Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 13 Bætur á gauðrifna gróðurkápu „Umhverfisvandinn stafar ekki síst af því, aö viö höfum ekki kunnaö aö stjórna náttúrunni, heldur af því að viö höfum ekki kunnað aö stjórna okk- ur sjálfum." Samtök undir nafninu „Gróöur fyr- ir fólk í Landnámi Ingólfs" voru form- lega stofnuð 8. apríl sl. Markmið þessara samtaka er ......að vinna að því að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu, styrkja vistkerfi svæðisins og auka og bæta gróður í þeim tilgangi að endur- heimta glötuð land- gæði og skapa vist- legra umhverfi fyrir þann stóra hluta þjóðarinnar, sem á svæðinu býr“, eins og segir í lögum fé- lagsins, sem sam- þykkt voru á stofn- fundi. Ætlunin er að virkja sem breiðastan hóp áhugafólks um þetta verkefni, en auk einstak- linga geta fyrirtæki, félög, stofn- anir, bæjarfélög og ríkisstofnanir gerst félagar. Mikill hugur í mörgum Undirbúningur að stofnun sam- takanna var í höndum Ingva Þor- steinssonar náttúrufræðings, Gunnars G. Schram prófessors og Valdimars Jóhannessonar blaða- manns i nánu samstarfi við full- trúa allra þingflokka á Alþingi. Var einkar ánægjulegt að vinna að þessu verkefni og ljóst, að mikill hugur er í mörgum að taka til hendinni að bæta gauðrifna gróð- urkápu þessa svæðis, sem við vit- um að hafði allt annan svip á öld- um áður. Því er þó ekki að leyna, að þetta framtak hefur einnig mætt nokk- urri tortryggni þeirra, sem jafnvel tala hnyttilega um „gróð- urfíkn á köldum klaka“ og draga ár- angur í efa. Aðrir sjá fyrir sér gróðursetn- ingarhópa með fangið fullt af trjáplöntum vaðandi yfír hva ,em fyrir er án tillits til mismunandi að- stæðna og með það eitt fyrir augum að klæða trjágróðri hvem lófastóran blett í Landnámi Ingólfs. Efasemdarmönnum er að mörgu leyti vor- kunn. Sporin hræða. Alltof mörg dæmi eru þess, að menn hafi ekki sést fyrir í ákefð sinni, höggvið birkitré á báða bóga til að rýma fyrir barrtrjám og kæft holtagróður með því að ausa áburði og grasfræi skipulags- laust yfir mela og móa. Ekki rasað um ráð fram Undirbúningshópurinn var sér bærilega meðvitandi um þessa tor- tryggni og gerði sér far um að búa vel um hnúta. Þama verður ekki rasað um ráð fram, heldur er ætlunin að standa faglega að málum og beinlínis kveðið á um það í lögum samtakanna, að stjórnin skuli hafa fagráð til ráðu- neytis um framgang markmiða. Þá var á stofnfundi samtakanna sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Við áætlanir um hvers konar landgræðsluaðgerðir á vegum sam- takanna „Gróður fyrir fólk í Land- námi Ingólfs" skal taka tillit til náttúrufars viðkomandi svæðis, s.s. helstu búsvæða plantna og dýra og vistkerfa, sem ástæða geti verið til að vernda. Ennfremur til nátt- úruminja, þjóðminja og landslags- gerða. Leggja skal áherslu á að fella uppgræðslu lands sem best að landslagi og náttúrufari. Meta skal umhverfisáhrif stórra ræktunará- ætlana." Þannig má ljóst vera, að fyrir- hyggjan var ekki eftir skilin. Mark- miðið er að standa faglega að verki. Með fullri virðingu Með stofnun þessara samtaka hefur vonandi verið stigið heilla- spor, sem markar upphafið að gæfufór um Landnám Ingólfs, þessi 3% af íslandi öllu, þar sem 70% þjóðarinnar býr. Ætlunin er að taka til í sameig- inlegri stássstofu okkar allra. En það á að gera með fullri virðingu fyrir náttúrunni og lögmálum hennar, minnug þess að umhverf- isvandinn stafar ekki af því, að við höfum ekki kunnað að stjóma náttúrunni, heldur af því að við höfum ekki kunnað að stjóma okkur sjálfum. Við þurfum að rækta tengsl okkar við náttúruna og viðurkenna manninn sem hluta af henni. Kristin Halldórsdóttir Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans „Ætlunin er að taka til í sameig- inlegri stássstofu okkar allra. En það á að gera með fullri virðingu fyrir náttúrunni og lögmálum hennar.“ Töflureiknaraunir . Eftir að töflureiknar komu fram gerðu menn sér það almennt að leik að breyta forsendum líkönum, sem voru mynduð með þeim, til þess að sýna sér hvað þyrfti að gerast til þess að þeir högnuðust meira. Eftir allnokkra reynslu af slíkum tilburðum þá verður að segjast að likön töflureikna þarf að taka með mikilli varúð. Það fyrsta sem verður á vegi þeirra sem gera slík líkön er að „utanaðkomandi forsendur" breyta niðurstöðunni í reynd. Því er fyrsta flokkun á áhrifa- völdum á rekstur eftir líkönum töflureikna að greina raunveruleg- ar „utanaðkomandi forsendur" og innri forsendur í starfseminni sjálfri þar sem framkvæmd skv. líkani getur í reynd ekki farið fram. Eftir þá flokkun er hægt að gefa hluta af utanaðkomandi for- sendum ákveðið breytivægi en aðrar verða að áhættu og þarf þá áhættumat. Rannsókn