Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 Afmæli Jón Olgeirsson Jón Olgeirsson, framkvæmda- stjóri Korra ehf., Baldursbrekku 6, Húsavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jón fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hann var þar í Barnaskóla Húsavíkur og lauk síðan gagnfræða- prófi á Húsavík. Jón fór ungur til sjós og var há- seti og matsveinn á bátum frá Húsa- vík. Hann kom í land 1987 og hefur síðan rekið fiskverkunarfyrirtæki og eigin útgerð. Jón hefur starfað í Kiwanisklúbb- num Skjálfanda frá stofnun, setið í stjórn hans og verið þar formaður. Þá hefur hann sungið með Karla- kórnum Hreimi á Húsavik að und- anfornu. Fjölskylda Jón kvæntist 27.12. 1969 Huldu Salómonsdóttur, f. 12.2.1950, sjúkra- liða. Hún er dóttir Salómons Er- lendssonar, húsgagnasmíðameist- ara á Húsavík, og k.h., Öddu Jóns- dóttur húsmóður. Börn Jóns og Huldu eru Björg, f. 22.4. 1967, skrifstofumaður á Húsa- vík, gift Sveini Freyssyni og er son- ur þeirra Rúnar Freyr, f. 1991; Örvar Þór, f. 17.12. 1972, læknanemi við HÍ, búsettur í Reykjavík; Særún, f. 22.4.1981, nemi. Systkini Jóns eru Sig- urður Valdimar Olgeirs- son, f. 1942, útgerðarmað- ur á Húsavík; Hreiðar 01- geirsson, f. 1943, skip- stjóri, búsettur á Húsa- vik; Pétur Olgeirsson, f. 1945, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Skarphéðinn Olgeirsson, f. 1948, vél- stjóri á Húsavík; Egill Olgeirsson, f. 1949, tæknifræðingur og fram- kvæmdastjóri á Húsavík; Aðalgeir Olgeirsson, f. 1952, verslunarmaður í Hafharfirði; Kristján Olgeirsson, f. 1960, trésmiður á Húsavík; Björn 01- geirsson, f. 1962, málarameistari á Húsavík; Heiðar Geir, f. 1967, skip- stjóri á Húsavík. Foreldrar Jóns eru Olgeir Sigur- geirsson, f. 22.5. 1924, úigerðarmað- ur á Húsavík, og k.h., Ragnheiður Jónasdóttir, f. 28.4. 1924, húsmóðir. Ætt Olgeir er sonur Sigurgeirs, bú- stjóra á Húsavík, Péturssonar, b. í Álftagerði, Guðmunds- sonar. Móðir Péturs var Kristín Jónsdóttir, b. á Grænavatni, Þórðarson- ar, b. á Grænavatni, Jóns- sonar. Móðir Olgeirs var Björg, systir Jakobínu, móður Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráðherra. Björg var dóttir Jóns, b. á Höskuldsstöðum í Reykja- dal, Olgeirssonar, á Hellu- vaði í Mývatnssveit, bróð- ur Jóns, skálds á Hellu- vaði, föður Sigurðar skálds á Amar- vatni. Jón var einnig faðir Jóns í Múla, afa Jóns Múla og Jónasar Ámasona. Olgeir var sonur Hin- riks, b. í Heiðarbót í Reykjahverfi, Hinrikssonar. Móðir Hinriks var Katrín Sigurðardóttir, b. á Litla- Vatnsskarði, Ólafssonar og Þórunn- ar Jónsdóttur, ættföður Harða- bóndaættarinnar, Jónssonar. Móðir Jóns Olgeirssonar var Guðbjörg Ei- ríksdóttir. Ragnheiður er dóttir Jónasar, vegaverkstjóra á Þórshöfn, bróður Bjarna, föður Matthíasar, fv. ráð- herra. Jónas var sonur Bjama, b. á Hraunshöfða í Öxnadal, Kráksson- ar, landpósts á Hólum í Öxnadal, bróður Guðbjargar, langömmu Bjöms Jónssonar, ráðherra og for- seta ASÍ. Krákur var sonur Jóns, b. á Skjaldarstöðum, Bjarnasonar, bróður Sigríðar, langömmu