Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 * Æ - j Sigurður Karlsson, trommuleikari og gluggaþvottamaður: Fékk starfið í gegnum votta Jehóva Uppgötv- aðurá tónleikum Þegar Signrður var atvinnu- trommuleikari starfaði hann mikið við upp- tökur. Hann telur að hann hafi spilað inn á 70-80 plötur, eða um þúsund lög. Hann byrj- aði að spila á trommur 16 Gluggaþvottamaðurinn Sigurður hugsar um laglínur. ára gamall í DV-myndir Hilmar Þór bílskúrsbandi. „Ég fékk gluggaþvottastarfið í gegnum kynni mín af vottum Jehóva. Ég var nýkominn af sjón- um árið 1983 og hafði ekkert sér- stakt að gera. Það er nokkuð marg- ir vottar Jehóva í gluggaþvotta- bransanum en auðvitað eru fleiri en þeir í þessu,“ segir Sigurður Karlsson, trommuleikari og gluggaþvottamaður. „Um svipað leyti byrjaði ég að spila með hljóm- sveit Gunnars Þórðarsonar á Broadway og var í þessu tvennu saman til ársins 1986. Gluggaþvott- urinn er mjög þægilegt starf því maður vinnur að mestu leyti sjálf- stætt. Að sama skapi þarf maður að vera agaður.“ Sigurður segist yfirleitt vinna einn en stimdum með konu sinni, Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. Hann hefur útvíkkað starfið í al- menn þrif, hónleysingar, marmara- slípun og hreinsun á rimlatjöldum. Trommur og þrif - l/2En er eitthvað líkt með trommum og þrifum? „Á árum áður var tónlistin lifi- brauð en nú hefur gluggaþvotturinn það hlutverk. Annað samhengi er ekki þar á milli,“ segir hann. Hann segist þó oft nota tímann í glugga- þvottinum til að fara yfir melódíur í huganum. „í vetur hefur komið yfir mig þörf til að sinna tónlistinni á ný. Kannski vegna þess að ég er kominn í meira jafnvægi innra með mér, gagnvart lífinu og trúnni." Sigurður hætti að spila opinber- lega með hljómsveitmn árið 1986. Þá hafði hann spilað i tuttugu ár. „Ég var búinn að fá alveg nóg. Ég hafði reynt allt sem hægt var í þess- um bransa hér, og jafnvel erlendis líka. Ég var hættur að hafa ánægju af þessu. Nýtt við- horf til lífsins kom einnig til og trúin. Þessi öldurhúsa- spilamennska er óskaplega lýjandi," segir hann. Nítján ára gamall gekk hann til liðs við Pónik og Einar og segir að það hafi verið sér góður skóli. „Ég var eiginlega uppgötvaður þegar ég spilaði með þeirri hljóm- sveit á tónleikum í Glaumbæ árið 1969 eða ’70. Karl heitinn Sighvats- son rauk um allt og spáði því að ég yrði kominn í Ævintýri eftir tvær vikur. Það stóð. Það var mikil breyt- ing að koma í Ævintýri sem hafði nýverið slegið í gegn með Bjögga í fararbroddi. Ég hafði stíl sem hafði þau áhrif á bandið að það breyttist í þétta rokkhljómsveit." Ævintýri entist í 1V2 ár, þá stofn- aði Sigurður Svanfríði ásamt öðrum og sú hljómsveit entist í svipaðan tíma. Þá var hljómsveitin Change stofnuð sem átti að slá í gegn á vegna hafir þú dregið þig í hlé? „Það er mesti misskilningur að trú votta Jehóva gangi út á boð og bönn. Ég var genginn i söfnuðinn þegar ég var að spila á Broadway og heföi getað haldið áfram að spila á dansstöðum, ef ég hefði viljað það. Trúin bannar ekkert slíkt. Það var ég sem tók ákvörðun um að hætta. Ég get spilað alla tón- list ef innihald textanna stang- ast ekki á við trú mína,“ segir „Ég legg áherslu á nótnalestur en sumir nemendur vilja verða popp- stjörnur strax,“ segir Sigurður og brosir. „Ég hef alltaf séð eftir því að hafa ekki lært tónlist þegar ég var yngri. Það var bara því miður ekki í tísku þá.“ Nýtt verk fyrir trommu- sett Sigurður hefur ekki trommað opinberlega í rúm tíu ár en Trommuleikarinn Siguröur samdi nýlega verk fyrir trommusett og frumflutti það heima hjá sér í góðra vina hópi. heimsmælikvarða. „Við vorum í tvö ár í London og stefndum að heimsfrægð. Við kom- umst nú reyndar nokkuð langt en Mezzoforte komst lengra. Seinna kom Björk og gerði þetta virkilega grand. Auðvitað vegna þess að hún er einstakur listamaður. Ég ylja mér við það að við Pálmi Gunnarsson vorum upptökusfjórar á fýrstu plöt- unni hennar þegar hún var 11 ára.