á innri forsendum í starfseminni sjálfri fjallar um notkun og eðli vélbúnaðar, skipu- lag og kunnáttu þeirra sem að starfseminni standa. Vægi þekkingarinnar Nú um stundir er það að aukast að fyrirtæki njóti fjármögnunar hlutafjár í aukn- um mæli. Það ger- ir þær kröfur til fyrirtækjanna að núllrekstur, eins og á pólitískum forsendum um fjármagn og gengi, á ekki lengur við. Það dugar ekki að komast upp fyrir núllið og vera í reynd með innri sóun í starfsem- inni. Til þess að mikla nýtingu og afrakstur, m.a. launaafrakstur starfsmanna, þá verður að fara fram stöðug gagnrýni á starfsem- inni með þátttöku starfsmanna, þar sem sóunarþáttum er útrýmt. Komi í ljós að starfsmaður þurfi að taka þekkingar- ákvarðanir til þess að afstýra sóun þá er ekki hægt að vera án hans og án vilja hans til að gera rétt. Jafn- framt kemur í ljós þekkingarstig sem viðkomandi þarf aö hafa. Þessir þættir koma þá fram sem viðauka- forsendur við framkvæmd á rekstrarlíkani, og til þess að yfirleitt sé hægt að halda slíku líkani virku þarf að halda slík- um atriðum klárum, eins og stýri- menn gera á góðum skipum. Laun og hagnaöur Nú er það svo í opinberri þjón- ustu að setja þarf „hagnaöarmark- mið“ fyrir slika þjónustu, þannig að hægt sé að meta starfsemina í ljósi virðis þjónustunnar - sem sé að fullnægja settri þörf með minnstum tilkostnaði. Þvi þarf að fylgja að laun fyrir það séu svipuð og í almennri starfsemi upp á hagnað. Með því fáum við virka gagnrýni á starfsemi okkar almennt. í því sambandi verður að við- urkenna vægi launa og hagnaðar. Það er í sjálfu sér ónýtt að tapa þeim markaði sem verður vegna lægri launa og atvinnuleysis. Það er eitt lögmál sem gildir. Sá sem segir: „á að vera í lagi“ meinar i reynd, óafvitandi, að það sé óklárt. Einungis með stýringu verður það í lagi. Til þess þarf fólk. Það er því miður allt of algengt að takmarka lík- ön við „rjómafleytilíkön", það er að segja hafa sóun á móti vöntun á þekkingu, skipulagi og vélbúnaði. Nefnum dæmi: Fiski er fleygt, fískur er einungis að hluta nýttur, fiskur er rangmeðhöndlaður, öskuhaugakjöt er framleitt, smærri humri er fleygt, tekju- skattur leiðir af sér hálfsdags- kennara og svo framvegis. Þorsteinn Hákonarson „Það er eitt lögmál sem gildir. Sá sem segir: „á að vera í lagi“ mein- ar í reynd, óafvitandi, að það sé óklárt. Einungis með stýringu verður það i lagi. Til þess þarf fólk.u Kjallarinn Þorsteinn Hákonarson frámkvæmdastjóri 1 IVIeð á móti f Sameiginlegt framboð A- flokkanna á Akureyri? Eölilegt að kanna þetta Sigríður Stefáns- dóttlr, bnjarfulltrúl Alþýðubandalags- ins á Akureyri. „Okkar röksemdir fyrir því að fara fram á viðræður við Alþýðu- flokkinn eru ekki síst þær að svara þeirri miklu umræðu sem er í þjóðfélaginu um aukna sam- vinnu afla á vinstri væng stjómmálanna, og okkur finnst eðlilegt að það sé kannað hvort A-flokk- arnir geti sam- einast um fram- boð. Sú könnun þarf að fara fram fyrr en síðar, það er vonlaust að fara í þá umræðu næsta vetur þegar stutt verður orðið til kosninga. Við erum mjög opin fyrir þess- um viðræðum en emm þó ekki að hugsa þannig að þær snúist um þessa tvo flokka eingöngu, heldur verði um eitthvað víðtækara framboð að ræða, að því kæmi t.d. óflokksbundið vinstra fólk og fólk sem hefur starfað með Kvennalistanum. Að mínu mati kemur ekki til greina að Fram- sóknarflokkurinn eigi aðild að þessu, sá flokkur er íhaldssamur valdaflokkur sem passar ekki inn í þetta ferli. Það er allt of snemmt að meta það hvort þetta getur gengið, fyrst þarf að skoða málefnastöðuna, en markmiðið hlýtur auðvitað að vera það að skapa afl í stjórnmál- unum í bænum sem yrði sterkara en þessir flokkar eru núna til samans. Takist það ekki sé ég ekki mikinn tilgang með þessu.“ Út í hött „Mér finnst þessi hugmynd hreinlega vera alveg út í hött, þessir flokkar hafa ekki getað sameinast um eitt eða neitt í bæj- armálunum fjöldamörg undanfar- in ár. Þarna hefur hver höndin verið upp á móti annarri og ég sé ekki hvernig þeir ætla að geta sameinast um framboð, það er svo fjarri lagi. Mér er í fersku minni það sem Jakob heit- inn Frímannsson sagði á árum áður, aö það væri aldrei hægt að treysta krötum. Ætli Alþýðu- bandaiagið eigi ekki eftir að reka sig á það. Ef svo ólíklega færi hins vegar að það tækist að hnoða saman framboðslista, þá er ég þess fullviss að slíkt yrði bænum okkar ekki til framdráttar. Það er reyndar dapurlegt hvað bæjarfull- trúar okkar eru yfir höfuð slapp- ir og það hefur nákvæmlega enga þýðingu þótt þeir reyni að krafsa eitthvað í bakkann með tali um sameiginlegt framboð." -gk Sverrir Leósson, útgeröarmaður á Akureyri. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.