Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 8
Utlönd Uppreisnarmenn í Saír aöeins steinsnar frá höfuðborginni Kinshasa: •• Oryggi Mobutus tryggt segi hann strax af sér Vaxandi hemaöarlegur og póli- tískur þrýstingur er nú á Mobutu Sese Seko, forseta Saírs, imi að segja af sér og láta völdin í hendur Laurent Kabila og uppreisnarmönn- um hans. Mobutu hvílist nú í bæki- stöðvum stjómarhersins í höfuð- borginni Kinshasa. Bandarískir embættismenn í Washington sögðu að hersveitir Kabilas mundu hertaka borgina eft- ir aðeins einn eða tvo daga. „Hann kemur. Á því leikur enginn vafi,“ sagði einn embættismaður við Reuters-fréttastofuna. Sendimaður Bandaríkjastjómar, sem studdi dyggilega við bakið á Mobutu í þrjá áratugi, sagðist ætla að heimsækja bækistöðvar Kabilas í borginni Lubumbashi í suðurhluta landsins til að reyna að koma í veg fyrir blóðbað við töku höfuðborgar- innar. Kabila sagði að hersveitir sínar væru tæplega 60 kílómetra frá al- þjóðaflugvelli Kinshasa, sem er í 25 kílómetra fjarlægð frá miðborginni. Hann sagðist mundu tryggja öryggi Mobutus ef hann afsalaði sér völd- um áður en uppreisnarsveitimar kæmu. „Ef Mobutu afsalar sér völdum áður en við komum til Kinshasa, mun ég ábyrgjast öryggi hans og fjölskyldu hans. Ef hann gerir það ekki, rekum við hann burt með skít og skömm,“ sagði Kabila. Allir aka um á notuðum bílum Mazda 323 ‘96, beinsk., ek. 35 þús. km, Grænsans, 4 d., Ver6 1030 þús. Chev. Lumlna AVS ‘92, beinsk.,ek. 73 þús. km, 7 manna, verö 1.840 þús. Merc. Benz 230 E, ssk., hvítur, ek. 143 þús. km, álfelgur, rafmagn I rúðum, ABS, verö 1.990 þús. Hyundai Sonata ‘94, ek. 40 þús. km, ssk. brúnsans, verö 1.360 þús. Grand Cherokee LTD '95, svartur Einn með öllu. BILASALAN BÍLFANG ehf. Borgartúni 1b - Sími 552 9000 Flóttamenn frá Rúanda standa í langri biöröö eftir aö komast um borö í flugvél SÞ sem flytur þá aftur til síns heima frá borginni Kisangani. Sjö þúsund flóttamenn hafa þegar veriö fluttir til Rúanda. Sfmamynd Reuter Þeir Kabila og Mobutu, sem hefur haldið Saír í heljargreipum sínum í meira en þrjátiu ár, ræddu saman um borð í suður-afrísku herskipi um helgina fyrir tilstilli Nelsons Mandelas, forsta Suður-Afríku. Þær viöræður báru engan árangur. Sameinuðu þjóðirnar komu í gær í veg fyrir tilraunir til að flytja fleiri flóttamenn frá Rúanda burt frá Saír með jámbrautarlestum. Uppreisn- armenn fluttu þá hundruð flótta- manna með flutningabOum og skOdu þá eftir við lík þeirra sem lét- ust í troðningi í jámbrautarlest um helgina. Flóttamennimir era úr búðum í skóglendinu suður af borginni Kis- angani. Flóttamannastofnun SÞ hef- ur mikinn áhuga á að flytja þá flug- leiðis heim tO Rúanda. Rúmlega níutíu köfnuðu eða vom troðnir til bana í yfirfuUum járbrautarvögnum á sunnudag á tveggja klukkustunda ferðalagi frá Biaro búðunum tO Kisangani. Reuter Oveður og 70 sm ölduhæð á flóðasvæðunum í Kanada Yfir 28 þúsund Kanadamenn og 50 þúsund Bandaríkjamenn hafa þurft að yfirgefa heimUi sín vegna flóða í ánni Rauðá í S-Manitoba í Kanada og N-Dakóta í Bandaríkjunum. Versta veður var í gær við flóða- svæðið í Manitoba í Kanada og mik- 01 öldugangur. Var ölduhæð á „Rauðahafinu“, eins og flóðið eða nýja stöðuvatnið er kaUaö, um 70 sm. Vamargarðar