Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAI 1997 Barnið og þarfir þess eru aðalatriðið varðandi ættleiðingu - segja stjórnarkonur fálagsins íslensk ættleiðing „Megmmcirkmið félagsins er að aðstoða þá sem vilja ættleiða börn af erlendum uppruna og ávallt þannig að hagsmunir bamsins sitji í fyrir- rúmi. Ættleiðing snýst um að gefa bami nýja fjölskyldu og betri mögu- leika í lífinu. Barnið og þarfir þess eru aðalatriðið og því er ávallt geng- ið út frá þeim forsendum," segja þær Ingibjörg Birgisdóttir og Guð- rún Ó. Sveinsdóttir, tvær stjómar- konur félagsins íslensk ættleiðing. Ingibjörg er formaður félagsins og Guðrún er starfsmaður þess. Þær hafa báðar ættleitt erlend börn og Guðrún reyndar tvö. „Það eru um 180 fjölskyldur í fé- laginu. Þær hafa allar ættleitt böm eða em á biðlista eftir að ættleiða. Um 320 einstaklingar hafa verið ætt- leiddir hingað til lands frá því í kringum 1970. 25 hjón á biðlista „Um 1980 jukust mjög erlendar ættleiðingar hér á landi. Síðan hafa ættleiðingar verið mjög al- gengar hér. Það er mikil þörf nú og biðlistar í gangi. Eðlilegur biðtími er 2 ár en þetta getur líka stundum tekið skemmri tíma, t.d. eitt ár. Þrjú ár er má segja lengsti biðtími. Nú eru um 25 hjón á biðlista hjá fé- laginu. Hjón þurfa að sækja um til dómsmálaráðuneytisins ef þau vilja ættleiða erlent barn. Eftir að þau ganga í félagið íslensk ættleið- ing fá þau aðstoð þess. Síðan kann- ar barnaverndarnefnd eða félags- málastofnun hagi hjónanna og á grundvelli þeirrar mnsagnar tekur ráðuneytið ákvörðun um hvort umsækjendur fá leyfl til að ætt- leiða barn. Þegar gengið hefur ver- ið frá ættleiðingunni fær bamið sömu lagastöðu gagnvart kjörfor- eldrum sínum og væri það kyn- barn þeirra. Við í félaginu sjáum um að aðstoða fólkið á sem bestan hátt við ættleiðinguna. Við leitum upplýsinga erlendis og öflum sam- banda formlega." Hefur gengið vel „í langtlestum tilfellum eru börn- in á fyrsta eða öðru ári þegar þau eru ættleidd. í örfáum tilfellum em þau á þriðja eða jafnvel fjórða ári þegar ættleiðing á sér stað. Við telj- um að þetta hafi gengið mjög vel hér á landi. Þau hafa aðlagast vel ís- lenskum aðstæðum. Það er mjög mikilvægt að foreldrar byggi og styrki bömin rétt upp. Þau eiga að fá að vita um ættleiðinguna og hver uppruni þeirra er sem fyrst,“ segja þær Ingibjörg og Guðrún. -RR Þær Ingibjörg Birgisdóttir og Guörún Ó. Sveinsdóttir sjást hér skoöa alheimskort á skrifstofu félagsins íslensk ættleiöing. DV-mynd Hilmar Þór Mestar vonir nú bundnar við Kína - segir Ingibjörg Birgisdóttir „Kína er nú það ættleiðing- arland sem mestar vonir em bundnar viö. Undanfarin ár hafa mörg böm komiö til Norð- urlandanna frá Kína og þeim hefúr gengið vel. Við höfum reynt fyrir okkur í Kína í þó nokkum tíma og höfum verið í sambandi við kínversk ættleiö- ingaryfirvöld segir Ingibjörg Birgisdóttir, formaður ís- lenskrar ættleiðingar. „Við höfum notið góðrar að- stoðar íslenska sendiráösins í Peking. Það er mikill munur að hafa sendiráð í viökomandi landi. Það hefur háð okkur mikið að hafa ekki sendiráð í þeim löndum sem við íslend- ingar höfum ættleitt ffá,“ segir Ingibjörg. -RR Ættleiðing ævaforn Ættleiðing er að stofni til ævafom. Hún tíðkaðist m.a. i Indlandi, Egyptalandi og Róma- veldi. Það vora Rómverjar sem fyrstir settu lög um ættleiðingu. Sem lagaúrræði er ættleiðingin i komin úr Rómarrétti inn í nú- tímalöggjöf flestra vestrænna \ þjóða. Lagðist niður á mið- öloum Á miðöldum lagðist ættleið- ing að mestu niður. Mun það P hafa stafað af andstöðu kirkj- unnar og hennar sterku áhrif- um á þeim tíma. Það var stjóm- arbyltingin mikla í Frakklandi sem leiddi til að þessi einstreng- ingslegu sjónarmið varðandi ættleiðingar liðu undir lok. ! Stjórnarbyltingarmenn voru hlynntir ættleiðingu og hinn 18. í janúar 1792 gaf löggjafarsam- | koma þeirra út tilskipun sem heimilaði ættleiðingu. Ættleiðingarlög á ís- landi Á þjóðveldistímanum á ís- landi vora ekki í lögum nein ákvæði um ættleiðingu. Með l lögtöku lögbókanna Jámsíðu og Jónsbókar tóku þó gildi hér á landi ákvæði um ættleiðingu. Ættleiðing í nútímaskilningi er komin í íslenskan rétt úr | dönskum lögum og lagafram- | kvæmd. Núgildandi ættleiðing- arlög voru sett 8. maí 1978. í stórum dráttum má segja að svipuð löggjöf gildi hvarvetna á Norðurlöndum um ættleiðingu. Félagið Islensk ætt- leiðing Fyrsta félag íslenskra kjör- fjölskyldna var stofnaö í Reykjavík árið 1978. Fljótlega 1 var annað félag stofnaö á Akur- eyri til að vinna að sömu mál- um. Árið 1983 sameinuðust þau síðan undir nafninu Islensk ættleiðing og búa félagsmenn | um allt land. Fyrstu börnin frá Koreu Fyrstu bömin komu til ís- Ílands árið 1970. Flest vora þau þá frá Kóreu. Nú eru löndin orðin alls 17, aðallega í Asíu og Suður-Ameríku. Nú eru um 320 einstaklingar hér á landi sem | fæddir era erlendis en hafa eignast íslenska foreldra og ís- Ilenskt ríkisfang. Flest frá Indlandi Frá árinu 1988 hafa flest bömin komið frá Indlandi. í skýrslu ffá dómsmálaráðuneyt- inu kemur fram að alls 29 ind- versk böm hafa verið ættleidd hingað frá árinu 1991. íslend- fingar hafa einnig ættleitt frá Kólumbíu og Tælandi auk fjölda annarra landa. Stöðugt er | unnið að öflun nýrra sambanda og í nýjum löndum. Rekstur skrifstofu Félagið hóf rekstur eigin skrifstofu árið 1988 og er starfs- maður þar í hlutastarfi. Á skrif- stofunni eru veittar upplýsing- | ar um allt sem viðkemur ætt- ( leiðingum og aðstoðað við und- | irbúning umsókna. Skrifstofan er til húsa að Grettisgötu 6 í IReykjavík. Fráttabráf og skemmtanir Félagar í íslenskri ættleiðingu fá sent fréttabréf 4 til 6 sinnum á ári. Haldnir era ffæðslufundir I og fjölskyldufundir. Á hverju ári | er jólaskemmtun og sumarúti- lega sem höfðar sérstaklega til bamanna. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.