Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 Neytendur Bragökönnun matgæðinga DV á blönduðum safa: Almennt slæmar einkunnir Vatnsblandaður appelsínusafi fékk almennt slæma einkunn hjá matgæðingum DV. Alls voru smakkaðir 9 tegundir af vatnsblön- duðum safa eða appelsínudrykkjum, eins og þeir eru yfírleitt kallaðir til aðgreiningar frá 100% safa. Granini nektar fékk hæstu einkunn með heildareinkunn 7 en Sól-sólríkur appelsínudrykkur og Hagkaup-app- elsínudrykkiu- fylgdu fast á eftir með 6 í einkunn. Þar á eftir komu Del Monte-fruit burst, Tommi og Jenni- appelsínudrykkur og Svala- appelsínudrykkur. Allir þessir drykkir voru jafnir að einkunn með 4. Þrjár tegundir, Frissi fríski, Hi-Ci og Emig, voru í neðsta sæti með 3 í einkunn. Dómnefndin var sem fyrr skipuð Úlfari Eysteinssyni, matreiðslu- meistara á Þremur Frökkum, Dröfn Farestveit hússtjómarkenn- ara og Sigmari B. Haukssyni, áhugamanni um matargerð. Þau fengu allar 9 tegundirnar á bakka til sín í merktum glösum. Ein- kunnagjöfin fyrir hvert sýnishorn er á bilinu 1-5. (l=mjög vont, 2=vont, 3=sæmilegt, 4=gott, 5=mjög gott). Einnig voru þau beð- in um að punkta niöur athuga- semdir um bragð, útlit og áferð ífamleiðslunnar. Allar fernur hristar Safamir em keyptir í fimm versl- unum á höfuðborgarsvæðinu: Hag- kaupi, Nóatúni, 10-11, Bónusi og Fjarðarkaupum. Það skal tekið fram að aðeins er dæmt um bragð, útlit og áferð. Ekki er tekið tillit til verðs sem er eins misjafnt og tegundirnar eru margar. Umbúðir eru ekki dæmdar, aðeins innihaldið. Drykkimir voru keyptir tveimur sólarhringum áður en prófunin fór fram og geymdir í kæli fram að prófun. Gætt var þess að hrista fem- umar vel áður en hellt var í glösin. Granini efstur Granini nektar fékk heildarein- kunn 7. Eins og sjá má á grafinu var einkunnagjöf dómnefndarmanna frá 0 og upp í 4. Sigmar gaf 0. „Ógeðs- legt“ var hans mat. Dröfn gaf 4 og „í þessum er þó ávaxtakjöt“. Úlfar gaf 3: „Það kemur bragð fyrst, síðan hvað?“ Sól og Hagkaup meö sömu einkunn Næstar í röðinni komu tegundir- nar Sól og Hagkaup með einkunn- ina 6 hvor tegund. Sól-sólríkur app- elsínudrykkur fékk umsögnina „ógeðslegt“ og 1 hjá Sigmari. Úlfar gaf 3, „of milt fyrir minn srnekk", og Dröfn gaf 2 og „ekkert í þessu sem mm Nýjungar hjá ÁTVR: Bjór í lausasölu - áfengi og tóbak hækkaði í verði í gær í gær var tekin upp sú nýjung hjá verslunum ÁTVR að selja bjór í lausasölu en ekki einungis í kippum eins og gert hefur verið frá upphafi bjórsölu á íslandi. Bjórinn verður seldur í lausu á öllum útsölustöðum ÁTVR en einungis veröur hægt að kaupa hann kaldan í nýopnaðri verslun ÁTVR við Dalveg í Kópa- vogi þar sem sú verslun er sú eina sem er með kæli. Einungis verður hægt að fá bjór i dósum í lausasölu, ekki verður hægt að kaupa flösku- bjór í stykkjatali og miðast verðið við kippuna, þ.e. hver bjór mun kosta 1/6 af kippuverði og er því hlutfallslega á sama veröi og áður. Annars hækkaði áfengi í verði í gær að meðaltali um 0,54% miðað við sölu síðustu 12 mánaða. Að sögn Bjarna Þorsteinssonar, forstöðu- manns sölu- og skýrsluvinnslu hjá ÁTVR, er með þessari hækkun ver- ið að aðlaga verð á víni nýju gengi. Sömuleiðis hækkar tóbak í heild- sölu um 1,25% og er tilgreint lág- marksverð í smásölu í verðskrá. Smásölum tóbaks er aftur á móti heimilt að selja tóbak á þvi verði sem þeir óska, svo framarlega að ekki sé farið niður fyrir tilgreint lágmarksverð. -ggá Bragðprófun á uðum appelsínusafa / ■ A / j Sýnishorn Granini Sól Dröfn ★★★★ ★★ Sigmar o Ulfar ★★★ Samtals 7 Del Monte ★ , ★ . ’fcit’ - L .. V . ' J , Á ., Jíft-rLM 4 Svali ★ ★ ★★ 4 Tommi og Jenni fw, vw v mgr ’H 4 Frissi fríski ★ ★ ★ 3 Hi-Ci 3 Emig ★ ★ ★ 3 DV minnir á appelsínu". Hagkaup fékk líka 2 hjá Dröfn og umsögnina „ekkert