknir útreikningar. Mér skilst að sigurvegaramir, Bretar,. séu öruggir áfram og 17 hæstu lögin samkvæmt meðaltali síöustu 5 ára. Þau 7 lönd sem vom ekki núna koma skomir í sundur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Hafnarfirði er deilt um hvort gera eigi viö bilunina eða ekki. Verkfallsmenn sögðu nei i gær. -sv inn á næsta ári. Þaö er gert til þess að land detti ekki út nema í mesta lagi eitt ár í senn,“ segir Sigurður Valgeirsson, dagskrárstjóri Sjón- varpsins, aðspurður um stöðu ís- lands í Eurovision-söngvakeppninni. Sigurður sagðist vera ánægður með frammistöðu Páls Óskars í keppninni sl. laugardag þrátt fyrir 20. sætið. -RR Stuttar fréttir Stærðfræðin úr gildi Stærðfræðikennarar á höfuð- borgarsvæðinu funduðu í gær- kvöldi og kröfðust þess að sam- ræmda prófið í stærðfræði yrði fellt úr gildi og mat hvers skóla fyrir sig réði stærðfræðiein- kunnum nemenda. RÚV sagði frá. 80% vi|ja vatfrelsi Samkvæmt könnun Gallup vilja um 80% fólks ráða því sjálft í hvaöa lífeyrissjóð það greiðir. Morgunblaðið segir frá. Hvalamálið Ríkisstjórnin lýkur umfjöOun um álit hvalveiðihópsins á morgun eftir tveggja mánaða umhugsun. Ekki er talið líklegt aö hún heimili hvalveiðar. Gert við símann Tæknimenn P&S sem ekki eru í verkfalli gerðu í gær við fjölsímakerfið í Landssímahús- inu þannig að símabilanir sem hrjáöu einstaklinga og fyrirtæki í gær ættu að verða úr sögu í dag. RÚV sagði frá. Engin lausn Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeOu Rafiðnaöarsambands- ins og P&S og verkfaOsnefnd rafiðnaðarmanna telur viögerð- ir á bilunum í símakerfinu ótví- rætt verkfaOsbrot. RÚV sagði frá. Óljóst með veiði- reynslu Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir óákveðið hvemig aflaheimildum verður úthlutað í norsk-íslenska sOdar- stofninum á næsta ári. Ekki er því vist að veiðireynsla á yfir- standandi vertíð nýtist. RÚV sagði frá. Nýtt farsímafélag íslenska farsímafélagið, sem er í eigu íslenskra og banda- rískra aðOa ætlar að byggja upp farsímakerfi hér á landi i áföng- um fyrir 1,5 miOjarða króna. RÚV sagði frá. -SÁ Þú getur svarað þessari spurningu með því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan jí Q N01 b j rödd FOLKSINS 904 1600 Er sameining jafnaðarmanna tímabær? Eurovision: Óljóst hvort ísland verður með áfram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.