“ Trúin bannar ekki rokk - Einhver gæti haldið að vottar Jehóva banni rokktónlist og þess hann. Gamli rokkarinn sem innleiddi nýjan stíl í hljómsveitirnar hérlend- is segist vera að róast. „Maður þroskast með aldrinum. Núna kann ég betur að meta djass og klassík. Ég hlusta til dæmis með athygli á íslensk sönglög um þessar mundir af því sonur minn, Guðni Freyr, hefur góða tenórrödd. Hann er að byrja að læra söng og er efni- legur," segir Sigurður. Sigurður kennir nú trommuleik heima hjá sér. Nemendumir eru á ýmsum aldri og námskráin frá Tón- listarskóla FÍH. hann viðurkennir að það blundi í honum löngun til þess. Hann segist semja eitt og annað fyrir skúffuna. Meðal annars samdi hann nýlega 5 mínútna verk fyrir trommusett sem hann kallar Triologiu. „Ég hélt tónleika hér heima fyrir vini og vandamenn. Það var mjög skemmtilegt og mér var vel tekið. Verkið er enn í mótun og ég er enn að velta fyrir mér hljóðfæraskipan- inni. Um það hugsaði ég í morgun meðan ég pússaði gluggana," segir Sigurður Karlsson, trommari og gluggaþvottamaður. -jáhj Hvað er líkt með þvottakústi og tónsprota? Það þarf að sveifla hvoru - segir Sigvaldi Snær Kaldalóns „Gluggaþvottur og tónlist eiga ágætlega saman, þó ólíkt sé. Ég fer yfir lögin í huganum þegar ég þvæ glugga og velti upp ýmsum mögu- leikum. Gluggaþvotturinn er óbundinn af tíma en ákveðnum verkefnum þarf að sinna," segir Sigvaldi. Hann vinnur yfirleitt einsamall í þrifunum nema í stærri verkefnum. Sigvaldi hefur unnið við gluggaþvott í áratugi eða frá árinu 1964. „Það voru örfáir menn í þessu þá og líklega hef ég starfað manna lengst í þessu fagi. Upphafiö má rekja til danskra stráka sem komu hingað til lands. Ég var 22 ára gam- all þegar ég byrjaði og hafði unnið í kjörbúð fram að því,“ segir Sigvaldi. Með gluggaþvottinum stjórnar Sigvaldi þremur kórum, Kór Fjöl- brautaskólans við Ármúla, Borg- arkómum og Kór Frjálsrar fjöl- miðlunar. Stofnaði kór með bróður sínum „Ég hóf nám í Tónlistarskólan- um nokkuð seint eða árið 1975. Þremur árum síðar lauk ég námi af tónmenntakennarabraut. Nokk- ur undanfarin ár starfaði ég í Keflavík, stjórnaði þar karlakór og siðar kvennakór,“ segir Sig- valdi. Síðasta haust stofnaði Sigvaldi Borgarkórinn ásamt bróður sín- um. Ekki var auglýst eftir kórfé- lögum heldur safnað saman fólki, þeirra vinum og kunningjum. „Borgarkórinn er kórinn í borg- inni,“ segir hann og vísar til þess að margir kórar kenni sig við átt- hagana. „Þeir kórar sem kenna sig við Reykjavík eru Karlakór Reykja- víkur og Kvennakór Reykjavíkur. Eini blandaði kórinn er Borgar- kórinn.“ Samráð við kórfálaga Sigvaldi segir að í kómm þurfi að velja efnisskrána í samráði við kórfélaga. „Kórstjórar geta pínt fólkið til að syngja eitt og annað sem þeir hafa áhuga á. Æskilegast að fólk hafi gaman af því sem það er flytja," segir Sigvaldi. „Hefðin er að kórar flytji klassísk kórverk. Síðan er Kórstjórinn Sigvaldi Snær aö æfa Borgarkórinn fyrir tónleika. DV-mynd ÞÖK tveggja hægt að útsetja góð dægurlög fyrir kórinn. Maður þarf að stilla kröf- unum í hóf en samt auka þær og reyna að klífa upp á við. í kórum er fólk með mismunandi getu en kór er ekki fyrir prímadonnur. Kórinn er heild og aðalatriði er að fá heild- artón. Að fólk standi og syngi sig inn i kórinn en ekki út úr honum. Þannig að maður er alltaf að höfða til hlustunar." Söngáhugi í ættinni Sigvaldi er alnafni afa síns, Sig- valda Stefánssonar Kaldalóns, sem samdi mörg þekkt lög sem lifa með þjóðinni. Hann segir að yngra fólkið eigi það til að rugla honum saman við afann. Mikill söngáhugi er í Kaldalónsættinni og dóttir Sigvalda Snæs syngur til að mynda með Borgarkórnum. Að auki hefur Sigvaldi yngri fetað í fórspor afans og hefur samið lög. Hann semur undir nafninu Sig- valdi Snær Kaldalóns til aðgrein- ingar. - Hver er munurinn á að halda á tónsprota og gluggaþvottakústi? „Maður sveiflar hvoru tveggja," segir Sigvaldi Snær og hlær mik- ið. -jáhj Gluggaþvottamaðurinn Sigvaldi Snær Kalda- lóns. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.