Guðríð- ar, langömmu Jóns Helgasonar ráð- herra. Móðir Jónasar var Sigríður, systir Óskar, langömmu Sigfúsar Jónssonar, fyrrv. bæjarstjóra á Ak- ureyri. Sigriður var dóttir Guð- mundar, b. á Brún í Svartárdal, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Ingiríður, systir Ingibjargar, langömmu Jóns Pálmasonar alþing- isforseta, föður Pálma, fyrrv. alþm. á Akri. Systir Ingiríðar var Guðrún, langamma Páls á Guðlaugsstöðum, afa Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra. Ingiríður var dóttir Guð- mundar ríka, b. í Stóradal, Jónsson- ar, ættföður Skeggstaðaættarinnar, Jónssonar. Móðir Ragnheiðar var Kristjana Þorsteinsdóttir, b. á Engimýri í Öxnadal, Jónassonar, b. á Engi- mýri, Magnússonar, bróður Krist- jáns, föður Magnúsar fjármálaráð- herra. Jón og Hulda taka á móti gestum í Litla sal Félagsheimilis Húsavikur miðvikudaginn 7.5., eftir kl. 20. Jón Olgeirsson. Valborg Þorvaldsdóttir Valborg Þorvaldsdóttir, dagmóð- ir og starfskona við heimilishjálp, Suðurgötu 40, Akranesi, er fimm- tug í dag. Starfsferill Valborg fæddist að Lundi í Þver- árhlíð. Hún ólst þar upp og var í bamaskóla á Varmalandi. Valborg fór í vist til Akureyrar 1962, auk þess sem hún starfaði þar við kexverksmiðjuna Lórelei. Hún flutti aftur að Lundi 1964 og bjó þar með manni sínum í fjögur ár. Þá fluttu þau aftur til Akureyrar þar sem Valborg stundaði ýmis störf, einkum við Sambands- verksmiðjurnar og á leik- skólum og við leikvelli á vegum bæjarins. Þá var hún dagmóðir á Akur- eyri. Þau hjónin fluttu á Akranes 1987 þar sem þau hafa átt heima síðan. Þar starfaði Valborg við Sjúkrahúsið á Akranesi um skeið en stundar nú heimilishjálp og er dag- móðir. Valborg giftist 14.5. 1963 Herði Óskarssyni, f. 4.6. 1939, verkamanni. Hann er Óskars Kristjánssonar og Guðnýjar Stefáns- dóttur, búenda í Sam- komugerði í Eyjafirði. Börn Valborgar og Harðar eru Jón Borg- fjörð, verkamaður á Neskaupstað, sambýlis- kona hans er Hólmfríð- ur Jónsdóttir og eru börn hans frá því áður Aðalsteinn og Guðlaug María; Arnar Eyfjörð, leikskólakennari á Ak- ureyri, sambýliskona hans er Heiða Hrönn sonur Hreiðarsdóttir og eru dætur þeirra Valborg Þorvaldsdóttir. Erika Mist og Urður Ylfa; Hilmar Trausti, starfsmaður við sambýlið á Akureyri, sambýliskona hans er Hjördís Vala Þórsdóttir og eru börn hans frá því áður Thelma Björk, Andri Dan og Haukur; Linda Eygló, fiskverkakona á Akureyri. Systur Valborgar: Vilhelmína Torfhildur, f. 11.7.1942, d. 4.12.1993, var búsett í Reykjavík; Amdís, f. 24.4. 1945, búsett á Egilsstöðum Foreldrar Vilborgar voru Þor- valdur Þorkelsson, f. 10.1. 1911, d. 3.6. 