Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 27 Fréttir Söguleg frumsýning í Búðardal: Rafmagnslaust og leikari veiktist Leikhopurinn ásamt leikstjóranum sem er í efri rööinni til vinstri. DV-mynd Melkorka DV, Búðardal: Leikklúbbur Laxdæla frumsýndi Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson í Dalabúð í apríllok. Leikstjóri er Hörður Torfason. Sýn- ingin gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Síðdegis á frumsýningardaginn kom babb í bátinn þegar einn leik- arinn var fluttur í skyndi á sjúkra- hús. Nú voru góð ráð dýr. Aðstoðar- leikstjórinn ákvað að taka hlutverk- ið að sér og allt var gert til að hægt yrði að frumsýna þrátt fyrir forföll leikarans. Þegar leið að sýningu var aðstoð- arleiksfjórinn tilbúinn. Hafði hann lært hlutverkið eins og hægt var og minnismiðar voru til hjálpar hingað og þangað. En þá hringdi sú sem farið hafði á sjúkrahúsið og var á leið heim, öllum til mikils léttis. Leikstjórinn steig á svið þegar sýningin átti að hefjast og bað fólk að doka við í hálftíma og eftir það hófst sýningin eins og ekkert hefði í skorist. Hún hafði ekki staðið lengi þegar rafinagnið fór af þorpinu. Það gerð- ist á svo dramatísku augnabliki að áhorfendur héldu um stund að þetta ætti að vera svona. Aftur varð leik- stjórinn, Hörður Torfason, að stíga á svið og biðja fólk að bíða um stund. Hlé yrði gert á sýningu og beðið eft- ir að rafmagn kæmist aftur á. Eftir nokkra stund komu ljósin. Hægt var að halda áfram og allt gekk eftir áætlun eftir það. 200 manns voru á þessari sögulegu frumsýningu og leikarar og leik- stjóri hylltir í lok sýningar með dynjandi lófaklappi. -MB Þórshafnarhreppur: Báðu um almennan borgarafund fyrir ári DV, Akureyri: „Það er um það bil ár liðið frá því að ég fór fram á að haldinn yrði borgarafundur um málefni hrepps- ins. Það var samþykkt með öllum atkvæðum í hreppsnefnd að halda fúndinn en hann hefur ekki verið haldinn enn þá,“ segir Jón Gunn- þórsson, hreppsnefndarmaður af L- lista í Þórshafnarhreppi. Jón segir ástæður beiðni sinnar um almennan fund hafa verið þær að upplýsa íbúa í hreppnum um fjárhagsstöðu hreppsins og vegna hlutabréfasölu bæjarins í Hrað- frystistöð Þórshafnar sem þá var verið að selja. „Beiðni mín er enn í fullu gildi og fúll ástæða til að halda fundinn en ég held bara að þeir þori það ekki,“ segir Jón. Þar á hann við meirihluta hreppsnefndarinnar sem er að nafn- inu til skipaður K-lista. Reyndar hafa miklar hræringar átt sér stað í pólitíkinni á Þórshöfn á kjörtíma- bilinu. Við kosningamar 1994 fékk K-listi 3 fulltrúa kjörna en L-listinn 2 fulltrúa. Jónas Jóhannsson, einn K-listamanna, hefur sagt skilið við K-listann sem hefur þvi ekki meiri- hluta. Hins vegar hefur Gunnlaugur Ólafsson, annar fulltrúi L-listans, gengið til liðs við K-listann í ákveðnum málum og fundur L-lista- fólks hefur samþykkt vantraust á Gunnlaug. DV bar það undir Reinhard Reyn- isson sveitarstjóra hver væri ástæð- an fyrir því að borgarafundurinn sem samþykkt var að halda fyrir um ári hefði ekki verið haldinn. „Ætli það megi ekki bara orða það svo að við höfum ekki komið því í verk,“ sagði sveitarstjórinn. -gk