Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 7 Fréttir Hvalveiðar: Eðlilegt að spyrja um markaði - segir Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður „Þaö er eðlilegt að forsætisráð- herra varpi þessu fram því það þarf að vita hvort hægt sé að selja afurðimar og sjálfsagt að ganga úr skugga um það. Það gengur ekki að dengja einhverju kjöti á land sem ekki er hægt að selja,“ segir Konráð Eggertsson hrefnuveiði- maður. DV bar undir hann ummæli for- sætisráðherra um að þeir sem tali á Alþingi fyrir hvalveiðum verði að tala skýrt, hvort um sé að ræða fáeinar hrefnur á okkar eigin mat- seðli eða alvöruhvalveiðar til út- flutnings. Konráð segist ekki trúa því að óreyndu að ekki verði hægt að flytja út hvalaafurðir, en ef sú staða kæmi upp, yrðum við að gera upp við okkur hvort veiða ætti fá- einar hrefnur fyrir innanlands- markað, sem sé sjálfsagt að gera, þó ekki sé til annars en staðfesta að það hafi íslendingar gert alla tíð og ætli sér að gera áfram. „Komi í Ijós að hvalkjöt sé óselj- anlegt á erlendum mörkuðum finnst mér dæmið snúa þannig að Alþingi hafi komi því til leiðar að það yrði óseljanlegt. Viö seldum hvalkjöt á árum áður, en með því að banna veiðarnar hefúr Alþingi stuðlað að því að eyðileggja mark- aðina og sú spuming vaknar hversu langt er hægt að ganga i þvi að fara illa með fólk. Þaö eru menn með milljónir á bakinu enn þá vegna fjárfestinga í hvalveiðum og búnaði,“ segir Konráð Eggerts- son. -SÁ A-flokkarnir á Akureyri: Jákvætt svar krata til allaballanna DV, Akureyri: „Það er auðvitað allt of snemmt að segja nokkuð til um það hvort þær viðræður sem nú fara í gang muni leiða til sameig- inlegs framboðs. Það eitt að við erum í meirihluta í bæjarstjórn en Alþýðubandalagið í minni- hluta er t.d. ekki til þess að flýta þessu ferli og auðvelda viðræð- urnar,“ segir Gisli Bragi Hjartar- son, oddviti krata í bæjarstjórn Akureyrar. Kratar hafa nú svarað erindi Alþýðubandalagsins um viðræð- ur og var svarið jákvætt. Al- þýðubandalagið vildi viðræður um sameiginlegt framboð í bæj- arstjórnarkosningimum á næsta ári, og ungliðar A-flokkanna sem standa að Norðurlandsdeild Grósku hafa einnig hvatt til sam- eiginlegs framboð. Gísli Bragi segist alls ekki úti- loka það að Framsóknarflokkur- inn gæti orðið með í viðræðum um sameiginlegt framboð. „Mér finnst alveg ástæðulaust að úti- loka það fyrir fram, við sjáum t.d. hvemig R-listinn í Reykjavík er samansettur og hvers vegna gæti slíkt samstarf ekki gengið eins vel hér á Akureyri?" sagði Gísli Bragi. -gk Reykskynjari vakti fólkið DV, Aknreyri: Fullvíst má telja að reykskynj- ari hafi orðið til þess að ekki fór verr þegar eldur kom upp í íbúð viö Hafnarstræti á Akureyri í fyrrinótt. Eldurinn kom upp í geymslu á neðri hæð hússins sem er tvílyft timburhús og búið á báöum hæð- um þess. Húsráöendur vöknuðu við hávaða í reykskynjaranum og er það talið hafa ráðið úrslitum um að eldurinn náði ekki að magnast. -gk Fyrir sumarið. Urval af flíspeysum. Q Meiri gceði og smekkvísL^ Cortina Sport Skólavörðustíg 20 Sími 552 1555 j| Hyundai Sonata 2000 '94, ssk., 4 d., grár, ekinn 45 þús. km. Verð 1.350.000. g Toyota Carina E 2000 '93, ssk., 5 g., rauður, ekinn 53 þús. km. Verð 1.490.000. p Toyota Corolla XLi 1300 '94, ssk., 4 d., hvítur, ek.61 þús. km. Verð 1.070.000. gRenault Nevada 4x4 2000 '92, 5 g., 5 d., ljósgr., ekinn 124 þús. km. Verð 890.000. | Renault 19 RN 1400 '94, 5 g., 4 d„ rauður, ekinn 74 þús. km. Verð 790.000. gHuyndai Elantra GT1800 '94, 5 g„ 4 d„ grár, ekinn 37 þús. km. Verð 1.060.000. |Mazda 323 F GLX 1600 '93, ssk„ 5 d„ blár, ekinn 39 þús. km. Verð 990.000. |Renault CUo VSK 1200 '96, 5 g„ 3 d„ hvítur, ekinn 50 þús. km. Verð 750.000. gRenault Express 1400 '95, 5 g„ 3 d„ hvítur, ekinn 31 þús. km. Verð 950.000. gMMC Pajero V6 3000 '91, ssk„ 5 d„ hvítur, ekinn 133 þús. km. Verð 1.480.000. | Renault 19 GTS 1400 '90, a 5 g„ 3 d„ rauður, ekinn 103 þús. km. Verð 500.000. |MMC Lancer GLx 1500 '91, ssk„ 5 d„ hvítur, ekinn 103 þús. km. Verð 790.000. Aðrir bílar á skrá BMW 320ÍA 2000 '88, ssk„ 4 d„ svartur, ekinn 162 þús. km. Verð 690.000. Lada Samara 1300 '95, 5 g„ 4 d„ rauður, ekinn 15 þús. km. Verð 490.000. Nissan Sunny 4x4 1600 '91, 5 g„ 4 d„ blár, ekinn 92 þús. km. Verð 850.000. Range Rover Vouge 3500 '87, ssk„ 4 d„ ljósbr., ekinn 170 þús. km. Verð 990.000. Subaru 1800 GL stw '88, 5 g„ 5 d, grár, ekinn 178 þús. km. Verð 390.000. MMC L-300 Mini Bus 2000 '90, 5 g„ 5 d„ ljósbr., ekinn 99 þús. km. Verð 760.000. Renault 19 GTS 1400 '90, 5 g„ 3 d„ rauður, ekinn 103 þús. km. Verð 500.000. MMC Galant GLSi 2000 '92, ssk„ 5 d„ vínr., ekinn 39 þús. km. Verð 1.170.000. VW Passat 1600 '86, 5 g„ 4 d„ ljósgr., ekinn 188 þús. km. Verð 230.000. Toyota Camry stw 1800 '87, 5 g„ 5 d„ hvítur, ekinn 118 þús. km. Verð 550.000. Greiðslukjör til allt að 4 ara NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12 SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.