1996, bóndi á Lundi og síðan á Akranesi, og Sigríður Ingólfsdóttir, f. 23.6.1912, d. 4.7.1991, húsfreyja. Finnur ValdimaGr Bjamason Finnur Valdimar Bjamason, Hnjúkabyggð 27, Blönduósi, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Finnur fæddist á Ytri-Varðgjá í Eyjafirði. Hann hóf störf við Hótel Akureyri er hann var fimmtán ára, lærði þar matreiðslu og nam auk þess iðn sína við Hótel Borg og Hót- el Sögu í Reykjavík. Finnur starfaði við Hótel Sögu til 1972 en tók síðan við framkvæmda- stjóm á Félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum, nú Hótel Valaskjálf, og gegndi hann því starfi til ársins 1988. Hann var síðan matsveinn á skip- um Nesskips og Samskipa, auk þess sem hann starfrækti matsölu og krá í Reykjavík. Fyrir tveimur árum flutti Finnur til Blönduóss þar sem hann hefur átt heima síðan. Hann starfar nú við Blönduskálann. Fjölskylda Sambýliskona Finns er Karen Grétarsdóttir. Sonur Finns og Karenar er Grét- ar Hafsteinn. Systkini Finns era Hallfríður, bú- sett á Reyðarfirði, sambýlismaður hennar er Einar Þorvarðarson og eiga þau þrjú böm; Tryggvi, búsett- ur í Reykjavík og á hann tvö böm. Hálfsystkini Finns, samfeðra, era Svava, búsett í Reykjavík; Bjamey, búsett í Reykjavík; Elsa, búsett í Reykjavík; Friðrik, búsettur á landi Ytri-Varðgjár, í Litluhlíð. Foreldrar Finns eru Bjami Tryggvason frá Ytri-Varðgjá, bif- reiðarstjóri í Reykjavík, og Dýrleif Finnsdóttir frá Skriðuseli í Aðaldal, húsmóðir i Reykjavík. Þau skildu. Fréttir Hátíð á Djúpavogi DV, Djúpavogi: Árshátíð Grannskólans á Djúpa- vogi var haldin í íþróttahúsinu ný- verið að viðstöddu fjölmenni. Nem- endur buðu upp á vandaða og fjöl- breytta dagskrá og var greinilegt að allir skemmtu sér vel. í Grunnskóla Djúpavogs era um 100 nemendur og af þeim er hluti í skólaseli í Kerhamraskóla í Álfta- gerði. Fluttu nemendur þess skóla söngleik sem ber nafnið 3 litlir her- menn. Stóðu krakkamir sig með prýði og greinilegt að þama era framtíðarsöngvaramir okkar. -HEB Börnin í Kerhamraskóla sungu vet DV-mynd Hafdís Hl hamingju með afmælið 6. maí 85 ára Ragna R. Sigurðardóttir, Espigerði 2, Reykjavík. Helgi Gunnlaugsson, Heiðargerði 7, Reykjavík. Valgerður Guðmvmdsdóttir, Lundi, Grindavík. 70 ára Gunnþórunn Þorsteinsdótt- ir, Höfðabrekku 29, Húsavík. Hreinn Þórhallsson, Ljósavatni, Ljósavatnshreppi. 60 ára Kristbjörg Kristjánsdóttir, Hellulandi, Aðaldælahreppi. Margrét S. Kristinsdóttir, Aðalstræti 82, Akureyri. Hafliði Þór Olsen, Hverfisgötu 64, Reykjavík. Jóhanna Sigfúsdóttir, Amarhrauni 25, Hafnarfirði. Ingvar Ásgeirsson, Dalbraut 27, Bíldudal. Olga Steingrímsdóttir, Sökku, Svarfaðardalshreppi. Lilja Soffia Jónasdóttir, Brekkustig 35 B, Njarðvík. 50 ára Guðni Karlsson, Miðtúni 25, Höfn í Homafirði. Kristín Sveinsdóttir, Áshlíð 3, Akureyri. Bryndís Pétursdóttir, Sunnuhvoli, Akrahreppi. Tómas Bergþór Þorbjörns- son, Frostafold 34, Reykjavik. Gunnar S. Pétursson, Brekkutúni 9, Sauðárkróki. Þrúður Karlsdóttir, Laufrima 35, Reykjavík. 40 ára Ágúst Þorsteinsson, Keilugranda 6, Reykjavík. Ellert Rúnar Finnbogason, Skútahrauni VII, Skútustaða- hreppi. Geir Svansson, Bræðraborgarstíg 23 A, Reykjavík. Margrét Elizabet Harðar- dóttir, Birkibergi 32, Hafnarfirði. Herdís Þorkelsdóttir, Hraunbæ 26, Reykjavík. Sigríður Karlsdóttir, Hamrahlíð 16, Vopnafirði. Björg Kristín Finnbogadótt- ir, Skólastíg 15, Stykkishólmi. Ámi Elias Albertsson, Skipasundi 10, Reykjavík. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.