Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 Sviðsljós Leikur forseta- frú Banda- ríkjanna Emma Thompson leikur á móti John Travolta í nýrri kvik- mynd um forseta Bandaríkj- anna. Emma hefur látiö klippa sig og lita á sér hárið vegna hlutverksins og þykir útlit hennar nú minna á útlit Hillary Clinton. Ólétta Heather raskar öllu Sjónvarpsstjarnan Heather Locklear er þá ólétt eftir allt saman. Þaö sem meira er, ólétt- an hennar hefur valdið svo miklu írafári meðal aðstand- enda sjónvarpsþáttanna Melrose Place, þar sem hún er aðalskutl- an, að framleiðandinn ætlar að dreifa smokkum meðal starfs- fólksins. Sumarfrí þáttagerðar- fólksins hefur verið stytt svo hægt sé að taka sem mest af efni upp fyrir haustið. Heather á von á sér i október. Auk hennar eru þrjár aðrar konur í starfsliði þáttaraöarinnar ófrískar. Eddie Murphy ætlaði bara að leika miskunnsama Samverjann: Tekinn með kynskipting í lúxusjeppanum sínum Hjartagæska Eddies Murphys varð honum næstum að falli fyrir helgi. Lögreglan í Los Angeles stöðvaði leik- arann eldsnemma á fóstudagsmorgun eftir að hann hafði tekið þekkta vændiskonu og kynskipting upp í Land Cruiser jeppann sinn. Lögregl- an átti víst sitthvað vantalað við vændiskonuna, hina 21 árs gömlu Atisone Seiuli, og flutti burt í járnum. Eddie, sem er 36 ára, kvæntur og fjögurra barna faðir, var ekki hand- tekinn. „Murphy var ekki viðriðinn neitt glæpsamlegt og var því ekki hand- tekinn," sagði lögregluþjónninn Mark Bailey. Lögreglan sagði að Seiuli hefði gengist undir einhvers konar breyt- ingar á líkama sínum, annaðhvort með lyfjagjöf eða skurðaðgerð. í skjölum lögreglunnar er Seiuli sagð- ur karlkyns. Blaðafulltrúi Eddies sagði að mál þetta allt væri eintómur misskilning- ur og sakleysisleg mistök af hálfu leikarans. Eddie hefði séð aumur á Seiuli og aðeins ætlað að skutla hon- um heim. „Eddie var hálfeirðarlaus síðast- liðna nótt. Hann fór á fætur og ók að uppáhaldsblaðasölunni sinni,“ sagði blaðafulltrúinn, Paul Block, daginn eftir atvikið. Á heimleiðinni þurfti Eddie að nema staðar á rauðu ljósi, rétt eins og gengur. Sér hann þá ekki hvar undirfógur ung kona með hawaiiskt útlit kemur gangandi að bíl hans, að sögn blaðafulltrúans. „Ert þú ekki Eddie Murphy?" spurði vændiskonan. Eddie svaraði: „Þú ættir ekki að vera á ferli svona seint.“ Block sagði að Eddie hefði fundist stúlkukindin vera ósköp þreytuleg Eddie Murphy var ekki hlátur í huga fyrir helgi. og hann hefði haft af henni nokkrar áhyggjur. „Hún bað um far heim og Eddie varð við þeirri ósk, rétt eins og hann hefur áður komið fólki til aðstoðar,“ sagði blaðafulltrúinn. Og bætti þvi við að Eddie hefði fyrr um kvöldið gefið heimilisleysingja eitt þúsund dollara. Ekkert minna. „Það gerðist nákvæmlega ekki neitt en Eddie segist aldrei ætla að gera svona aftur. Hann ætlar engu að síður að halda áfram að leggja heimilislausum lið,“ sagði blaðafull- trúinn. Atburður þessi minnir óneitan- lega á ævintýri hins breska Hughs Grants sem tekinn var við vafasamt athæfi með vændiskonunni Divine Brown í bíl sínum fyrir tveimur árum. Hugh slapp ekki jafn vel, því hann var sektaður fyrir ósiðlegt at- hæfi á almannafæri. lyson gengur að eiga lækni Þungavigtarboxarinn og tugt- húslimurinn fyrrverandi, Mike Tyson, er búinn að gifta sig. Sú lukkulega, eða þannig, heitir Monica Turner, þrítugur læknir og einu ári betur. Monica heim- sótti Mike í steininn á meðan hann sat inni fyrir nauðgun. Hún ól honum barn í fyrra og er aftur ófrísk. Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama afsláttur af annarri auglýsingunni, aW miití himin. Smáauglýslngar SSO 5000 Þessi feguröardís heitir Agathe Neuner. Hún er fegursta stúlka Þýskalands og tekur sem slík þátt í keppninni um ungfrú alheim í Miami Beach á Flórída eftir hálfa aðra viku. Kvöldkjólasýning keppenda var tekin upp um helgina og var þessi mynd af Agathe tekin við það tækifæri. Simamynd Reuter Hjónabandssælan er á enda hjá Donaldi og Mörlu Trump Donald Trump var ekki lengi í Paradís. Hjónabandi hans og Mörlu Maples er lokið eftir aðeins þrjú og hálft ár. Þau hafa þó ákveð- ið að skilja sem bestu vinir. Don- ald er fimmtugur en Marla þrjátíu og þriggja. Bandaríska dagblaðiö New York Post hafði það eftir heimildarmönn- um úr rööum kunningja hjónanna að aldrei heföi gróið um heilt í hjónabandinu eftir að sást til hinn- ar ungu og fógru Mörlu á afskekktri baðströnd meö lífverði sínum. Það var snemma morguns í apríl í fyrra. Donald sagði á sínum tíma að líf- vörðurinn hefði staðið vaktina á meðan Marla brá sér afsíðis til að pissa eða eitthvað svoleiðis. Þeir sem til þekkja segja að eignir Donalds séu metnar á hálf- an þriðja milljarð dollara. Þaö mun jafngilda um 175 milljörðum króna. New York Post sagði að samkvæmt kaupmála þeirra hjóna fengi Marla eina til fimm milljónir dollara við skilnaðinn. Hefði hún látið sig hafa það í átta mánuði til viðbótar, fengi hún tvöfalt meiri peninga. Donald og Marla eiga fjögurra ára gamla dóttur. Hún heitir Tiffany.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.