stóðust hins veg- ar álagið. > Flóðin em þau verstu sem orðið hafa á þessum slóðum í 145 ár. Björgunarsveitir verða áfram í við- bragðsstöðu þar sem spáð er slæmu veðri næstu daga. Björgunarsveitar- menn og um 9 þúsund hermenn kanna flóðgarðana á 20 mínútna fresti jafnframt því sem haldið er áfram að styrkja varnargarða á hættusvæðum. Yfirvöld í Kanada og Bandaríkj- unum tOkynntu í gær að skipuð yrði sameiginleg nefnd sem kanna á leiðir tO aö forðast slík flóð í fram- tíðinni. í vorleysingunum varð vatnsmagnið í Rauðá 22 sinnum meira en venjulega. Reuter Kanadískur hermaöur tekur sér hvíld frá því aö hlaöa varnargarö viö Peters- field í Manitoba. Slmamynd Reuter ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 Stuttar fréttir dv Stöðva ekki strauminn Fjölþjóðahersveitum í Albaníu hefur tekist að draga úr ólgunni í landinu. Sveitirnar geta hins vegar lítið gert tO að stöðva straum flótta- manna úr landi. Til fundar við Blaír John Bmton, forsætisráðherra ír- lands, mun á fimmtudaginn ræða við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, um ástandið á Norður-ír- iandi. Átök í Chile Hundruð atvinnulausra námu- verkamanna lentu í átökum við lög- reglu fyrir utan forsetahöOina í Santiago í ChOe. 10 manns særðust I átökunum. Ross í sáttaferð Dennis Ross, sérlegur sendimaö- ur Bandaríkjastjórnar í Miðaustur- löndum, heldur í dag í nýja ferð tO að reyna að koma nýju lífi í friðar- viðræður ísraela og Palestínu- manna. Lofar aðstoð BiO Clinton Bandaríkjaforseti, sem er í opinberri heimsókn í Mexíkó, hefur lof- að mexíkóskum yf- irvöldum nýrri fjárhagsaðstoð í baráttunni gegn fiknie&iasmygli. Stjómvöld beggja rikja hafa reynt að jafna ágreining sinn um fíkniefna- mál sem leit út fyrir að skyggja á heimsókn Clintons. Gullsvindl Indónesísk stjómvöld hafa stöðvað aOa starfsemi kanadíska námufélags- ins Bre-X i landinu vegna umfangs- mikOs svindls með gullnámu sem reyndist ekki eins gjöful og sagt var. Lestarslys í Póllandi Að minnsta kosti eOefu fórust og 30 slösuðust þegar nokkrir vagnar farþegalestar fóru út af sporinu í PóOandi í gær. Rætt um tóbaksbætur Æðstu embættismenn dómsmála i ríkjum Bandaríkjanna og forráða- menn tóbaksfyrirtækjanna tóku aft- ur upp þráðinn í gær í viðræðum sínum um skaðabætur vegna reyk- inga. Til hjartasérfræðings Michael Heseltine, fyrrum aðstoð- arforsætisráðherra BreOands, sem var lagður inn á sjúkrahús með verki fyrir brjósti eftir ósigur íhaldsmanna í kosningunum, æflar að leita tfl hjartasérfræðings. Nýr leiðtogi í júlí Búist er við að nýr leiðtogi breska íhaldsflokksins verði vahnn í júlí. Vitnar gegn bróðurnum Systir Timothys McVeighs, sem ákærður er fyrir sprengjutilræðið í Oklahomaborg, vitnaði gegn hon- um fyrir rétti í gær. Sagði hún hann mann sem vfldi grípa tO að- gerða gegn stjórn harðstjóra sem sviptu Bandaríkjamenn réttindum sínum. Drap kennara og særði Fimmtán ára austurrískur pOtur skaut kennslukonu til bana og særði aðra með skammbyssu foður síns. Reuter Skák & mát Fylgstu með einvíginu: http//www.nyherji.is ■iKASPAROV ----- Vissir þú aö Dimmbl sem þjónar æ tleiri tyr 0 I M M B L A Unix tölva landi? =====”= NÝHERJI rs/6000 h111j .- wvvw.nyhcrjtis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.