Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 Spurningin Ertu komin/n á sumardekk? Anna María Sveinsdóttir, starfs- maður á leikskóla: Já, ég dreif mig fyrir 1. maí. Andri Jóhannesson rafeinda- virki: Ég er á heilsársdekkjum. Óttar Einarsson skólastjóri: Já, ég er kominn á sumardekk. Karl Guðmundsson, fyrrv. stýri- maður: Já, ég er það. Sigurður Adolfsson snigill: Já, ég fór mjög snemma á þau. Lesendur Ottó Sverrisson skrifar: Margt er skrýtið í stjómkerfinu ekki síður en í kýrhausnum. Stund- um mætti jafnvel líkja því við Spaugstofu allsherjar. Lesendum er væntanlega í fersku minni bókstaf- stúlkun ríkissaksóknara á löngu úr- eltum lagagreinum um tjáningar- frelsi. Sumum er vafalaust einnig í fersku minni ákæra ríkissaksókn- ara á hendur tveimur vammlausum góðbændum svarfdælskum af bú- andkyni góðu, er unnu ref við góð- an orðstí í grennd við heimkynni sín. Ákæran vakti verðskuldaða at- hygli. Við dauðlegir, er ævinlega lutum höfði af einskærri lotningu, þegar hið virðulega embætti bar á göma, hvörfluðum nú augum til himna í forundran og vænting um svör. Hvað var um að vera í ranni rétt- argæslunnar? Dómur féll. Sakfelldir voru góðbændur fyrir refsvíg, þar eð þeim tókst ekki að færa sönnur á, að hin gengna lágfóta væri dýrbít- ur. Dáindisspaugararnir í Sjónvarpi allra landsmanna, sem laðað hafa fram marga brosvipruna með þjóð- inni og glatt hennar geð í gagnrýnu græskuleysi skyldu nú svara til saka fyrir Guðs og manna lögum. Guð sé oss næstur! Hvers eiga þeir að gjalda, eða þá ég? Ég varð fyrir því óláni að fá heim- sókn fmgralangra gesta. Vitni nokk- urt benti á meinta þjófa. í framhaldi af því var málinu viðað til rann- sóknarlögreglu. Erindi mínu um Dáindisspaugurum Sjónvarps var gert að mæta til yfirheyrslu. Einn Spaug stofumanna mætir hjá RLR. rannsókn og réttarvörslu var synj- að. Ríkissaksóknari tók í sama streng. Þegar til átti að taka var rannsóknarskylda rannsóknarlög- reglunnar harla klén. Varðandi kæru mína var hvergi stafkrók að finna á blaði. Málsgagn rannsóknarlögreglu var bréf frá lögfræöingi hinna meintu þjófa, þar sem rannsóknar- lögreglunni var bent á að eyða tíma sínum í þarfari hluti. í sama bréfi gekkst lögmaður við stuldinum fyr- ir hönd umbjóðenda sinna. Ó guð minn góður, og ríkissaksóknari! Hvernig skyldi land með lögum byggja? Ég hef satt að segja ekki nennu til að fara I sund með ríkis- saksóknara og hinni heilögu tvennu. Ríkissaksóknari, refurinn og ég Foreldra- og kennaravandamál H.S. skrifar: Nú eru hin árlegu samræmdu próf tíundubekkinga yfirstaðin. Hvílíkt írafár! - Ekki eru börnin fyrr komin heim, kvartandi yfir ósanngjörnu stærðfræðiprófi en fjöldi foreldra lætur sem þeir séu sérfræðingar í samræmdum próf- um. í stað þess að leiða börnunum fyrir sjónir, að e.t.v. hefðu þau mátt eyða meiri tíma við lestur og lærdóm, hringdu foreldrarnir út og suður og kvörtuðu hástöfum yfír hversu illa var farið með „englana" þeirra. Ekki bætti úr skák þegar sumir kennarar og skólastjórar komu ffam í fjölmiðlunum, tóku undir grátkórinn og ýttu enn frekar und- ir reiði bamanna. Ef til vill var þetta stærðfræðipróf „of þungt eða of langt“, en á þeim málum á að taka á faglegum grunni af þeim sem hafa þekkingu, en ekki með þeim æsingi sem sumir skóla- menn komu fram með. Engar kvartanir heyrði ég yfir íslensku- eða dönskuprófinu. Voru þau e.t.v. „of létt“ eða römbuðu þeir sem sömdu prófin á hið eina rétta og sanngjarna próf? Ekki er öll sagan sögð, því strax daginn eftir enskuprófið voru blaðaskrif frá skólastjóra nokkrum þar sem hann grét enn frekar fyrir hönd barnanna og kvartaði undan ósanngjörnu enskuprófi. - Mikið ósköp er farið illa með englana okkar. Engin furða þótt þeir fari á ærlegt fyllerí eftir svona illa meðferð! Verktakar og vorvinna í Vesturbænum Stella skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir van- þrifunum á götunum hér í gamla Vesturbænum á þessu vori. Það munu vera verktakar sem borgin fær til þess að annast gatnahreinsunina. Það vekur undrun margra að enginn virðist fylgjast með því hvemig þessi verk eru unnin. Nú má nærri geta að eitthvað kosta verktakamir og ekki verður þeim greitt nema með skattpening- um okkar borgarbúa. Það