appelsínu- bragð“. Sigmar gaf 1 og „hvað er þetta? Grín? Hræðilegt“. Úlfar gaf 3 og sömu umsögn og Sól-drykknum eða „of milt fyrir minn smekk“. Hver dómnefndarmaður um sig gef- ur báðum tegundum sömu einkunn og sömu umsögn. Það gefur til kynna að þeir bragðist mjög svipaö. Þrír meö 4 í einkunn Þrír drykkir, Del Monte, Svali og Tommi og Jenni, urðu jafnir með 4 í heildareinkunn. Drykkurinn Del Monte fékk 1 hjá Dröfn, „hræðilegt gervibragð og vatnsglundur". Úlfar gaf 2 og „gervibragð" en Sigmar gaf 1 og umsögnina „myglubragð - hræðilegt". Um Svala sagði Dröfn „vont óbragð" og einkunnina 1. Sig- mar sagði „vatn með einhvers kon- ar ávaxtabragði" og gaf 1. Úlfar sagði „of væmið“ og gaf 2. Tommi og Jenni fékk sömu einkunnagjöf hjá hverjum dóm- nefndarmanni eða 1,1 og 2. „Litur torkenni- legur og of sætur (bragðlaus)“ sagði Úlf- ar. „Gerviappelsínu- bragð“ sagði Sigmar en Dröfn gaf umsögn- ina „ótrúlegt hvað þetta er allt vont“. Samhljóöa dómur Þrjár tegundir, Frissi fríski, Hi-Ci og Emig, fengu hver um sig 3 í heildareinkunn. Dómnefhdarmenn voru svo sammála í öllum þremur tilfell- unum þegar þeir gáfu öllum tegundum 1. Um Frissa fríska sagði Dröfn „ótrúlegt hvað þetta er allt vont“. Sigmar sagði „bragð af melónum og banönum en ekkert appelsinubragð". Úlfar sagði „hræðilegt dósabragð". Um Hi-Ci sagði Dröfh það sama og um Frissa fríska. „Vatn með skrýtnu bragði" sagði Sigmar og Úlfar „vont, bragðlaust, bara sykur- bragð“. Um Emig-drykkinn sagði Dröfn ekkert. Sigmar sagði „vont vatn“ og Úlfar „vont“. -jáhj Vatnsveita Reykjavíkur: Fær gæðaviöurkenningu Vatnsveita Reykjavíkur hlýtur á morgun viðurkenningu sem heil- brigðiseftirlitið veitir matvælafyrir- tækjum sem gengið hafa í gegnum ákveðið innra gæðaeftirlit. Með þessari viðurkenningu er Vatnsveit- an orðin vottað matvælafyrirtæki. „Þetta gerir okkur að einu stærsta matvælafyrirtæki landsins hvað varðar framleiðni og neytenda- fjölda," sagði Loftur R. Gissurarson, gæöastjóri Vatnsveitunnar. Vatnsveitan er einnig með verk- efni í gangi þessa dagana sem mið- ar að því að kanna ástand lagna í húsum í Reykjavík. Sendur hefur verið út spumingalisti þar sem fólk er beðið að svara nokkrum spurn- ingum um gæði vatns og ástand lagna. Hér er um að ræða verkefni sem hefur verið í gangi í nokkurn tíma en sú könnun sem nú er í gangi er sú stærsta hingað til. Er verið að leita markvissra ábendinga í þeim tilgangi að bæta þjónustu fyrirtækisins og verða tveir heppnir þátttakendur dregnir út og þeim boðið út að borða í Perlunni. -ggá Þjófnaður á geislaspilara: 100 þúsund króna tjón fyrir bíleigandann „Þjófarnir brjótast að öllu jöfnu ekki inn í bíla nema þeir sjái eitt- hvað verðmætt í þeim eins og geislaspilara, GSM-síma, veski o.fl. Því miður er fólk ekki nógu vel á varðbergi og er að gleyma verðmæt- um hlutum í bílunum. Það býður að sjálfsögðu hættunni heim. Ef geislaspilaranum er stolið þá bætist við það rúðubrot og einnig skemmdarverk á mælaborðinu þeg- ar græjumar em rifnar burt. Kunn- ugir hafa tjáð mér að þetta sé kostn- aður upp á 100 þúsund krónur. í fæstum tilfellum eru geislaspilar- arnir tryggðir," segir Björn. „Innbrot í bíla em orðin mjög al- varlegt vandamál. Á siðasta ári voru 903 innbrot í bíla tilkynnt til lögreglu í Reykjavík og þau hafa aldrei verið fleiri. í langflestum til- fellum voru þjófamir í leit að geisla- spilurum,“ segir Björn Ágúst Ein- arsson, lögreglumaður i forvama- deild lögreglunnar í Reykjavík. Árið 1994 voru innbrot 425 í Reykjavík og árið 1995 vom 699 inn- brot. í fyrra vom innbrotin 903. Það hefur því orðiö veruleg aukning á innbrotum í bila. Á síðasta ári voru einnig bókuð 428 skemmdarverk á bílum. Bjóöa hættunni heim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.