Nýja hóteliö. DV-mynd Njörður Vík í Mýrdal: Nýtt hótel á gömlum grunni DV.Vik: „Við stefnum að því að opna í lok maimánaðar eða í byrjun júní,“ sagði Jóna Kjerulf í Vík í samtali við DV. Hún og fjölskylda hennar eiga hlutafélagið Víkurdranga. Þau eru að innrétta nýtt hótel í Vík í gömlu húsi þar sem elstu viðimir eru úr byggingu sem verslun HPT Bryde reisti sem vörugeymslu í Vík 1890. Það hús var reist annars staðar á sandinum en það er nú. Árið 1892 var það flutt undan ágangi sjávar. Síðar varð húsið eign Kaupfélags Skaftfellinga sem rak í því pakkhús um árabil en svo var því breytt í skrifstofuhúsnæði. Að sögn Jónu verða þau með 10 tveggja manna herbergi og tvö eins manns. „í húsinu verður einnig matsalur sem mun taka 50 manns í sæti. Auk þess verðum við með svefnpoka- pláss með eldunaraðstöðu fyrir 20 manns I öðra húsi hér við hliðina sem flestir þekkja sem gamla hótel- ið en þar hefúr verið rekið hótel í áratugi.“ NH BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚNI3-105 REYKJAVÍK - SÍMI563 2340 - MYNDSENDIR 562 3219 Skúlagöta 21 og 42 og Hverfisgöta 105 í samræmi við 17. og 18 gr. skipulagslaga er auglýst kynning á breyttu deiliskipulagi á lóðum við Skúlagötu 21 og 42 og Hverfisgötu 105. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa að Borgartúni 3,1. hæð, kl. 9.00 - 16.00 virka daga og stendur til 18. júní 1997. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en miðvikudaginn 2. júlí 1997. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkja tillöguna. Kæru Krakkakfúbbsmeðlimir Krakkar! vegna mikillar aðsóknar ætlum við að framlengja sýninguna á myndina Gullbrá og birnirnir 3, sem sýnd er í Stjörnubíó. Myndin er sýnd alla laugardaga og sunnudaga kl. 3, út maí. Þið getið nálgast miðana í Stjörnubíó, alla virka daga eftir kl. 16.30 og fyrir kl. 14.30 um helgar. Frítt í bíó fyrir alla Krakkaklúbbsmeðlimi. Góða skemmtun. Félagsmenn í Starfsmannafélagi ríkisstofnana Nýgerður kjarasamningur verður kynntur á eftirtöldum stöðum: Fyrir starfsmenn sem vinna á stofnunum fyrir ofan Elliðaár: Miðvikudaginn 7. maí kl. 16.30 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Grafarvogi (Foldaskóla). Fyrir starfsmenn sem vinna á stofnunumfrá Elliðaám niður á Hlemm: >- Miðvikudaginn 7. maí kl. 16.30 að Grettisgötu 89,4. h. Fyrir starfsmenn sem vinna á stofnunumfrá Hlemmi og vestur í bœ (Landspítali undanskilinn): Þriðjudaginn 6. maí kl. 16.30 að Grettisgötu 89, 4. h. Fyrir staifsmenn sem vinna á Landspítalanum: Föstudaginn 9. maí kl. 15.30 og miðvikudaginn 14. maí kl. 11.30 Fyrir starfsmenn í Kópavogi, Garðabœ og Hafnarfirði: Þriðjudaginn 13. maí kl. 16.30 í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði. Fyrir starfsmenn í Reykjanesbœ og nágrenni: Þriðjudaginn 13. maí kl. 16.30 í sal Iðnsveinafélags Suðumesja, Tjamargötu 7. Fyrir starfsmenn í Borgarnesi, Akranesi og á Vesturlandi: jg Auglýst síðar. Fyrir starfsmenn á Suðurlandi: Mánudaginn 12. maí kl. 17.00 að Hótel Selfossi. Fyrir starfsmenn á Norðurlandi: Föstudaginn 9. maí kl. 16.30 í Fiðlaranum á Akureyri. Starfsmannafélag ríkisstofnana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.