er til skammar að sjá hvemig vinnubrögð- in eru. Kústbifreiðar eru sendar út og þær taka eina og eina götu hér og þar, en skipulögð vinna er engin. Happa- og glappaaðferð ríkir I gang- stéttahreinsun, og er engu líkara en stjórnendur hreinsunar á vegum Reykjavíkurborgar láti sér fátt um finnast. Alla vega er þessi vinna unn- in án þess að nokkurt skipulag virð- ist vera á verkunum. Vil ég t.d. benda á Vesturvallagötu, Ásvalla- götu, Sólvallagötu og Bræðraborgar- stíg. Það er skrítið að núverandi borg- arstjórn skuli ekki leggja metnað sinn í að hafa borgina hreina og þokkalega útlítandi. Hvað segja íbúa- samtök Vesturbæjar? Þau hafa þó verið virk í því að gagnrýna um- hverfismálin hér í gamla bænum. Það er ekki nóg að friða hús og lóðir ef varla verður gengið fyrir rusli og óþrifum. Mér hefur dottið í hug hvort yfir- menn borgarinnar í umhverfis- og hreinsunarmálum vilji ef til vill með þessum hætti koma ffúnni og fylgi- liði R-listans úr borgarstjórn. Það skyldi þó aldrei vera! Ég bendi blaðinu á að fara á vett- vang og taka mynd af einni af götun- um eða gangstéttunum þarna á svæð- inu svo að augljóslega megi sjá hvemig málum er háttað. DV Á að þrauka á Þingeyri? Garöar skrifar: Nú er svo komið víða á Vest- fjöröum, að þar kreppir verulega að fólki vegna bágrar afkomu. Það er ekki bara á Þingeyri sem jaðrar við að fólk taki sig saman og flýi hús og aðrar eigur sínar, ástandið er líka slæmt á ísafirði, stærsta kauptúninu þar vestra. Bænaskjal fyrrv. yfirtryggingalæknis og fleiri frá Þingeyri nú mun lítið gagn gera. Mesta lagi að Byggðastofnun boði til fundar um málið. Það sem gera þarf er að gera fólki þama vestra ljóst að hið opinbera getur ekkert gert, nema að fólk vilji flytja fyrir fullt og allt. Skamm- tímalausnir duga ekki þarna leng- ur. Spumingin er: Á að þrauka lengur? Gríðarlegur for- ingi, Blair Hannes skrifar: Ótrúlegt hve fólk er ginnkeypt fyrir nýjungum og breytingum. í Bretlandi var Verkamannaflokk- mánn kosinn og nýr forsætisráð- herra þar með. í morgunútvarpi Rásar 2 sl. fóstudag mátti heyra í einum ungkratanum, sem dásam- aði næturröltið i London. Hann hafði orðið fyrir miklu happi. Tony Blair, sigurvegari kosning- anna, hafði tekið í hönd íslenska kratans, heilsað honum og sagt: Komdu sæll og blessaður. Þetta var gríðarleg stund, gríðarlegur foringi, og gríðarleg gleði þarna um nóttina, sagði ungkratinn. - Megi gleðin lengi endast þeim ungmennunum í Lundúnaborg. Ósamræmi í umferðarljósum R.A. skrifar: Það ætlar að ganga brösuglega hjá okkur íslendingum að koma á viðunandi samgöngukerfi, hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli. Víða vantar helstu skilyrði til aksturs ökutækja, almennt talað. Tek sem dæmi, tvær akreinar í hvora átt á helstu þjóðvegum, vegrið og vamir á hættulegum stöðum, o.fl., o.fl. En það ætti nú að vera hægt að samræma umferð- arljósin hér í höfuðborginni. Tek enn sem dæmi alla Miklubrautina, sérstaklega spottann milli Grens- ásvegar og Langholtsvegar. Löng bílarunan verður að stöðva að fullu, áður en hægt er aka áffarn. Svona nokkuð er hrein handvömm í umferðarstjóm. Konur og kaup- samanburður Anna hringdi: Stöð 2 hefur nokkuð flutt frétt- ir og sýnt samanburð barnabóta vegna nýs lagafrumvarps, og tek- ið dæmi af foreldrum í sambúö og giftum og svo einhleypum. í öll- um tilfellum um tekjur foreldra eða hjóna er eiginmaðurinn ávallt talinn með hærri tekjumar. Þetta er ekki alls kostar rétt, því oft er konan með hærri tekjumar. Það er jafhréttismál að sýna a.m.k. einhverja breidd í þessu, og eng- inn gildur samanburður fæst án þess að sýna dæmi um hið gagn- stæða, að konan sé með hærri tekjumar. Þama mega fjölmiðlar taka sig verulega á. Kynskipti á eig- in vegum Guðný Guðjónsfr skrifar: Ekki trúi ég að þjóðfélagið hafi haldið fólki í kynskiptihug- leiðingum uppi erlendis eða greiði fyrir þær aðgerðir. Þetta ferli, aðgerðir og annað hlýtur að vera algerlega á eigin vegum. Ég trúi ekki öðm. Þessar línur sendi ég að gefhu tilefni og um- mælum læknis sem svona að- gerð hefur framkvæmt hérlend- is, og segir að dýrt sé að „halda sjúklingi uppi“ erlendis meðan á svona ferli stendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.